Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1972, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1972, Blaðsíða 7
HákariahjaJI vifi hotn NorAiirfjarðsw. f baksýn sést Urðarnesið, þar seni vegurinn liggrir utan í miklum bratta. jetiar Eyjólfur í Krossnesi að halda áfram og byggja upp að nýju. Úlfar sonur hans er heima á sumrum, en fer til sjós á vetrarvertíðum. Ágúst í Steinstúni viidi lítið gera úr búskapnum. Hann sagðist hafa nóg af hreinu lofti og lifa á þvi. Auk þess kýr til heimilisins. Hann stundar grá- sieppu á firðinum; hendir fisk- inum en hirðir hrognin og sel- ur þau í kaupféiagið. Þeir hafa hvorki reka né hlunnindi í Horðurfirðinum, sagði Ágúst. En þeir eru svo til allir komn- ir í grásieppuna. Þcir slitu kampana af roll- unum, hraustir og átakagóðir níenn, en börriin stóðu á rétt- arveggnum og.hundarnir utan- við einsog vera ber. Þeir litu á rifna dekkið og sögðu þýð- ingarlítið að vera þar á ferð án þess að hafá verkstæði með- ferðis. Enga þjónustu væri að hafa fyrren á Hólmavík og þangað eru meira en 100 kílómetrar. En þeir björguðu málinu til bráðabirgða; sóttu sér jám, kappa og pumpu i jeppann, verkstœðið alltaf meðferðis og hér bjargar guð þeim sem bjarga sér sjálfir. Þeír voru jafn átakagóðir við hjólið og rúninginn. Eftir. skjóta og góða þjónustu undir réttarveggnum var hægt að mjakast áfram úÞ , með Norðurfirði unz komið er í kaupstaðinn og verzlunarhús Kaupfélags Strandamanna blasir við ásamt með bryggju og nokkrum útihúsum. En ann- að er ekki í þeim kaupstað. ----O — Það var ekki ösin í búðinni á Norðurfirði þennan júlídag. Samt var bæði fáanlegt kók og prinspóló eins og annarsstaðar svo Strandamenn geta eftir at- vikum vel við unað. Gunn- steinn Gíslason, kaupfélags- stjóri, var á kontórnum innaf búðinni; hann er allt í öllu þarna og hefur aðeins einn eldri mann sér til aðstoðar. Gunnsteinn er innfaaddur hér i sveitinni og kunnugur högum Strandamanna fyrr og nú. Hann er frá Steinstúni fyrir botni Norðurf jarðar, bróðir Ágústs, sem býr þar nú og áð- ur er getið. Hlutverk Gunnsteins er að sjá fyrir nauðsynjum þeim tveim hundruðum manna, sem heima eiga á þrjátíu bæjum í Árneshreppi, allt frá Ingólfs- firði til Djúpuvíkur. Það gerir sérstakar kröfur um fyrir- hyggju, þar sem aðdrættir teppast langtímum saman. Og það getur óneitanlega orð- ið kaupfélagsstjóranum þungt í skauti, þegar illa árar og efna- hagskúrfan hjá félögunum stefnir sem örast niður á við. Þannig hefur það oft verið uppá síðkastið og þessvegna fer fólkinu ifsekkandi. Siðan 1940 heíur fækitað um 300 manns í Ámeshreppi, enda var þá liflegra um að litast og allmargt íólk starfaðí við síld- arverksmiðjurnar á Djúpuvík og Ingólfsfirði. Á þessum sióðum hafa aldrei verið stórbýli, segir Gunn- steinn. En menn hafa búið að hlunnindunum og verið tregir að hverfa frá þeim eins og von legt er. Það eru til dæmis ekki nema fimm ár síðan Kristinn Jónsson hætti að búa norður á Dröngum í mestu afskekkt, sem nokkur fjölskylda bjó við á landinu. Eins og fram kemur i samtali við Torfa skólastjóra í Trékyllisvik á öðrum stað í blaðinu, eru tvær dagleiðir þangað úr Trékyllisvík gang- andi manni. Kristinn flutti þá bú sitt og heimili að Seljanesi við Ingólfsfjörð ög enn var hann nyrztur allra á Strönd- um og ekki einusinni akfær bílvegum heim. En hann mun hafa flutt fiá Seljanesi í haust og alltaf lengist listinn yfir ej’ðibýlin. En hvað um verzlunarrekst- ur við slíkar fcðstæður? Gunn- steinn er ekki fjasgjarn og ger- ir ekki mikið úr erfiðleikunum. En það hefur verið taprekstur á kaupfélagipu síðastliðið ár, þvi er ekki að neita. Og hvern- ig er þvi msett; hver blæðir, þegar taprekstur verður? 