Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1972, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1972, Blaðsíða 11
uPPljó&tranir á hættu. Ahlr leigjendurnir í húsinu vissu meira eða minna, hvernig kom- ið var — og sumir höfðu skáld- að í viðbót. Auk þess hafði hann unnið í þrettán ár hjá ramkaþólskum vínkaupmanni, og svona hneyksli gæti ef til villf þýtt sama sem at- vinnumissir. En ef hann hins vegar brygðist vel við, var allt í lagi. Hún vissi, að hann hafði gott kaup, og hana grunaði meira að segja, að hann ætti eitthvað i handraðanum. Kiukkan var næstum orðin hálf! Hún stóð upp og skoðaði sjálfa sig i stóra speglinum. Hún var ánægð með einbeitni- svipinn á blómlegu andlitinu, og hún hugsaði til ýmissa mæðra, sem gátu ekki komið dætrum sínurn út. Hr. Doran var heldur betur órólegur þennan sunn.udags- morgun. Hann hafði gert tvær tilraunir til að raka sig, en orðið að hætta við það, sökum handaskjálfta. Þriggja daga rauðir skeggbroddar þöktu kjálka hans og á tveggja eða þriggja mínútna fresti kom móða á gleraugun hans, svo að hann varð að taka þau ofan og fægja þau með vasaklút. End- urminningin um játningu hans, kvöldið áður olli honum mik- illar vanlíðanar — presturinn hafði veitt upp úr honuim hvert hilægilegt smáatriði málsins og margfaldað synd hans svo mjög, að hann var næstum feg- inn að fá einhverja smugu til að bæta fyrir brot sitt. En skaðinn var skeður! Hvað gat hann nú gert nema annaðhvort giftast henni eða strjúka? I-Iann gat ekki snúið sig út úr því. Málið mundi vekja umtal og húsbóndi hans mundi áreið- anlega frétta það. Dublin er lít il borg þar sem allir þekkja allra hagi. Hjartað kom upp i ’kverfcar á honum, þegar hann heyrði í huganum hr. Leonard kalla, grófri röddu: „Send- ið þið hann hr. Doran tiQ mín.“ Öll þessi löngu þrældómsár farin fyrir ekki neitt! Allri iðni hans og ástundunarsemi kastað á glæ! Á æskuárunum hafði hann vitanlega hlaupið af sér hornin, hann hafði þótzt vera friþenkjari og neitað til- veru guðs i kunningjahópi á knæpunum. En nú var því öllu lokið . . . eða svo tii. Hann keypti ennþá Kirkjublaðið vikulega, gegndi trúarskyldum sí'num og lifði reglubundnu lífi níu tíunduhluta ársins. Hann átti nóg tii að reisa bú — það var ekki það. En fjölskylda hans mundi iíta niður á hana. 1 fyrsta lagi var það nú þessi ræfill hann pabbi hennar og svo var húsið hennar möður hennar farið að fá á sig vafa- samt orð. Honum fannst hann hafa verið veiddur í gildru. Hann gat hugsað sér kunningja sina tala um þetta og hlæja að þvi. Hún var nú dálítlð almúga leg, stundum beygði hún orð vltlaust. En hvaða máli skipti málfræðin, ef hann elskaði hana raun'veruiega? Hann gat ekki ráðið það við sig, hvort hann ætti að meta við hana það, sem hún hafði gert, eða fyrir- lita hana fyrir það. Vitanlega hafði hann sjálfur gert það lika. En einhver eðlishvöt skip aði honum að vera, frjáls og ek'ki fara að giftast. Þegar tmaður er giftur, er maður bú- inn að vera, sagði eðlishvötin. Meðan hann sat þarna í vandræðum sínum á rúm- stokknum, í skyrtu og buxum, drap hún létt á dyr og kom inn. Hún sagði honum alla sög una — að hún hefði leyst frá skjóðunni við móður sína og að móðirin vildi tala við hann, núna í morgunmálið. Hún grét og lagði arma-na um hálsinn á honum og sagði: — Ó, Bob! Hvað á ég að gera? Hvað á ég