Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1971, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1971, Qupperneq 6
I þessari tilkomumiklu múrsteinsbyg-g-ingu eru rannsóknarstofur frá Cornell-háskólanimi í Bandaríkjunum. Arkitekt: Ulrich Franzen. ar upphaflegu áætlunar. ,,Þ>að munaði minnstu að ég hætti,“ segir Safdie. „Ég vissi að kostnaðurmn við hverja ein- ingu yrði of hár til að styrkja kenningu mína.“ En hann hélt áfram — og ár- angurmn varð Habitat 67. Það sló strax í gegn. Rúmar sjö milljónir manna komu á sýn- ingu Safdies og hrifust af hun- angsbrúnni steinkubbabygg- ingu hans, sem leit út eins og Miðjarðarhafsvillur dreifðar um fjallshlíð. Gagnrýnendur urðu einnig hrifnir af sköpun- arverki Safdies þrátt fyrir hin augljósu óskirleika form. Gagn rýnandinn Myron Goldfinger, sem sjálfur er arkitekt lofaði Habitat upp í hástert: „Það boð ar algera endurskipulagningu byggingaraðferða okkar og opnar dyr til framtíðarinnar í húsnæðismálum okkar." Grundvallareining Habitat er heilt herbergi. Kjarnahúsi þess, sem vegur um 90 tonn, var lyft á sinn stað með risa- vöxnum vélkrönum, eins og þegar barn lætur einn kubb of an á annan. Þessi undirstöðu- aðferð er notuð við hvaða efni sem er. Þetta er Safdie ánægð- ari með en allt annað. „Ég get ekki gert mig ánægðan með að búa til eitt fallegt húsahverfi," segir Safdie. „Ég vil ekki byggja neitt, sem ekki er að- gengilegt þjóðfélaginu í heild. Habitat 67 átti einnig þátt í niðurlögum þeirrar banda- risku trúar, að verksmiðju- byggt húsnæði sé leiðinlegt og dautt." 1 Montreal varð aðeins til frummyndin að framtíðarverk- um Safdies. í Puerto Rico er hann nú að grafa grunn fyrir 300 eininga hliðarklasa, sem rikislán eru veitt fyrir og ætl- aður er lágtekju- og millitekju fólki. Verksmiðja er á staðnum, sem framleiðir steineiningarnar eins og kexkassa í laginu og kostar hver eining um tiunda hluta þess, sem hún kostaði í Montreeú. Útkoman er sú að stjórnin getur látið í té þriggja herbergja ibúð með sólsvölum og gangbrautum fyrir 22.000 króna útborgun með kr. 10.560 mánaðarlegum afborgunum (viðhald og rekstur innifalið) af 40 ára láni á 1% vöxtum. í Israel verður önnur forsmíðuð bygging Safdies úr 4.500 ein- ingum, sem Iækkar kostnaðinn enn meira. Safdie hefur einnig teiknað og skipulagt nýtt og hugvitsamlegt stúdentaset- ur við San Francisco State College, byggt úr sexhyrndum einingum sem hægt er að raða saman til nýrra nota jafnvel eftir að samsetning hefúr farið fram á lóðinni. „Ég bjó og starfaði með stúdentunum í nokkra mánuði við gerð þess- arar áætlunar,“ segir hann. „En ég sagði þeim að næsta skrefið i þessa átt yrði að fá þeim einingarnar og láta þá hanna allt sjálfa." Á meðal hefðbundinna arki- tekta jaðrar slíkt tal við villu- trú, við svik við hlutverk arki- tektsins. Raunar hefur stjóm Reagans í Kalifomiu „lamað" framkvæmdir við háskólabygg- ingu Safdies með þvi að meina stúdentasamtökunum aðgang að eigin byggingasjóði af marg- þættum pólitískum ástæðum; þessar aðgerðir áttu þátt í víð- tækum málaferlum og óróa með al stúdenta á árinu 1969. Margir starfsbræður Safdies hafa fengið álíka mótbyr við út breiðslu hinna ýmsu kenninga trúar sinnar. Hinn hálffimm- tugi Robert Venturi, postuli ,,popp“-byggingarlistarinnar hef ur valdið umróti í starfsgrein- inni frá því um 1960. Sem kenn ari við Yale-háskóla hefur hann