Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1971, Síða 9
jp “ C’est toujours comme ga. On meurt - on ne r
£ comprend rien - on n’a j amais le temps d’apprendre
_ ____ _ . _ _ .1 1 M XI
on vous apprend les premieres régles
et, á la premiére faute, on vous tue ”
Hcmingway á gamals aldrl
bjóddu þig fram í frían rakst-
ur. t>að gerði ég.
Þegar þú gemgur inní húsið
ertu kaminn inní velútbúna
rakarastofu á aðalhseðinni. Þar
starfa þeir nemar, sem bráðum
eiiga að útskrifast. Rakstur
kostar fimm sent, klipping
fimímtán.
— Næsti, kalteði einn af nem
unum. Þeir hinir voru vonleg-
ir á svip.
— Þvímiður, sagði ég. Ég
ætla upp.
Uppi er þarsem viðvaning-
arnir vinna störf sin.
Það féll þögn á stofuna. Rak
aramir ungu skiptust á mein-
ingarfuHum augnatifHitum.
Einn gerði lýsandi látbragð
með visdfingrinum yfirum háls-
inn á sér.
— Hann ætlar upp, bergmál-
aði annar og þeir litu hvor á
hinn.
Ég fór upp.
Uppi stóð flotokur unglings-
manna í hvítum jökkuim og
stólaröð niðurmeð veggnum. 1
því ég kom inní sa'linn tóku
tveir, eða þrrr slg útúr og
stilMu sér upp við stóla sína.
Hlnir stóðu þarsem þeir voru
niðurkomnir.
Komiði strákar, þar er kom-
inn nýr, kallaði einn hvítjakk-
inn við stólana.
---Látum þá vinna sem vilja,
anzaði einn úr hópnum.
. — Þú lótir ekki sona ef þú
þyrftir að kosta þig sjálfur,
svaraði sá starfsami um hæl.
— Éttann sjálfur. Það var
stjórnin sem sendi mig hingað.
Þegiðu, anzaði sá verklaiusi og
hópurinn hélt áfram samræö-
unum.
Ég fékk mér sæti í stól í um-
sjá rauðhærðs ungs náunga.
— Búinn að vera hérna lengi?
spurði ég tilað leiða hugann
frá eldrauninni.
— Ekki mjög, glotti hann.
— Hvað er langt þangaðtil
þú ferð niður? spurði ég.
— O, ég er búinn að vera
niðri, sagði hann og sápaði mig
í framan.
— Afhverju komstu upp aft-
ur? sagði ég.
— Það kom soldið fyrir mig,
sagði hann og hélt áfram
að sápa.
1 því kom einn hinna verk-
lausu yfirum og horfði niðrá
mig.
■— Heyrðu, langar þig að
láta skera þig á háls, spurði
hann.
— Nei, sagði ég.
— Ho! ho! sagði sá verk-
lausi.
1 því tók ég eftir, að rak-
arinn minn var með vinstri
hendina reifaða.
— Hvernig fórstu að þessu?
spurði ég.
— Ég nærri brytjaði afmér
heltvítis þumalfingurinn með
rakhnifnum í morgun, anzaði
hann.
Raksturinn var ekki svo
bölvaður. Visindamenn segja,
að henging sé í rauninni hinn
ánægjulegasti dauðdagi, Reip-
ið þrýstir so að taug.unum og
saligæðunum í hálsinum, að það
framkallar eins konar tiifinn-
ingaleysi. Það er gálgabið-
in sem fer í menn.
Samkvæmt hinum rauðhærða
rakara koma stundum alltuppí
hundrað manns á dag og láta
raka sig fritt.
— Og það eru heldur ekki
alLt bísar. Margir þeirra taka
sjensinn bara tilað fá eittihvað
fyrir ekkert.
Frír rakstur er ekki eina
fría þjónustan, sem hægt er að
fá í Toronto. Konunglegi tann
læknaskólinn vinnur tannverk
á öllum þeim, sem koma til skól
ans í Huron- og Oollegestræti.
Ekki er sett upp fyrir neitt
nema efnið, sem i fer.
Samkvæmt F.S.Jarman, dokt-
or í tannlækningum og for-
stöðumanni skoðunardeildar
klíníkurinnar eru einir þús-
und sjúklingar meðhöndlaðir.
Lengrakomnir stúdentar vinna
öll verk, undir umsjá sérfróðra
I tannlækningum.
