Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1972, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1972, Blaðsíða 11
Kvikmyndir Framhald af bls. 7. ilsdal skammt frá Hvalfirði, þar sem hann dvaldist með leikurum og upptökuliði í mánuð sumarið 1951 við að kvikmynda Niðursetninginn. En hvar kemur þá sjónvarp ið inn í myndina? Sambandi þess við íslenzka kvikmynda- gerð er bezt lýst með orðum Rúnars Gunnarssonar ljós- myndara, umsjónarmanns fréttaútsendinga sjónvarpsins. Hann segir: „Staða íslenzka sjónvarpsins einkennist af þvi, að á Islandi var farið beint út í sjónvarpsrekstur, i stað þess að byrja á kvikmyndagerð, eins og hvarvetna hefur þótt eðlileg og sjálfsögð þróun.“ Kvikmyndagerðinni, sem hlýt- ur að teljast grundvöllur sjón- varpsreksturs, var sleppt á Is- landi. Uppsagnir 48 starfs- manna sjónvarps, þ.ám. allrar kvikmyndadeildarinnar leiða hugann að því, hvort þar sé ekki um að ræða sama skiln- ingsleysið og i garð íslenzkrar kvikmyndagerðar almennt. Sjónvarp og kvikmynd eru í eðli sínu náskyld form, en munurinn kemur einkum i ljós í meðferð þeirra, og hvernig þau eru framreidd fullunnin. Annars vegar er myrkur kvik- myndasalurinn, þar sem áhorf- andinn er einn með verkinu, sem birtist á stóru tjaldi og hann þykist vita, að hverju hann gengur. Hins vegar er stofa heimilisins, þar sem sjón- varpstækið er hluti af húsbún- aðinum og kemur fremur fyrir sjónir eins og þarfur félagi, sem heldur fólki selskap og miðlar fróðleik og skemmt- un á vixl. Minnstu fjölskyldu meðlimimir vita þó ekki ailtaf að hverju þeir ganga. Eiga þeir oft til að rugla saman leik- inni kvikmynd og fréttamynd. Hvað snertir höfundinn og tengsl hans við ofangreind form, liggur munurinn einkum í þvi að sjónvarpskvikmyndin verður sjaldnast eins persónu- leg tjáning og sjálfstætt verlt. Sjónvarpsstöðvar setja starfs- kröftum sínum oftast ákveðnar skorður í samræmi við opin- bert hlutverk þeirra. Og að síð ustu ræður sjónvarp tæknilega yfir fjölþættari upptökutækni. T.d. eru flést leikrit, sem ís- lenzka sjónvarpið tekur upp, unnin með svonefndri OB tækni. Þá er þremur mynda- tökuvélum beint að leikurun- um frá mismunandi sjónar- hornum og velur stjórnandinn á milli mynda sem raðast inn á myndsegulband. Hin eiginlega kvikmyndagerð sjónvarpsins kemur hins vegar fram i heim- ildamyndunum, t.d. mynda- flokknum „Við Djúp“. Það var von marrna, þegar sjónvarpið hóf göngu sína, að það yrði lyftistöng íslenzkri kvikmyndagerð. Sú ósk hefur ekki rætzt. Engir samning- ar hafa verið gerðir milli sjónvarpsins og kvikmynda- gerðarmanna, sem leitt hafa til verulegs árangurs. Enginn hlúir ótilkvaddur að ræfils, sprotanum, sem þráir að vaxa og dreymir um framtíð- ina: Kvikmyndalöggjöf, kvik- myndasjóð, kvikmyndasafn, kvikmyndafræðistörf í tengsl- um við'safnið og háskólann, út gáfu kvikmyndarita, kvik- myndaskóla og síðast en ekki sízt aðstöðu til að vinna að skapandi kvikmyndagerð. Þrátt fyrir þetta hafa nokkrir lært til kvik- myndagerðar og nokkur ung- menni hafa af æskumóði og i krafti fullvissu sinnar um mik- ilvægi kvikmyndalistarinnar lagt út í kvikmyndanám, til að snúa heim aftur i kalt skiln- ingsleysið. Þá er heldur ekki annað fyrir kvikmyndagerðar- menn að gera en að berjast fyr ir hugsjón sinni. Til þess að styrkja samstöðu sína stofn- uðu kvikmyndagerðarmenn Fé lag kvikmyndagerðarmanna 1967. 