Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1973, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1973, Blaðsíða 12
J Skálholt á dögum Brynjólfs biskups. Stef án Þorsteinsson Islandslysing og hölundup hcnnup Veturinn (1588—89 dvöldu þrír merkir íslendingar samtím is í Kaupmannahöfn, þeir Odd- ur Einarsson síöar biskup í Skálholti, Arngrímur Jónsson, Iærði, síðar rektor á Hólum og Sigurður Stefánsson, síðar rektor í Skálholti. Oddur Einarsson var þeirra elztur. Faðir hans var fátækur prestur á Norðurlandi, séra Einar Sigurðsson, og liggur eft ir hann imeira li kveðskap en nokkurn Islending annan fram að þessu, segir P.E. Ólason, ög telur (ennfremur að /svo til all- ir fslendingar séu af honum komnir. Oddur hafði verið rektor á Hólum tfram að þeim tíma, tvar kjörinn biskup í (Skálholti sumarið 1588, var vígður í Höfn og fékk Veitingu fyrir embættinu vorið eftir og hélt að ,því búnu heim til ís- lands og pettist ií „biskupsstól- inn“ í Skálholti. Sama sumar |hélt Arngrímur Jónsson einnig heim til fsiands og tók Við rektorsembætti því er Oddur hafði gegnt iað Hól- um. Arngrímur var einn „lærð- astur maður sinnar tíðar“ enda hlaut hann viðurnefnið lærði. Jón biskup Vídalín var sonar- sonur Arngríms iærða, en sjáif ur var hann saf merkum norð- ienzkum aíttum [kominn, Jiá- frændi >Guðbrands biskups Þorlákssonar. Sigurður Stefánsson var son arsonur Gísla Jónssonar bisk- ups lí Skáiholti. Faðir hans séra Stefán Gíslason í Odda var í biskupakjöri með Oddi Einars- syni „og kom upp hlutur Odds“. Fræðimenn segja m.a. mn Sigurð Stefánsson: „Hann var talinn ibezta skáld á latínu, kunni söng ágætlega og var málari“ (P.E.ÓI.). „Hann mun hafa verið einn ifjölhæfasti og lærðasti jnaður hér á sinni tíð“ (Bj.J.). JÞegar árið 1593 er prentað eftir hann rit á latínu og löngu síðar, árið 1706 lætur fremsti ísl. sagnaritari 17. aldarinnar prenta í Kh. lat- ínukvæði eftir hann. Árið 1594 hvarf Sigurður Stefánsson heim frá háskólanámi og fræði mennsku í Kaupmannahöfn og gerðist þá skólameistari í Skái- holti. Árið eftir lézt hann þar voveiflega. Það er full ástæða til að ætla að >all náin tengsl hafi verið milli þessara þriggja manna, veturinn 1588—89 og feemur tmargt til. Yngri mennirnir eru þegar farnir að vinna að svipuðum hugðarefn- um og verða báðir rektorar við hina tvo lærðu jskóla landsins. Arngrímur tekur sæti Odds Einarssonar á Hólum. Sigurður gerist síðar skólameistari Odds biskups í Skálhoiti. Það var árið 1928 að út kom í Hamborg ritið CJualiscunque descriptio Islandiæ, sem nefnd hefur verið íslandslýsing. tlt- gefandi þessa latneska rits er Fritz Burg, hókavörður og hafði hann „veitt því eftirtekt“ í ríkis- og háskólasafninu í Hamborg. Handritið er upp- skrift eftir eintaki sem Þormóð- ur sagnaritari Torfason átti, og mætti jafnvel áiíta að hann hafi átt hið upprunalega hand- rit, frumrit verksins. Frumrit- ið er giatað og þetta eina end- urritið sem vitað er um, að hafi varðveitzt. I formála útgáfu sinnar á Iatneska textanum kemst Burg bókavörður að þeirri niður- stöðu sað höfundur yiteins væri Sigjirður Stefánsson, skóla- meistari i jSkálholti (d. 1595). Meginrök hans fyrir þeirri kenningu voru athugasemd sem Þórður Þorláksson. biskup, skrifaði aftan á kort það af Norðurhöfum sem eignað er Sigurði Stefánssyni. Þar segir Þórður biskup iað Sigurð- ur skólameistari hafi meðal annars samið íslandslýsingu, sem hann hafi séð hjá Þormóði Torfasyni. Þetta virðist mega telja harla haldgóð rök fyrir höfundarnafni ritsins Islands- lýsing lí frumútgáfu. Verð- ur leitazt við að gera þessu nánari skil í þessu greinar- korni. Nýlega er Islandslýsing kom in út hjá Bókaútgáfu Menn- ingarsjóðs. Þar er liöfund- ur nefndur Oddur Einarsson, Sveinn Pálsson sneri á ís- Ienzku, formáli eftir Jakob Benediktsson, nokkur orð um íslandslýsingu eftir Sigurð Þórarinsson. Þýðandi hókarinnar, Sveinn Pálsson, menntaskólakennari, er tæplega fimmtugur ,að aldri þegar bók þessi kemur út. Þeir menn munu vera til, sem telja þennan „útlæga“ mann einn fjölhæfasta menntamann og iærðasta íslending, sem nú er uppi og víst er um