Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1972, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1972, Page 6
FRÁ ÞEIM DÖGUM SKRIF H.K.L. TIL E.O.S. 1923 /. t J2 3 /n £ o ly^iZJ' -^jLx-cht/njks' i /M~ W- /■ fri.it ÁA "f “ //(<■ < •> /Vir/ up.œ.s' /-fyu /uurfit.^f ^ jT^Uht^.^} <. c J*f />7?,Á'/'^<<"' <iÁ> / Á-C.fo j l-f.VY f Y NtlUBDElN RÉUNIS — 44. RUE IÍTKUIKIÍ ■ — WRIS c->6 -c..A vA ^7 fö/flA- /’t -J)i U/trvJfc /7 <// 'A«/n.c ■>vufTfL/a.- ' f&y u/cJ- * fr_(Z- J/fff. ’/ s/U^. />, í/iJJa áJL\ '■■ r / y^c/^y p:^t^ ófœrð og óveðri væri ekki hægt að fara nema fetið, en hestar varla til. En á bak við hann stóð unga stúlkan fósturdóttir hans og gaf okkur leynileg merki um að taka úrtölur hans með salti, taidi alit helmingi auðveldara en hann, en það sem hann taldi ógerlegt með öllu taldi hún leik einn. Þvert ofan í vífillengjur hans var hún hlaupin af stað út í dal- inn að smaia saman hestum handa okkur í næturregninu. .... Undir miðnætti kom unga stúikan með hrossin. Hún hafði haft þessar truntur saman út um hvippinn og hvappinn, tek ið það skársta sem hún hafði fundið. Hún hafði að vísu orð- ið að vaða yfir ána djúpa og í vexti, og var nú miklu blaut- ari en áður, en það gerði ekk- ert til, hún var ánægð og hún var skemmtileg. Hann varð stórrigndari er á ieið kvöldið, kafþykk súld yf- ir fjallinu. Við gölluðum okk- ur, kvöddum bóndann og héld- um af stað ásamt hinni bjart- sýnu fylgdarmey, sem nú hai'ði skipt um föt, en átti því miður ekki regnkápu. Hestarnir voru engir sérstakir gæðingar, og hennar fararskjóti langsam- lega verstur, hún hafði ekkert upp í hann nema snæri, en einhverja hnakkpútu hafði hún þó að sitja á. Sparitreyj- an hennar var strax orðin vot og sparihúfan. Það voru fann- ir yfir veginn á löngum köfl- um þegar upp kom í heiðina, og við urðum að fara mjög krók- ótt. Á háheiðinni var óslitinn skafl og svört kafþoka. En þótt hestarnir væru lélegir, tókst ungu stúlkunni að ljá ferðalag inu slíka gleði og hreyfingu að klárarnir brugðu á skokk yf- ir urðir og eggjag.rjót, ár og skafia. En fjörugastur af öll- um var þó áburðarjálkurinn ungu stúlkunnar. Hún barði fótastokkinn og sló uppá, hló og æpti og naut lífsins í slydd- unni uppi á háfjallinu, holdVot um miðja nótt. Hún var ættuð úr Boiungarvík, og uppalin í Skálavik, og Skálavík var hennar staður sem hún tók langt fram yfir alla aðra staði. Lífið í Skálavík var fullt af gleði og tilbreytingu, i Skálavík var lííið einhvers vii ði. 1 Skálavik voru g.rænar grundir, vænt fé, góðar kýr og skemmtilegir hestar, og fólkið i Skálavik var ólíku betra og eitthvað annað í Bolungar- vík, aldrei gat hún hugsað sér að setjast að í Bolungarvik, í Bolumgarvik var lífið leiðin- legt og það var eins og hver þvældist þar fyrir öðrum, en í Skáiavik var lífið frjálst, vor- langan daginn hljóp mað- ur kring um lömbin, og manni þótti svo gaman að hitta kunn- ingja frá næsta bæ, það var eitthvað annað í Boiungar- vík þar sem manni leiddist að sjá fólkið. Hún hafði verið fermd í íyrra. Hún sagðist ekki hafa verið dugleg að læra, en hún sagðist vel hafa getað lært ef hún hefði kært sig um, hvað er gaman að vera að læra, líf- ið er allt of skemmtilegt til þess að maður nenni að vera að lesa i bók. Svo sló hún und- ir nára og lét jálkinn valhoppa. Þegar við vorum komnir ofan af háheiðinni slotaði regninu, og það var ekki þurr þráður á fylgdarmey okkar, en hún hló og sagðist kunna afar vel við að vera vot, hversvegna á maður að vera þurr? Framhald á bls. 14. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. april 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.