Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1972, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1972, Blaðsíða 4
Gluggað í bælmr á Signubökkum. HLUSTAÐ Á I>YT ALDANNA Ferðapistlar eftir Óskar Aðalstein 5. og síðasti hluti Sunnudagsmorgunn — og veðrið eins fagurt og það get- ur orðið. Eftir stutta ökuferð er stigið út úr vagninum við aðalinnganginn að Versalahöll- inni. Þessi mikla höil rís þarna á tilbúinni hæð, umkringd lysti görðum og lygnum bláum sund um, sem mannshöndin hef- ur skapað. Við höfum skoðað mörg safn hús, hallir og kirkjur, en ekk- ert af þessum húsum hefur upp á að bjóða jafn gegndarlausan íburð og Versalir. Sólkonung- urinn, Lúðvík fjórtándi, reisti þetta mesta slot heimsins og óbrotgjarnasta minnisvarða einveldisins. Lúðvík fjórtándi var mikiU stjórnandi og óum- deilanlega mesti konungur Frakklands. Föstum fumlaus- um tökum byggði hann upp þjóðfélagið, hreinsaði málið og vann að þvi ölium árum, að þjóðin hefði eina og sömu trú. En eftirmenn sólkonungsins voru minni fyrir sér og smærri í sniðum, enda fall konungdæm isins fram undan, þótt þess gætti ekki svo mjög á rikis- stjórnarárum Lúðviks fimm- tánda. Það var sonur hans, Lúðvik sextándi, og maður Mariu Antoinettu, sem fékk að drekka hinn beiska bikar i botn. 1 dag streyma bjartir sólar- geislar inn um hallargluggana og lýsa upp hina stóru skraut- legu sali. Hér eru gullslegnar súlur. Veggir og loft eitt haf af myndum. Hallargólfin speg- iifögur og gætu rúmað hundr- uð dansenda. En hér er ekki hljóðfærasláttur eða veizlu- gleði í dag. Konungurinn og drottningin og hirðfólkið, 3—4 þúsund manns, horfið af sviðinu. Hér eru einasta staddir nokkrir ferðalangar, viða að reknir úr veröidinni. Þeir eigra hljóðlega sal úr sal og virða fyrir sér það, sem þarna er að sjá. Hér gerist mikil saga —, og streymir fram í hugann, leitar á með auknum þunga, eftir því sem ég dvel þarna lengur. María Antoinetta. Um þetta spegilfagra gólf sveif hin 15 ára gamla austurríska prins- essa, þegar hún var ieidd hing- að inn í höllina í fyrsta sinn vorið 1770. Mér finnst sem hún standi þarna frammi fyrir mér, -— grönn, ljóshærð og bláeyg. Yndisleiki hennar kemur hvað bezt fram, þegar hún hreyfir sig. Hún er aldrei fegurri en í dansi. Englendingurinn Horacl lýsir henni þannig: „Þegar hún stendur kyrr, er hún líkn- eski af gyðju fegurðarinnar, en þegar hún hreyfir sig, gyðjan sjálf." Fyrir réttum 183 árum sýndi þessi töfradís sig í fyrsta sinn í París. Hin örgeðja franska þjóð dáði drottningu sína inni- Iega og fannst henni fátt of gott En frá upphafi vega mis- skildi María Antoinetta hlut- verk sitt sem æðsta kona Frakklands. Eðliseinkenni hennar, léttlyndið, glaðværðin og áhyggjuleysið, leiða hana strax út á hálar brautir. Paris- arferðir hennar verða tíðari með hverjum mánuði, sem líð- ur. Fyrst fer hún sér að vísu hægt, skoðar söfn og situr veizl ur með fyrirfólki. En brátt kastar hún sér í brjálæðis- kenndu áhyggjuleysi út í gleði- líf borgarinnar. Eyðsla hennar og sóun á fjármunum verður eins taumlaus og nautnaþorsti hennar. Konungurinn, Lúðvík sextándi, er svifaseinn og mað- ur einrænn að upplagi, fær ekki stöðvað konu sína í sukk- inu og bruðlinu, enda of væru- kær til að hann leggi hart að sér til þess. — Ég er hrædd við að láta mér leiðast. Þannig kemst drottningin eitt sinn að orði. Það er sem ég heyri þessi orð bergmála um