Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1971, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1971, Blaðsíða 2
Willy Möller Hvers konar maður var Lenin? Nú, þegar öld er liðin frá fœðingu Lenins, virðast menn svo sammála um játandi svar við þeirri spurningu, að Lenin hafi verið mikilmenni að furðu gegnir. „Nú á dögum mun eng- inn verða til þess að neita því, að hann var mikilmenni. Deila má um það (svo!) hvort hann hafi verið mesti maður þessar- ar aldar, enda þótt. . . áhrif hans á heiminn hafi verið meiri en nokkurs annars. Lenin er hið eina stórmenni síðari tíma, er segja má um með vissu (svo!) að hefði hann ekki fæðzt, þá hefði gangur verald arsögunnar orðið annar, en raun varð á.“ Þessi framangreindu orð eru að vísu höfð eftir kommúnista, háskólamanni, sem hljóp úr •vistinni og starfar nú á Vestur löndum, en lýðræðissinnuðum, vestrænum skýrendum (comm- entators) hafa einnig farizt orð á mjög svipaða lund. Vangaveltur um það, hvort gangur mannkynssögunnar hefði breytzt við líf eða dauða hins eða þessa er nú oftast ekki meira virði, en hvert ann að kaffihúsasnakk. Sá spámað- ur, sem hefur á reiðum höndum áreiðanleg svör við þvílikum spurningum er enn ófundinn. Enda þótt Lenin hefði ekki ver- ið til taks árið 1917, er engan veginn víst og raunar ekki einu sinni líkur til þess, að byltingin hefði farið út um þúf ur. Það var um ýmSa aðra ,,at- orkumenn" að ræða að velta hlassinu. Leon Bronstein (Trot zky) var t.d. ekkert smámenni, svo einn sé nefndur, og hem áðarframlag hans hafði raun- ar og beiniínis úrslitaþýðingu jfyrir óstöðuga stjórn Lenins framan af árum. í»á mundi og erfitt að neita þvi, að Josef Dsjúgasvili (Stalin) hafi skort átorku og framgimi og yfir- íjeitt hug til stórræða. Það var reyndar tuttugu og fimm ára einveldisstjórn hins síðast nefnda (einveidi Lenins stóð ékki nema i u.þ.b. hálfan ára- tug og var langtum lausara í reipunum) sem færði Sovétrík ín til þess horfs, sem nú ér á þeim. Þá er enn eftir að taka tillit til utanaðkomandi afla, , með og á móti. Svo tekið sé dæmi um þau, þá átti Stalin vel gengni sína að mjög verulegu leyti að þakka enn öðru „mikil inenni", er Adolf hét Schikckel igruber og betur er þékktur undir nafninu Hitler. Hvernig Væri nú umhorfs í heiminum hefði hann ekki fæðzt.. . ?! Þegar bvltingin 1905 brauzt iút var Lenin staddur í Genf. Hann fékk fregnirnar af bylt- ingunni við iestur „Tribune de jGeneve" hinn tíunda janúar þess árs og var það allur hans þáttur í þeirri byitingu. Frétt- imar um marzbyltinguna 1917 fékk hann frá flokksfélaga sínum einum og ennfremur við lestur dagblaðanna í auglýs- ingakössunum á Bellevuplatz í Ziirich. Hvorug þessara bylt- inga átti neinar beinar rætur að rekja til langvarandi og lát lauss hatursáróðurs Lenins, né heldur voru þær afleiðingar af áróðri þessum. Uppreist setu- liðsins í Pétursborg 1917 var ekki gerð af kenningapólitísk- um ástæðum, stjómlagaástæð- um, ellegar til þess að steypa keisaravaldinu, heldur einfald lega til þess að fá enda bund- inn á stríðið. Verkamanna- og hermanna- ráðin, sem unnu „skitverk" (grovarbeide) byltingarinnar þetta