til bra-gðs að taka? Hún sagðist ætla að farga sér. Hann burðaðist við að hugga hana og sagði henni að vera ekki að gráta, þetta yrði allt í iiagi og ekkert að óttast. Hann fann skjáilftann á brjóstunum á henni við skyrtuna slna. Það var nú ekki allt honum að kenna, sem gerzt hafði. Hann mundi vel fyrstu gælurn ar, sem kjólinn hennar, and- lardrátturi'nin og fingur hennar höfðu veitt honum. En svo var það eitt kvöldið þegar hann var að hátta, þá hafði hún bar- ið feimnislega að dyrum hjá honum. Hún þurfti að kveikja á kertinu sínu við hans kerti, af þvi að gusturinn hafði slökkt á því. Þetta var bað- kvöldið hennar. Hún var í við- um og síðum opnum greiðslu- sloppi úr rósóttu flúneli. Hvít ristin á henni ljómaði í loðn- um inniskónuim og blóðið glóði heitt undir ilmandi hörundinu. Og einnig fannst ilmur af höndum hennar og únlið- um, þegar hún kveikti á kert- inu. Þegar hann kom heim mjög seint á kvöldin, var það hún, sem hitaði upp matinn hans. Hann vissi varla, hvað hann var að borða, þegar hann fann hana svona hjá sér i sofandi húsinu. Og svo nærgætni henn ar! Ef kalit var í veðri svona að næturliagi, var hún víis til að bíða hans með glas af heitu púnsi. Kannski gætu þau orðið haiminigjusöm saiman . . . Svo voru þau vön að læðast á tánuim upp stigann og bjóða hvort öðru góða nótt með nok'kurri tregðu, þegar þau komu upp á þriðju hæð. Þá kysstust þau venjuiega. Hann mundi vei augun í henni, hend- urnar og brjálæðið hjá sjálfum sér . . . En bi-jálæðið líður hjá. Hann bergmálaði sömu setninguna: „Hvað á ég að gera?“ Eðlis- hvöt piparsveinsins áminnti hann um að draga sig í hlé. En syndin var þegar drýgð, og Framh. á bls. lfi MEGA MUNA FÍFIL SINN FEGRI EITT sinn voru miklar vonir bundnar við þessi atvinnu- tæki, en nú hafa þau gegnt sínu hlutverki og standa nú likt og fornaldarleifar eða minnismerid um löngu liðna tíð. Báðar eru myndirnar úr Suður-Múlasýslu og sýna það, sem raunar rná sjá um iand allt. Báturinn, sem marar í hálfu kafi í nánd við Ii.júpavog er úr tré og liefur á sinni tíð verið hin fegursta flej'ta. En honum hefur að sjálfsögðu aldrei verið ætlað að verða stór virkt atvinnutæki og þaðan af síður búizt við að hann mark- aði tímamót. En þar fyrir get- ur hann liafa fært drjúgan afla á land og borið sína áhöfn hcila til hafnar. Um dráttarvélina gegnir nokkuð öðru máli. Hún var án efa merkilegur brautryðjandi í h.vggðarlaginu, meðan túnin voru örlitlir kargþýfðir kragar kringum bæina. Þá var mikill viðburður jiegar búnaðarfélags- traktorinn kom kjagandi frá næsta bæ með plóginn og herf- ið aftan í. Þá var vélarhljóð framandi liájaði og olíustybb- an blandaðist ilminum al' rakri mold. Sumum bændum þeirrar tíðar þótti svo hrífandi, þegar traktorinn réðst á þýfið, að þeir gengu ævinlega á eftir herfinu alla jiá stund, sem unn- ið var. Þessir gömlu traktorar fóru um he'Iar sveitir áður en heimilisdráttarvélar komu til sögunnar; þeir voru á járnhjól- um bæði að framan og aftan, höfðu gifurlega hátt og var yf- irleitt snúið í gang með sveif. Nú eru herfin, sem þeir drógu, orðin ryðinu að hráð og sjálfir standa þeir eins og úr sér gengnar minjar um kreppuár- in, sem jieir settu svo mjög svip sinn á. 'Þ' '' ’ .. WMk ífi íp -'■u..- •v • . Xv/. jy ;;Á" ' l ■ ■ ■ 3. sept. 1972 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.