Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1973, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1973, Blaðsíða 14
GRATEFUL Dead er ein af þekkt- ustu hljómsveitum í Bandaríkjun- um. Nánar tiltekió eru þeir frá Sau IFrancisco. Eang: frægasti meðlim- ur hljómsveitarinnar er gítarleikar- iim Jerry Garcia. Hann er talinn einn bezti gítarleikari heimsins í dag:. Garcia stælir George Harrison mjög:, bæði í söng: or grítarleik og: er það ekki leiðum að líkjast. Sam- fara því að vera í hljórpsveitinni hefur hann gefið út sólóplötur og Ier einnig eítirsóttur af öðrum lista möunum sem eru í plötuhugleiðing- um. Jerry Garcia hefur spænskt, írskt og sænskt blóð í sfeðum og skyldi því engan undra þó þvílík blóð- blöndun geri manninn hálf undar- legan, en það er hann óncitanlega. Fyrir það fyrsta er hanu forfali- inn eiturlyfjaneytandi og þar að DEAD auki ekki ókunnur fangageymslum Ameriku og Evrópu. Hefur lifnað- ur lians og félaga hans oft komið illa niður á hljómsveitinni. Er skemmst að minnast ummælu Nicky Hopkins er liann lét þau orð falla að helzta ástæðan fyrir þvú að hann vildi eklti spila með banda rískum hljómsveitum væri sú að þær væru flestar á kafi í eiturlyfj- um og félagsskap slíkra kærði hann sig ekki um og var Grateful Dead meðal þeirra hljómsveita er hann taldi upp. En hvað sem því líður er Grate- ful Dead mjög góð hljómsveit og Jerry þeirra beztur og skulum við vona að þeim takist að segja skilið við þann ófögnuð sem eiturlyfin eru áður en þau verða þeirra bani, en slíks v’erður ekki langt að bíða haldi sem horfir. gö. UNDIR nafninu Olsen hafa tveir danskir bræður gert garðinn fræg- an um alla Skandinavíu. I»eir eru nokkurs konar danskir Magnús og Jóhann, ef svo má að orði komast, en þeir heita liins vegar Jörgen og Niels Olsen. Eina stóra plötu hafa þeir bræður sent frá sér og heitir hún einfaldlega Olsen. Plata þessi, sem að mínu viti er allgóð, hefur selzt í miklum upplögum um öll Norðurlönd, en ekki hef ég séð hana í hljómplötuverzlunum hér- lendis og er það von mín að á því verði ráðin bót hið snarasta, því allt of lítið er um að góð popp- tónlist frá frændþjóðum okkar sé á boðstólum hér. Vinsældum þeirra bræðra í Danmörku má líkja við vinsældir Bjögga á sfnum tíma. Jafnvel hefur gengið svo langt að ungar stúlkur hafa framið sjálfs- morð af þrá til þeirra bræðra. Fyrr má nú rota en dauðrota, og ekki meira um Olsen. Olsen Olsen. gö. Gamlar íþrótta- myndir Á árunuin niillj. 1945 og 1950 vaknaði mikill áhugi á frjálsum íþróttum hér á landi og: höfum við ekki átt betra iandsUð í frjálsum íþróttum en í lok þessa fimm ára skeiðs. Óhætt er að segrja, að almennt var þá fylgzt með keppni af meiri áhuga, t.d. á Evrópumeistara- mótinu 1946 og fyrstu Olympíu- leikunum eftir stríðið, árið 1948 i London. Á þessiun árum var Mc Don- aid Bailey frá Trinidad einn bezti spretthiaupari lieimsins. Hann var léttvaxinn blökku- maður með faUeg:an og fyrir- hafnarlítinn hlaupastil. Áhuga- menn um frjálsar íþróttir, sem fylgdust með á þessum tíma, muna ugglaust, þegar Mc Don- ald Bailey kom til íslands og keppti á Melavellinum. fþrótta- mönnum þótti mikill. fengur í að fá þennan fræga mann til keppni og í fórum Morgun- blaðsins er m.a. myndir af hon- um, þar sein hann æfði í gamla iR-húsinu með okkar beztu mönnum. I keppninni á Mela- vellinum sigraði Bailey örugg- lega eins og raunar hafði verið talið víst, en Clausensbræður, þá ungir að árum, veittu hon- um verðuga keppni. Efri mynd- in sýnir þá koma í mark, en á neðri myndinni eru þeir á verð- launapalli. Samkvæmt nýlegri skrá, sem birt var i íþróttafréttum Morgunblaðsins, hafa samtals 25 fslendingar hlaupið 100 metra unrijr 11 sekúntlum við löglegar aðstæður. fslands- metið á Hilmar Þorbjörnsson, lögregluþjónn, og gæti orðið erfitt að bæta það. Myndin að ofan er tekin af Hilmari í keppni á Melavellinum sumarið 1956, en ári síðar setti hann metið, 10,3 sek. I>að er með okkar beztu afrekum i l’rjálsum íþróttum. Þegar svo mjög er farið að nálgast 10 sekúndurnar, nuinar mikið um hvern tíundahlutann og til að bæta met Hilmars yrði að ná sama árangri og hinn frábæri Jesse Owens náði beztum á Olympíuleikunum í Berlín 1936. Samkvæmt likindalög- málinu gæti dregizt töluvert að þetta ágæta spretthiaups- met Hilmars verði bætt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.