Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1971, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1971, Blaðsíða 13
Eindregin ósk um a<5 fjarlægja sig öllu, sem að eldri kynslóð- inni lýtur. Klæðaburður Framhald af bls. 7. lega verða við öllum kröfum um óhreinindi, en skó er ógern ingur að selja fólki, sem geng- ur berfætt. 1 stuttu máli sagt er álitleg- ur hluti ungu kynslóðarinnar um gervallan hinn siðmenntaða heim að láta í ljós á einu af þeim fáu sviðum, sem henni eru aðgengileg, almenna andúð á ölium fyrirmyndum hins borgaralega samfélags og skirrist ekki við mótmælum gegn svo ótviræðum gæðum sem hinum nýju þvottaefnum akkar og hreinlætistækjum. Það er að mínu álitd hafið yf ir ailar þrætur að þetta hlýt- ur að lýsa eindreginni ósk um að fjarlægja sig öllu, sem að eldri byns'lóðinni lýtur. Unga fólkið hefur hafnað bókstaf- lega öllu, sem á rætur sínar að rekja tii þeirrar foreidrakyn- slóðar, sem hefur alið það upp og veitt því allt mögulegt, en sem hefur í fyrsta skipti í sögu mannkynsins ekki reynzt fær um að kenna hinni upp- rennandi kynslóð að lifa. Fram úr þvi verður hún sjálf að ráða og það er það, sem hún er að reyna. Að það skuli gerast á þennan hátt er oikkar sök. Hin tæknivædda vélaveröld, sem þetta unga fólk fæðist til, er iskötd. Og hin nýja æska hefur, eins og æska allra tíma, heita þrá í við kvæmu hjarta. Aðspu.rður hlýt ég að svara, að frá mínum sjónarhóli eru viðbrögð þessa unga fóltes á öll um sviðum — en fyrir mörgum mun klæðaburðurinn vera mest áberandi — eina bjarta hliðin á þeim kafla, sem virðist ætla að verða hvað strangastur og tvísýnastur i mannkynssög- unni. Ég gæti vel ímyndað mér að þetta tíimaskeið, sem virðist þegar eygja sín ragnarök í út- listaðri kjarnorkustyrjöld með tunglstöðvum o.s.frv., muni i sagnaritun framtiðarinnar standa sem stórveidistími lyg- innar og hræsninnar. Enginn maður með öllum mjalla gerir til dæmis ráð fyrir þvi að nokkur evrópskur stjórnmála- maður segi sannleikann ef lyg- in kemur honum betur. Chur- chill hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði: „Á styrjald artimum er sannleikurinn svo mikilvægur, að brýn nauðsyn er að umkringja hann lífverði lyginnar." Hugtakið „sálrænn hernaðar rekstur" merkir hina kerfis- bundnu afbökun sannleikans. Vert er að hugleiða það, að Bandarikin reka ekki hernað i Vietnam, stríðsyfirlýsing hefur aldrei verið gefin út. Það eru friðarráðstafanir sem hafa þess ar múgfórnir og villidýrsæði í för með sér, og það x einskis annars nafni en frolsisins sjálfs. Unuhús Framhald af bls. 5. ust ljóðin of skrúðmálug eða tiMinnirigasöm. Við Bakkahús sá Oehlen- schlager i fyrsta sinn tilvon- andi eiginkonu sína, Christiane Heger, systur Kömmu.. Hún var þá 17 ára og sat við að binda kornblómakrans eins bláan og augu hennar sjálfrar, en ösku- ljóst hárið var svo mikið, að hún gat hulið sig alla i því. Ekki fækkaði komum hins unga skálds í Bakkahús við þetta og eftir fjörugar og fyndnar samræður við Rahbekhjónin, þar sem hin unga Christiane sat oftast hjá, þögul hlustandi með handa- vmnu sína, fylgdi harni henni heiim til föðurhúsanina við Nörregade. Oehilenschláger, sem hafði gefizt upp á námi og hugðist leggja fyrir sig leiklist, kynnt- ist á matstofu maddömu Möller á Vesturgötu, Örstedbræðr- umum tveim frá Langa- landi, hinum ljóshærða Anders Sandöe og hinum dökkhærða Hans Christian. Oehlen- schláger leit mjög upp til þeirra bræðra sökum gáfna þeirra, lærdóms oig duignaðar og svo fór, að með hjálp þeirra tókst honum að ná stúdents- prófi. A.S. Örsted varð síðar mágur Oehlenschlágers, giftist Sophie systur hans. Örsted- bræður komu oft i Bakkahús. Ekki er óeðlilegt, að ýmsum hafi dottið í hu.g, að hin unga, laglega, káta og gáfaða Kamma Rahbek hafi átt elsk- huga eða ajm.k. orðið ástflang- in af öðrum, eftir að fyrsta hrifningin af eiginmanninum fór að dvína og hún kynntist göllum hans. Þá imynduðu mynd, sem féli I þann ástar- ramma má án efa telja Christ- ian Mollbech. Hann kom fyrst í Bakkahúsið 1812, þegar Kamma var 37 ára gömiuil. Mol- bech var bókavörður i Kon- unglega bókasafniniu, en auk þess skáld og tímaritsút- gefandi. Hann var éinkenni- lega samansettur maður bæði að ytra útliti og innri gerð. Svartir mj.