Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1972, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1972, Blaðsíða 12
n=..-...... LOFGJÖRÐ UNDIR BERU LOFTI ÖGLEYMANLEGIK eru mér sólbjörtu sumarmorgn- arnir í sveitinni hjá ömmn, þegar ég var lítil. Ég hafði það fyrir sið að byrja daginn með því að ganga út í bæjardyr og teyga i migr Ijósið og loftið, og auðvitað var sólskin á hverjum degi í endurniinningimni. Minnis- stæðastur verður mér bó óvenjufagur sólskinsmorgunn. Ég hafði tyllt mér niður á sólvermdar steintröppurnar móti austri. Döggin bornaði sem óðast af stráunum og ekki bærðist hár á höfði. Þá kom frændi minn, bóndinn á bænum, út og gekk niður tröppurnar. I»ar staðnæmd- ist hann og horfði yfir túnið og engjarnar, móti morg- unsólinni. Enn sé ég hann fyrir mér klæddan röndóttri, flibbalausri milliskyrtu, dökku, hnepptu vesti, vaðmáls- buxum, sem náðu aðeins rétt niður fyrir hné, uHar- sokkum og að mig minnir sauðskinnsskóm. Og sem hann stóð þarna í morgunkyrrðinni hóf hann upp bjarta rödd sína og söng sálminn: „Nýja skrúðið nýfærð í, náttúran sig gleður“. Þó að ég væri ekki nema 6 eða 7 ára, fann ég, að þarna var ég viðstödd helgistund, þar sem bóndinn stóð við bæjardyr sínar og söng drottni sínum lof og dýrð. Ég efast um, að ég muni nokkru sinni í bessu lífi verða viðstödd fegurri eða innilegri lofgjörðarstund. — Þessi minning kom í huga minn, þegar ég frétti, að sr. Björn H. Jónsson á Húsavík hefði messað uppi við Botnsvatn (skammt frá Húsavík) 9. júlí sl. Hann er þó ekki fyrsti presturinn, sem slíkt gerir. Mér er í barns- minni, er ég hlýddi þar messu með foreldrum mínum og systur hjá sr. Friðrik A. Friðrikssyni skömmu fyr- ir stríð. Þetta voru alveg sjálfstæðar messur og stóðu ekki í sambandi við nein önnur hátíðahöld. Eðlilegt finnst mér, að nokkuð dragi úr kirkjusókn á sumrin, sérstaklega ef veður er gott á sunnudögum. Þá flykkist fólk út í guðsgræna náttúrima og Iofar sinn guð eftir vinnuvikuna. Væri þá ekki eðlilegt, að prest- arnir fylgdu á eftir og messuðu undir heiðum himni guðs þessa fáu sumarsunnudaga, sem eru hér á landi'/ Það er Iíka eins og mig rámi i fordæmi, þar sem hald- in var ræða á fjalli og á báti úti á vatni. Anna María Þórisdóttir. Líkist þeir nokkurri þjóð, þá eru það írar Bandarískur verkfræðingur, Frank B. Mayers, segir álit sitt á kostum og löstum íslendinga. Helma Þórðardóttir endursagði Ég verð aldrei samur maður aftur, eftir íslandsvistina, og var ég þó enginn heimalning- ur. Island er fimmta landið, sem ég var sendur til sem verk fræðingur á vegum banda- riska hersins. Ég kom í grenj- andi rigningu og fúlviðrið hélzt í heila viku; hún var löng fyrsta vikan mín á íslandi, en svo fór, að ég hefði viljað dvelja lengur. Á illviðrasömum vetri er Reykjanesskagi einn hroðalegur -staður fyrir ókunnan aðkomumann. Gríðar- legir svartir hraunflákar og gnauðandi Atlantshafið og rigning. Á Islandi er enginn is nema rétt til að punta upp á hæstu fjöll — jú, Vatnajökull er stór, en ég hafði litla hug- mynd um að hann væri til fyrstu mánuðina á þessu furðu landi. Þvi að furðuland er það, og ég vona að það verði það alltaf. Það er ekki vegur fyrir venjulegan verkfræðing að ætia sér þá dul að lýsa þessu Iandi og þvi síður fólk- inu. Þessari fámennu smáþjóð, sem telur álíka marga íbúa í allt og ein smáborg heima. En þvilikt fólk! Til að byrja með er íslendingurinn dálítið hlé- drægur og þurr, margir virð- ast feimnir við að tala ensku, þó að þeir séu vel mæltir þeg- ar búið er að koma þeim á stað. Takist það, eru þeir herlegir kjaftaskúmar, og íslendingur- inn