Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1972, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1972, Blaðsíða 5
HKÚTI K TBL LEIGU Upplýsingar veittar hér, og- svo varð hún bara öskuvond þegar ég bað hana að segja mér livað þetta þýddi. En spjaldið kom ekki að neinum notum. Við keypt- rnn áfram grasvöndlana snotru, geitin át, og ég varð aidrei var við nokkra mjólk. Og dag einn þegar ég kom heim um hádegið, sá ég ekki geitina. „Maður fékk hana lán- aða“ sagði mamma. Hún var glaðleg á svipinn. „Hvenær kemur liún aftm-?“ Hún yppti öxlum. Hún kom aftur sama daginn. Þegar ég kom fyrir hornið á Miguel- stræti sá ég liana á gang- stéttinni fyrir utan húsið okkar. Maöur sem ég ekki þekkti teymdi liana i kað- alspotta, og hafði óskap- lega liátt, bandaði og veif- aði lausu hendinni. Ég kannaðist við þessa mann- gerð. Hann mimdi ekki sleppa kaðlinum fyrr en hann væri búinn að segja meiningu sína. Fjöldi fólks horfði á gegnum gluggatjöldin. „Hvers vegna eruð þið að féfletta fátækt fólk?“ sagði hann, liávær. Svo sneri hann sér að áhorf- endum bak við glugga- tjöldin. „Sjáið þið, öll- sömul, sjáið þið bara þessa geit?“ En geitin, sallaróleg, jórtraði í makindum með liálflokuð augu. „En hvers vegna eruð þið svona prettótt? Bróðir minn er heimskur og liann þekkir ekki þcssa geit en ég þekki þessa geit. Allir í Trinidad sem þekkja til geita þekkja þessa geit, frá Icacos til Mayaro, til Toco og Cliaguaramas" sagði hann og nefndi f jóra yztu tanga á Trinidad. „Hún er einskis nýtasta geit í heimi. Og þið látið bróður niinn borga fyrir þessa geit? Heyrið þið, látið mig liafa peninga bróður míns aftur, strax.“ Móðir mín var bæði sár og vonsvikin á svipinn. Hún fór inn fyrir og kom aftur með nokkra dollara- seðla. Maðurinn tók þá og skilaöi geitinni. Sama kvöldið sagði mamma við mig: „Farðu og segðu herra Hinds vini þínum að ég vilji ekki geitina lengur hér.“ Herra Hinds virtist alls ekki undrandi. „I>ið viljið hana ekki, jæja.“ Hann hugsaði sig um og fitlaði við yfirskeggið með vel snyrtri nögl. „Heyrðu, ég skal segja þér nokkuð. Ég skal kaupa hana af þér aftur. Fyrir fimm dollara." Ég sagði: „Hann borðar l'yrir meira en það, ef bara taða er reiknuð." Og liann virtist ekkert undrandi yfir því heldur. „Segjum sex þá.“ Ég seldi. Ég hugsaði með mér að þá væri þessu lokið. Mánudagseftirmiðdag hokkum, mánuði fyrir skólauppsögn, tilkynnti ég mömmu: „Geitin er aftur í happdrætti.“ Hún varð skelkuð. Um kaffileytið á föstu- degi sagði ég, eins og af tilviljun: „Ég vann geit- ina.“ Hún hafði búizt við þessu. Áður en dagurinn var á enda hafði inaður náð í geitina heim til herra Hinds, látið mömmu hafa peninga og farið síðan burtu með geitina. Steinaldarfólkið. sem faimst í frumskógi og afdal á Filipseyjum. Ég vonaði að herra Hinds mundi aldrei spyrja um geitina. En liann gerði það samt. Ekki vikuna eftir, heldur vikuna þaráeftir, rétt áður en skólanum var sagt upp. Ég vissi ekki hvað ég átti að segja. En strákur sem hét Knolli, góður krikketleikari og uppálialds fórnarlamb herra Hinds, svaraði fyrir mig. „Hvaða geit?“ hvíslaði hann, upphátt. „Fessi geit var drepin og étin fyrir löngu.“ Herra Hinds var eins og þrumuský í framan. „Er þetta satt, Vidiadhar?" Ég kinkaði ekki kolli, ég steinþagði. Skólabjallan hringdi og bjargaði mér. í hádeginu sagði ég mömmu: „Ég vil ekki fara aftur í skólann." Hún sagði: „Fú verður að vera hugaður." Mér fannst þetta litil uppörvun, en fór samt. 1 fyrsta tima var landa- fræði. „Naipaul“ sagði herra Hinds strax, liafði gleymt skírnarnafni mínu, „segðu okkur hvað skagi er.“ „Skagi“ sagði ég, „er landsvæði, sem er umlukt vatni.“ „Gott. Komdu liingað upp.“ Hann opnaði skáp- inn og greip gegusósa leð- urólina. Svo gekk hann í skrokk á mér. „Ini seldir geitina mína?“ „Æ.“ „I>ú drapst geitina mína?“ „Æ.“ „Hvers vegna ertu svona andskoti vanþakklátur?" „Æ, Æ, Æ.