Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1971, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1971, Blaðsíða 9
við engan mann þar í höfuð- staðnum.“ „Þið hafið kannski fengið einmanakennd í bænum?" „Já, og ökkur fannst staður- inn alveg herfilegur þá,“ segir Stefán. „En við höfðum heyrt talað um ágætis konu, Margréti I Árbæ, fyrir innan Elliðaár, viðurkennda fyrir gestrisni hjá austanmönnum. Við gistum þar um nóttina við hlýjar móttök- ur og gefna gistingu. Það sann aðist hið fomkveðna að sjald- an lýgur almannarómur. Við lögðum svo upp snemma að morgni.“ „Kvödduð þið ekki gömlu konuna með kossi? Eða var það ekki siður þá?“ „Jú, það var siður þá, en við vorum svo ungir og feimnir, að Vilð komiutm olklkuir elklki að því, en við þökkuðum vel fyrir okkur og kvöddum með virkt- um.“ „Var pokinn svipaður á þyngd austur?" „Nei, hann var léttari, bara fötin. Nú hafði maður peninga fyrir góðgjörðum. Við fórum frá Árbæ að Selfossi og keypt- um þar gistingu, en næsta dag frá Selfossi að Garðsauka. Gist um við þar hjá Þorgerði frá Hemru og Einari; góðar við- tökur þar og gefin gisting. Frá Garðsauka var næsti áfangi að Skarðshlíð; gistum þar hjá Hjörleifi og Sigriði og gefin var gisting þar. Frá Skarðshlið héldum við heim í Álftaver." „Hver var kostnaðurinn við heimferðina?" „Ferðakostnaður var sá minnsti, sem ég hygg að hafi orðið hjá vermönnum á þetta langri leið, 1,75 kr. á hvom okkar. En þetta er ein sú stíf- asta ganga, sem ég hef lent í.“ „Fór þér ekki vel fram I fyrstu útversferðunum?" „Mér fór geysilega fram í þessum ferðum, enda lét ég upp aflraunasteininn Lat á Mýrdalssandi, og þóttist þá maður með mönnum. Ég fór fyrst tvær ferðir til Suður- nesja og síðan til Vestmanna- eyja 19 vertiðir í röð. Síðan á Suðurnes aftur, fór þá í heim- sókn að Hvalsnesi. Þá voru gömlu hjónin dáin, en systkin- in þau Magnús og Guðrún og maður hennar, Gísli, tóku dá- samlega á móti mér, og hafa alltaf sýnt mér mikinn og heil- brigðan kunningsskap, eins og þú getur bezt dæmt um.“ Meðan Stefán ri'fjar upp minningar frá löngu liðnum dög um, hefur vélfákurinn skilað okkur áfram. Olía, stál og gúmrní, í stað blóðs, vöðva og hófa. Og bílstjórinn þarf sum- part að stjórna ómeðvitað. Vísuparturinn, „Er þú ekur veginn, aktu hægra megin,“ þarf að minnsta kosti að sitja í sálinni. Núna erum við hægra rnegin á Grindavíkurveginum, höfum beygt á Stapanum. Við nálgumst Grindavíkurf jöllin ört. Himinninn er að mestu heiður og skúrirnar koma strjált úr suðri. Við ökum á milli fjallanna Þorbjörns og Þorkötlu, sem standa vörð um eina mestu verstöð landsins, Grindavík. Við förum beina leið niður í plássið. Við komum hér fyrir nokkrum árum. Ekki sáum við Sölku þarna, en hitt- um nokkra Skaftfellinga og einn ofan úr Þingvallasveit. Nú ökum við gegnum þorpið viðsitöðuilaiust út að Staið. „Alilit er í auðn og allt í rústum," sagði Matthías forðum um Kornbrekku. Þetta á þó tæp- lega við hér. Þarna er sjálfur Staðurinn, og Staðarhverfið í eyði, en ibúðarhúsum er vel við haMið og notiuð fyrlir sium- arbústað. Þarna er grafreitur þeirra Grindvikinga og þarna var kirkja áður. Við göngum I garðinn og eftir litla leit finn- um við leiði séra Brynjólfs Magnússonar, en hann var hús bóndi Stefáns aðra útversferð- ina. Á þvií er minnisvarði, gef- inn af sóknarbömum séra Bryjnólfs. Við snúum frá leið- inu og af þvi að ég þekki venj- ur samferðamannsins, flýgur eins og örskot gegnum huga mér: Er honiuim nú í raiun og veru fairið að föiiiasit. En adilrt í einu segir Stefán: „Ekki fer ég að koma svona kjánalega fram. Ég er vanur að gera krossmark yfir leiði vina minna, þegar ég kem að þeim.“ Stefán hefur lifað tvær heimsstyrjaldir; hann hefur lifað heimskreppuna og er nú mitt i ærandi hávaða atómald- ar. Samt hafa siðirnir ekki breytzt. Mér koma ósjálfrátt í hug hinar magnþrungnu Ijóð- l’ínur skáldsins og sjáandans: ,,Ef þér ei ægir allra djöfla upphlaup að sjá. Og hverri tign að velli velt, sem veröldin á og höggna sundur hverja stoð, sem himnana ber, þá skal ég syngja sönginn minn og sitja hjá þér. Og seinast þegar svarta nóttin sígur á lönd og dökkar hrannir hrynja um knör, og hvergi sér strönd, þá láttu bátinn horfi halda, hvert sem hann ber og ég skal sæll á svarta djúpið sigla með þér.