Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1972, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1972, Blaðsíða 12
BRIDGE Hér íer á eftir spil sem er einíkar lærdóms- ríkt sökum þess, að margir ágætir spilarar tapa oft spilum eins og þessum eingöngu sökum þess, að þeir gera sér ekki grein fyrir öllum vinningsleiðum. Norður " 4 6-3 4 Á-8-6 4 Á-D-7-4-2 4 10-5-3 Vestur Austur 4 G-9-7-4 A K-D-10 8-5 V 9-5-4 V 10-5 4 G-10-8-6 4 K-5 4 G-2 4 K-D-9-4 Suður 4 Á-2 V K-D-G-7-3 4 9-3 4 Á-8-7-6 Sagnir ganga þarrnig: Austur — Suður — Vestur — Norður 1 Spaði 2 Hjörtu Pass 3 Hjörtu Pass 4 Hjörtu Aliir pass Vestur lét út spaða 4, Austur drap með drottningu og sagnhafi drap með ási. Sagn- hafi sá, að hann varð að gera tígulinn góðan ef honum átti að takast að vinma spilið. Hann lét því út tígul 9, Vestur drap með tíunni, drepið var í borði með drottningu og Austur fékk slaginn á kóngirun. Austur lét næst út spaða kóng og síðan lauí og spilið varð 2 niður, þvi sagnhafa tókst ekki að gera tígul- in góðan. Sagnhafi gat auðveldlega unnið spilið. Hann verður í byrjun að reikma með, að Austur eigi tígul kóng, annans getur hann varla sagt 1 spaða í byrjun ( hann á t. d. engan ás). Geri sagnhafi ráð fyrir þessu þá skiptir ekki máli hvort Austur á einn eða tvo tígla með kóngnum. Sagnhafi á því að haga úrspilinu þannig: Hanin lætur út tígul 9 og gefur í borði, því það Skiptir hann engu máii hvor andstæðing- anna fær slagimn. Næst taka A.—V. slag á spaða og láta út lauf. Sagnhafi drepur með ási, tekur tígul ás og nú fellur kóngurinn. Næst lætur hann út tígul 4, trompar heima, tekur 3 siagi á tromp og er síðast inmi í borði á tromp ás. Nú tekur hann tígul drottningu og fimmta tígulinn, sem er orðinn góður, og losnar þaninig við 2 lauf heima og vinnur spilið. BRIDGE Glugginn Framh. af bls. 14 um utan Ameríku þar sem efni Iiennar er mjög stað- bunðið. Þó er aldrei að vita ílteefandl: M.f. Arvakur, Reykjavik Framkv.stJ.: Haraldur Sveinsson Rltstjórar: Matthías Johannesscn Eyjólfur KonráO Jónsson AðstoðarritstJ.: Styrmir Gunnarsson RitstJ.fltr,: Gisli Sigurðsson Auglýsincar: Árni Garðar Krlstinsson Rititjórn: Aðalitrætl 6. Sími lOlóf nema einhverjir hér hrífist af Iaginu, sem er að mínum dómi aukaatriði með textan- um. Allavega er það stað- reynd að islendingar eru einstakir með það hve litla athygrli þeir veita erlendum textum. En hér fylgir smá sýnishorn, mönnum til upp- örvunar: „Bye, bye miss American pie, Drove my Clievy to the levy, but the levy v.-as dry. And them good old boys were drinkin’ whiskey and rye. Singin’ „This will be the day tiiat I’U die“. ö.j. 12 1.ESBÓK MORGUNBLAÐSINS DÖNSK blaðakona, sem var hér á ferð ekki alls fyrir löngu og ég hitti að máli, var vitaskuld áhugasöm um land og þjóð, siði og venjur, þó alveg sérstaklega um hvernig vceri komið rauðsokkábaráttu hér, hvort kollektivhugsjónin vœri að fá hér byr undir báða vœngi, eins og í Dan- mörku og hvernig við værum á vegi stödd í dagvistunarmálum. Svo vikið sé að því síðasttalda, sagði hún að bœjarfélögin í Danmörku hefðu ekki undan að reisa dagvistunarstofnanir, þar sem konurnar streymdu í síauknum mæli út í atvinnulífið. Því hefði orðið að leysa vandamálið að verulegu leyti með fóstrun á einkáheimilum. Það leiddi síðan af sjálfu sér, að slík vistun hefði verið dýrari í upphafi, vegna þ ess að bœjarfélögin greiddu niður gjöld á dagheimilum, á sama hátt og gerist hérlendis. Hins vegar hefði ekki liðið á löngu, unz óánœgjuraddir hefðu gerzt liávœrar, þar sem þeir, sem ekki gœtu komið afkvæmum fyrir á dag- heimilum yrðu að greiða um helmingi hœrri upphœð fyrir vikið. Svo eindreg- inn vilji foreldra á því að fá bœjarfélögin til samstarfs leiddi síðan til þess að þar sem nefnd blaðákona a.m.k. þekkir til er mánaðargjáld á heimili 400 danskar krónur; af þeirri upphæð borgar foreldri kr. 135 eða því sem næst og bœjarfélagið 265 krónur mánaðarlega. Hér er sannarlega á ferðinni mál, sem einnig snertir okkur. Segja má að þátt- taka kvenna í atvinnulífinu liafi aukizt svo skyndilega, að ekki sé við því að bú- ast, að borg á borð við Reykjavík geti haft undan að byggja dagheimili. En lítil sanngirni sýnist mér vera í því, að sumir borgarar greiði allt að helmingi minna fyrir gœzlu barna sinna — þ. e. á dag- heimilunum — en þeir sem verða að koma börnunum í einkafóstur. Til mikilla bóta var, þegar sett var eftirlit með því, hvaða heimili fengju leyfi til að