tekið með sér arkitekta- nema í ferðalög til Las Vegas og Levittown, sem er gríðar- mikil byggingasamstæða á Long Island, og látið þá hlýða — með virðingu — á mál manna eims og Morris Lapidus, höfundar Amerioana og Fontainebleau gistihúsanna í Miami Reaeh. Verk hans sjálfs spanna allt frá hinu íburðar- mikla og asymmetriska til hins visvitandi hversdagslega og hagkvæma; þegar hann vann meiriháttar samkeppni í fyrra um að teifcna hina nýju stærð- íræðibyggimgu Yaleskólans, var skólinn sjálfur fcaffærður í mótmælum, sem ekki áittu sér fordæmi — eitt bréfið fullyrti að „listinni" ætti að fóma fyr- ir „kassa". En háskólinn sat við sinn keip, studdur einróma úrskurði eigin sérfræðinga í byggingarlist. Aðrir, svo sem Paolo Soleri, Ian McHarg og Lawrenoe Hal- prin hafa staðið af sér svipað- ar hrinur. Öllum stendur þeim ógn af þjóðfélagi, sem gleypir sjálft sig smám saman með þvi að byggja án tillits til lands- ins eða raunverulegra þarfa fólksins. Lausn Soletris eru him ingnæfandi „bogaborgir", sum- ar allt að tveir kílómetrar á hæð og eiga að hýsa allt að hálfa milljón manna. Líkönin hafa víða verið til sýnis undan- fama mánuði, á söfnum um allt land og vakið reiðileg viðbrögð vegna „býkúpu“-skipulagsins. Soleri kippir sér ekki upp við þau, en er nú að koma upp fyrstu frummyndinni að „boga- borg“ sinni í eyðimörkinni ná- lægt heimili sinu í Paradise Valley í Arizona. „Ef við byiggjum ekki upp á við,“ seg- ir hann, „verður útþensla borg- anna búin að færa allt í kaf árið 2000.“ Annar málsvari landsins er McHarg, sem efnt hefur tll um- hverfisfræðilegra frumathug- ana við háskólann í Pennsyl- vaniu. „Byggingalistin komst á villigötur á Endurnýjunartlm- anum," segir hann, „með því að nota form, sem urðu tákn fyrir löngun mannsins til að sigra náttúruna." 1 stað þessa hvetur hann til athugana á landslaginu; „Umhverfið mun sjálft kalla á sin form.“ Halprin byrjaði sem lands- lagsarkitekt, en lætur um- hyggju McHargs fyrir náttúr- unni ná einnig til fólks, hrað- brauta og borga. Hann heidur því fram að í borg sé hreyfing þýðingarmeiri en bygging — hann gerir „kóreógrafíu" af hegðunarmyinztri fólks í borg- arhlutum, hvemig það gengur, hleypur, situr, stendur og horf- ir á. Torg hans, gosbrunnar og götur verða þannig lifleg svæði, sem örfa til athafnasemi og þátttöku — Ghirardelli verzlunarmiðstöðin í San Fran cisco, stúdentatorgið i miðju há skólahverfisins í Berkeley, Nicollet Mall í Minneapolis og siðast en ekki sízt hin afar vin- sæla gosbruinnablokk, sem ný- lega var opnuð í Portland, Oregon. Þarna er vatnsfallið vand- lega mótað í llkingu við far- veg náttúrulegs fjallalækjar; vatnið rennur niður eftir mörgum stöllum frá kyrrlátum vaðpolli, sem mikið er sóttur af mæðrum með ung böm sín, nið- ur I tllbúlð gtjörur, þar sem táningar njóta þess að sulla í vatninu og gamlir menn sitja og lesa eða sóla sig á efri sillunum. Ada Louise Hux- table, byggingalistargagnrýn- andi New York Times, segir að gosbrunnarnir í Portland séu „ef til vill þýðingarmestu borg- arsvæði, sem gerð hafa verið siðan á Endurreisnartímunum.