Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1972, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1972, Síða 13
Um heilagan Frans f rá Assisi Sveinn Ásgeirsson tók saman Sannur lærisveinn Krists - ÞRIÐJI HLUTI PIETRO BERNADONE hafði haft talsverðar áhyggjur af syni sínum, eftir að hann kom frá Spoleto. Því fór fjarri, að hann væri á móti trú og kirkju. Hann fór til messu og skrifta og gaf fé til kirkjunnar, sem auk þess var bezti viðskiptavin- ur hans, því að hún þurfti á miklu af dýrum klæðum að halda. En munkana gat hann ekki skilið, og þó læddist sá grunur að honum stundum, að Frans hygðist gerast munkur. En hann átti bágt með að trúa þvi um Frans, eins og hann hafði kunnað að meta lífsins gæði. I>EGAR MEISTARI PIETRO kom heim úr ferðalaginu og varð þess visari, hvað gerzt hafði, varð hann sem þrumu lostinn. Oð síðan varð hann æfur af reiði. Hann hélt þegar af stað til að leita að syni sinum og fann hann við San Damiano-kapelluna. „Hvað ert þú að gera hér?“ spurði hann með þrumu- raust. „Ég er að endur- reisa kapelluna," sagði Frans. „Og hver hefur sagt þér að gera það?“ „Frelsarinn", sagði Frans lágum rómi. Pietro brá. „Ertu alveg genginn af vit- inu? Og hvað meinarðu með þvi að taka dýrindis efni frá mér og selja þau að mér for- spurðum?“ — „Mig vantaði pen inga til að byggja upp kirkj- una-“ — „Og hvar er hestur- inn?“ — „Ég seldi hann lika.“ Það skipti nú engum togum, að hann tók í soninn og teymdi hann eða dró með sér heim. Þar fór hann með hann niður í kjallara og læsti hann inni í dimmri geymslu. — Þar fékk Frans siðan nægan tíma til að hugsa sitt ráð næstu daga. Hann gerði sér ljóst, að hann varð að gera það upp við sig, hvort hann ætlaði að fylgja frelsaranum í framtíðinni og þjóna honum eða sættast við föður sinn og hlýða honum. Hafði ekki Jesús sagt: „Hver, sem ann föður eða móður meir en mér, er ekki min verður.“ Og þeim mun lengur, sem Frans hugleiddi þetta, þeim mun ákveðnari var hann og sælli með þá ákvörðun sína að fylgja Kristi. Og myrkrið í kjallaranum var ekki lengur svart. I gegnum þjáningar hlaut hann að ganga, eins og frelsarinn. Guð er kærleikur, og Guð er ekki grimmur. Ef hann sendir mönnum þjáning- una, hefur hún alltaf eihvern tilgang. Svo var það loksins dag nokkurn, að dyrnar voru opn- aðar, og móðir hans kallaði á hann. Andlit hennar var tár- stokkið, en Frans brosti til hennar og stauk henni blíð- lega um höfuð. „Faðir þinn er farinn í ferðalag, og ég þoli þetta ekki lengur.“ Hún hafði reitt fram mat handa honum og lagt fram ný föt. Þetta hefur verið þungbær stund fyrir þau bæði. Þjáning- ar móður hans getur enginn efazt um, en enginn vafi er heldur á þvi, hve mjög Frans hefur þjáðst, maður sem öllu ætlaði að fórna í þágu guðs og hins góða, en hann hafði ein- sett sér að þola allar þjáning- ar, sem á sig yrðu lagðar. En hann lagði jafnframt miklar þjáningar á foreldra sina. Hann var þó sannfærður um, að hjá því yrði ekki komizt, hann yrði að slita öll bönd, verða algerlega frjáls. Hann hefur minnzt orða frelsarans, svo miskunnarlaus sem þau virt ust vera, að hver sá, sem kæmi til sín og eigi hataði föður sinn og móður, gæti ekki orðið læri- sveinn sinn. — Móðir hans til heyrði föður