salarkynni Ver- salahallarinnar. Þau eru yfir- skriftin yfir lífi drottningarinn- ar þau 30 ár, sem hún lifir í glaumnum, eða þar til algjör straumhvörf verða i lífi henn- ar, og hún er hrifin út úr hin- um glæsilegu sölum og flutt i skuggalegt langelsið. Ég reika út úr höliínni og út í hallargarðana. Þarna er margt tengt órofa böndum við lífssögu Mariu Antoinettu. Þá alveg sérstaklega Petit Trian- on. Þessi einstæði jurtagarður, sem er eins og smækkuð mynd af heimsbyggðinni. Þarna er gróður frá öllum álfum heims og skrauthýsi í margs konar stílbrigðum. En allt þetta kost- aði þjóðina um tvö hundruð milljónir livres. Fyrsti ríkiserfinginn er í heiminn borinn. Og þjóðin gleymir eyðslusemi og yfirsjón um drottningarinnar og dáir hana kannski meir en nokkru sinni. En María Antoinetta heldur áfram á sömu braut sem fyrr. Tii VersaJa kemur hún nánast sem gestur. Á yfirborð- inu er lifið við hirðina fágað og snurðulaust, en holt og mergsogið hið innra. Ver- salir verða utangátta, skeyta engu um það, sem er að gerast i þjóðlífinu, — að í uppsigl- ingu er ný öflug borgarastétt, sem krefst réttar síns. Þar kemur, að drottningin hefur ofboðið þjóðinni. Al- menningsálitið snýst gegn henni. Hún mætir ískukla og tortryggni, hvar sem hún fer. Það er þvaðrað um hana inn- an hirðar og utan, og niðrit um hana eru samin og gefin út, til þess að sverta hana sem mest í augum almennings. Það er hér sem drottningin vaknar af hin- um langa Þyrnirósarsvefni. En nú er allt um seinan. Flóðbylgj- an gegn henni og manni henn- ar heldur áfram að falla með síauknum þunga. María Antoinetta tekur upp baráttuna af djörfung og ein- urð fyrir sig, mann sinn og börn sín. Hún stendur ekki ein. Hún á að minnsta kosti einn vin, Fersen greifa. Hann er mað urinn í líí'i Maríu Antoinettu. Hann bregzt henni aldrei, og reynist henni mestur í mótlæt- inu. „Það er fyrst í mótlætinu, sem maður veit í raun og veru, hver maður er,“ segir drottn- ingin. 1 30 ár hefur þessi kona lifað sem fiðrildi. Þá er það að byltingaröfiin í þjóðfélaginu neyða hana til að kasta fiðrild- ishamn-um. Hún lærir að þekkja sjálfa sig. Leynd öfl leysast úr læðingi með henni. Hún verð- ur sjálfstæður og þróttmikill persónuleiki. Hún veit, hver endalokin verða. En ekki eitt augnablik kemur henni til hug- ar að gefast upp i baráttu sinni fyrir mannorði sínu og heiðri. Hin þyngstu föðurlandssvik eru borin á drottninguna og mann hennar, þá er einkalíf hennar dregið niður á lægsta þrep mannlegs lifs. Lúðvík sextándi hneigir höf- uð sitt fyrir fallöxinni hinn 21. janúar 1793. Drottningin á enn eftir ólif- aða nokkra þrautamánuði. Hún stendur keik og hughraust til hinztu stundar. Augu hennar eru þrútin og nær því blind. Æskuljóminn fölnaður á vöng- um hennar, en sálarþrekið er óbugað, hjartað heilt og móð- urást hennar aldrei dýpri en nú. 1 síðasta bréfinu, sem hún ritar systur sinni í myrkri fang- elsisins, biður hún fyrir börn- um sínum, vinum sínum og óvin um: „Ég bið alla, sem ég þekki, og einkum þig, kæra systir, um fyrirgefningu fyrir allar þær þrautir, sem ég óafvitandi hef bakað þeim. Ég fyrirgef öllum óvinum mínum allt illt, sem ég hef orðið að þola þeirra vegna . . .“ María Antoinetta er að gjalda mikia skuld. Hún gerir það af heilu hjarta og sátt við 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. sept. 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.