það að náms ferill lians 'í ýmsum af fremstu menntastofnunum Evrópu var afburða giæsilegur. Það er ekki gert mikið úr þýðingu Sveins eða því öðru, sem hann hefur fjallað um það rit, sem jhér liggur fyrir. Fast- lega má gera ráð fyrir, að þeg- ar hann þýðir þessa bók úr latinu telji hann sig vera að þýða >bók Sigurðar Stefánsson- ar, skólameistara sem var „einn fjölhæfasti og lærðasti maður í sinni tíð“. Það er rétt að það komi hér fram að það var Sveinn Páls- son sem Jagði grundvöliinn :-ð Menntaskólanum á Laugar- vatni á tfrunum 1950—1952 og urðu þeir Ólafur Briem kenn- arar við hinn nýja mennta- skóla þar, |er þann var stofn- aður 1953. Frá þeim 'skóla hvarf Sveinn ,er skólameistara- skipti urðu um 1960, og mun í dag vera hægt að draga nokkr- ar áiyktanir af |því brotthvarfi Sveins frá Laugarvatni þar sem hann var elskaður og virtur af nemendum og samstarfsmönn- um. Eftir að gveinn hafði um árabil starfað sem aðalkennari við einn af héraðsskólum lands ins sótti hann um skólastjóra- stöðu við þann héraðsskólann, sem sækir /einna fastast og stendur líklega næst þvi að öðlast menntaskólaréttindi út á landsbyggðinni |á eftir Lauga- vatni. Þáverandi menntamála- ráðherra Jét isér sæma að hafna Sveini en ráða íþrótta- kennara iskólans skólastjóra þessa væntanlega menntaskóla. Og síðan munu leiðir Sveins að menntaskólum á íslandi hafa verið lokaðar. Menntamálaráðherra Sviss hefur nú látið sér sæma að skipa Svein Pálsson kennara við einn viðurkenndasta menntaskólann í Zúrich eftir að hann liafði starfað þar mn nokkurt skeið. Ég er ekki grun- V, laus um að einhverjum jncnnta- mönnum og menntafrömuð- um hér heima þyki þessi há- menntaði landi vor „bezt geymdur“ þar ytra. — Það er ekki að ástæðulausu að þetta er fram tekið um þýðandann um leið og þessarar bókar er getið. I eftirmála ií ibókinni stend- ur: „,Ias dr. Jakob Benedikte- son þýðinguna yfir í handriti, bar hana saman við latneska textann í útgáfu Burgs og færði margt til betra horfs". Það virðist ekki fara hér mik- ið fyrir háttvísinni, hvorki í orðum né athöfniun. Ekki sízt þegar litið er til þess að tök munu jhafa verið á því og Sveinn Pálsson reiðubúinn að búa iliana til prentunar. Fyr- ir því tel ég mig hafa hans eig- in orð. Sá sem þetta skrifar hefur ekki ástæðu til að telja sig mikinn fræðimann en frá hans sjónarmiði þarf ekld önn- ur fræði en fyrir liggja í þess- ari bók til að þessi endurskoð- un dr. Jakobs Benediktssonar Ieggist illa í lesandann. Sér- staklega finnst mér það víta- verð vinnubrögð hjá dr. Jakobi iað strika yfir. áður við- urkennt liöfundarnafn Sigurð- ar Stefánssonar, skólameistara og |setja í staðinn nafn Odds biskups Einarssonar, sem höf- und bókarinnar og forsendurn ar sem dr. Jakob færir fyrir því vægast sagt fráleit vinnu- brögð, þegar miðað er við all- ar aðstæður. Hinn upphaflegi heimildar- maður að höfundarnafni Sig. Stefánssonar er sjálfur Þormóður Torfason, sagnarit- ari, tfornfræðingur konungs. En segja má að þessi höfundar- breyting dr. Jakobs gangi tfyrst og íremst út já aó gera Þórð Þoriáksson, Skálholtsbiskup ómerkan orða isinna en skrif- legar heimildir liggja fyrir um það að Þórður biskup hefur þetta eftir Þormóði. Þormóður Torfason settist í Skálholtsskóla réttum 50 árum eftir drukknun Sigurðar skólameistara. Varð stúdent 1654, fór utan sama ár og er skráður í stúdentatölu í liáskól anum í Kaupmannahöfn 7. júní 1655. Var um 1660 kom- inn í þjónustu konungs við þýðingar á ,ísl. fornritum. Var sumarið 1662 á Islandi í hand- ritasöfnun. Má ekki ætla að hann hafi einmitt þá komizt yfir hið upprunalega handrit af Islandslýsingu, sem síðar er í eigu hans en hann lætur gera nokkrar uppskriftir af ritinu. Árið 1664 varð Þormaður stift- amtsskrifari í Stafangursamti í Noregi og isettist ári síðar að á óðali sínu Stangeland á eynni Körmt, sem var lieimili hans upp frá bví, en Þormóður lézt árið 1719. Árið 1667 varð hann fornfræðingur ikonungs og helg aði sig upp jfrá því ein- vörðungu sagnritun og forn- fræðirannsóknum. Dr. Jakob Benediktsson vitn- r ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.