“ Kenningar Halprins eru sett ar fram á skorinorðan hátt í nýrri bók hans „The RSVP Cycles" þar sem hann dregur taum „ómarkvissrar" bygging- arlistar með rýmum og innsvæð um „opnum“ fyrir skapandi notkun og breytingar. Þetta er einmitt kjamastefið í hinni byfltingarkenndu atlögu við evrópska byggingarílist, sem gerð hefur verið af fræðivits- manninum Reyner Banham og fylgismönnum hans, hópi ungra hönnuða í Englandi, sem kalla sig „Archigram". Banham gekk fram af stéttinni árið 1965 i grein sem hann nefndi „Heim- ili er ekki hús“, en þar heldur hann því fram að mikilverðasta atriðið í hverju húsi eða bygg- ingu nú sé tæknihlið hennar, hæfni hennar til að kæla, hita, matreiða, losna við úrgang o.s.frv. Þessum uppreisnarmönnum er sár raun að hinu „klessta, stiflaða" ástandi í brezkum byggingarmáium, að þvl hve ómöguiegt þeim er að hrinda hugmyndum sínum í fram- kvæmd í verkefnum og þeir hófu tangarsókn á hugi manna með ótrúlegum furðuteikning- inigum af „skyndi" borgum, þar sem hægt var að taka heilu hverfin, hvað þá einstök hús, sundur og flyitja þau stað úr stað í vörubílum. „Okkur lang- ar til að búa til leikfang," seg- ir Peter Cook, foringi Archi- gram-manna, „þar sem allir geta verið með í leiknum." Einmitt af þessum sökum var í fyrstu gert gys að þeim. Þeir minntu meira á leikfangasmiði en raunverulega arkitekta. En stéttarbræðurnir hlæja ekki lengur: 1 fyrra vann hópurinn samkeppni um hönnun á rösk- lega sjö milljón dala hvíldar- og skemmtistað í Monte Carlo, alvélvæddri hvolfbyggingu, sem grafin er djúpt niður í jörðina, rekin af risatölvu og mönnuð „vélþjónum" sem eiga að ganga gestum um beina, veita þeim upplýsingar og leika við þá. Monte Carlo-sigurinn blikn- ar samt sem áður í samanburði við „Operation Breakthroug'h“ sem er tilraun með kerfis- bundnar byggingarfram- kvæmdir hafnar í Bandarikjun um af hinum ólíklegasta aðila — ríkisstjórninni. 1 Bandaríkj- unum hefur verið litið óhýru auga til ríikisstyrktrar stórfram leiðslu húsnæðis — þar eru eng in íbúðahverfi forsmíðuð fyrir ríkislán svo sem upp hafa byggzt í Skandinavíu og eru nú að rísa í Thamesmead nærri London. En þegar George Romney hóf sextíu milljón dala húsnæðismálaaðgerðir sinar ár- ið 1969, talaði hann eins og Moshe Safdie sjálfur: „Þessar aðgerðir miða ekki að þvi að sýna hversu ódýrt er hægt að byggja," sagði Romney, „held- ur að því að ryðja braut al- Framh. á bls. 11 BIÐ- STOFA Smásaga eftir H. E. BATES Við bróðir minn vorum komn ir sneninia á spítalann; klukk- an var ekki enn orðin niu. Biðstofan var tóm; lierbergi hátt til lofts, diikkgrænmálað, með einum g-Iuggá. Við sátum nokkra stund á bekknum og gerðum ekki nema glápa á vegginn á móti. Þetta var napr asti dagur vetrarins, naprasti dagur, sem ég niundi, götum- ar eins og svört ísfljót, liimúin inn uppi yfir napur af snævi, sem virtist aldrei ætla að falia. Fingurnir á brotinni hendl bróður míns voru þegar líf- vana, blánaðir fram í góma af bitrum kuldanum. Hann þrýstl lífvana fingnrna fingrum liinnar handarinnar og reyndl að fá í þá liita. Ég hugsaði í sífellu sem svo, að þetta værl allt í lagi, við værum fyrstir, við yrðuni lausir eftir siná- stund. Einlivers staðar inni var barn að gráta. Rykkjótt hljóð- in ómuðu og endurhljómuðu inn auða gangana. Svo hættu hljóðin allt í einu. Við lögðum við lilustirnar, kiðiim þess, að þau hæfust á nýjan leik, en ekkert gerðist. Staður- inn allur virtist auður og yfir- gefinn, líkt og allir legus.jiikl- ingarnir liefðu dáið þá um nótt ina — Við gætum nappað radíum ð LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. júní 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.