Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1972, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1972, Blaðsíða 11
Ólafía Jóhannesðóttir höfðu mikil tíðindi gerzt, sem hér verða ekki rakin. Stjórn- arflokkurinn frá 1909 hafði misst völdin, en hinn nýi meiri hluti var ósamstæður um margt. Nú flytja tveir þing- menn úr meiri hluta flokknum, þó ekki beint í hans nafni, nýtt stjórnarskrárfrumvarp. Það voru þeir Jón Þorkelsson (1. þm. Reykv.) og Bjarni Jónsson frá Vogi. Af orðum Bjarna frá Vogi frá umræðunum 1909 hefði mátt búast þar við tillög- um um óskoraðan kosningarétt kvenna, enda talaði liann svo við umræðurnar, en hvort sem það hafa verið áhrif frá með- flutningsmanninum eða ný við horf, þá var nú ekki gengið lengra um réttindi kvenna en í stjórnarfrumvarpinu frá 1909, nema um aldurinn. f frumvarp- inu segir: „Kosningarétt til al- þingis hefur hver sá karlmað- ur, sem orðinn er fulls 21 árs, þegar kosning fer fram, nýtur óskertra vitsmuna, hefur óflekkað mannorð, og hef- ur verið heimilisfastur í kjör- dæminu eitt ár. Konum giftum sem ógiftum má með lögum veita kosningarétt, fullnægi þær öllum öðrum skilyrð- um fyrir kosningarétti sam- kvæmt þessari grein.“ Um kjörgengi var til þess ætlazt, að það mætti veita kon- um giftum sem ógiftum, ef þær uppfylltu sömu skilyrði og karlar, væru t.d. orðnar 25 ára. í málið var kosin 9 manna nefnd, og áttu þar sæti m.a. Hannes Hafstein og Skúli Thoroddsen. Nú kom fram annað stjórn- arskrárfrumvarp frá tveimur þingmönnum minni hlutans, þingmönnum Sunnmýlinga Jóni Ólafssyni og Jóni Jóns- syni í Múla, en þar er beint tekið upp, að kosningaréttur og kjörgengi kvenna til al- þingis skuli vei’a alveg jafnt við karla. Er þetta í ósamræmi við skoðanir, sem Jón í Múla lýsti við umræðurnar. Þegar nefndin hafði fengið bæði þessi frumvörp til með- ferðar, tók hún sig til og samdi enn nýtt frumvarp til stjórnskipunarlaga, og er þar eins og í frumvarpi Jónanna gert ráð fyrir jafnrétti karla og kvenna. Greinin í nefndar- frumvarpinu segir svo: „Kosningarétt til alþingis hafa allir karlar og konur, sem eru fullveðja að aldri, þó aldrei yngri en 21 árs, þegar kosning fer fram.“ Síðan eru hin venjulegu skilyrði, en sleppt vitsmunaákvæðinu úr frumvarpi Jóns Þorkelsson- ar og Bjarna frá Vogi. Hefur nefndarmönnum liklega þótt erfitt hlutskipti að dæma um, hverjir nytu óskertra vits- muna. Greinin endaði þannig: „Nú hafa hjón óskilinn fjár- hag, og missir konan þó eigi kosningarétt við það.“ Um kjörgengi skyldi fara með sama hætti. Þegar nefndarfrumvarpið kom fram, sagði Kvennablaðið allshugar fegið 21. marz: „Vér getum ekki annað en glaðzt af þeirri réttlætistilfinn ingu og frjálslyndi nefndarinn ar, sem lýsir sér í þessu, og væntum þess, að það sé góð- ur fyrirboði og að þingið í heild sinni muni samþykkja þessa tillögu nefndarinnar. Auðvitað eru til eindregn- ir mótstöðumenn kvenna í þing inu. En vér vonum, að þeir verði færri en hinir, sem unna oss jafnréttis.“ Samtimis skýrir Kvennablað ið frá því, að þetta ár hafi kona í fyrsta sinn setzt á norska Stórþingið, fröken Anna Rogstað, varaþingmaður, kosin af lista hægri manna. Þetta var samkvæmt lögum frá árinu áður, 1910. Kvenréttinda félag Islands sendi Önnu Rog- stað heillaskeyti . Á alþingi Islendinga kom fram aragrúi breytingatil- lagna við nefndarfrúmvarp- ið um stjórnarskrána, sumar frá flutningsmönnum hinna upphaflegu frumvarpa og ein- stökum nefndarmönnum. Jón í Múla flutti þá breytingartil- iögu, að konur fengju ekki kosningarétt og kjörgengi all- ar í einu, heldur fyrsta árið fertugar og eldri, en síðan færðist aldursmarkið niður um eitt ár árlega. Ennfremur flutti hann ásamt Jóni Ólafssyni þá tillögu, að með lögum mætti binda kosningarétt til alþingis við þekkingarskilyrði. Sigurð- ur Sigurðsson ráðunautur (2. þm. Árn.) vildi, að ákvæðin um kosningarétt kvenna væru ekki tekin