getur talað um allt. Þeir elska orðsins list og sér í lagi þrætubókarlist. Ég vil vara fólk við að hætta sér of langt í bókmenntaspjall við íslend- inga nema það sé þvi betur lesið. Bókmenntir eru nefnilega höfuð ástríða þessarar þjóðar, næst þvi að byggja hús. Ég hef aldrei getað skilið hvemig þeir fara að því að lesa önnur eins býsn og þeir sannarlega gera eins oj þeir vinna mikið. Ekki svo að skilja að fastur vinnu- tími sé svo mi-klu lengri en annars staðar. Ég held að vinnuvikan sé yfirleitt 40—44 stundir á viku en þeir eru þá bara í aukavinnu og að byggja. Islendingar eru alltaf að byggja og það eru engir skúr- ræflar heldur traust og vönd- uð hús. Þegar Islendingar frétta um jarðskjálfta og felli- bylji úti i heimi, náttúrufyrir- brigði, sem svipta þúsund- ir húsi og heimili á svipstundu, þá hrista þeir höfuðið yfir þess um ósköpum og biðja guð að hjálpa aumingja fólkinu að þurfa við slíkt að búa; þannig lagað gerist ekki hjá þeim, slíkt heyrir sögunni til. Aðkomumaður lítur öðrum augum á þetta. Það geta kom- ið alveg hroðaleg stórviðri á Islandi og jarðskjálftar lika. Þetta er eldfjallaland, en hús- in haggast bara ekki. Mesta lagi að það fjúki járnplata af þaki eða brotni rúða, og þegar lygnir, lagfærir húsbóndinn þetta sjálfur; og Islendingurinn sjálfur, hann haggaist ekki heldur. Islendingar eru vel heima í fleiru en bókmenntum. Alþjóða pólitík til dæmis — og hvílíkir þrefarar. Ég man sérstaklega eftir fullorðnum manni, sem ég vann með um tima úti á landi. Við spjölluðum mikið saman og hann fræddi mig meira á nokikrum kvöldum um síðari heimsstyrjöldina en ég hafði áð ur náð saman um ævina og var ég þó ve.I yfir þrítugt. Þessi fullorðni maður hafði unn- ið erfiðisvmnu lengst af og var farinn að þreytast. Orðinn rosk inn og heilsuveill tekur hann sig til, fer í skóla og lærir sima- og rafvirkjun — og hann var ekkert einsdæmi. Islendingar vilja meiri menntun, fleiri skóla og eru gáfnasnobbar fram í fingur- góma. Ég sagði þessum gamla vini mínum, að hefði hann ver- ið i Bandaríkjaher í stríðinu, þá heíði hann orðið að minnsta kosti generáll ef ekki hernað- arsérfræðingur lika. Það lá við að hann kveikti á eldspýtu fyr ir aftan rass. Islendingar fyrir- líta nefnilega allt hernaðar- brölt hvaða nafni sem það nefnist. Austur eða vestur — það skiptir ekki máli. 1 þeirra augum eru það geðveikir menn og hættulegir óvitar, sem standa fyrir svoleiðis djöfla- skap. En þeir eru raunsæir og gera sér vel ljóst hernaðarlegt mikilvægi landsins, og þeir hafa þungar áhyggjur af þvi. Áður fyrr voru þeir alltof einangraðir. Svo einangraðir, að maður í dag getur bara ekki skilið hvemig þeir hafa skrimt af. Nú er þarna áningarstaður í alþjóðaleið; hvað verður á morgun, kannski stökkpallur í nýju stríði? Islendingar geta rætt um styrjaldir og hermennsku, þeir hafa lesið býsn um það eims og allt annað og þeir fylgjast vel með, en skilja hvorugt, held ég. Hvergi nokkurs staðar þar sem ég hef komið hef ég fyrirhitt jafn djúpa og eðlislæga virð- int;u fyrir mannslífinu og fyrir manngildinu. Ég er sjálfur af þýzkum ættum — fæddur og uppalinn í Randaríkjunum — og ég hef oft huesað um múg- æsingarnar á Hitlerstímabilinu í landi forfeðra minna. Ef Hitler sálaði hefði brugðið sér bæjarleið til að gera svoleiðis própaganda fyrir Islendinga, þá hefðu þeir umsvifalaust stungið honum inn, gefið hon- um róandi sprautu og svo hefðu þeir andvarpað með sín- um umburðarlynda mæðu- tón og taiið að svona idjótum lf, LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. ágúst 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.