Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1972, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1972, Blaðsíða 5
heiminn. ITljóð og sterk geii'g- ur hún hinztu sporin í þessu lífi — undir fallöxina, og deyr hetjudauða. — Ökuferðinni til Versala er lokið, og þessi fagri sóldagur á enda. VOB FBÚ f PABÍS Lokadagur okkar í París er runnirm upp. Morgunninn er heitur, 27 stig í skugganum. Við göngum stundarkorn með- fram Signu. Stórar opnar kist- ur standa á steinriðinu, hlaðn- ar bókum, blöðum og mynda- spjöldum. Þetta eru bókabúðir, þær sérkenni'legustu sem ég hef komizt í kynni við um dag- ana. Nokkrir heimilislausir ein stæðiingar sofa á heitum stein- inum og hafa jakkadruslumar sínar fyrir kodda. Skammt frá umrenningunum hvíla tvær Iétt kiæddar stúlkur á steininum, klæddar dýrindis sumarkjólum. Þær Iiggja alveg kyrrar, sleikja sólskinið með afturlukt augu, andlitin smurð þykku lagi af einhvers konar maki, sem sjálfsagt á að vernda og næra húðina. Við göngum upp frá Signu. Brátt blasir opið svæði við augum. Og þama stendur vor frú í París, Notre Dame-kirkj- an. Það kostaði hugvit og elju þriggja kynsióða að reisa drottni þetta musteri. Ég lærði fyrst að þekkja þetta stórvirki byggingarlistarinnar af skáld- skap Hugos. Mér finnst þvi raunar sem ég hafi komið hing- að fyrr en í dag, og svo er um fleiri staði í borg borganna. Við erum einu gestimir I kirkjunni þessa stundina. Inn við háaltarið stendur skrýddur prestur og syngur messu. Þrír kórdrengir aðstoða hann við messugerðina, eru klæddir hvit um skósíðum kyrtlum og brosa hýrlega, leikur í brosi þeirra, leikur í hreyfimgum þeirra, létt ur svifléttur leikur í ætt við sólargeislana. Og presturinn brosir ótilgerðu upptendr- uðu brosi, með allar þessar gegn.umstungnu K'ristmyndir I kringum sig. í brosi hans má lesa, að þrautin og gieðin eru eitt, og gleðin blóm þjáningar- innar, og ekkert blóm, ef ekki væri þraut og þjáning. Og presturinn heldur áfram að brosa við messugerðina og kórdrengirnir halda áfram að brosa. Þessi guðsþjónustu- stund gefur kirkjubákninu miLdan og hlýjan vorblæ. UPPSTIGNING Um miðjan dag lítum við yf- ir borg borganna úr 300 metra hæð, frá efsta útsýnispalli Eiff- elturnsins, sem er 305 metra hár og var reistur vegna heims sýningarinnar árið 1889. Hér og þar eru dökkir skuggar á flögri yfir borginni, skuggar af skýjum. Signa lið- ast eins og blátt band gegn- um borgina. Margar af stór- byggingunum sjást mjög greini- lega og einnig hinar sjö miklu breiðgötur, sem koma saman I eitt við Sigurbogann. Maður stendur hljóður og hugsi. Milljónaborgin breiðir úr sér þarna langt fyrir neðan. Fólkið, sem byg’gir þessa borg, er frjáislynt og glaðlegt í við- móti, skemmtilega hávaðasamt, örgeðja og flljóthuga, en laust við langrækni, kannski meira tUfinningafölk en djúphyggju- manneskjur. Það er máski ekki alltof ábyggilegt, og skoðanir þess á hinum ýmsu málum, stór- um sem smáum, eru ef til vill stundum nokkuð á reiki. En er ég nú ekki að tala um mann- eskjuna yfirleitt, en ekki bara Frakkann? Komir þú til Parísar, þá sérðu þar ekki margt nýtt á ameriska visu. En hér getur þú hlustað á þyt aldanna og kom- izt í