Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1973, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1973, Blaðsíða 9
Og svo er það rómantíkin, kannski rómantík aldarinnar: Hertog- inn af Windsor hefur tekið ofan kórónuna til bess að geta kvænzt konunni, sem hann elskaði, frú Wallis Warfield Simpson. Hér heldur hertoginn ræðustúf í ráðhúsi New York-borgar í fyrstu ferð beirra hjóna um heimaland frúarinnar. Ganiall japanskur verkamaður eða hermaður á eftirlaunum? Ónei, Japani að vísu, en hér fór til að heyra sinn dóm að stríðinu loknu sá maður, sem bandamenn töldu að bæri ábyrgð á fjölda striðsglæpa í Kyrrahafsstriðinu. Þegar svo stendur á, vcrður ein- hvern að hengja og Tojo, yfirhershöfðingi var að sjálfsögðu hengdur. En sigurvegarinn, sá sem lét steikja Hiroshima og Nagasaki í atómeldi, dó hins vegar úr elli fyrir skömmu. Klaustrið Monte Cassino stendur efst í snar- jraítri klettahæð ekki Iangt frá Napoli á Italiu. Þar varð ein harðasta orrusta síðari heimsstyrjaldar innar, þegar þýzkar hersveitir bjuggu um sig í þessu rammgera virki, þar sem bæði var fögur kirkja og ómetanleg listaverk. Eftir gífurlega árás bandamanna kom í ljós, að Þjóðverjar höfð u laumazt i burtu og nú var flest i méli og munk- arnir eru enn, árið 1947, að kanna skenundirnar á stytf.um af heilagri guðsmóður og öðrum dýr- gripum. Og nú er fyrir löngu búið að reisa allt við á Monte Cassino. Til hægri: Eisenstaedt kom í Hvíta húsið, þegar bau ríktu þar. John F. Kennedy og Jacqueline. Hér er for- setinn — og Eyndon B. Johnson, vara- forseti — á góðri stund og er engu likara en þeir séu að dást að hinni fögru frxi. Öll él birtir upp imi síðir og Eisen- staedt var staddur á Times-torgi í New York á friðardaginn og þá gerð- ust menn frjálslegir i framkomu við kvenþjóðina eins og sjá má.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.