Tenrrtir eru dregnar úr frítt,
ef aðeins er notuð staðdeyf-
ing, en teknir tveir dollar-
ar fyriir gasdeyfingu. Eftir þvi
sem Jarman læknir segir, setja
almennir tannlæknar upp þrjá
dollara fyrir eina einustu
dregna tönn. 1 tanniæknaskól-
anum igeturðu fengið dregnar
úr þér fcuttuguogfimm tennur
fyrir tvo doltera! Það ætti að
höfða til þeirra, sem eru á hött
unum eftár reyfarakaupu.m.
Prophylaxis, eða gagnger
tannhreinsun er framin í skól-
anum fyrir fimmtiusent og
uppí dodlar. í almennum tann-
lækningum mundii þetta kosta
frá einum uppí tiu dollara.
Tennur eru fyllltar gegnþví-
að sjúklingurinn greiði gull-
verðið. Venjulegast einn til
tveir dollarar. Brýr eru settar
í uppá sama.
Tannlæknaskólinn neitar
en.gum sjúklingi. Geti þeir ekki
greitt þau efni sem í fara, er
um þá séð saimt. Sá, sem fús er
að taka sjensinn getur sannan-
lega sparað fé í tannlækning-
um.
1 Gracesjúkrahúsinu handan
Huronstrætis frá tannlækna-
skólanum er fátækraspítali
þarsem veitt er læknishjálp
einum 1240 sjúklingum á mán-
uði hverjum.
Þessi hjálp stendur ekki ein-
ungis til boða „nauðþurfta-
mönnum". Þau okkar, sem fá-
tæk eru, en dæmast þó ekki
nauðþurftafólk af samhjálpar-
hjúkrunarkonu þeirri sem um-
sjána hefur, verða að greiða
læknishjálpina. Eftir að dæma
tölum GraeesjúkrELhússins var
meiren helmingur tilfella
þeirra, sem meðhöndiuð voru í
fyrra mánuði af gyðingaætt
um. Hitt var samsafn af fólki
enskrar, skozkrar, ítalskrar og
makedónskrar ættar og svo
fólki af óþekktum uppruna.
Hér áður fyrr voru fríar máil
tiðir frambornar í Fred
Victortrúboðinu í Queen og
Jarvisstrætum. En trúboðs
yfirvöldin skýra svo frá, að eft
irspumin sé hérumbil engin
orðin. Vinbannið og stríðið
leystu bísavandann og þarsem
áðurfyrr stóðu langar raðir
norður- og niðurfara og biðu
þess að fá fría matarmiða kem-
ur nú ekki nema einn og einn
bónarmaður.
Viljirðu tryggja þér frítt
fæði, húsnæði og læknishjálp
er ekki nema ein óbrigðul leið
til þess. Labbaðu þig uppað
stærsta lögregluþjóninum, sem
þú sérð og gefðonum einn
áann.
Hversu lengi þú heldur þínu
fría fæði og húsnæði, það er
undir því komið hvernig hr.
(George Taylor) Denison (dóm
ari) sveitarforingi, hefur það.
Og hversu mikla fría læknis-
hjálp þú færð, það er komið
undir stærð lögregluþjónsins.
AMERÍSKIR
BÓHEMAR
í PARÍS
Froðunni í Greenwichþorpi I
New York hefur verið fleytt
onaf og borin niður stór sleif-
arfylli af henni í þann hluta
Parisar, sem liggur að kaffi Ro-
tonde. Að sjálfsögðu hefur kom
ið upp ný froða í stað hinnar
gömlu, en elzta froðan, þykk-
asta froðan, freyddasta froðan
er komin að handan yfir hafið
og hefur nú með eftirmatar og
kvöldáheyrnum sínum gert Ro-
tonde að helzta sjópleisi
Latinuhverfisins handa túrist-
um í leit að andrúmslofti.
Það er skritilegt og einkennl
lega útítttandi, það kyn sem
þyrpir borðin á Rotonde. Allt
hefur þetta fólk lagt svo hart
að sér að uppná kærulausum
einstaklmgsskap í klæðaburði,
að það hefur öólazt einskonar
sammennsku I sérvizkunni.
Fyrsta sýn inni hályft, borðum-
fylit innhverfi Rotonde færir
manni sömu tilfinmnguna, sem
kemur yfir mann þegar maður
gengur inní fu.glasalinn í dýra-
garðinum. Ógnarleg, hásróma,
margtóna hljóð, rofin af þjón-
um, sem flögra um í reyknura
eins og svarthvítir skjóir. Troð-
ið er við borðin — við þau er æv
inlega troðfullt — þarna er einn
dreginn niður og síðan troðið
sér saman aftur, einhverju er
heilt niður, meira fólk kemur
inn úr vængdyrunum, annar
svarthvitur þjónn snýst miiili
borða í átt að dyrunum og
þegar maður er búinn að æpa
Framh. á bls. 13
27. júnl 1971 1 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9