lifandi snertingu við nokkra stórbrotnustu þætti heimssögunnar. Og enn eru að gerast hér mikil tíðindi, eink- um í listum, sem ef til vill eiga eftir að valda aldahvörfum. Og hér er hið glaða líf glaðara en annars staðar á jarðarhnettin- um . . . París — París, ég kveð þig með fögnuði og trega ... LEIÐABLOK Með burtför okkar frá borg borganna hefjum við heimferð ina. Þar með er þessum ferða- þönkum senn lokið. Hverju á maður að segja frá, eftir að maður hefur lagt sjálfa Paris undir sig? Verður það ekki eins og hvert annað út- spil? En það verður að vera útspil. Við förum fram hjá her- mannagrafreitum, sem sér vart út yfir, og það eru stórskógar af krossum. Og dómkirkjan í Reims er merkt djúpum skot- sárum. — Og við förum um Móseldal. Hér þekja vínekrur stöllóttar hæðimar. Þrúgan drekkur í sig sðlskinið allt sumarið, svo er þetta dá- samlega sólskin geymt á flösk- um fyfir þá, sem kunna að njóta þess . . . Og við kom- um í þýzk fjallaþorp, sem eru svo samrunnin landslaginu, að maður tekur ekki alltaf eftir því, hvað er klettur og hvað er hús. Næsta morgun kemur föru- maður að vagninum til okkar, danskur að ætt og uppruna, glaður og hressilegur í bezta máta og hefur hvíta geit i taumi. Hornin á geitinni hefur hann málað fagurrauð og fest við þau litla bjöllu, sem kling- ir kátum rómí í morgunkyrrð- inni. Förumaðurinn hefur viða farið og teymt geitina á eftir sér land úr landi. Hann er nú á leið til Italíu, ætlar að halda þar sýningu á geitinni, hefur verið þar áður i sömu erind- um. Þá fékk geitin hans þriðju verðlaun, og þarf það ekki að vera orðum aukið, þvi þetta er sérlega falleg og vel hirt geit. En hún er förumanninum tals- vert meira en verðlaunagripur, hún sér honum að mestu fyrir þeirri lífsnæringu, sem hann þarf á að halda. — Já, ég lifi næstum alveg á geitamjólk. Geitamjólkin er það bezta, sem maður lætur of- an i sig. Hafi maður sína geit, þá þarf maður ekki annað, seg- ir förumaðurinn, hlær við glað- lega, snarar pjáturspotti af baki sér og mjólkar geitina i hann. Þegar hann hefur iokið mjöltunum, setur hann pottinn á munn sér og svelgir úr hon- um í nokkrum teygum. Að svo búnu heldur hann af stað i gegnum bæinn, harla hróðugur með sjálfan sig og sína geit og raular glaðlega fyrir munni sér. Til Hamborgar komum við öðru sinni á þrettánda degi Vestfjarðarliálcndið var fannhvftt. Mér fannst égr koimnn norður á heim- skaut. fararinnar, og hér er okkar sið asti náttstaður í þessari ferð. Hótelið, sem við flytjum inn í, er nýsmíði að mestu. Þetta er stórhýsi, en tvær efstu hæðir þess eyðilögðust í styrjöldinni. — Já, stríðið gaf okkur tæki- færi til að byggja hér upp fyr- irmyndar hótel. Hér væri ann- ars flokks hótel enn i dag, ef hernaðarvélin hefði ekki malað húsið. Þannig komst einn af starfs- mönnum þessa húss að orði við mig. Ég svara engu, en spyr sjálfan mig i hljóði: Er svona tal einkennandi fyrir þýzkan hugsunarhátt? Þetta er að vísu djörf hugsun, en getur hún ekki verið dálítið varhuga- verð? Þjóðverjinn segir eitthvað fallegt um ísland. Ég hef ekki áhuga fyrir að breyta urn um- talsefni, en spyr án þess að velta spurningunni nokkuð fyr ir mér: — Hvað vil-tu segja mér um