Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1972, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1972, Blaðsíða 8
1. AF FOKELÐRUM OG SKYLDMENXUM Ólafur hét maður. Hann var Jónsson Ólafssonar, faeddur á Syðri-Ey á Skagaströnd 1836. Barn að aldri fluttist hann með foreldrum sínum að Helgavatni í Vatnsdal og ólst þar upp. Ung ur fór hann aftur ofan til Skaga strandar og gerðist þar veit- ingamaður, og 1883 fluttist hann til Akureyrar. Árið eftir fékk hann lóð við norðanverða Strandgötu, og var þetta með allra fyrstu íbúðarhúsalóðum, sem voru maeldar út á Oddeyri. Reisti hann þarna veitingahús eða vertshús, sem þá var nefnt. Var hann kenndur við iðju sina og kallaður ólafur veitingamað ur eða Ólafur vert. Ólafur veitingamaður átti fyrst Valgerði Narfadóttur hreppstjóra á Kóngsbakka Þor- leifssonar. Eignuðust þau 8 börn, og komust 6 upp, þeirra á meðal Lára myndasmiður, seinna verzlunarstjóri á Akur- eyri, Pétur Andreas útgerðar- maður og kaupmaður, og Ragn ar, sá er þessi þáttur f jallar um. Ólafur missti Valgerði 1892. — Þremur árum seinna kvæntist hann bróðurdóttur hennar, Önnu Tómasdóttur, og eignuðust þau tvo syni. Eftir lát Ólafs hélt ekkja hans áfram veitingasölu, síðast í Strand- götu 1. Hún dó í Noregi 1945. Svo er sagt, að Ólafur vert væri maður vinsæll, duglegur, ráðdeildarsamur og stjórnsam- ur í húsi sínu. Hann var mikill vexti, vaskur og skarpur og kall aður tveggja manna maki að hreysti og afköstum. Þótti mjög um hann muna, hvort heldur var til atfylgis eða andstöðu. Systir Ólafs, Ragnheiður, átti Friðrik Möller póstmeist- ara á Akureyri. Þeirra sonur var Ólafur Friðriksson, rit- stjóri. 2. ÆSKA OG NÁM Ragnar Friðrik Ólafsson fæddist á Skagaströnd 25. nóv. 1871 og fluttist með foreldrum sinum til Akureyrar. Ekki vita menn nú, hvers vegna þau gáfu sveininum Ragnars nafn, en það kemur ekki fyrr fyrir sem skírn arnafn Islendings, þó alkunn- ugt væri af konunginum nafn- fræga. Á Akureyri hlut Ragnar ekki aðra menntun en þá, sem títt var að veita drengjum undir fermingu, en ýmiss konar vinnu var hann látinn stunda ungur. Árið 1888 sigldi hann til Kaup xnannahafnar, og hafði faðir hans gert fyrir hans hönd samn ing við danskan skósmíðameist- ara, sem skyldi kenna honum iðn sína. Skyldi námstiminn vera fimm ár og ekkert kaup goldið allan þann tíma umfram fæði og húsnæði. Ekki var Ragnar ríkmannlega búinn að fararefnum, er hann hélt út í heiminn til náms. — Hafði hann 25 krónur í vega- nesti og flutti með sér eitt kof- ort og þar í eign sína. Varð- veitti hann kofort þetta vand- lega, meðan hann lifði. Margmenni -var á skósmíða- verkstæðinu, og stundaði Ragn ar verk sitt af kappi og sam- vizkusemi. Tók hann stundum að sér fyrir borgun verk, sem þeir, er lengra voru komnir í náminu, nenntu ekki að inna af Ragnar Ölaísson um tvítugt. Ljósm. Áxel Schjönning í Kaupmannahöfn. ÞÁTTUR AF RAGNARI ÓLAFSSYNI KAUPMANNI Eftir Gísla Jónsson menntaskólakennara Itagnar Ölafsson fimmtugur. Ljósm. Hallgrím- ur Elnarsson, Akureyrl. höndum. Þannig áskotnuffust honum, þótt kauplaus væri, nokkrir peningar, og var þeim ekki ráðlauslega varið, heldur gætt vandlega og safnað. Að nokkrum vikum liðnum fór Ragnar með 10 krónur í pen- ingum í Bændabankann og grennslaðist vandlega eftir vaxtakjörum. Lagði hann pen- ingana á sparisjóðsbók undir hæðnisglotti bankaþjónanna, sem sögðu sem svo, að það liði líklega ekki á löngu, þar til hann kæmi með meira. Ragnar lézt ekki skilja skensið og sagði, að svo myncf verða. Leið síðan aldrei svo heill mánuður allan námstímann, að hann ekki yki einhverju við bankainnstæðuna. Ekki hafði Ragnar Ólafsson mikið yndi af skósmíðanáminu, og það fann hann fljótt, að sú iðja mundi illa henta honum að ævistarfi. Því impraði hann á því við meistara sinn, er hálfn- aður var námstíminn, hvort hann vildi ekki leysa sig af samningnum, en þess var eng- inn kostur. Mun meistaranum hafa fundizt, að hann ynni þá þegar á við sveina, og ekki viljað sleppa slíkum vinnu- krafti. Svo er sagt, að lögfræð ingur nokkur íslenzkur hafi ráð lagt honum að rifta samningn- um, hann væri svo ófullkominn, að ekkert væri á því hafandi, en Ragnar á að hafa sagt, að við þann samning, sem faðir hans hefði gert fyrir sína hönd, stæði hann gegnum þykkt og þunnt. En meistarinn mat hann svo mikils, að hann gerði við hann ákvæðisvinnusamning, sem þá var nýlunda, og við þetta spar aðist Ragnari mikill timi. Þeim tíma varði hann tíl náms í verzl unarfræðum, tungumálum og bókhaldi. Gekk hann á kvöld- skóla verzlunarmanna í Höfn tvo síðustu vetuma þar og fékk að lokum þóka- og peningaverð laun fyrir lausn á stærðfræði- þraut. En iðnnámið stundaði hann ei að síður af fullri alúð, og er hann lauk sveinsprófi í skósmíði 1892, hlaut hann verð launapening úr silfri fyrir próf hlut sinn. Fullkomin skósmíða- tæki eignaðist Ragnar, en fékkst aldrei við þá iðn að námi loknu. 