1 þvi eru 25 fullgildir félagar og um 12 aukameðlim- ir. Aðalmarkmið félagsin* er, að kvikmyndagerð verði mögu leg i landinu. Höfuðandstæðing urinn er hið almenna skilnings- leysi eða réttara sagt algera sinnuleysi um svo mikiivægan lið i menningu þjóðarinnar og mannkyns alls. Ef til vill er skýring á sinnuleysinu marg- þætt, en segja má altént, að fólk hér hafi ekki verið nógu vel upplýst um menningarlega nauðsyn íslenzkrar kvik- myndagerðar, með hliðsjón af þróuninni erlendis. Ekki er þó öll von úti enn, því að þrátt fyr- ir allt gætir ýmissa hræringa, sem vakið gætu bjartsýni. Ýmsir klúbbar áhugafólks hafa verið starfandi og skal þá fyrstan teljá Kvikmyndaklúbb M.R. Hann hefur starfað sleitulaust frá haustinu 1965 og sýiit mörg frægustu verk kvikmyndasögunnar auk nýrri verka, m.a. frá löndum, sem ekki hafa verið kynnt af kvik- myndahúsunum. Vafalaust sakna margir hinna almennu kvikmyndaklúbba, sem starfað hafa allt frá því fyrir 1950, en hafa svö dáið út eftir míslöng æviskeið. Filmía er líklega þeirra frægastur. Siðast starf- aði „Kvikmyndaklúbburinn", sem hélt uppi mörgum góðum sýningum í Litla bíói og siðar í Norræna húsinu. 1 sambandi við hann var hreyft hinu brýna nauðsynjamáli, kvik- myndalöggjöfinni, og rætt um að koma á fót kvikmyndasafni, en úr hvorugu þessu rættist. Samt mun það hafa vakið marga til umhugsunar. Á vissan hátt hafa mánudags sýningarnar, hið lofsverða framtak Háskólabiós, leyst kvikmyndaklúbbana af hólmi. Þær eru kvikmyndaáhugafólki mikill fengur. Og siðast en ekki sizt ber að taka það sem mikilvægt spor í viðurkenning arátt, að kvikmyndunum skuli vera sýndur sá sómi, að vera hafðar með i Vöku, hinum ágæta þætti sjónvarpsins um menningarmál. Þrátt fyrir þessar björtu giætur, hlýtur því miður nið- urstaðan að verða sú, að for- sendurnar fyrir íslenzkri kvik myndamenningu, sem nefndar voru í upphafi greinarinn- ar, séu ekki fyrir hendi. Á þetta einkum við um lið I. Fara hér á eftir svör nokkurra kvik myndagerðarmanna við spurn- ingunni: Er mögulegt að gera kvikmynd á íslandi við núver- andi aðstæður. ÞÁ eru áramótin vel og lukkulega afstað- in; menn hafa strengt sín nýársheit og vœntanlega rofið þau flest nú þegar, svo að mannlífið fer að fœrast í sitt gamla horf að nýju. Cagnrýnendur hafa yljað sér við að hakka í sig áramótagleði sjón- varpsins, tœta í sig Nýársnóttina og prísa til skýja sýningu á Skálholti, sem var að mínum dómi sérstaklega þunglamaleg o'g beinlínis leiðinleg. En allt um það gekk. gamlárskvöld fyrir sig eftir þessum hefð- bundna hœtti, brennurnar, blysin og rak- etturnar voru á sínum stað, enda þótt óvenju fáir kœmu til að horfa á gamla kassa og fúna báta hverfa í logana. Nú sátu flestir, ungir sem gamlir, heima við og horfðu á sjónvarpið, og það fer ekki hjá því að hvarfli að manni, hvað í óskop- unum við gerðum af okkur á gamlárs- kvöld, meðan við höfðum ekki sjónvarpið til að skemmta okkur við. Ef vel er um hugsað þá þarf reyndar ekki lengra en fimmtán sextán ár aftur í tímann til að minnast þess, hvað þá var tekið sér fyrir hendur þetta kvöld. Þá höfðu gamlárskvöldin á sér reglu- legan verzlunarhelgissvip; lögregluliðið var állt árið að búa sig undir átökin. Þá kofhu unglingar saman í miðbænum, sprengdu kínverja í löngum bunum, höfðu uppi öskur meiri en áður höfðu heyrzt og veltu gjarnan bílum sér til dœgrastytt- ingar. Penir og veluppaldir unglingar tóku á sig stóran krók fram hjá miðbænum, þangað var lífshættulegt að leggja leið stna og mannskemmandi í meira lagi. Þetta blessað fólk, sem þarna var að verki, er nú margt virðulegir foreldrar baldinna og óstýnlátra unglinga, en sverja og sárt við leggja að unglingavandamál og kyn- slóðabil hafi ekki verið til þegar þeir voru að alast upp. Minni mannsins hefur vissu- lega aldrei verið óbrigðult og yfir margt fýrnist fyrr en skyldi. En ekki er nóg með, að nýtt hversdags- legt ár sé hafið, nú er einnig byrjað nýtt starfsár happdrættanna og það getur ómögulega hafa farið framhjá nokkrum manni á þessu landi. Engu er líkara en framámenn þeirra hafi fyllzt . þvílikum fítonsanda að engu tdli tekur. Lofað er gulli og grænum skógum og reyndar meiru en því, nú orðið er ekki lengur tiltökumál þótt einhver vinni milljón í happdrætti og eftir auglýsingum happ- drættanna að dœma er það ein meiriháttar furða, ef ekki kemur stórkostlegur vinn- ingur á nær því hvern miða. Sá böggull fylgir þó skammrifi að það kostar smá- skilding að vinna