Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1972, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1972, Blaðsíða 6
A ströndinni við yzta haf 3. hluti — Niðurlag Eftir Gísla Sigurðsson „ÞEIR KAUPA EKKI Ragnar Valdeniarsson á Hólniavík, póstflutningamaður á Norður- Strandir. DÖNSKU BLÖÐIN í ÁRNESHREPPP4 Þjónusta undir réttarvegg . . . skroppið í kaupstað á Norðurfirði . . . og hjalað við póstflutningamann Um nóttina hafði þokan bor- izt innyfir ströndina. Hún kom norðan af flóanum eða ein hversstaðar norðan úr hafinu, dálítið blágrá, mjög þétt og ótrúlega svöl. Það ýrði lít- illega úr henni. Allt hafði feng ið nýjan og ögn dapurlegan svip. Ekki sáust fjöllin nema endrum og eins að grillti í svartar glefsur, svarrbláar skriður og hamrabelti. En lík- lega mundi þokan ekki ná langt innyfir landið, sögðu þeir i Trékyllisvikinni. Eins iíklegt að handan við fjalls- brúnirnar væri glampandi sól- skin. En það var gott að gista í barnaskólanum; að sofa aftur í heimavistarkoju og skoða krot ið á rúmbotninum fyrir ofan og veggjunum í kring. Allt var það gamalkunnugt úr öðrum stað. Aðeins önnur nöín. Mér skild- ist það væri stutt á Norður- fjörð; þar er kaupfélagið, þangað fer maður i kaupstað- inn. Og þar var vöruskortur- inn, sem hún Regína skrifaði stundum um í Morgunblaðið í fréttum af Ströndum. Leiðin á Norðurfjörð er ekki löng. Þegar þangað kom, í var af Krossnesfjaliinu, var svo til engin þoka. En mikill bratti niður í sjó, ber skriða snarbrött; þar heitir Urðarnes. Þar hefur löngum þótt viðsjár- vert. En Strandamenn vita að geigur er óþarfur. Þetta er allt vígt í bak og fyrir og enn einu sinni hefur Gvendur biskup verið á ferðinni. Menn kunna ekki dæmi um slys á mönnum, en steinn lenti í hesti og varð hann banvænn. Menn hafa aft- ur á móti bjargast með undur- samlegum hætti: Tveir menn á ferð um Urðarnes og allt í einu reið niður snjóflóð og hreif þá með sér. Þeir bár- ust allar götur niður í fjöru og hvort sem þeir kaffærðust meira eða minna, þá voru þeir ofaná um síðir og alheilir. Og sjálfsagt hafa þeir hugsað hlý- iega til Guðmundar góða. En ég var með hugann við bílinn og hvað veg- urinn var mjór þarna og hvað það var hátt og déskoti bratt niður i fjöruna og kannski hef ég alveg gleymt að hugsa um Guðmund góða og vígsluna. Egghvass steinn í dá lítilli grjóthrönn náði að skera sundur annað afturdekkið á bilnum; það telst ekki til slysa, en ég þóttist heppinn að geta skrönglast niður á jafnsléttu við botn Norðurfjarðar. Þar eru nokkrir bæir. Við sléttan sandinn stendur gamall há- karlahjallur og bátur og fjár- rétt þar skammt frá. Ágúst Gíslason í Steinstúni var að rýja og með honum var annar ungur maður þar úr sveit: Úlfar Eyjólfsson á Krossnesi. -Ef til vill er það nú gleymt, að bærinn á Kross- nesi brann til kaldra kola 17. marz síðastliðinn vetur. Samt Á Norðurfirði. IJtið um bílaverkstæði, en Ágúst í Steinstúni er handtakagóður og hjálpar upp á sakirnar. Allt í lagi þar til isinn lokar firðinum. Gunn- steinn kaupfélagsstjóri á Norðurfirði við uppskipunarbátinn, sem notaður er til að l'lytja vörur niilli skips og bryggjn. Hús kaupfélagsins í baksýn. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS (I. febrúar 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.