Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1973, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1973, Blaðsíða 5
um seinna eða í október 1872 kom hann svo hei.m alkominn til þess að gerast kennari við Lærða skólann í Reykjavík. Nú gat Steingrímur haft náið samband við vin sinn Sigurð málara, sem um þessar mundir var önnum kaf inn að hugsa fyrir undirbúningi væntanlegrar hátíðar. En allra mest . var þó um veft, að árið 1874 kom Matthías Jochumsson og settist að í Reykjavík. Hann hafði verið vígður til Kjalarnes- prestakalls 1866 en misst konu síns 1868. Árið 1870 kvæntist hann í annað sinn, en missti hana líka eftir tæpt ár. Við þann missi orti ihann eitt sinna ódauð- legu kvæða ,,Sorg“. En hann seg ir á öðrum stað: „Lengi var það, að ég eirði engu og undi hvorki úti né inni. Breyttist ég þó og á næstum árum á eftir, svo margt í meðvitund minni og hugsanálífi varð öðruvísi en áður“. Þegar hér var komið haföi Matthlas lokið þýöingu á þremur leikritum Shakespeares. Til að sefa sorg- sína, fór hann utan 1871 og þýddi þá „Macbeth" Shakespeares og Manfreð eftir Byron. Þeir hafa því ibáöir himin ihönduim tekið vinirnir og skáldbræðurnir að hittast í Reykjaví'k 1874. Matthí- as segir svo í „Sögu'köflum af sjálfum mér“: „Tölluvert bráði af mér, er leið á sumarið. Meðfram var það að þakka samveru við Steingrím og áldrei urðum við samrýndari en 'þá. Oft vöktum við fram á nætur eða riðum upp um holt og hraun og lágum þar við glens og gaman, því að hann var ótæmandi það sumar af gáska og gamansemi; stundum ortum við „grín" um aflt millti himins og jarðar og htífðum hvorki kóngi né karli. En sem betur fer finnst nú fátt af því eða ekkert." — Þjóðhátíðin rann upp. Þjóðs'káld- in Steingrímur og Matthías höfðu ort mörg kvæði, sem sung- in voru og lærð hvarvetna út um al'la landsbyggðina. Skrifað stendur frá þeim tíma: „Trú á land og þjóð glæddist þessa há- sumardaga. Það var eins og áð- ur, að óþekktur fögnuður og sam- úð bærist frá manni til manns þetta 'þjóðhátíðarsumar." Það verður ekki vefengt að Sigurður Guðmundsson hafi borið hitann og þungann af allri skreytingu og viðhöfn á Þingvöllum þetta sumar. Hafði konungi þótt mik- ið til um og spurt Hilmar Finsen landshöfðingja, hvort þessi maður verðskuldaði ekki viður- 'kenningu fyrir. En landShöfðingi hafði sagt, að hann verðskuldaði ékkert. Veturinn áður hafði Sig- urður verið að mála leiktjöld í stórum sal í miklum heljarkulda. Þá sló að honum og varð veikur upp úr kvefi því, sem hann hafði fengið og batnaði aldrei að fuílu eftir það. „Og hinn 7. sept.,“ seg- ir H.P. í bók sinni, „lu'kust aft- ur augu Sigurðar málara Guð- mundssonar að fullu, þess manns, sem séð hafði einna fegurstar framtíðarsýnir til handa þjóð sinni og bar í brjósti meiri metn- að hennar vegna en flestir aðrir. Á stuttri starfsævi hafði hann ótrúlega miklu til vegar komið við þröng kjör, þótt honum tæk- ist ekki að framkvæma nema sumt af því, sem fyrir honum vakti. Skáldin bæði Steingrímur og Matthías ortu erfiljóð eftir vin sinn Sigurð Guðmundsson. Enda mátu þeir hann meira og skildu betur en flestir aðrir. Þeim