úkir lokkar bylgjuð- ust yfir ljósu, heiðu enni og auigiun voru barnsieg, dökk og viðkvæmnisleg. En nefið var stórgert og drættir munnsins óregulegir og allur neðri hluti andlitsins grófur og óheflaður. Hann ártti það til að vera mjög óþægi'legur, önugur og úrilllur í dagiegri umgengni, en innsta eðli hans er sagt hafa verið bljúgit og bamslegrt. Þessum manni tjáði Kamma innstu þætti sálar sinnar í fjöldamörgum bréfum. Um 100 þeirra eru nú varðveitt í bókinni „C. Molbeoh og Karen Margrethe Rahbek. „En Brev- veksling“, sem út kom 1883 Skrif þessi eru talin meðal þess fegursta, sem farið hefur á mildi kairts o,g kon,u i dönskum bréfaviðskiptum. Sjálfur segir Molbech í formáila bókarinnar, að samband þeirra hafi verið andlegs eðlis og á milli þeirra hafi einungis verið „vitsmiuna- leg ást“ („intellektuel kærlig- hed“). En eitt er víst, sambandi þeirra lauk, þegar Kamma komst að því, að Molbech var farinn að venja korwur sínar í Nýja Bakkhús, án þess að segja henni frá þvi. Hann trú- lofaðist Johanne Lan.gberg, sem þar dvaldist hjá foreidr- um sínum og var reyndar orð- in vinkona Kömmu, þó að áð- ur væri engin samgangur á milli Nýja og Gamla Bakka- húss. Árið 1820 var Stúdenta- félagið danska (Studenter- foreningen) stofnað. Þetsta þótti nokkuð róttækur íélaigs- skapur, en „ei'lífðarstúden,tinn“ Rahbek varð fyrstur allra prófessoranna til að gamga i félagið. 1823 varð hann heið- ursfélagi þess, og háskólarekt- or varð hann tveimur árum seinna á 50 ára stúdentsaf- mæli sínu. Vinsældir Rahbeks jukust mjög við inngönguna í Stúdentafélagið, og ungskáld þeinra tíma flykktust nú í Bakkahúsið, svo sem Chr. Winther, Ingemann og Hauch. J.M. Thiele var undirmaður Molbechs vrð Konunglega bókasafnið. Hann skrifaði ævi sögu Thorvaldsens og varð mikill hvartamaður að heim- flutningi verka hans frá Rónm borg og stofnun Thorvaldsens- safnsins I Kaupmannahöfn. Mjög var farið að halla und- an fæti hjá Rahbekhjónununa, þegar Thiele kynntist þeim. Berklaveikin var þá farin að setja mank sitt fyrir cdvöru á Köm-mu, og ellin gerðí sig heimakomna hjá Rahbek. Thiele fannst Kamma minna sig á fugl, litil, grönn, veikln- leg, en þó sterk »g augun hvöss og Ijómandi, þar sem hún gekk um stofur sín- ar með snyrtiLega knipplin.ga- hettu yfir dökku hárinu, sem farið var að þynnast. Það sem fyrst tengdi þau saman, Kömmu og Thiele, var öskjnc gerðin, en á því sviði var Bodil Höjsgard Kvaran Vetrarhrif FjöM Islands standa þungbúin og dimm. Veturinn æðir yfir stórbrotið landið. Risarnir gnæfa í gráblárri þokunni. Sem dansandi púkar skjótast ský um himin, varpa skuggum á dökka veggi. Man ég bergið þar sem nornin býr. Nú situr hún þar í þröngum helli með pott á hlóðum og bruggar úr krafti vetrarins vín með mosabragði. Þyngjast hugir á dimmri tíð í baráttu ljóss og myrkurs. En birtan snýr aftur; birtan sem rekur flótta dökkra skugga. Land ykkar vaknar af dvala. Nýtt ár gengur í garð. Vinterstemning Islands bjerge ligger tunge og mörke. Vinteren jager hen over det storsláede land. Kæmpeme ligger i gráblá táge, som dansende djævle jager skyer forbi, danner skygger pá de sorfce vægge. Jeg husker bjerget hvor heksen bor. Hun sidder der nu i sin smalle klöft med kop og gryde og brygger af vinterens kraft en vin, som smager af mos. I lader jer böje af defcs mörke, I strider den mörke tid, men lyset vender tilbage, det lys som jager det dunkle pá flugt og jeres land vágner igen, et nyt ár har fáet liv. Ævar R. Kvaran sneri á íslenzku. 20. júní 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.