1 bili er það varasjóður félagsins og stqínsjóðdr féjagsmanna. En það getur að Sjálfsögðu ekki gerzl til lengtlar.j ! Svo það er éngan veginn A \ A næstu síðu: Samtal við Torfa skólastjóra í Trékyllisvík Árnes í Trékyllisvík, þar sem bæði er kirkja og félagsheimili. Lengst til hægri er barnaskólinn á Finnbogastöðum, en næst á myndinni er rekaviðarsög. með öllu áhyggjuiaust að stýra kaupfélagi á Norðurfirði, enda líður stundum dagur og kannski dagar án þess að nokkur komi til að ónáða af- greiðslumanninn. Vandamál númer eitt er samgönguleysið og einmitt þessvegna hefur verið byggt yfir fyrirtækið á strönd Norðurfjarðarins. Þar þótti ögn skárra að lenda en annarsstaðar og sjónum treystu menn bezt. Gunnsteinn birgir sig upp fyrir veturinn; ef til vill fyllist fjörðurinn af hafís og þá verður engu farar- tæki við komið. Strandferða- skipin Esja og Hekla koma þö við á tólf daga fresti, að minnsta kosti þegar sjór er auður. Þau koma inná Norður- fjörðinn, en komast ekki frem- ur en önnur meiri háttar skip upp að bryggjunni. „Þetta er okkar stóra vandamál", sagði Gunnsteinn. Við steinbryggjuna framaf kaupfélagshúsunum hangir bátur í davíðum; það er upp skipunarbáturinn. í hvert sinn sem skip kemur á f jörðinn með vörur, hvort heldur það eru fóðurvörur, áburður, vefnaðar vara eða prinspólókex, þá verð ur að leysa niður bátinn og stundum verður að fara tiu eða tólf ferðir milli skips og bryggju. Gunnsteinn kaupfélagsstjóri kvaðst ekki sjá framá miklar breytingar til bóta, nema þá að einhver veruleg umskipti yrðu á byggðarlaginu og fólksfjölg- un. En þau teikn sjást ekki á himni, sem boða eitthvað I þá áttina. Miklu fremur það gagnstæða. ÞaS er ekki einu sinni hægt að byggja á fiski þrátt fyrir nærveru sjávarins; í Húnaflóa er ekki bein að hafa úr sjó. Það var gott að hitta og ræða við Gunnstein og konu hans, Margréti Jónsdóttur frá Stóru Ávík í Ámeshreppi. Þau eiga fjögur börn, öii innan við barnaskólaaldur og þau hafa ágæta ibúð yfir kaupfélags- búðinni. Þaðan er fagurt út- sýni yfir Norðurfjörðinn, Urð- arnes og Trékyllisvík. „Ég kann vel við mig hérna“, sagði Gunnsteinn; „og ég vil ekki fremur vera annarsstaðar, ef hægt er að starfa hér áfram“. „En kaupfélagsstjórinn þarf auðvitað oft að vera á ferðinni syðra,“ sagði ég: „Semja við bankavaldið, hltta þá í SlS og fá línuna i pölitíkinni?" „Nei, ekki ég“, sagði Gunn- steinn með sinni meðfæddu og eðlilegu hógværð: „Ég fer mjög sjaldan suður. Þurfi ég að reka þar erindi, þá nota ég símann. Ég hef tekið eftir því, að það gengur betur. Þótt ég komi alia þessa leið norðan af Ströndum, þá er ekkert tillit tekið til þess og það getur gengið illa að ná tali af mönn- um. En síminn er alltaf látinn ganga fyrir; þá er hlustað á mann og ólíkt auðveldara að koma sínum málum áfram í gegnum símann en með því að fara". „Á þetta kannski við um þig lika; er auðveldara að ná í þig í síma en að bítta þig hér?“ „Ég get aðeins sagt það, að ég svara ailtaf í síma og það er auðvelt að ná í mig þannig. Og einnig með þvi að koma, held ég. Þú átt nokkumveginn að geta gengið að mér hérna, enda gerðir þú ekki boð á undan Framh. á bis. 12 6. febrúar 1972 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.