hef- ur fallið fráfalll hans þungt og hann var sá eini, sem þeir ortu báðir erfiljóð um. Bæði nota skáldin sömu líkinguna um njól- ann eða reynirunnann, sem vex upp í urðinni og fellir fræ sín á freðna mold. Ekki ska'l farið í neinn samanburð hér, heldur birt sýnishorn úr báðum Ijóðum. Matthías kvað svo: Næmur nam og mundi náttúru vorrar mál, og drakk sér himins daggir af djúpri landsins sá'l. En meðan fræ sín fe'lldi svo full af heilsubót nagaði frostið neðra í njölans djúpu rót. En haust með kaldri hélu í hjartað lagðist skjótt; tök þá dag að dimma, en döpur lengjast nótt. Og nú er njólinn horfinn og náber stendur fold, og fræin sem hann felldi viö freðna liggja möld. I erfi'ljóðum Steingríms, er að finna erindi þau, sem hér fara á eftir: 'Sjá hnúka blá meö hrrmfall nýtt sú haustmjöll til þess bendir; fja'l'lkonan trygg, þú fa'ldar hvítt og fornvin kveðju sendir vor smáa þjóð hann þekkti vel hann þörfum hugði að bótum og lifði þér enz lostinn hel ihann leggst að þínum fótum. Á bjargi reynirunn ég sá sitt rauðgrænt limið hefja úr klungururð hann óx i þrá við a'Ht sem vildi kefja, og sízt þó fengi só'lu mót í sannri hæð að skarta í sannri dýpt hann seigði rót við sinnar móður hjarta. Frá kulda lífs nú byrg þitt barn í beði tryggrar dvalar, breið á hann rótt þitt hvíta hjarn und heiði blálofts-salar. Og haltu minning, móöurláð! þess manns í hreinu gi'ldi, sem hefði blóði feginn fáð hvern flekk af þínum skildi. Eitt af því, sem þúsund ára hátíðin 1874 færði 'íslending- um, var lítil Ijóðabók, Svanhvít- að nafni. Hún kom á réttri stundu og engir nema höfuðsnil'lingar tungunnar, Matthías og Stein- grímur 'hefðu getað gefið þjóð sinni svo dýrðlega gjöf. Hér er um að ræða, sem kunnugt er, þýð ingar þeirra á Ijóðum mestu Ská'ldsnillinga álfunnar á svo tæru, hreinu og kynngimögnuðu máli, að táiið er, að víða ta'ki þýðingin frumtextanum fram. En þótt líklegt sé, aö Svanhvít lifi á meðan mæöur kenna börnum sín- um aö mæla á íslenz'ka tungu, varð þó útkoma hennar höfund- unum sjálfum e'kki til hei'lia. Um það hefur ýmislegt verið sagt og ritað, en það er sorgarsaga, sem ekki verður rædd hér. Afleiðing- arnar urðu þær, að upp frá því höfðu s'káldin, fóstbræðurnir ekk ert samband sín í mi'Pli í a'idar- fjórðung eða meira. En gæfan var þei'rn þó ekki að öllu leyti frá- hverf. Á gamalsaldri tókst þeim að lokum að brúa djúpið og end- urnýja gamlla vináttu, eins og bréf Matthiasar bera Ijósast vitni. Þjóðhátíðaráriö tók Matthias við ritstjórn og útgáfu blaðsins „Þjóðólfs". Árið eftir 1875 kvænt ist hann í þriðja sinn og geikk að eiga Guðrúnu Runólfsdóttur frá Móum á Kjalarnesi. Eignuðust þau saman 11 börn. 6 ár gaf Matthías blaðið út og var ritstjóri þess. Eins og að líkum lætur, var blaðamennska og dægurþras lítt viö hans hæfi. Stjórnmá'laskoöan ir hans þóttu ekki liggja Ijóst fyrir. En í blaðinu birtust mörg af hans beztu kvæðum og einnig nokkuð af kvæðum annarra skáldá, sem ort voru á þeim ár- u-m. Árið 1880 var Matthíasi veitt- ur Oddi á RangárvöHum. Fluttist hann þangað vorið eftir. Oddi er fornt höfuðból, sem kunnugt er. Steingrímur Thorsteinsson Þar