Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1972, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1972, Blaðsíða 9
Framhald af forsíðu Tim Bice, höfundur textans. Andrew I.toyd Webber, höfundur tónlistarinnar. Þessi fræga rokk-ópera hefur aflað höfundunum f jár og frægðar, en að vonurn hafa ekki allir verið sammála um þessa túlkun á píslar- sögunni. Hér er sagt frá upp- færslunni í Kaupmannahöfn Ný túlkun á píslarsögunni félagskennd hans. Honum of- býður eyðslusemi Maríu Magda lenu, sem smurði fœtur og höf- uð Jesú með dýrum smyrslum, sem hann vissi, að voru svo dýr að mörgum fátækum og þurf- andi hefði mátt hjálpa með and virðinu. Og Jesús lætur sig hafa það að mótmæla honum. Alls staðar skýtur Júdas at- hugasemdum sínum að. Þegar aðrir sjá himininn í verkum Jesú, horfir Júdas til jarðar. Hvers vegna láta höfundarn ir Júdas leika aðalhlutverkið i þessum leik? Það er vegna þess, að Júdas er sá eini í læri sveinahópnum, sem í fljótu bragði virðist vera á sömu bylgjulengd og nútímabörn. Öll rök vísindahyggju og skynsem istrúar 20. aldar sóma sér bezt í munni hans. Júdas tjáir bezt hugarfar okkar eigin aldar í garð Jesú. Að hinu leytinu er skækjan María Magdalena, sem dregst að Jesú á einhvern dularfullan hátt. Hann hefur kveikt að nýju hinn útdauða kærleika í brjósti hennar. María er mann- eskjan, sem getur sýnt nátt- úrlegan kærleika, án þess að röksemdir og vísindi trufli hana. Hún er einfaldleikinn holdi klæddur. Eins og Júdas lítur hún á Jesúm sem mann- lega veru, en þessi maður hefur dularfullt aðdráttarafl, sem hún skilur. ekki. Hún er hálf- hx-ædd við þetta afl, en henni er það ljóst, að hann hefur kveikt í brjósti hennar löngu kulnaða ást. 3. Þetta eru pólarnir í listavei'k inu Jesús Kristur — súper- stjarna, sem er núna sýnt I Falkoner Centret í Kaupmanna höfn. Þessi sýning hefur vak- ið mikla athygli gagni’ýn- enda Kaupmannahafnai'blað anna vegna frábærleika síns. Eitt er einfaldleiki sviðsetning ai’innar (leiktjöld og skraut í lágmarki), annað er ágæti flutningsins, sem fyrir utan raddgæði og góðan leik, ber öll einkenni þeiri'ar leikgleði, sem fylgir beztu áhugamannasýn- ingum. Þessi gæði skrifast hér öll á reikning danska leikstjór ans Bent Mejding, sem er dug- legasti leikhúsmaður Dana af yngri kynslóðinni. En Roger Sullivan á sína hlutdeild í þeim heiðri líka. Þýðingu text- ans gerði séra Johannes Mölle- have, sem í Danmörku er líka þekktur sem revíuhöfundur og skáld. Júdas er leikinn af frábæri’i innlifun af Dananum Allan Mortensen. Krist leika tveir menn til skiptis. Þegar ég sá leikinn á nýársdag lék Sví- inn Bruno Wintzell þetta hlut- verk af mikilli tilfinningu og list, en óhjákvæmilega fellur hlutverk hans í skugga Júdas- ar og Heródesar, sem frá höf- undanna hendi eru ofsameiri í túlkun. Og á sýningunni á ný- ársdag söng Kirsten Johansen hlutverk Maríu Magdalenu af miklum yndisþokka, en hún leysti þá af hólmi aðalsöngkon una, sem heitir Ann Lisa. 4. Þrátt fyrir alla ei’fiðleikana, sem fylgja því að túlka Jesúm í óperunni, þá fannst mér túlk- un leikstjóra og leikara á Jesú með afbrigðum góð. Sá Jesús, sem við sáum á sviðinu, var al- gjör andstæða eftirsóknar nú tímans eftir völdum og metorð- um. Hann vildi ekki falla inn í það veraldarmynztur, sem Júd as og æðstu prestarnir viður- kenndu. Hann Var undirmáls maður í veraldlegri valda- streitu. Hann vildi gera öðrum gott, en yfirvöldin vildu ekki leyfa honum það. Sú stund var áhrifamikil, þegar vesalingarn ir skriðu yfir senuna í átt til Jesú og kaffærðu hann bókstaf lega með bænum sínum um hjálp. Grasgarðssenan, þar sem mannlegt sálai’strið hans rís hæst, var svo vel gerð, að menn gátu vart tára bundizt. Píslarsenurnar voru svo meitl- aðar og vel gerðar í einfald- leika sínum, að þær jöfnuðust að minum dómi fyllilega á við einfaldleika frumgei'ðarinnar á hljómplötunni. Og krossdauð- inn! Hvernig var hann? Orð Jesú í öllum þeirra einfaldleika og hljómsveitin túlkaði kval- irnar og sálarstriðið. Samt hafði maður á tilfinningunni, að atburðurinn væri æðri en allt, sem í kringum stóð og horfði á, ég sjálfur meðtalinn. Og í'ödd Júdasar, sem spurði, hvaða tilgangi þetta hefði þjón að, livarf út í myrkrið fyrir ut- an, meðan dauðastríðið stóð yf- ir. Á þeim stað var skynsemin burtræk. Og að lokum, sáum við ekkert annað á sviðinu en hinn krossfesta. 5. Eftir sátum við enn — eftir 19 aldir — með spurninguna. Hvor þeii’ra hafði rétt fyrir sér, Júdas eða Jesús Kristur? Hinn hagsýni veraldarmaður eða hinn góðgerðasami undirmáls- maður? Var hinn krossfesti Guðs son ur — eða hvað ? Höfundarnir svara ekki þess- ari spurningu, enda væri það óðs manns seði. Þeir þekkja sín takmörk. Annar þeirra, texta- höfundurinn Tim Rice, er 27 ára, en hinn, tónskáldið Andr- ew Lloyd Webber, er 23 ára, og hvorugur þeii'ra er vist neinn afburða guðfræðingur. Því að þetta stórvirki sömdu þeir fyrir meira en tveimur ár- um. — En það, sem þeirn befur tekizt framár öllum öðrum, er tír forleiknum: Jesús vekur upp dauðan mann. 6. febrúar 1972 L.ESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.