allar þessar milljónir, nokkra tugi þúsunda verður að leggja fram ef líkurnar eiga að vera umtalsverð- ar, en þá er og sá piöguleiki fynr hendi að vinna allt að átta milljónir. En þó að dýrtíðin og verðbólgan á tslandi séu mein en í flestum löndum lœðist engu að síður að manni sú spurning, hvernig fœH nú fyrir þeim vesalings manni, sem yrði fyrir því að vinna átta milljónir króna í einum drœtti. Og spurning hlýtur líka að vera frá þjóðhagslegu sjónarmiði, hvort það sé virkilega heppilegt að átta milljónir króna safnist á einu bretti á tvær herðáf. Jóhanna Kristjónsdóttir. ÞÓRARINN GUÐNASON, formaður Félags kvikmynda- gerðarmanna: Nei, það er óárennileg til- hugsun að koma til íslands eft- ir nám í kvikmyndagerð er- lendis. Takist hins vegar að létta sköttum og gjöldum af hráefni og tækjum, sem til þarf, er von til þess, að hægt sé að gera skemmtilega hluti. Hér er fjöldi starfskrafta í kvikmyndagerð, bæði færir kvikmyndagerðarmenn og ágætir Ieikarar. ÞRÁNDUR THORODDSEN: Það er hægt að gera leikna kvikmynd af meðalsýningar- lengd, sé möguleiki að útvega fjármagn, sem ekki er undir 2 milljónum, og er þá ekltl gert ráð fyrir kaupi starfskraft- anna. Kg vil ekki afneita þeim mögulelka. SIGURÐUR SVERRIR PAuSSON: Ef með kvikmyndagerð. er átt við langar Ieiknar myndir er svarið augljóslega nei. Stutt ar myndir kannski, ef viðkom- ahdi einstakllngur er reiðubú- inn að taka á sig talsverða fjárhagsáhættu. GfSLI GESTSSON: Tæknilegar aðstæður eru fyrir hendi, en það vantar for- ystu liins opinbera, k\ ikmynda löggjöf og kvikmyndasjóð. Grundvallarforsendan fyrir kvikmyndagerð er, að hún fái að þróast eðlilega, þannig að byrjað verði á heimildamynda- gerð, sem krefst þess, að út- hlutað verði verkefnum reglu- lega. Það yrði svo sá grunn- ur, sem stærri verkefni eins og leiknar myndir byggðust á. Nú vaknar sú spurning, hvort sjálfstæð þjóð hafi efni á að láta slikt ástand viðgang- ast. Ekki einungis spegl- ast hugsun og menning samtím ans í kvikmyndunum, heldur berast fréttir og þættir um samfélagsvandamálin nú orðið hvaðanæva að í formi kvik- mynda. Sjónvarpsáhorfandan- um virðist, þar sem hann situr í makindum heima hjá sér, sem hann sjái augliti til auglitis sannleika umheimsins. Slik- ur er kraftur þessa forms. Er það þvi ekki ábyrgðarhluti aS hafa ekki í menntakerfinu uppfræðslu um eðli þessara öflugustu fjölmiðla nútim- ans, sjónvarps og kvikmynda? Fólki er t.d. alls ekki ljóst I gegnum hve margar síur mann- legrar dómgreindar fréttakvik mynd hefur farið, áður en hún birtist né gerir sér almennt grein fyrir því, hvernig kvik- mynd verður til. Þetta kann m.a. að vera skýring þess, hve ógagnrýnið það tekur við og hve órökheldin gagnrýnin oft er, sé hún einhver. Gagnrýni, sem verður ævinlega að styðj- ast við vel skýrgreind hugtök, verður aldrei almenn ef fólki er ekki gefinn kostur á að þekkja þetta form, sem hefur svo mikil áhrif á líf þess. En, stöðug gagnrýni og árvekni hlýtur ávallt að vera aðall hvers lýðræðis og allra mann- legra framfara. Þetta eru nágrannaþjóðir okkar á góðri leið með að skilja. Danir eru t.d. að endurbæta kvikmyndalöggjöf sína nú frá árinu 1965. Kvik- myndasöfn þykja nú sjálfsagð- ar og nauðsynlegar menningar stofnanir. Við slíka stofnun opnast leiðir til hvers konar fræði- og kynningarstarfa og grundvöllur er fyrir vísinda- lega gagnrýni og kvikmynda- bókaútgáfu. Því var ekki óeðli legt, að Danir, sem búa við þessar aðstæður, stofnuðu nýja háskólagrein árið 1967, sem þeir nefndu filmkundskab eða kvikmyndafræði. Þessi grein skiptist í kvikmyndasögu, fag- urfræði, kvikmyndasálarfræði og kvikmyndafélagsfræði. Fer kennsla fram I sambandi við kvikmyndasafnið og fleiri stofnanir. Nú er kominn tími til þess fyrir Islendinga, að vakna enn einu sinni af gamla góða svefn inum. Einangrun í þessum efn- um gerir engum gott. 16. janúar 1972 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.