“ „I>etta verðúr í, síðasta skipti sem þú vinnur i minu happdrætti." I>etta var siðasti dagur minn i þeim skóla. Nýfundið steinaldarfólk Víðast hvar á jörðinni lauk steinöld- inni fyrir mörgum þúsundum ára, en þó ekki í hinum afskekktu fjallaskógum á Min- danao, einni Filipseyja, 650 mílur i suður frá Manila. Þar fimdu vísindamenn nýlega týndan steinaldar-ættflokk, sem ekki liefur breytt lifnaðarháttum sinum, öldum saman. Mannfræðingar á Filipseyjum gripu þetta einstaka tækifæri og bjuggu nýlega út leið- angur, sem skyldi fara inn í skógana, lifa meðal þessa fólks og rannsaka lifnaðarhætti þess, áður en frumstæð menning þess spillist eða líður undir lok af na'rgöngtilli sið- menningimni. Tilvera þessara Tasaday — en svo nefna þeir sig sjálfir — varð uppvis, þegar veiði- maður að nafni Dafal taldi sig liafa liitt dul- arfullt fólk, á veiðiför um óbyggðirnar. Yf- irvöld Filipseyja staðfestu svo þessa frásögn hans með þyrluflugi yfir svæðið, og fundu hóp lágvaxins fólks, sem var dökkbrúnt á hörimd, og bar ekki annan fatnað en eitt lendaklæði. FRUMSKÓGALÍF Sendimenn stjórnarinnar náðu sambandi við ættflokkinn og komust að þeirri niður- stöðu, að hann hefði verið einangraður í að minnsta kosti sjö hundruð ár, ef til vill í tvö þúsimd ár, og kynni ekkert til akur- yrkju. Tasaday-fólkið þekkir hvorki rís, tarö, salt né sykur, liafði aldrei étið inaís og er að áliti l'róðra manna eina þjóð i heimi, nú á timum, sem hvorki þekkir né notar tóbak. Ættkvíslin kann heidur ekkert til málm- srniði, á engin húsdýr og enga fasta bústaöi. Enda þótt hún eigi heima á eyju, dvelur hún i þéttvöxnum regnskógi, liefur aidrei séð sjó- inn og á sér ekkert nafn á Iionum í sínum einkennilega blendingi af Malaja- og Suður- hafseyjamáli. Tasadayarnir hafa staðnað á þessu frum- stæða stigi, með því að safna fæðu í stað þess að rækta hana, með því að nota steina sem eggjárn, höggvopn og barefli og með því að búa til ilát, hnifa og önnur áliöld úr bamb- us. Aðalfæöa beirra er natak, en það er merg- ur úr viUipálmum. Ennfremur eta þeir villi- rætur, anga af spansltreyi-spálma- og bambus, smáfiska, krabba og froskalirfur, sem þeir veiða með liöndunum. Af samhandi sínu við Dafal, hafa Tasadayarnir lært að fanga fugla í limkennda kvoðu, en villikett- ir, rottur, apar og svin eru veidd i frum- stæðar gildrur. Eld kveikja þeir með því að núa tveimur spýtum saman, og k.jöt er ann- aðhvort steikt yfir opmun eldi eða soðið í siiðuilátuni úr bambus. Tasadayarnir eru ekki nema um eitt hundrað talsins og skiptast í fjölskyldur, þar sem er faðir, móðir, ógift börn og stimdum einnig munaðarlaust barn eða barnlaus ekkja. Enda þótt bæði fjölkvæni og fjöl- menni sé algengt hjá öðrum kynþáttum, sem safna fæðunni og eru fámennir, þá forðast Tasadayarnir allt sUkt. Foreldrarnir koma lijónaböndum í kring, en að minnsta kosti í einu tUviki, þegar Utið var um kvenfólk, rændi faðirinn konu handa syni sinum, úr annarri fjölskyldu, sem þar bjó í nágrenn- inu. Tasaday-móðirin fæðir bam sitt hjálp- arlaust, og faðirinn grefur naflastrenginn í jörðu. I»egar frá er talin fjölskyldan er þarna ekkert reglubimdið þjóðfélag og eng- inn sérstakur foringi, en nokkrar fjölskyld- ur liafa samvinnu um fæðusöfnim, taka ákvarðanir í félagi, og fara að ráðuni hinna reyndustu í hópniun. > BÓLUSÓTTARFARALDUR Tasadayarnir trúa því, að þessi ráð bygg- ist á þekkingu, tekinni i arf frá forfeðrun- um. I draumum sinuin geta nienn séð þessa sugoy, liina framliðnu „sálarfrændur" sína, sem lifa í fögrum híbýlum uppi í trjá- toppunum, ásamt Salungal, „eiganda fjaU- anna“, sem segir þeim, livar leita skuli að páhnamerg og veiðidýrum. Tasadayarnir eru fehnið fólk, varkárt gagn vart ókunnugum, og svo hrætt við fugú eða faraldra, svo sem bólusótt, sem hafa áður gert mikinn usla hjá þeim, að þeir eru sagðir yfirgefa sjúklinga og láta þá deyja eina og lijálparlausa. I>ar eð lif þeirra er áhættusamt, ná fáir þeirra háum aldri, og þeir virðast hafa litla ánægju af lífinu. Samt liafa þeir ánægju af að standa úti í stórrigningu og láta vatnið fossa niður eftir Ukamanum. Og þeir hafa ánægju af að hlusta á kúbing, eins konar munnliörpu úr bambus, sem flutt er milli staða í bambushylki. Til þess að varðveita þennan „týnda“ ætt- stofn sem tengilið við löngu liðna fortíð mannkyns, kann Filipseyjastjóm að friðlýsa þetta svæði — um tólf ferkílómetra að stærð — þar sem bannaður verði aðgangur skóg- arhöggsmönnum, bændmn, námumönnum og öðrum slíkum innrásarniönnum. En jafnvel velviljaðir gestir tuttugustu aldai-innar kunna að spilla öllum mannfræðirannsókn- um komandi ára — því að bogi og örvar, veiðihnífur og sylíur frá Dafal og vísimla- mönnunum, eru þegar teknir að þoka Tasa- dayættkvíslinni út úr steinöldinnL 6. febrúar 1972 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.