Hitler? Nú er eins og hinu eilitið sjáilfumglaða brosi Þjóðverjans sé í einni svipan sópað af and- liti hans. Hann hvikar ekki augum af mér, en segir í nöpr- um tón: —- Hitler, hver er það? Ég hef aldrei heyrt talað um mann með því nafni. Að sjálfsögðu reyni ég að taka þessu svari með hnytt- inyrðum, en á afar örðugt með það og fæ ekki dulið vandræði mín fyrir Þjóðverjanum. Hann gerir hvorki að hlæja eða brosa, en stendur á fætur og þrýstir hönd mína í kveðju- skyni. Ég sit einn eftir. Hitler — já, hver skyldi það nú vera? Þýzka þjóðin er allra þjóða hugkvæmust og allra þjóða duglegust. Heima fyrir sýnir hún mikinn stórhug i endur- reisnarstarfinu. Maður fer vart kilómetra lengd um þýzka grund, að maður sjái ekki stóra vinnuflokka, sem eru að reisa ný orkuver, brýr, leggja vegi eða byggja hús. Og á erlend- um vettvangi er þýzka þjóðin meira en samkeppnisfær við aðrar þjóðir í iðnaði og verzl- un. Þá er Þjóðverjinn hressi- legur og djarflegur í bezta máta, og hann er eflaust gædd- ur óbilandi sjálfstrausti. Og það er örvandi og upplifgandi að vera í návist þessa fölks. En veit þjóðin, hvar hún stendur? Hafa hörmungar um- liðinna stríðsára kennt henni þann bitra sannleik, sem er nauðsynlegur lærdómur fyrir hverja þjóð; að ofbeldi og yfir- gangur leiða ævinlega af sér hrun og dauða, — að nazism- inn var dulbúinn dauði og átu- mein í þjóðarhjartanu? Þessum spurningum mun þýzka þjóðin sjálf svara í náinni framtíð í verkum sinum og samskiptum við aðrar þjóðir. Við verðum að treysta því, að svarið verði jákvætt. Þegar hér er komið sögu, höfum við Óli þegar kvatt noltkra af ferðafélögiun okkar. Thomas Larsen kveðj- um við í Nýborg. Ég segi við hann: — Hvert er svo ferðinni heitið næst? — Ég hef augastað á Spáni, fer þangað, þegar liður á sum- arið. — Ég mundi velja mér Ítalíu eða Rússland, anza ég. Thomas Larsen þrýstir hönd mína og segir glaðklakkalega: — Geymum Rússland á bak við járntjaldið, en hver veit nema ég slái til og fari með þér í Italiuferðina. Á aðaljámbrautarstöðinni í Kaupmannahöfn kveðjum við Óli siðustu ferðafélaga okkar. Falle Borch býður okkur að sjá kvikmyndina af ferðalag- inu, næst þegar við verðum í Höfn. Og frú Petrea Basse, mín lille söde mor, biður mig að gleyma sér ekki alveg, þegar ég komi heim til Islands. Að lokum eigum við Óli sam- an einn glaðan dag í Kaup- mannahöfn, síðan höldum við flugleiðis heim með viðkomu í Stafangri. Þar hitti ég að máli sænska konu, sem ætlar að vera í Kaliforniu í sumar, en vill þó dvelja fáeina daga á Is- landi til að sjá Gullfoss og Geysi o-g Gumiar Gunnarsson, eins og hún kemst sjálf að orði. Það er hreinviðri yfir Is- landi, þegar við sjáum fjöll þess og jökla bera við himin. Hér er loftið tært og kalt, hrjóstrin endalaus og dylja ekkert í svip sinurn, sem er hreinn ov stórbrotinn. Með nýjum morgni er ég á flugi yfir Vestfíarðahálendinu, sem er fannhvítt vfir að líta. I svipinn finnst mér, að ég sé kominn allt norður á heim- skaut. Og ég á dálítið erfitt með að sætta mig við bá til- hugsun. að sumarið skuli hafa kvatt mig við Siálandsstrend- ur. Framli. á bls. ll> 3. sept. 1972 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.