sumar voru heldur ekki hugarfóstur eða uppfinning Lenins; hann var hins vegar eldsnar að færa þau sér í nyt. Samkvæmt framangreindri heimild er „mesta afrek" hans það, að í fimmtán ár vann hann að því „þolinmóður og kerfisbundið að mynda ein- stætt valdstjómartæki." Nú má mjög efa sanngildi og réttmæti orðanna „þolinmóður" og „kerf isbundið", en merkilegt er hitt, að Hitler varði einnig fimmtán árum til þess að skapa jafn „einstætt valdstjórnartæki" og að ofan var nefnt! Það er rétt, að Lenin gerð- ist ekki byltingarsinni af þeim persónulegu tilfinningaástæð- um, sem stundum hefur verið haldið á loft og þá átt við það, að bróðir hans Alexander var dæmdur og tekinn af lífi fyrir þátttöku í samsæri um það að ráða Rússakeisara af dög- um. Hafi nokkur maður „fæðzt með byltinguna í blóðinu" þá var það Lenin. Hann var fædd- ur byltingarmaður. Sagt er, að Lenin hafi lagað marxismann að „hinni rússn- ensku byltingarerfðavenju". Það er heldur ekki sannleikan um samkvæmt. Eins og á fleiri sviðum og í fleiri efnum í Rúss- landi þessa tíma voru á lofti margar byltingarkenndar hug- sjónir og érfðavenjur og hóp- ar, ósamkvæmir og sundur- þykkir innbyrðis og sín á milli allt frá frjálslyndum til öfga- sinnuðustu stjórnleysingja, Lenin hafði einungis áhuga á þeim róttækustu. Það var fyr- ir þá, sem hann „rússifíker- aði" marxismann og það að svo mikiu leyti, að haft hefur verið á orði, áð hefði Karl Marx stig ið niður af tindinum árin 1918 eða 19 að litast um í riki Len- ins og gloprað út úr sér ein- hVerju af éigin kenningum á leiðinni, -þá hefði hann um- svifalaust verið skotinn sem gagnbyltingamaður. Lenin fæddist og ólst upp á þeim mörkum í Rússlandi, þar sem austur og vestur mætast. Þau mörk voru ailnokkru skarpari þá en nú. Andlits- drættir hans og útlit bera af- dráttarlaus austræn einkenni og andinn ekki síður, Má nefna að rússneska þjóðerniskennd hafði hann alls enga til að bera og stakk þar mjög í stúf við aðra rússneska marxista samtíma honum, eins og t.d. Plekhanoff, Struve, o.fl. Það var einmltt þessi skort- ur á þjóðemistilfinningu, sem olli þvi, að Lenin féllst svo fús lega á Brest-Litovsk-friðinn. Hinir auðmýkjandi skilmálar Þjóðverja vöktu honum engin tilfinningaleg viðtorögð, engan sársauka — manni, sem einung is „lifði og hrærðist" fyrir heimsbyltinguna." Auk þess hefur hann vafalaust gert sér grein fyrir því, að ætti honum að takast að bjarga „sinni eig- in“ byltingu, sem enn stóð á brauðfórum, varð hann að stöðva stöðuga framsókn Þjóð- verja, hversu dýru verði, sem hann yrði að kaupa þann frið. Þjóðverjar hefðu sem hægast getað hertekið langtum stærri hluta Rússlands en þeir gerðu — hefði þeim boðið svo við að horfa. Loks er á það að líta, að enginn veit né mun tæpast nokkurn tíma komast að því, hverja leynisamninga Lenin og Þjóðverjar höfðu þegar gert sin á milli. Þjóðverjar höfðu lengi sent Lenin fé (fyrir milli göngu von Romberg, sendi- herra þeirra í Bem); þeir hleyptu honum ennfremur gegnum Þýzkaland í hinum fræga „innsiglaða járnbrautar- vagni" (sem var nú raunar alls ekki innsiglaður, sé farið út í það), o.s.frv. Þegar Lenin lét hemema