Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1972, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1972, Blaðsíða 2
/BOKMENNTIR LISTIR Hugleiðingar um franska rithöf undinn MARCEL PROUST á 100 ára afmæli hans. Úr L’Express — Hildigunnur Hjálmarsdóttir þýddi Flestum hefði þótt það með ólíkindum, hefði því verið spáð í París á áruniim fyrir heinisstyr.jöidina fyrri, að 100 ára afmæli ritliöfundarins Marcel Prousts yrði talið merkisviðburður. Fáir hefðu feng-izt til fylgis við þá skoðun, ef einhver hefði haldið henni fram, að þessi sárþjáði asthmasjúklingur, sem vart mátti mæia sökum þróttleysis, yrði sigursælli í glimunni við timann og leiddur til veglegra sætis í bókmenntasögunni en samtímamenn hans og samlandar, rithöfundarnir Andre Gide og Anatole France. Arið 1913 voru bókmennta- legar framtíðarhorfur Marcel Prousts allt annað en glæsilegar. Þr.jii þekkt bókaútgáfufyrirtæki, þau Fasquelle, Grallimard og Ollendorf höfðn synjað honum um að gefa út verk hans „í leit að liðinni tíð“, þar eð bókmenntaráðunautar fyrirtæk,janna höfðu, allir sem einn, kveðið upp þann dóm um handritið, að það væri „eintal heilsutæps, taugaveiklaðs og sjúklega viðkvæms unglings“. Grassetforlagið gaf þó verkið út, ðlesið, á kostnað höfundar. Hinn ungi Marcel Proust sóttist eftir þátttöku í samkvæmislífi Parísarborgar. Heldra fólkið kunni vel við þennan þægilega, félagslynda mann, sem fékkst \ið að skrifa og stæla. Þannig leið tíminn, Proust þýddi verk Buskins og sótti sýningar á rússneskum ballet. En árið 1914, þegar heimsstyrjöldin skall á, urðu umskipti í lífi Prousts, sem skipta sköpum um framtíð hans sem rithöfundar. l. ítilf jörleg heilsa hans er á þrotum og hann verðúr að leggjast í nimið. Átta ár liggur hann riímfastur, \itandi að hverju stefnir og þessi sári reynslutími er sú eldraun sem bre.vtir lífsv'ðhorfi hans. Maðurinn Marcel Proust var tvískiptur persónuleiki. Til er m. ynd, sem Jacques Blanche málaðj, af honum, í svörtum fötum, með hvítt hálslin og magnólíu í hnappagatinu. Þar gefujr að líta heimsmanninn Proust. Meinlætamaðurinn Marcei Proust var annar maður. Hanu hafðlst við í korkeinangmðu herbergi við Bouievard Haussmann og síðar Hamelingötu. Hvorkl ryk né skarkali götunnar gat smogið gegnum þykka veggi, til að minna þennan einsetumann á lifið fyrir utan. Einasta bergmái þess var endurminning hins liðna. Við þessar aðstæður reyndi Proust að Ijúka hinu mikla verki sínu. Hann vissi, að síðasta bindið var lykiil að öBu þvi, sem á undan var komið. Hver stílabókin efttr aðra fylltist af fíngerðum stöfum og þegar verkinu lauk hefði engan grunað, að þessi horaði, skeggjaði maður, nær dauða en lrf i, væri hinn eitt sinn giæsilegi heimsmaðnr Marcel Proust. Hugarfarsbreytingin gerir Proust að miklum listanianni. Vil.jinn til Iistsköpunar verður öllum öðrum tilfinningum yfirsterkari. Þetta breytta viðhorf er í senn persónusaga Prousts og dýpsta merking verks hans, „I leit að liðinni tíð“. En þegar verkið kom út, fékk það slæma dóma. Gagnrýnendur skildu þvl miður ekki þetta margslungna verk. Arið 1927 þegar síðasta bindi verksins kom út, var Proust látinn fyrir 5 árum. Ekkert var hægt að gera til að rifta hinum ósanngjörnu dómum um þetta meistaraverk. Gagnrýnendur höfðu þegar lokið skemmdarstarfsemi sinni. Þess eru engin dæmi, að nokkurt jafn veigamikið bókmenntaverk hafi orðið fyrir svo hrapallegu skilningsleysi. „Enginn skilur neitt í verkinu,“ skrlfar Proust í „Liðin tíð endurheimt“. Skammir gagnrýnenda hlóðust upp og mynduðu vegg milli verksins og lesenda. Menn töluðu um Proust eins og um Marx eða Freud, án þess að hafa Iesið verk hans. Við fyrstu sýn er verk Prousts óaðgengilegt aflestrar, eins og bækur James Joyce og Henry James. Margir gefast því upp á lestrinum og telja það einungis á færi „sérfröðra" manna að glíma við svo torskilda höfunda. Proust reyndi sjálfur að ná beint til lesenda og hvetja þá til að Iesa verkið, en honum varð lítið ágeugt. „Gagnrýnendur eru enn á villigötum,“ heldur hann áfram I „Eiðin tíð endur heimt“. „Rithöf undur myndi líklega fremur k jósa að leggja verk sitt undir dóm lesenda, milliliðalaust, því að almenning ur skynjar næmar góð verk af meðfæddri eðlishvöt og þeirri lífsreynslu, sem hann hefur orðið fyrir, heídur en sjálfskipaðir ritdómendur, sem temja sér yfirborðsleg vinnubrögð Og fella sleggjudóma með flúriiðu orðalagi, sem þeir breyta á 10 ára fresti.“ „I leit að liðinni tíð“ er myndauðugt og viðamikið liökmenntaverk. Persónur aliar eru skýrt dregnar, en það spiliir þó verkinu, hve búningur þess er hégómlegur. Hafa verður í huga tviskinnung höfundar. Atburðarásin er nákvæm og hnitmiðuð og verkið líður áfram, eins og hjalandi lækur og ber lesandann með sér, Fyrstu setningar verksips Iiafa seiðmögnuð áhrif líkt og þlíðir tónar: „Eangt .er siðan ég yandi mig á, að fara snemma að hátta. Naumasi var ég búinn að slökkva á kertinu, þegar augu mln hikust aftur, svo fljótt, að mér vannst ekki 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. Sebrúar 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.