taka börn í gæzlu og sömu- leiðis mun eitthvert eftirlit vera með því, hvað foreldrar greiða; algengast er frá fjögur til fimm þúsund og fimm hundruð krónur. Á dagheimilum er gjáldið hins vegar um 2.300 krónur og er þarna meira en lítill munur á. Æskilegt væri, að borg- in reyndi að koma þarna til liðs með því að greiða niður einkafóstrun. Það er ekki hægt að loka augunum fyrir því, að ein- stœtt foreldri eða námskona t.d. sem á tvö eða fleiri börn, er þurfa daggœzlu, hefur varla efni á því að vinna eða stunda sitt nám verði þær að greiða allt að tíu þús und krónur á mánuði fyrir dagvistunina eina saman. Niðurstaðan hlýtur í fjöl- mörgum tilvikum að verða að viðkom- andi foreldri treystir sér engan veginn til að hefja störf utan heimilis eða halda áfram námi sínu. Þá vaknar aftur spurn- ingin, hversu miklu þjóðfélagið tapar bein línis á því að þessir kraftar notast ekki. Um þetta mál hefur verið mikið ritað og rætt á allra síðustu árum og sýnist held- ur ekki vanþörf á að þarna verði að gert í málunum. Varpa mœtti fram þeirri hugmynd, hvort ekki væri unnt að setja konum, sem taka börn í dagvistun, einhver skilyrði um menntun, eða halda einhvers konar námskeiö, t.d. á vegum eða í samvinnu við Fóstruskólann í ýmsum þeim fræðum, sem konum þessum kœmi vel að hafa kynnt sér. Konur — eða karlar — sem hefðu lokið slíkum námskeiðum œttu síðan að ganga fyrir að fá börn í dag- vistun. Á slíkum námskeiðum mœtti einnig hugsa sér að þjálfa konur eða karla, sem vildu táka að sér að hlaupa undir bagga á heimilum, þegar veikindi barna ber að höndum, svo að foreldri þyrfti ékki að fá leyfi úr vinnu sinni, þegar sjúkleiki steðj- ar að. Jóhanna Kristjónsdóttir. A Ströndum Framh. af bls. 7 þér. Ég hef ekkert annað með þessu starfi; engan búskap eða þvíumlíkt. Vinnudagurinn er oft æði langur við afgreiðslu og bókhald jöfnum hönd- um. En það er ekkert til að tala um, aðeins sjálfsagðir hlutir. Maður lætur hverjum degi nægja sína þjáningu og ég kvíði engu sérstaklega, nema ef það væri ísinn.“ Á leiðinni suður varð á vegi mínum Ragnar Valdemarsson frá Hólmavik, póstflutninga- maður á Norður-Strandir. Hann hefur seytján manna bil og flytur bæði fólk og póst. En það er aðeins þann tíma ársins, sem vegurinn er fær. Síðastliðið vor var fyrst farið 25. mai, en ekki fyrr en 10. júní árið þar áður. Ragnar fer eina ferð í viku, en þá alla leið til Norðurfjarð- ar og Ingólfsf jarðar og það er um 300 km akstur, báðar leið- ir. Alltaf eru einhverjir með í förinni, sagði Ragnar. Stund- um er það fólk, sem ættað er norðan af Ströndum. Það er að fara í sumarleyfi og stanzar í viku; fer aftur með næstu ferð. Það er heldur ekki hægt að búast við, að þessar ferð- ir standi langt frameftir hausti. I fyrra gerði ófært í september. En það hefur allt gengið slysalaust. Og yfir vet- urinn tekur Ragnar lífinu með ró. Hann er annars Bolvíking- ur, en búinn að vera viðloð- andi á Hólmavík í fjörutíu ár. Eitt af því, sem Ragnar flyt- ur eru dagblöðin. Og öll önn- ' ur blöð raunar. En pósturinn er ekki til muna segir hann. Þeir eru ekki kaffærðir í les- máli þarna norðurfrá. „Ég flyt Tímann og Morgunblaðið", sagði Ragnar; „önnur blöð fá þeir ekki. Og engin út- lend blöð. Þeir kaupa ekki dönsku blöðin í Árneshreppi". ----O----- Síðan eru liðnir sex mánuð- ir og oft hefur mér orðið hugs- að norður á Strandir. Þegar veðurkortið í sjónvarpinu sýnir norðanátt og snjókomu, þá veit ég að Torfi sér ekki mikið af Finnbogastaðafjallinu út um gluggann, þar sem hann situr við kennarapúltið sitt. Og ég veit, að Gunnsteinn á Norð- urfirði kemst ekki útfyrir Urð- arnes á Skódanum sínum og kannski kemst enginn í kaup- félagið heldur. Ég man jáfn vel eftir hvítleitum rekaviðnum á f jörunum og róseminni í fasi og svipmóti fólksins. Hvort- tveggja fannst mér viðkunnan- legt. Ég hef gert mér það til dund urs að teikna og mála eina og eina mynd af Ströndum; eink- um og sér í lagi af hákarla- hjöllum eða einmanalegum hús um, sem standa þarna á strönd inni við yzta haf og eyðast með hægð. Það getur verið fallegt i sjálfu sér, fallegt á mynd, en ég skil mjög vel hvern þann, sem kýs að leita sér lífsbjarg- ar annarsstaðar. Úr fjarlægð eru Strandimar rómantískar, jafnvel fagrar. En veruleik- inn þar er óvæginn og svalur eins og ásýnd fjallanna, þeg- ar önund tréfót bar þar að landi til að deyja. í janúar 1971. 6. febrúar 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.