Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1973, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1973, Side 2
TUNGU- STAPI Framhald af bls. 1 ar eru víðast ávalar og græn- ar austan dalsins, en brattar að vestan og með skriðum. Héðan af stapanum má sjá ýmsa sögufræga staði. Hlíðarn ar að vestan enda í lágum rana, sem gengur fram að firðinum og blasa iþar við klettaborgir og ber við 'loft. Þetta eru Krosshólar, þar sem Auður djúpúðga hafði bænahald sitt, eftir að hún kom til Islands. Undir hlíðunum þarna getur að líta tvo bæi. Fremri bærinn heitir Hólar, en hinn Laugar. Á Laugum bjó Ósvifur spaki og þar var Guðrún dóttir hans fædd og uppalin. Innst yfir dalbotni blasir við heiðarbrún in, þar sem þeir börðust Hvamm-Sturla og Einar Þor- giisson á Staðarhóli. Sú orrusta var kölluð Heiðarvíg og með henni skipti um gengi þeirra höfðingjanna, Sturlu og Ein- ars, svo að frá þeim degi má telja að hefjist veldi Sturlunga hér á landi. Austan megin dals ins, gegnt stapanum, er bær- inn Sælingsdalstunga. Þar bjuggu þau Bolli og Guðrún Ósvífursdóttir eftir víg Kjart- ans Ólafssonar, og skammt austan við bæinn er staðurinn, 'þar sem Þorgerður Egilsdóttir eggjaði syni sína til hefnda. Síðan var Bolli veginn í seli hér langt inni í dalnum og eft ir það fluttist Guðrún að Helga- felli en Snorri goði að Tungu Þar bjó hann síðan til dauða- dags (1031). Þessir sögustaðir blasa við þegar staðið er á Tungustapa. En hann er þó ekki sérstak- lega frægur fyrir útsýni, held- ur miklu fremur fyrir hitt, að í honum er áifabyggð og dóm- kirkja álfa, og að hér gerðist sú saga, er dr. Sigurður Nordal kallar gersemi meðal þjóð- sagna vorra. Margar þjóðsögur eru gædd ar undraverðri lífseiglu, hver kynslóðin af annarri hefur skil- að þeim tii næstu kynslóðar, án þess sjáanlegt sé að kjarni þeirra hafi mikiils í misst. Frá- sagnarstillinn getur breytzt á langri leið, en sagnamenn hafa furðanlega varazt að bætainn í sögur aukaefni frá sjálíum sér, eða breyta þeim á annan hátt. Þess vegna má i mörgum fomum þjóðsögum finna sögu- iegar heimildir, sem eru mik- ils verðar og jafnvei ómetan- legar fyrir þá, sem fást við sögurannsóknir. Sagan um Tungustapa er forn, það er rúm hálf áttunda öld siðan hún gerðist. Menn geta deilt um sannsögulegt Heilsu lindin gildi hennar, en 'hægt mun þó að finna á hvaða tima hún gerð ist. Eyrbyggja sögu lýkur á þessari frásögn: „Snorri goði andaðist í Sælingsdalstungu einum vetri eftir fall Ólafs konungs hins helga. Hann var þar jarðaður að kirkju þeirri, er hann hafði sjálfur gera lát- ið. En þá er þar var kirkju- garður grafinn, voru bein hans upp tekin og færð ofan til þeirrar kirkju, sem nú er þar. Þá var þar viðstödd Guð- ný Böðvarsdóttir, móðir þeirra Sturlusona, Snorra, Þórðar og Sighvats, og sagði hún svo frá, að þar væri meðalmanns bein og ekki mikil. Þar kvað hún þá og upp tekin bein Barkar hins digra, föðurbróður Snorra góða, og sagði hún þau vera ákaflega mikil. Þá voru og upp tekin bein Þórdísar kerlingar, dóttur Þorbjarn- ar súrs, móður Snorra goða, og sagði Guðný þau vera iit- il kvenmannsbein og svo svört sem sviðin væri, og voru þau bein öll grafin niður þar, sem nú stendur kirkjan." Snorri goði reisti kirkju í Tungu þegar eftir að hann fluttist þangað og stóð sú kirkja á háum hóli austan við bæinn. Ekkert er athuga- vert við að þau Þórdís móðir hans og Börkur digri hafi ver- ið grafin að þeirri kirkju. Þeg- ar Snorri hrakti Börk frá Helgafelli, sagði Þórdís skilið við hann og segir i Gislasögu að hún hafi þá farið að búa í Eyrarsveit á 'bæ þeim, er við hana hafi verið kenndur; og enn heita' Þórdísarstaðir þar vestan undir Eyrarfjalli. Snorri mun hafa tekið 'hana til sín er hún var gömul orðin, og hjá honum mun hún hafa lát- izt í hárri elli (sbr. Þórdís kerl- ing). Börkur flæmdist vestur fjörð og reisti sér bæ mi'lli Orrahvols og Tungu á Meðal- fellsströnd og • var þar kallað á Barkarstöðum. (Þessa bæjar er getið í Sturlungu í sambandi við vig Skíða á Kvennahóli Þorkelssonar 1234). Þaðan fluttist Börkur inn í Glerár- skóga og bjó þar til elli. Ekki er langt milli Glerárskóga