“ Við setjumst í bílinn og fá- um okkur hressingu, kók og súkkulaði. Ef séra Gisli, fyrr- verandi prófastur okkar, hefði nú verið hérna í sumarbústaðn um, hefðum við áreiðanlega fengið kaffi, en þvi var ekki að heilsa. Og þarna sem við sitjum í bílnum neðan við hlað- varpann á Stað, tökum við upp þráðinn að nýju og tölum um þá tíma, sem löngu eru horfnir. „Hérna var ég vertíðarmað- ur 1917,“ segir Stefán. „Og at- vikin réðust þannig, að ég var ráðinn hinum megin á skagan- um, en likaði þvi miður ekki vel og strauk eftir fjóra daga, aauðvitað gangandi með pok- ann á bakinu. Um nóttina gisti ég hjá merkishjónum; Auðunn hét bóndinn og Halldóra kon- an. Þaðan fór ég til Keflavík- ur og þá varð ég svo heppinn að hitta þama tvo útversmenn úr Járngerðisstaðahverfi, sem voru þar með hesta að sækja beitusíld. Ég fór þangað og þá vildu þeir helzt fá mig þar, en ég hafði ekki i fullu tré, af þvi að ég var eins og hver annar unglingur, þá 18 ára. Vildi ég heldur hitta mann, sem ég var samferða að austan og hét Ágúst. Fór ég svo daginn eft- ir milli hverfa, sem er klukku- ibíima gamgur. Var þá svo hepp- inn, að hér vantaði prestinn vertiðarmann. Hér bjó séra Brynjólfur Magnússon og frú Þórunn Þórðardóttir, úrvals- hjón, og ég svo lánsamur, að lenda héma verbíðarmaður. Það er einn sá albezti staður, sem ég hef verið á um mína daiga. Reri ég hér á árasíkipi; var dálítið sjóveikur, en var með ágætis mönnum og svo endaði vertíðin prýðilega; ég hafði 160 kr. í kaup, en var ráðinn upp á 100, þar sem ég strauk. Mismunurinn var ágæt þénusta. Svo fór ég héðan sjó- veg inn í Reykjavilc og það- an gangandi austur í Skafta- fellssýslu." Stefán hefur stöðugt haldið áfram frásögninni og ég spyr um sumt nánar. „Þú komst sem leið lá aust- an úr Skaftafellssýslu með ver tiðarpokann á bakinu alla leið suður á Suðurnes. Þú varst ráð inn þar á bæ og svo straukst þú eftir fjóra daga. Var fátækt þarna?“ „Það var talið frekar vel efn að, en nokkuð sérkennilegur staður og heldur leiðinlegt um- hverfis bæinn. Þó var þama anzi ung og skemmtileg verbið- arstúl'ka. Þanna hliauit eiitt- hvað að vera að, auðvitað hafa þær aðdráttarafl blessaðar, ungar og ferskar eins og ís- lenzkur öræfagróðuir ópliægð- ur af jeppaförum." „Já, þér fannst frekar óynd- islegt þarna, þrátt fyrir stúlk- una.“ „Já, mér fannst það. Mér var boðið þar uppá hanabjálkaloft alveg eins og niðursetningi og hafði diskinn á hnjánum. Það var ósköp skrýtið fæðið, skemmdar rófur og kinnar. Mér leizt ekki gæfulega á þetta, því að ég hafði verið á úrvalsstað veturinn áður hjá Páli Magnússyni á Hvalsnesi og þvi fannst mér þetta ennþá verra.“ Stefán fékk þá ráðleggingu hjá manni þarna, sem þótti vel greindur, að ef hann stryki, skyldi hann bera við óyndi. Þá væri ekki hægt að hafa 4 því, þótt maður rifti ráðningu, ef hann væri frá af óyndi. „Var það svo að kvöldi, sem þú straukst?" „Já, það var að kvöldi, I dimmu. Aðstoðarmaður var Sigurður Sverrisson, háseti á mótorbát hjá Stefáni Berg- mann. Ég fór inn í Sandgerði og kvartaði um, að ég gæti ekki verið þarna og langaði að strjúka. En kunningjar mín ir gerðu ekkert úr þessu og vildu ekki vera við slíkt riðn- ir.“ „En svo var það Sigurður, sem gekkst inn á að aðstoða þig?“ „Já, hann fór með mér, og á meðan ég var að tlna saman dótið mitt í dimmunni ræddi Sigurður við húsfreyju og sá þá þarna unga og bráðfallega stúlku. Tjáði Sigurður hús- freyju, að ég sé frá af óyndi og ákveðinn í að fara. Líkaði henni þetta stórilla og ekki betur fyrir það, að bóndinn var í Reykjavík að ráða fleiri vertíðarmenn. Sagði Sigurður, að um þetta væri ekki að fást, þar sem óyndi sé fullgild ástæða til, að rift sé ráðningu. Fórum við siðan að Sandgerði um kvöldið. Á leiðinni var ým- islegt spjallað. Taldi Sigurður óhapp, að ég gat ekki orðið 4 sama heimili og þessi fallega stúlllka; þalð hefiði getað gerat, að við hefðum fellt hugi sam- an.“ „Svo fórst þú með vertíðar- mönnum til Grindavíkur, græddir 60 krónur á að strjúka og þér þótti gott að vera hjá séra Brynjólfi?“ „Já, hér var skemmtilegt, enda margir ungir strákar. Hér var spilað á harmoniku í land- legum og hér var dansað.“ „Það hafa liklega verið stúlkur hér líka. Átti prestur- inn kannski einhverja?" „Nei, það var bara vinnu- kona hérna, anzi létt vinnu- kona. Ég var sendur eftir henni inn í Voga. Hún var ung og á bezta aldri. Ég spil- Stefán Stefánsson frá Vík. Myndina tólc Kristbm Benediktsson fyrir skömnm. 7. fébrúaa- 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.