3. í LEIT AÐ LÍFSSTARFI Þegar Ragnar Ólafsson lauk námi í Kaupmannahöfn, var heldur að rofa til á Jslandi eft- ir harðindakaflann mikla ára- tuginn á undan, og nú tók hann að svipast um eftir vinnu heima á íslandi, því að þar vildi hann lifa og starfa. Hann hafði komizt i kynni við Tryggva Gunnarsson, sem flutzt hafði til Hafnar, eftir að li®nn gerðist kaupstjóri Gránufélags- ins, en nú stóð til, að Tryggvi flyttist heim tia íslands og tæki við stjórn Ljndsbankans. Bauð Tryggvi honum, hvort sem hann vildi heldur, stöðu við Gránu- félagið í Höfn eða starf við Landsbankann í Reykjavík. — Ætlaði Ragnar að sæta hinu síð ara, þar til í ljós kom, að kjörin voru heldur bág: vinnutími langur, svo óhægt myndi verða um aukavinnu, og kaup þar að auki lágt. Þótti Ragnari þetta ólífvænlegt og hafnaði boði Tryggva, en svo á Tryggvi að hafa sagt löngu síðar, að hann hefði séð eftir því að missa af Ragnari, því þar hefði sér fund tzt bezta bantcasrjoTaeww, er hann h°fði kynnzt. En áður en Ragnar færi heim frá Kaup- mannahöfn, hafði honum boðizt íínnað starf, er hann tók við sumarið 1892. Hann gerðist bók haldari við verzlun Jóns Ma,gn- ússonar á Eskifirði. Var Jón þessi tengdasonur Ásgeirs kaupmanns eldra Ásgeirssonar á ísafirði og varð stórkaupmað ur. Þarna var Ragnar tvö ár og síðan eitt ár, 1895, verzlunar- maður hjá Sveini kaupmanni Sigfússyni á Norðfirði. 4. RAGNAR KVÆNIST OG FLYZT TIL AKUREYRAR Þá er Ragnar dvaldist á Aust- fjörðum, kynntist hann dóttur sýslumannsins á Eskifirði, Guð rúnu Jónsdóttur (f. 11. jan. 1880), og leiddi sá kunningsskap ur til hjúskapar þeirra 18. júni 1901. Eaðir Guðrúnar, Jón sýslu maður, sem sig nefndi Johnsen, var sonur Ásmundar Jónssonar prófasts í Odda og Guðrúnar Þorgrímsdóttur frá Bessastöð- um, systur Gríms Thomsens skálds. Guðrún sýslumanns dóttir var væn kona og ásjá- leg og þótti hinn bezti kven- kostur. Fannst það oft á, hvi- líka gæfu Ragnar taldi sér búna af kvonfangi sónu, enda varð sambúð þeirra hin ástúðlegasta og hvort öðru sam boðið. Lifir Guðrún enn í hárri elli. Barna þeirra getur síðar. Þau hjón fluttust til Akureyr ar 1902, er Ragnar tók við for- stöðu Gránufélagsins. Fyrst í stað var heimili þeirra Ragnars í húsum Gránufélagsins, síðan stuttan tíma í útvegsbankahús inu, en svo fluttust þau í Strandgötu 5. Þar hafði fyrir- rennari Ragnars í starfi við Gránufélagið, Jón Norðmann, reist stórhýsi. En hann lézt í Kaupmannahöfn 1908, og keypti þá Ragnar húsið af Jórunni ekkju Jóns, og höfðu þau aldrei í þvi búið. Átti Ragnar þarna heima með fjölskyldu sinni til dauðadags. Seinna var Búnaðar þankinn i húsi þessu, og nú hef ur það verið flutt út fyrir bæj- armörkin og blasir við þeim, sem um þjóðveginn fara, utan við Lónsbrúna. 5. FORSTÖÐUMAÐUR GRÁNUFÉLAGSINS Jón Jórasson Norðmann firá Barði í Fljótum lét af störfum hjá Grániufélaiginu um áraimót- in 1902—’03 eftdr sex ára þjón- ustu. Var þá Ragnar Óliafsson femginn tiil að vera forsitöðiumað iur þess. Hiinn forni Ijómi fé- lliagsdns var nú nokkuð tekinn að bliiiknia, því að það hafði kamAzt í boi'.miautsar skuldir við F. Holme stórkaupmann í Höfn. Eigi að siðu,r va,r félagið enn öfluigt og mæsittoæsti út- svansgreiðandi á Akiureyri, er Raignair tók við þvi. Það galt þá 275 torónuir tíi Atoureyrar- bæjar, auk gjalda á öðrum stöð um, og var Hoepfnersverzlun ein hœrTÍ. Naim útsvar Grániu- félaigsins á Akureyri 25—30 kýr verðum. SjMÆ var Akureyri í miiktam uppgamigi i krinigum aldamótin. Árið, sem Ragnar fluttíst i bæimn, voru ibúar nokkiuð á öðru þúsumdi og f jödig aði ört. Virðisauiki í húsibygg- iniguim í bænum áriið 1902 nam 184 þúsiumdum króna. Ragnari tókst m,eð festu og hyiggindum að haida félaigs- 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. janúar 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.