hið sjálfstæða ríki Georgiu (sem að vísu var sósialískt — en ekki bolséviskt) árið 1921, þá var það ekki afieiðing af rússneskri þjóðemisstefnu, þvl hana átti Lenin ekki tO, eins og sagt er að framan, heldur var það fyrsta afleiðingin af bolsévískri heimsvaldastefnu. Það liggur skýr og rauður þráður gegnum söguna frá her- námi Georgiu árið 1921 til her náms Tékkóslóvakíu fyrir tæp um þremur árum. Mynd sú, er sett hefur verið saman af einkalífi Lenins er öll hin borgaralegasta. „Einka lif hans — svo fremi, sem hann átti nokkurt einkalif — var um fátt áhugavert eða at- hyglisvert. Hann var skyldu- rækinn sonur, fyrirmyndar eig inmaður, lesti hafði hann enga til að bera......“ „Lenin var að mörgu leyti aðlaðandi mað- ur, — óbrotinn, eðlilegur og blátt áfram, óeigingjam, ósér- plæginn og eiginlega (?) góð- lyndur. Hann var hvorki grimm ur né hefnigjarn og hégóm- leika átti hann ekki til." Er þetta sannleikanum sam- kvæmt? Sonarskylduna taldi Lenin sig hafa uppfyllt að nokkru með því að Ijúka háskólaprófi sínu. Upp frá því var bylting- in líf hans allt, átti hann og hug hans allan. Hann heigaði alla krafta sina og tima ádeilu- ritum sínum, sem gengu, ýmist handrituð eliegar vélrituð milli félaga hans, eftir „ólöglegum" leiðum, eða „neðanjarðar", á nákvæmlega sama hátt og þess háttar ritsmíðar berast milli andspyrnumanna í Sovétríkjum okkar tima. Það ætti ekki að koma nein- um á óvart þótt maður, sem gerði svo harðar kröfur til pólitísks og samfélagslegs frels is sætti sig ekki heldur við sett- ar viðjar þeirrar „stofnunar", er nefnd er hjónaband. Éin þeirra kvenna, sem Lenin átti vingott við var Angelica Bal- banoff. Angelica var rússnesk að ætt og uppruna, komin af góðum ættum. Hún hafði flutzt úr landi tvítug að aldri (1897) og haldið til Sviss, þar sem hún gerðist vinkona Georgi Valentinovitsj Plekhanoffs, en þvi næst Lenins. Reyndar voru þetta ekki einu höfðingjarnir, sem Angelica hafði saman við að sælda um ævina, þvi hún varð síðar ástmær Benitos Mussolinis, um það leyti sem hún starfaði undir stjórn hans við blaðið „Avanti". Árið 1919 hélt Angeliea aftur heim til Rússiands, sem Lenin hennar var þá nýbúinn að „frelsa" úr ánauð, en ekki hafði hún set- ið nema skamma hríð i sælunni er hún neyrddist til að hverfa aftur úr landi af „öryggis- ástæðum". Fór því fjarri að hún væri ein um það. En „stærsta" og likast til „eina ást“ Lenins var önnur kona að nafni Inessa Armand. Inessa Armand hafði hlaupizt frá manni sínum og miklum efnum með börnum sínum þremur, og helgað sig „bylt- ingunni". Lögleg eiginkona Lenins, Nadjesjda Konstantin- ova Krupskaja, sem var full- kunnugt um samband þeirrá Inessu og „lét það að lokum gott heita“, að svo miklu leytii, sem talað verður um slíkt, gerði Lenin skilnaðartilboð, en það vildi Lenin hins vegar ekki heyra nefnt, Snemma komust sögur á kreik um það, að Lenin þjáð- ist af syfilis, eða sárasótt. Ekki er lengra liðið en ár frá því áð Alexander Kerensky, sem nú er nýlátinn, hafði siðast uppi 2 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 20. júní 1971.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.