Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1972, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1972, Blaðsíða 1
lHilll ■■ Misliimii og mótorhjóliö, ein af mörgum myndum, sem hann lét tnka af sér. tUl. 3. september 1972. 47. á.rg. 1 ’HðHsk. Æ* );■ itP , Jj Oliver Evans Ógleymanleg kvöldstund með Yukio Mishima Þegar ég var að íletta ein- taki mínu af Lífið í Bangkok núna seint í nóvember, fór um mig hrollur við fréttina urn hið hræðilega s,iálfsmorð Yukio Mishima. Framan á ritinu var mynd af manninum, tekin fá- um mínútum fyrir dauða hans, sem Tennessee Williams og ég höfðum sótt heim fyrir tæpum þrem mánuðum, og var ef til vill gáfaðastur allra japanskra nútíma rithöfunda. Hann stóð á svölunum. Með áköfu lát- bragði var hann að brýna her- mennina, sem safnazt höfðu saman fyrir neðan, til þess að fylgja sér og einkaher sínum í örþrifatilraun sinni til að ná völdum. Þegar hann gerði sér grein fyrir því, af spotti þeirra, að hermennirnir tóku eikki of mikið mark á honum, hvarf hann inn fyrir. og framdi harakiri, gerði á sér kviðristu, að gömlum japönsk- um hermannasið. Þessa blóð ugu athöfn, með fyrirfram sam komulagi, ef honum skyldi mis- takast, framdi og einn af of- stækisfyllstu félögum hans þá þegar. Hinir höfðu látið hand- taka sig sem einnig hafði ver- ið ráð fyrir gert. Fundurinn með Mishima var einn af þeim atburðum sem Tennessee og ég höfðum horft fram til af mikilli eftirvænt- ingu, þegar við sigldum frá Los. Angeles i sept. s.l. með Cleveiand forseta, með Bang- kok sem síðasta áfangastað. Tennessee og Mishima voru gamlir vinir. Þeir höfðu hitzt í New York á þeim tíma, þeg- ar hvorugur vissi neitt til hins. Upp frá því höfðu þeir oft sézt og komu einnig fram saman í alþjóðlegri sjónvarpsdagskrá. Tennessee rifjaði oft upp fyrsta fundinn með Mishima, sem hann tíndi upp af götu í New York. Það var 1956 eða 1957, þegar leikritaskáldið var að vinna að „West Side pad“ — í loftíbúð í 84. stræti, rétt við Hudson. Hún var prýdd, minnir hann, með perluofnum gluggatjöldum, pappírsluktum, glerskreytingum og öllu mögu- legu. Á laugardagsmorgnum var það vani hans að ganga að símanum og hringja upp ýmsa slæpingja og bjóða þeim í hnefaleik. Stundum, það fór eft ir duttlungum húsbóndans, var boðslistinn lengdur með nýlið- um úr næstu götum. Dag nokk- urn var hann og vinur hans að safna nýliðum á Broadway. Tóku þeir þá eftir tveim svip- fallegum, ungum Austurlanda- búum hinum megin á götunni. Þeir voru Japanir, og það kom í ljós, að sá eldri var Mishima. Sá yngri var, eins og Tennessee komst að orði, „fag- ur eins og geisha“. Báðir þágu boðið. Eða eins og Tennessee sagði frá: ,,Að því er mig minnir, var Mishima mjög ánægður og skemmti sér vel um kvöldið, en tók ekki þátt í neinu, horfði aðeins á. Ég hafði þá enga hug- mynd um, að hann væri rit’höf- undur og ailra sízt að við hefð- um einn og sama útgefandann. Ég vissi aðeins eitt, að hann var indæll maður." Á þessu ári hittumst við einu sinni ef'tir þetta í New York í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.