upp í stjórnarskrána, en veita mætti þeim hann með sérstökum lögum. Bæði hann og Hannes Hafstein vildu miða lágmarksaldur til kosningarétt ar við 25 ár, jafnt fyrir bæði kynin. Jón Ólafsson sagði við 2. um ræðu: „Ég þykist vita, að mörg um muni rísa hugur við 10. grein frumvarpsins. Hún fer fram á að veita öllum körlum og konum, sem eru 21 árs og eldri kosningarétt og kjör- gengi og nemur burt þetta fjög urra króna gjald til sveitar- þarfa, sem áður hefur verið skilyrði fyrir kosningarétti. Ég er því hlynntur. að konur fái jafnrétti við karlmenn, þvi að þótt gáfnafari og lundarfari sé ólíkt farið og konur skorti oft- ast dómgreind á við karlmenn, þá bæta konur það upp með öðrum kostum. Siðgæðistilfinn ing kvenna er meiri en karla, og þær láta síður leiðast af eig ingjörnum hvötum. Þetta veg- ur því upp hvað annað." Síð- ar segir Jón, að sér ægi að vísu að veita aukinn kosninga- rétt í svo rífum mæli, hvort sem er konum eða körl- um. Ilann kysi heldur að gera það smám saman og gæti því fallizt á tillögu samþingis- manns síns, Jóns í Múla, og það því fremur sem hann hefði heyrt á mörgum konum, að þeim myndi þykja sú tilhög- un holl og góð. Það gæti ver- ið rétt að hafa einhvern frest, til þess að konur gætu búið sig undir að beita hinum nýja rétti sínum, enda vildi hann síður kasta svona mörgum nýjum at- kvæðum inn á markaðinn' í einu. Jón Þorkelsson kvaðst ekki hafa viljað setja sig upp á móti meiri hluta nefndarinnar um kosningarétt kvenna, en kvaðst fella sig vel við breyt- ingartillögu Jóns í Múla og myndi líklega styðja hana við atkvæðagreiðslu. Sigurður Sigurðsson minnti á, að konum hefði á síðasta þingi verið veittur kosninga- réttur og kjörgengi til sveitar- stjórna utan Reykjavíkur (gleymir Hafnarfirði) og væri bezt að leyfa kvenþjóðinni að æfa sig í að nota þessi fengnu réttindi á þeim vettvangi og sjá, hvernig gæfist. Efað- ist hann e'kki um, að það gengi allt skaplega, og þá væri ávallt hægt að færa út kvíarn- ar, þegar heimild væri til þess í stjórnarskránni. „Um hitt,“ sagði hann, „skal ég ekki ræða, hvort það er yfir höfuð æski- legt að veita konum kosninga- rétt í pólitískum málum. Þar um eru skoðanir manna skipt- ar. Að minnsta kosti sé ég ekki neina brýna þjóðarnauð- syn á, að það sé hrapað að því.“ Jón Jónsson á Hvanná (1. þm. N.-Múl.) studdi eindregið tillögu nafna síns í Múla, kvaðst fallast á að veita kon- um réttinn í þessu efni smátt og smátt. Myndu þær þá öðl- ast meiri þroska við að nota sér réttindin og verða betur undir það búnar. „En að sleppa þessum réttindum við þær strax og allt i einu yrði bylting i svip.“ Bjarni frá Vogi var mjög undrandi á tillögu Jóns í Múla. „Jafnsjálfsögð mannréttindi og kosningarétt hafa konur alltaf í sjálfu sér haft jafnt og karl- menn, pg að skila þeim ekki þessum rétti þegar og öllum í einu er engin sanngirni né rétt læti,“ segir hann og virð- ist hafa gleymt því, að sam- kvæmt hans eigin frum- varpi var ekki gengið eins langt til móts við konurnar sem í breytingartillögu og þó einkum frumvarpi Jóns. Skúli Thoroddsen andmælti harðlega tillögu Jóns í Múla. Hann rifjar upp gömul skrif blaðs síns og ályktanir Þing- vallafunda um kvenréttindi, og innir upp, að áskoranii' um að veita konum pólitískan kosn- ingarétt og kjörgengi hafi kom ið hvaðan æva að, fyrst frá ísafjarðarkaupstað. Raddirnar væru orðnar háværar, og eng- inn gæti neitað því, að þjóð- mál vörðuðu jafnt alla, bæði konur og karla. Einnig mót- mælti hann breytingartil- lögu Sigurðar Sigurðssonar. Engin ástæða væri til að fresta framgangi málsins, kvenfólk inu væri óréttur gjör í pólitísk um eínum, og þótt hið sama viðgengist annars staðar, væri það ekki betra fyrir það. Brýn skylda væri að bæta úr órétt- inum, eins og konur ættu heimtingu á. Jón í Múla flutti nú langa ræðu um afstöðu sína tii kosn- ingaréttar kvenna. Taldi hann í alla staði eðlilegt að hann