og Sæ'lingsdalstungu og sennilega hefir engin kirkja verið nær en í Tungu, þegar Börkur and aðist, svo eðlilegt var að hann væri grafinn þar. 1 frásögn Eyrbyggju er þess getið, en hvergi annars staðar, að kirkja Snorra hafi verið flutt eftir að hún hafði staðið á 'hólnum í nær 200 ár. Til þessa kirkju- og kirkjugarðsflutnmgs hljóta að hafa legið mjög ríkar ástæður. en þeirra er ekki getið þar. En þá kemur þjóðsagan um Tungustapa með skýringuna, saga, sem geymzt hefir í munni manna á þessum slóðum um margar aldir. Sagan um Tungustapa birt- ist fyrst á prenti í Þjóðsögum Jóns Árnasonar, og er hún skráð af séra Jóni Þorleifs syni skáldi, sem seinast var prestur á Ólafsvöllum. Hann var fæddur að Hvammi í Hvammssveit 1825 og voru for- eldrar hans séra Þorleifur Jónsson prestur þar og fyrri 'kona hans Þonbjörg Framh. á bls. 15 Heilsulindin — af nafninu verður manni ósjálfrátt hugs- að til heilsulinda fornra tíða, þar sem kraftaverk gerðust — og gerast ef til vill enn í dag fyrir dulin öfl — trú og trúnað artraust. Af slíkum heilsulind um fara óta'l sagnir, sannar eða ósannar. Það skiptir ekki aðal- m'áli. Sagnimar lifa sínu góða lífi og hafa sín áhrif, jafnvel á okkar naunsæis- og tæknitím- um. Við hættum okkur ekki lengra út í þá sálma. Sú heilsulind, sem hér um ræðir, er annars eðlis, en starf semin beinist þó að því að bæta 'heilsu og auka þrótt — beina athygii fólks að því, að likamleg vellíðan eykur lífs ánægjuna á þessum „siðustu og verstu tímum“ og er þvi að öllu leyti jáíkvæð. Heilsurækt má auðvitað stunda á hinn margvíslegasta hátt og velur þar hver þá að- ferð, sem honum bezt hentar, eða margar, eftir því sem tími og tækifæri gefast til. I Heilsulindinni við Hverfis- götu hér í borg er rekin starf- semi, þar sem gefinn er kost- ur á vissri greln likamsræktar og þangað brugðum við okkur á dögunum í kynnisferð. Starfsemin er til húsa á 3. hæð í húsi númer 50. Þegar inn í anddyrið feemur, blasir við afgreiðsluborð og á ba'k við það hillur hlaðnar hinum margvislegustu krukkum og kirnum, túbum og glösum. Við nánari athugun kemur í ljós, að al'lt hefur þetta að geyma varning, sem ætlaður er til að bæta ytra eða tnnra borð mann- verunnar og er varla fyr- ir ieikmann þar um að fjaila. Innan um snyrtivörur, olíur, „krem“, andlitsduft, naglalakk og varaliti tróna f jörefni, skað- laus megrunarlyf, eitthvað í pillufonmi tl styrktar tauga- vef, berjasaft á flöskum og fleira þess háttar og gerir það þessa verzlun frábrugðna öðrum snyrtivöruverzflunum í borginni. Inn af anddyrinu eru marg- ar vistarverur, 'búningsklefi með skápum, Ijósastofa, tveir klefar með nuddbekkjum, tveir saunakassar standa sér og hvíldarbekkir með vfbravélum. Og þá er ótalin snyrtistofan með öllum tilheyrandi teekj- um. Við hittum að máli Jóhönnu Baohmann og dóttur henn- ar Ingu, sem rekið hafa Heilsu- lindina i 4 ár, og innum þær eftir því, í hverju starfsemin sé fólgin. Þessi starfsemi var upphaf- Iega eingöngu ætluð kon- um, segja þær mæðgur, en nú höfum við tekið upp þann hátt að láta karknönnum eftir mið- vikudaga eftir klukkan 3 og aflla laugardaga og hefur það mælzt vel fyrir. En (konur er,u þó hér í miklum meirihluta. Margar þeirra eru hér fastir viðskiptavinir og hafa sótt hingað sér til hressingar öll þau fjögur ár, sem við höfum rekið þessa stofu. Hvernig er aðsóknin? Aðsóknin er mikil og eykst stöðugt. Að jafnaði koma hing- að 20—30 konur á dag og flest- ar 'hafa látið bóka sig í 10 skipti, einu sinni eða tvisvar í viku. Þó er hægt að panta líka einstaka tima, en það er svolítið dýrara. Hver heimsókn tekur um það bil tvo klu'kku- tbna. Fyrir tiu skipti er greiðsl- an kr. 4900.00 en fyrir einstaka tíma 'kr. 550.00. Stundum verða forföil hjá þeim konum, sem hafa fasta tíma, en við tökum fuilt tillit til þess, ef viðkom- andi lætur aðeins vita með svo- litlum fyriirvara og flytjum þá tímann aftur. Hversu margt er starfsfólkið hér? Við erum hér tvær mæðgurn- ar og höfum okfeur til aðstoð- ar tvær hjálparstúlkur, sem taka á móti gestunuim, leið- beina þeim og fylgja þeim á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.