Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1971, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1971, Blaðsíða 16
Lausn á síðustu krossgátu vvtíii Hc? tn r. • v*, ■7Þ % ■ % í"if •n % > nr < c n :>■=> r~ 73 ■ 11 r O, =||3 7> -i r O V% 5|r 70 £ Tö 7° Vn -z- =þ £• t, <— *>*. TÖ X 7S Tl X m * \A x >, 7v r r nv z 5? 2 v> r m 53 $5 =P; H % lK- 1 mi o r r — Tp -t 1 2?5 IB? 75 7» 3 x>. 75 ?«£ í Pra X =p TJ 33 3 X X •tÖ X .'V 2 ? -C H 7* ó, O: » £=. * c2$ 55» s|r E l/v «| 0* ■% 7* r/o 73 X H n jD x ■r; n X X 05 7» ■ V F* ,«n ,r- •n .77 < o. < /*' 5j| H ■ js' :r Oð % 33. C r ^ - 75 .•T'. :cn; Tr 52 s X X 75; X T1 cn a 30 . *n - — ~r H nv •3 s X •- H * 11 >, z. æT X X r 73 $ 1 X X Ö7 ;c-£ s h- ÍD H JJ 15 X z H: p ir I 5S 5Ö’ 'X- m c X E 75 p H m tn; ."!*• ' •jev — z. X P„ z. £ X 3>: 'P. M ■>' >1 X 75 ■r •n. C &Í Oi -e ’J ■ • c >, 3 m X '1.1 n c: z ;ca íll £ y\ x 5 -n $ 71. 33 ftv 3! $ H 7) ■<Þ % X z. X H X £2§? Z' »j*ir H| AA; 7P éIIí' í-jiT1 r ■ M 4i x © rn X V, 2.0* & fri. b O SP 517 X' X — 70 q. s r c» H ttil ill EKKI alls jyrir löngu birtist aug- lýsing í Morgunblaðinu, sem hejur orðið tilefni nokkurs umtals og smávegis blaðaskrifa. En ekki sýn- ist mér þó vanþörf á að víkja enn að því máli, sem þarna var á ferð- inni, svo furðulega sem það hlýtur að koma fyrir sjónir. Þetta var aug- lýsing frá bókaverzlun í miðborg- inni, sem lét í Ijós, að stúlku vant- aði til afgreiðslustarfa. Eins og gef- ur að skilja átti stúlkan að vera rösk og áreiðanleg og fleira í þeim dúr og ekki nema sjálfsagt að œtl- ast til þess. En í auglýsingunni var síðan klykkt út með því að kona með börn á framfœri sínu kœmi ekki til greina og erum við þá kom- in að meginmálinu. Mér er ekki kunnugt um að fœrð hafi verið fyrir því vísindaleg rök, að konur, sem hafa orðið fyrir því að eiga börn, vœru lélegri á vinnu- markaði en barnlausar konur. Á þessu hefur engin allsherjar könn- un verið gerð, að því er bezt er vitað: Sjálfsagt eru barnakonur upp og ofan og enginn þarf að segja mér að hinar barnlausu séu það ekki líka, við hvaða störf sem er. En þessi auglýsing ber keim af mjög óþekkilegri afstöðu, sem von- andi er að sé fátíð í okkar þjóð- félagi. Spyrja mœtti, hvað valdið hefur því, að þessi umrœdda bóka- verzlun setti ákvæðið um barn- eignir umsækjenda í auglýsinguna? Stafar það af því, að verzlunin liafi svo þungbæra reynslu af slæmri frammistöðu mæðra, sem hafa fyr- ir börnum að sjá? Eða er það ein- faldlega sprottið af einhvers konar fordómum, sem eru að gera vart við sig hjá stöku mönnum? Talað er um það af fjálgleik, að œskilegt sé að konur taki meiri þátt í atvinnulífi þjóðarinnar. Hœtt er við að lítið gœti orðið af þátt- töku þeirra í framtíðinni, ef marg- ir atvinnurekendur tœkju þann pól í hœðina að konur með börn vœru útilokaðar frá flestum störfum. Og fátœklegra væri víða um að litast á vinnustöðum ef þessi hugsunar- háttur hefði þrifizt í þjóðfélaginu öllu. En þetta gefur líka kærkomið tœkifœri til að vekja enn á ný at- hygli á því, að betur þarf að búa að konum með börn, svo að þaer geti tekið þátt í atvinnulífinu. Bent hefur verið á af ótal mörgum að byggja þurfi fleiri dagheimili og leikskóla og koma á fót skóladag- heimilum í flestum skólahverfum borgarinnar. Allt er það rétt og sjálfsagt, enda að þessum málum ■ unnið drjúgt af hálfu borgarinnar. En ekki þýðir að vœnta þess að ekki mannfleira borgarfélag en Reykjavíkurborg geti reist slíkar stofnanir, svo að þörfinni sé full- nœgt, eins og hendi sé veifað. Enda er auðvitað út í bláinn að hafa stöð- ugt úppi hávœrar kröfur á hendur borgar og ríki; sitja nánast með hendur í skauti og œtlast til þess, að allir aðrir en maður sjálfur haf- ist eitthvað að. Af hverju er ekki til dœmis hægt að skipuleggja ein- hvers konar heimilisaðstoð við mœður, er vinna úti, svo að þær eigi hœgara með að stunda vinnu sína og veita þeim sérstaklega fyrir- greiðslu beri veikindi að á heimil- um þeirra. Það er ekkert launungarmál, að fyrir útivinnandi mœður, hvort sem þær eru giftar eða ógiftar, er það brýnt að þær geti stundað vinnu og þurfi ekki að missa úr daga öðru . hverju, þegar ung börn þeirra eru veik heima. Væri ekki unnt að haga þessari hjálp eitthvað svipað því og nú er komið í kring fyrir aldrað fólk? Og væri ekki ennfremur hœgt að veita mæðrum aðstoð við almenn heimilisstörf ákveðinn tíma í viku til að létta álagi af þeim. Með góð- um vilja og dálítilli framtakssemi virðist þetta ekki óframkvœman- legt. Og vœri verðugt viðfangsefni, er hlyti að gefa jákvœðan árangur. Jóhanna Kristjónsdóttir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.