Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1972, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1972, Blaðsíða 2
Hugleiðingar um franska rithöf úndinn MARCEL PROUST á 100 ára afmæli hans. Úr L'Express — Hildigunnur Hjálmarsdóttir þýddi Flestum hefði þótt það með ólíkindum, hefði því verið spáð í París á árunum fyrir heimsstyrjöldina fyrri, að 100 ára afmæli rithöfundarins Marcel Prousts yrði talið merkisviðburður. Fáir hefðu fengizt til fylgis við þá skoðun, ef einhver hefði haldið henni fram, að þessi sárþjáði asthmasjúklingur, sem vart mátti mæla sökum þróttleysis, yrði sigursælli í glímunni við timaiin og leiddur til veglegra sætis í bókmenntasögunni en samtimamenn hans og samlandar, rithðfundarnir Andre Gide og Anatole France. Arið 1913 vom bókmennta- legar framtíðarhorfur Marcel Prousts allt annað en glæsilegar. Þrjú þekkt bókaútgáf ufyrirtæki, þau Fasquelle, Gallimard og Ollendorf hðfðu synjað honum uni að gefa út verk hans „í Ieit að Iiðinni tíð", þar eð bókmenntaráðunautar fyrirtækjanna höfðii, allir sem einn, kveðið upp þann dóm um handritið, að það væri „eintal heilsntæps, taugaveiklaðs og sjúklega viðkvæms unglings". Grassetforiagið gaf þó verkið út, ólesið, á kostnað hðf undar. Hínn ungi Marcel Froust sóttist eftir þátttðku í sanikvæmislifi Parísarborgar. Heldra fólkið kunni vel við þennan þægilega, f élagslynda mann, sem fékkst viS að skrif a og stæla. Þannig leið tíminn, Proust þýddi verk Buskins og sótti sýningar á rússneskum ballet. Kn árið 1914, þegar héimsstyrjöldin skall á, urðu umskipti i líf i Prousts, sem skipta sköpum um framtíð hans sem rithöf undar. Lítilflörleg heilsa hans er á þrotum og hann verðnr að leggjast í rúmið. Átta ár liggur hann riímfastur, vitandi að hverjti stefnir og þessi sári reynslutími er sú eldraun sem breytir lífsv'ðhorfi hans. Maðurinn Marcel Proust var tvískiptttr persónuleiki. Til er mynd, sem Jaeques Blanche málaöj, af honum, í svðrtum fötunx, með hvítt liálslín og magpólíu í hnappagatinu. Þar gefur að líta heimsmanninn Proust. Meinlætamaðurinn, Marcel Prous.t var annar maður-Hann haf ðist við í korkeinangriiðu herbergi við Bouievárd H*ussmann og siðar Hamelingðtu. Hvorki ryk né skarkali gðtunnar gat smogið g'egnum þykka veggi, til afli minna þennan einsetumann & lifið fyrir utan. Einasta bergmál þess var endurminning hins liðna. Við þessar aðstæður reyndi Proust að Ijúka hinu mikla verki sínu. Hann vissi, að siðasta bindið var lykill að öllu þvi, sem á undan var komið. Hver stilabókin eftir aðra f ylltist af f íngerðum stðf um og þegar verkinu lank hef ði engan grunað, að þessi horaði, skeggjaði maður, nær dauða en líf i, væri hinn eitt sinn glæsilegi heimsmaður Marcel Proust. Hugarfarsbreytingin gerir Proust að mikmm Ustamanni. Viljinn til Iistsköpunar verður öllum öðrum tilf inningum yf irsterkari. Þetta breytta viðhorf er í senn persónusaga Prousts og dýpsta merking verks hans, „I leit að liðinni tíð". En þegar verkið kom út, fékk það slæma dóma. Gagnrynendur skildu þvf miður ekki þetta margslungna verk. Arið 1927 þegar síðasta bindi verksins kom út, var Proust látinn fyrir 5 árum. Ekkert var hægt að gera til að rifta hinuni ósanngjörnu dómum um þetta meistaraverk. Gagnrynendur höfðu þegar lokið skemmdarstarfsemi sinni. Þess eru engin dæmi, að nokkurt jafn veigamikið bókmenntaverk hafi orðið fyrir svo hrapallegu skilningsleysi. „Enginn skiltir neitt í verkinu," skrifar Proust í „Liðin tíð endurheimt". Skammir gagnrýnenda hlóðust upp og mynduðú vegg milli verksins og lesenda. Menn töluðu um Proust eins og um Marx eða Freud, án þess að hafa Iesið verk hans. Við fyrstu sýn er verk Prousts óaðgengilegt aflestrar, eins og bækur James Joyce og Henry Jarrics. Margir gefast því upp á lestrinum og telja það einungis á f æri „sérf róðra" manna að glíma við svo torskilda höf unda. Proust reyndi sjálfur að ná beint til lesenda og hvetja þá til að lesa verkið, en honnm varð lítið ágepgt. „Gagnrýnendur eru enn á. vjlligðtum," heldur hann áfram í „Liðin tíð endur heimt". „Kithöf undur myndl líklega fremur k.jósa að leggja verk sitt undir dóm Iesenda, milliliðalaust, því að almenning ur sk.vn.jar næmar góð verk af meðfæddri eðlishvðt og þeirri lífsreynslu, sem hann hefur Að ofan: Marcel Proust á efri árum. Að neðan til vinstri: Utangarðsmaðurinn Proust 24 ára. Til hægri: Marcel Protist á dánarbeði 18. nóv. 1922. orðið fyrir, heldur en sjálfskipaðir ritdómendur, sem temja sér yfirbprðsleg , , vinniibrögð og fella sleggjudónta. pteð flúritðu orðalagí, sem, þeir brey ta á 10 ára f restL" „f leit að Iiðinni tíð" er myndauðugt og viðamikið Iwkmenntaverk. Persónur allar eru skýrt dregnar, en • það spillir þó; verkinu, hve búningrur þess en hégómlegur. Hafa verður í huga tviskinnung h9f undar. Atburðarásin er nákvæm og; hnitniiðiið og verkið líður , áfram, eins og hjalandi lækur og ber Iesandann með sér, | Fyrstu setningar verksips hafa seiðmðgnuð áhril' líkt og þliðir tónar: „iÆngter síðan ég^ * r i vandi mig á, að fara snemma að hátta. ííaumast var ég búinn að sliikkva á kertinu, þegar augit min lukust aftur, svo fljótt, að mér vannst ekki 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. febrúar 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.