Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1971, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1971, Blaðsíða 3
H;uin var alvarlegur og þnngbúinn í bragði. Hann gaf sig ekki að öðrum og tók aldrei þátt í leikjum eða iþróttum. Hann iijálp- aði altlrei sessunautum sínum eða bækkjarfélögom. ___ þessa staðhæfingu; heimildin ■vax ónafngreindur læknir í London, er átti að hafa stund- eð Lenin árið 1903. (Árið 1893 ihafði Lenin verið skorinn upp í Sviss við magasjúkdómi, sem ekkd er nánar tilgreindur og ekki er heldur vitað um stað- únn, þar sem aðgerð þessi íór fram. Sjálfur kvæður hann stað inn aðeins hafa verið i fögru 'umhverfi, fjarri borginni, mitt 'úti I náttúrunni, nálægt stóru stöðuvatni o.s.frv.). Aldrei haía verið færðar neinar sönnur á staðlhæfingu þessa og verður það tæpast gert héðan af, nema því aðeins, að ósviknar heimiidir skjóti •upp kollinum erlendis. í Sovét rikjunum sjálfum er eflaust löngu buið að umhverfa öllu og íjarlægja allt, sem varpað 'gæti skugga á imynd og helgi „hins mikla leiðtoga og læri- Æöður". Sjúkdómur sá siðast- ur er hann fékk og dró hann tii dauða getur hafa verið af- leiðing af tilræði þvi, sem gert var við harrn í ógúst 1918 — en sjúkdómur þessi getur hka hafa verið „paralysis general- is," eða siðasta stig sárasóttar. Þegar rússneska skáldið Al- eksander Ivanovitsj Kuprin var landflótta árið 1921, ritaði hann niður hjá sér minningar sinar um Lenin frá skólaárun- um. Þeir Lenin og Kuprin voru báðir frá Simbirsk, þar sem nú heitir Uijanovsk og þaðan var það, sem þeir þekktust. Sögur hafa lengi verið á kreiki um það, að þeir hafi verið saman i skóla, Lenin og hinn ístöðu- litli keppinautur hans um völd in í byStingunni 1917, Aleks- ander Kerenskij. Þetta er fjarri öllu lagi: á þeim er tólf ára aldursmunur. Kerenskij hefur sjáifur staðfest það, að hann hafi aldrei hitt Lenin í Simbirsk. Hitt er annað mál, að Kerenskij eldri gerðist fjár- haldsmaður Uljanofffjölskyld- unnar, er íaðir Lenins dó og það var einnig hann, sem að- stoðaði Lenin við lögfræðinám og próf utan skóla við háskól ann í Petrograd (1891), en Len- in haíði verið rekinn frá há- Bkólanum i Kazan (1887). Kuprin skirskotar að nokkru til skáldsins Korinf- skljs, sem var bekkjarféiagi Lenins og sem dregur upp eftir farandi mynd af honum: „Lenin var alvarlegur og þungbúinn í bragði. Hann gaf sig ekki að öðrum og tók aldrei þátt í leikjum eða íþróttum. Hann hjálpaði aldrei sessu- nauti sínum og leyfði engum að rita upp eftir sér iausnir heimaverkefna; hjálpaði held- ur aldrei bekkjarfélögum sín- um að skýra torskilda staði í verkefnum. Hann var ekki vel séður, en enginn þorði að leggja illt til hans. Öll hin átta ár i menntaskólanum var hann einn sér og saman, stirð- busalegur piltur í hreyfingum með úlfsglampa í augum." „Velgengni hans eða upp- gangur stafaði meðal annars af því — og kom það þegar fram á skólaárunum -— að honum var ekkert heilagt. 1 kröppum, köldum og skörpum heiia hans var ekkert rúm afgangs til handa gleðimálum æskunnar, ekkert rúm fyrir fegurð, draumsýnir. Það var aðeins eitt umræðuefni, sem megnaði að braíða utan af honum isheli- una: hin komandi valdataka ör eiganna." Fegurð og list eru ekki til fyrir Lenin, segir Kuprin. Hann er kærulaus um einstakl- ingsbundnar, mannlegar at- hafnir. Ekkert er fagurt, ekk- ert ljótt, ekkert er honum frá- hrindandi — ekkert skiptir hann máli, nema það, sem gagn legt er og nauðsynlegt — fyrir byltinguna. Sennilega er Plekhanoff hinn eini af samtiðarmönnum Lenins sem hann auðsýndi nokkum tima nokkra lotningu. Það stóð nú að visu ekki lengi. Plekhanoff fyrir sitt leyti mat Lenin ákaflega mikils. Ekki varð þó heldur langt í því. Lokamat og álit Plekhanoffs á Leiniin er ef til vill ekki svo Jangt frá hiinium etndanlega dóimi er sagiam á efttir að kveða upp yfir Vladimir Iljitsj Uljamoff, öðru nafmi Lemin. Olav Kaste Riddarinn Á fáki svört.um hann framhjá þeysti á ferð um ísa og hjarn og mó. Hann greip mig, nei, hann náði mér ekki, í nóttina hvarf hamn á villtum jó. Brjóst mitt skaif, og ég beið og starði. Þá bar hann að mér og hönd mína snart eitt andartak, nei, og aftur bar hinn ólma fák út í myrkrið svart. Þá féll ég á kné og felmtri sleginn. Og fölur máni í vestri hneig. Einn og hljóður og órafjarri á mig starði lauis við geig. Stormurinn næddi nístingskaldur. I nótt var ég einn og öllum fjær. Og riddarinn bleiki reiðina herðir, unz reiðskjótinn hörðum hófi mig slær. Þýðing; Guðmundur Amfinnsson 20. júní 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.