hans. Þau væru eitt hold, eins og Biblían kenndi að vera bæri. En í venjulegri merkingu gat Frans engan hat- að, allra sízt upp frá þessu. ÞAU MÆÐGININ KVÖDD- UST og enginn er til vitnis um skilnað þeirra. Aftur á móti fór uppgjörið milli föður og son- ar fram fyrir opnum tjöldum og á sér enga hliðstæðu í mann- kynssögunni. Þjáning föður hans var mikil, og eftir að Frans var horfinn að heiman fyrir fullt og allt, fékk enginn Hajðu samband við mig eftir helgina, segja menn stundum, líkt og allt muni breytt og nógur tími til alls að viku liðinni. Oftast er þó aðeins verið að kaupa sér frest til að ýta á undan sér ýmsu því, sem löngu átti að vera búið og gert. En stundum er annríki og flýtir eitthvað, sem menn hafa búið sér til og vanið sig á. Tímahrak og óðagot eru fyrirbrigði, sem virðast fylgja borgarmenningu og er vitaskuld mjög frá- brugðið hinu seiga og þunga vinnuálagi, sem allir þekktu af eigin raun fyrr í tíð- inni. Þjóðfélag samtímans gerir gífurlega frábrugðnar kröfur til okkar og margir eldri menn virðast eiga bágt með að átta sig á því. Á dögunum hitti ég gamlan kunningja á förnum vegi; eldri mann, sem ekki er við neitt bundinn og hefur gaman af róleg- um skeggrœðum og gleymir gersamlega tímanum, þegar hann fer með stökur. Eftir nokkrar ágætar vísur, sumar aldýrar og allar með miðrimi, kvað ég það mikið mein að senn væri lokunartími hjá bönkum og vixillinn minn vitaskuld á síðasta degi. Jafnvel fegurstu sléttubönd mundu ekki koma í veg fyrir að hann yrði afsagður; svona er kerfið harðsoðið nú til dags. Kunningi minn horfði á mig vorkunn- samlega og sagði: „Já, það er svona með ykkur, þið hafið ekki lengur tima til að lifa.“ Við kvöddumst og ég bað hann að sjálfsögðu að lofa mér að heyra fleiri stök- ur eftir helgina. En seinna fór ég að hugsa um það, sem liann sagði: Að hafa tíma, eða hafa ekki tíma til að lifa. Hvað er eig- inlega að lifa? Er það kannski að standa einhvers staðar á götuhorni og fara með vísur? Eða œtli lífið sé eitthvað allt annað: Að skila sínu dagsverki og borga sína víxla? Sum- ir segja, að vinnan sé lífið; þesskonar menn fyllast tómleika heima hjá sér á sunnudögum og stórhátíðir eru þeim kval- rœði. Sá hópur er ótrúlega stór og samt halda pólitíkusar og verkalýðsforkólfar að stytting vinnutíma sé helztur kínalífs- elexír. Þá á víst fólkið að hafa aukinn tíma til að lifa. En við hvað er átt? Kannski það, að fólk helli sér í að lesa tslendinga- sögurnar, sem staðið hafa ólesnar í skinn- bandi síðustu tvo áratugina. Kannski dríf- ur það sig í menntaskóla, fer að fylla kirkjurnar á sunnudögum eða að veiða lax fyrir svo sem tíu þúsund á dag. Vonandi liggja menn ekki þeim mun lengur dauð- leiðir uppi í sófa sem tómstundir þeirra verða rýmri. Tími til að lifa — með öðrum orðum: Tími til að njóta lífsins. En trúlega er það nokkuð einstaklingsbundið, hvernig menn njóta lífsins. Mér er minnisstœður aldinn frœðaþulur á þjóðskjalasafni. Hann hafði víst uppgötvað þær dásemdir himnaríki nœstar, sem œttfræðin ein getur veitt og nú var hann búinn að ná sér í bunka af kirkjubókum. Aðspurður hefði hann áreið- anlega svarað: Að lifa —- það er að leita í kirkjubókum og rekja œttir. Slíkir menn eru í rauninni öfundsverðir