kæmi í áföngum. Óvarlegt væri að fjölga kjósendum geysimik- ið ailt i einu, og hann spurði, hvort nokkur andmælenda sinna gæti bent á nokk- urt dæmi þess, að menntuð þjóð hefði þorað að gera þessu líka tilraun. Nei, kosningarétt- ur hefði fyrst verið afar tak- markaður og síðan aukinn smátt og smátt. Væri það eina rétta leiðin, allt annað gapa- skapur. Sig brysti hugrekki til að láta löggjafarvald Islend- inga gera sig víðfrægt á end- emum, eins og sér virtist stefnt að af sumum þingmönnum. Hann kvaðst vilja skýra, hvað það væri innst inni í huga sín- um, sem ylli því, að hann teldi raunar kosningarétt kvenna fr.emur til ills en góðs. Ekki mætti bara líta á það að leysa höft, heldur og hitt að kasta ábyrgð og skyldustörfum yfir á þá, sem ekki hefðu haft af slílcu að segja hingað til. Ákvæði um kosningaréttinn taldi hann eiga að vera i stjórn arskránni, ekki mætti raska svo mikilvægu grundvallar- atriði með einföldum lögum, og því gæti hann ekki stutt til- lögu Sigurðar Sigurðssonar. Jón spurði, hvort tími sá, sem konur yrðu að nota til að gera sig hæfar til að neyta kosn- ingaréttar og kjörgengis, eins og vera bæri, gæti ekki orðið þjóðfélaginu eins þarflegur, ef notaður væri til einhvers ann- ars. „Staða konunnar er aðal- lega sú, hér eins og annars staðar, að vera móðir og hús- móðir, og ég geri ráð fyrir, að enginn sé svo djarfur að lialda því fram, að það sé þýðingar- minna að ala upp börn og standa fyrir heimili en halda misjafnar ræður á alþingi." Það væri því auðséð, að sér- hvað, sem drægi konuna frá heimilinu, væri úr hinni lak- ari átt, og þyrfti mikið gott á móti að koma, ef ábati ætti að vera af því. Pólitísk störf væru ekki vel löguð til að auka fínni og viðkvæmari kosti nokkurs manns, og væri það þarft verk að aftra konum frá því að gefa sig i hið pólitíska skítkast og gera sig þannig konur að verri. Að vonum seg ir Jón, að það mætti þá spyrja, hvers vegna hann hefði gerzt flutningsmaður að frumvarpi, er veitti konum kosningarétt og kjörgengi til alþingis. Og hann svarar: „Það er af því, að með þessu virðist vera orð- inn svo afar sterkur straumur alls staðar, þótt hvergi sé hann örari en hér, að ég þykist sjá, að hann verði ekki stíflaður, þess vegna tel ég það vitur- legra að reyna að beina straumnum i þá átt, að hann verði að sem minnstu tjóni.“ Gerir Jón síðan grein fyrir þeim tillögum í frumvarpi þeirra nafnanna um skip- an efri deildar, sem hann taldi eiga að fyrirbyggja þetta hugs- anlega tjón. Bjarni frá Vogi andmælti Jóni harðlega og kvaðst ekki hræddur við það, þó að konur sæjust þar í þingsalnum, því að þær yrðu vafalaust eins stefnufastar, vitrar og kurteis- ar og þeir, og má það vissu- lega til sanns vegar færa um stefnufestu þeirra beggja í þessu máli. Þótt konur tækju þátt i stjórnmálum, sagði Bjarni, myndu þær allt að einu halda áfram að vera mæð- ur og hugsa um menn sína og heimiii. Þær myndu ein- mitt verða miklu færari um að veita börnum sínum gott uppeldi, ef þær hefðu sjálfar tekið þátt i opinberum málum með fullu jafnrétti við karl- menn. Þegar Jón í Múla teldi, að þær væru of góðar til að varpa þeim inn í hið pólitíska skítkast, þá gætti þing- maðurinn þess ekki, að það væru einmitt þær sjálfar, sem vildu takast þetta á hendur, og trúa sín væri sú, að hið póli- tíska skitkast mundi þverra, þegar þessi kurteisari helming ur mannanna tæki þátt í stjórn málunum ásamt karlmönnun um, því að það mundi verða til þess, að karlmenn myndu temja sér meiri kurteisi bæði í orði og verki. Hann kvaðst ekki hræðast það, að setja þyrfti neina sérstaka segl- festu í þjóðarskútuna, þó að stórum aimennari kosningarétt ur kæmi til, ekki sízt ef ætti að mjatla honum í konur á 12 15 árum. „Seglfestan er nóg samt, þar sem er vana- stagl og elliþrugl kulnaðra sálna.“ Framh. í naesta blaði. 6. febrúar 1972 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.