hafði hann stórt bú og bún- aðist vel þótt 'hart væri í ári, enda 'hafði 'hann eignazt iþá konu, sem var honum betri en engin á þeim vettvangi. Frá Odda flutti séra Matthías eftir 6 ár til Akur- eyrar, þar sem hann var fyrst þjónandi prestur, en dvaldi þar síðan til dauðadags. Aðkoma séra Matthíasar til Akureyrar var aHt an-naö en glæsileg eftir 5 vikna erfitt og kostnaðarsamt ferðalag. Hafís lá fyrir öllu Norðurlandi, hungur og fellir vofði yfir sveitum. Auk þess var honum, sem presti, fremur fálega tekið. Hefur aö lí'kindum þótt, að 'hætti þeirra tíma of frjálslyndur í trúarskoðunum. En skáld- inu vegnaði því betur sem árun- um fjölgaði og fólkið lærði að meta andlega yfirburði hans, Ijóð, gleði og hjartagæzku. Um skáld- skap snillingsi-ns, sem gaf þjóð sinni „þjóðsöng, sem hljóma mun á meðan islenzk þjóð er ti'l“, s'kal ek'ki rætt hér, um hann hafa svo margir færustu menn fjallað. Ef til vill meira en um s'káldskap nokkurs annars skálds. Gerir það hinn umtalaði kynngikraftur og hugarflug. Þar falla öl'l orð mál- laus hjá orðum hans sjálfs i Ijóð- inu: „Leiðsla": Og andinn -mig hreif upp á háfjallati nd og ég horfði sem örn yfir fold og mín sál var lík ístærri svalandi lind og ég sá ekki duft eða -mold. Eins og heilög guðs ritning lá 'hauður og sær, var a'lit himnesku guli-'letri skráð, meðan dagstjarnan kvaddi svo dásemdar-skær eins og deyjandi guös-sonar náð. Matthías Jochumsson kom seint fram á sjónarsviðið sem skáld, hefur ekki verið bráð- þroska og auðna réð því, að 'hann birtist iþar no'kkurn tíima. En hann entist þeim mun betur, var sískrifandi og yrkjandi fram á elliár, án þess að tapa nok-kru að marki. — Steingrim fornvin sinn og fóstbróður lifði hann í 7 ár og orti eftir hann erfiljóð, þar sem svo segir: Er sem harðsteinn hafi lostið hendi mína hægri; því að önnur -hönd anda mínum varstu sextíu vetur. Aldrei hefi ég andans manni innlifaðri orðið, hitti ég sjaldan — þótt heimur spi'liti — sanngöfgari sálu. Hvað er lífsstarfi listama-nna? Svanasöngur á heiði. Hvað er lífsstuna logandi hjarta? Huldarljóð á heiði. — Hávamá'l á leiði! — Matthías andaðist í nóv. 1920, — 85 ára að áldri. — Hér skulu tilfærð orð annars ská’lds, Davíðs Stefánssonar frá Fagras'kógi um þennan mikla meið ísienzkra bók- mennta og ástsæla aiþýðufræð- ara: „Sr. Matthías var stálminn- ugur, ótæmandi fræðasjór, þar gekk saga kyns'lóðanna I bylgj- um, og er hann hóf máls, mátti heyra brimgný aldaona í rödd hans. Hann hafði skýrt hugboð um hinn mi'k'la leyndardóm, sem heillar og knýr sál vö'kumanns- ins ti'l sífelldrar leitar. Hann við- urkennir hinn skapandi mátt, for sjón, sem á ekkert skylt við tii- viijun né hégóma. Hann á-tti sér himin, takmarkálaust als'kínandi fagurhvel, glætt guðsanda, sem 'heyrði hvert hjartaslag á jörð niðri." Sem fyrr segir, hafði Steingrím- ur Thorsteinsson flutzt heim frá Danmörku eftir 20 ára dvöl og gerzt kennari við Lærða skóiann. Fyrst mun hann hafa tekið breyt- ingunni fagnandi. Mörg beztu og fegurstu Ijóö eru ort á timabii- inu frá 1872—1881. En skólastarf Framhald á bls. 16. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.