og ríkir; þeir eiga sér veröld, sem ekki verður frá þeim tekin, þótt þeir séu ekki hlutgengir lengur á vinnumárkaðnum. Hinn venjulegi borgari, sem leitar sér upplyftingar á öldurhúsum, mundi annaðhvort verða forviða eða hlæja hátt, ef einhver segði honum í fullri al- vöru, að lífið sé, þegar öllu er á botninn hvolft, fólgið í kirkjubókum og ættfræði. Nefndu heldur við hann kvenfólk, brenni- vín, fótbolta eða laxveiðar og þá býður hann þér uppá einn á barnum. Eitt sinn bar þessa miklu og áleitnu spumingu á góma, þar sem ungur og dug- mikill athafnamaður var viðstaddur. Hann hafði mjög skýrt og umbúðalaust svar og hefur ef til vill talað fyrir munn fleiri en mann grunar: ,A-ð lifa — það er að grœða; að græða heil lifandis ósköp af peningum, já, aldrei getur maður grætt nóg af pen- ingum.“ Þesskonar menn þurfa áreiðan- lega oft að flýta sér, en vegfarandinn, sem stendur álengdar og fer með sínar aldýru stökur, ætti hvorki að undrast né hneyksl- ast: Þessir kapphlauparar, sem hann vor- kennir svo mjög, eru lifandi framí fingur- góma. Aðspurðir mundu þeir segja: Að lifa — það er að flýta sér. Þeir eru alltaf að grípa gœsina; að höndla hin stórkost- legu tækifœri, sem koma víst aldrei aftur. Indverjinn nýtur lífsins öðruvísi er mér sagt. Hann þarf ekki að eiga einn skapaðan hlut. Hann þarf ekki endílega að gera neitt heldur og þaðan af siður að flýta sér. En hann skynjar umhverfið afskaplega sterkt: Hvernig sólin skín, hvernig flugurnar suða og fuglarnir syngja, hvernig ilmurinn breytist í loftinu. Hann er sjálfum sér nóg- ur og hugur hans er ekki barmafullur af viðfangsefnum líðandi stundar og áætlun- um varðandi framtíðina. Svo langt erum við sennilega ekki kom- in. En ef til vill felst í þessu einhver lœr- dómur fyrir okkur hér á norðurhjaranum. Við œttum að hugleiða það eftir helgina. Gísli Sigurðsson. maður séð, að hann liti glaðan dag. Pietro Bernadone ákvað að leita réttar sins fyrir dómstól- unum. Hér skal ósagt látið, hvað fyrir honum hafi vakað, þótt í flestum frásögnum sé hallazt að þeirri einföldu skýr ingu, að hann hafi viljað fá peninga sína til baka, þá er Frans fékk fyrir silkistrang- ana. En fyrir rétti verður að gera ákveðnar kröfur, svo að mál verði tekið fyrir. Og það kom í hlut biskupsins í Ass- isi, Guido, sem áður er getið, að fella úrskurð i þessu máli. Málið fór fyrir kirkjulegan dómstól þrátt fyrir mótmæli meistara Pietros. Sunnudaginn 16. apríl 1207 streymdi múgur og margmenni að torginu fyrir framan bisk- upshöllina, en sú frétt hafði borizt um borgina, að biskup inn ætti að dæma i deilumáli meistara Pietros og sonar hans. 1 einum sala hallarinnar, sem var þéttskipaður áheyrendum, sátu þeir feðgar gegnt hvor öðr um. Pietro Bernadone var föl- ur og þögull og starði niður fyrir sig allan timann. Hvernig gat Frans, þessi góði drengur, valdið föður sínum svo þungri sorg? Þetta var honum óskilj- anlegt. Frans var einnig fölur, en bar höfuðið hátt. Pietro ákærði son sinn fyrir að hafa stolið klæðaströngum, og selt þá ásamt reiðhesti og reiðtygjum og hirt peningana sjálfur. Hann hefði óhlýðnazt foreldrum sínum og valdið þeim sorg og tjóni með fram- 23. apríl 1972 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.