Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1973, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1973, Blaðsíða 3
milli. Auk þess starfar hér snyrtidama og 5 nuddkon- ur, sem skiptast á — suimar éru hér frá tel. 10—3 og aðrar frá kl. 1—8 á kvöldin. Annars er hörgull á lærð.um nuddíkonum. Hérlendis er enginn skóli mér vitandi fyrir slikt nám og 'þarf fólk því að leita út fyrir land- steinana, sem fýsir að læra nudd. Yfirleitt eru það hús- mæður, sem starfa við þetta hjá okkur, sem komast ekki að heiman nema 4—5 tíma á dag. Og hvernig er svo venjuleg- um heimsóknarttma háttað fyr- ir konur sem ætla að nota allt, sem hér er á boðstólum? Konumar afklæðast fyrst og fá hjá okkur sloppa til afnota á meðan þær eru hér, ásamt handklæði og laki. Síðan fara þær í toað og eftir það í sauna- kassa. Hitinn í 'þeim er þurr. 1 kössunum er settð í 15—20 mínútur og þykja þeir sérlega góðir til að losa um tauga- og vöðvaspennu. Einnig hafa þeir gefið góða raun fyrir fólk sem þjáist af „migrene" og læknar mæla með ’þeim fyrir þá sem hafa of háan eða of lágan blóð- þrýsting. Margar konur, sem hingað koma eru ila farn- ar af vöðvatoólgu og þeim finnst sérstaklega þessir sauna kassar ,gera sér gott. l>að telst hrein undantekning að konur þoli ekki hitann, í mesta lagi 1%. Eftir saunakassadvölina er aftur farið í venjulegt bað og síðan á nuddbekkinn. !Þar eru viðskiptavinimir smurðir ilm- andi olíum/ og nuddaðir í bak og fyrir (að ógleymdum fingrum og tám) og þar er hægt að velja um handnudd eða nudd með vibravélum, allt eft- ir óskum hvers og eins. Að nuddinu loknu kjósa sumar konur að baða sig enn (og verður 'það þá í þriðja sinnið), en aðrar kæra sig ekki um að þvo af sér olíuna, sem er reyndar húðinni aðeins til góðs. Annars liggur leiðin beint af nuddbekknum í ljósa- stofuna og upp á toekk undir stóran lampa, sem varpar frá sér útfjólutoláum geislum. í fyrstu! er hæfilegt að liggja þar í lVz mínútu á hvorri hlið, en lengst er legið þar í 20 mínútur. Þá er hægt að fara í svokall- að grenningarbelti eða þjálfa sig á þar til gerðu trimmhjóli. Hjólið er ekki ætilað til þrék- mælinga en notað aðeins sem æfingatæki. Á þvi er mælir, þar sem á má sjá samsvarandi vegalengd, ef hjólið færi úr stað. 1 km þykir alveg hæfi- legur sprettur. Ef hvorugt þetta freistar, þá er bara að leggjast út af á hvíldarbekkina og sofna smá- stund. Þessir bekkir eru reynd ar engir venjulegir bekkir, heldur svokallaðir vibrabekk- ir. Þeir eru þannig úr garði gerðir, að þeir, sem á þá leggj- ast finna þægilegan titring frá öklum upp í herðar. Þetta þyk- ir afar þægilegt og fflýtir fyr- ir því að fólk geti „slakað á“ og sofnað og segja má að þeir eigi vel við alla. Loks er viðskiptavinum boð- ið upp 'á alls kyns snyrtingu andlitsnudd og andlitsbað, hand og fótsnyrting.u á snyrti- stofunni. Margar konur koma hingað til að grenna sig, svo þær vigta sig hér til iþess að fylgjast með hvernig geng.ur. Þeim afhendum við matarttista til leiðbeiningar um mataræði. Og þá er hringferðinni lok- ið og ekki annað eftir en klæð- ast á ný, glaðar og hressari en þegar innvar gengið. Margar konur eru örþreytt- ar, þegar þær koma hingað, en oikkur finnst við sjá mun á þeim strax eftir 4—5 'heim- sóknir og þá er tilgangi okkar náð. Þótt hér sé stimdum f ull- setinn toekkurinn og nokkuð þröngt á þingi, þá kærum við ökkur ekki um að stæteka við okkur. Við viljuim heldur leggja áherzlu á, að þetta sé rólegur staður og vel sé hugs- að um hvem einstakan. Hér á ekki að vera hópafgreiðsla, segja þær mæðgur að lökum. H.V. Á myndinni á síðunni til vinstri: Á heilsuræktarhjólinu, og á myndinni fyrir neðan: I gufukössunum. Myndin hér til hægri er af stiílku á nuddhekknum og gæti reyndar verið tekin inni í geimfari. Myndin beint fyrir neðan skýrir sig sjáif: Þar fer fram andlitssnyrting. ER LÍF EFTIR ÞETTA LÍF? Þessari spurningu hafa marg ir viljað fá svar við. Eftir mín- um skilningi og dómgreind tel ég það vera. Allt það yfirnátt- úrlega, sem maður verður var við, telur maður að heyri til annars lifs. Ég segi yfimátt- úrlegt. Það skilgreini ég þann- ig, að allt sem maður ekki skil- ur og veit að þessa heims kraft ar hafa ekki valdið, sé yfir- náttúrlegt. Veturinn 1931 var ég barna- kennari úti í sveit og hélt til á kirkjustað þar sem ég bjó ein- samall uppi á lofti í stafnher- bergi. Þar var heimarafstöð og því alltaf ljós á nóttu sem degi. Það var um kvöld í miðjurn febrúar. Ég var kominn í rúm- ið og var að lesa í Gesti Páls- syni. Klukkan var að verða ellefu. Þá er barið þungt högg í gluggann hjá mér. Ég Skýzt fram úr og út að glugganum. Ekkert sást annað en logndríf- an úti og engin spor eða rösk- un á snjónum. Fullir fimm metrar voru úr glugganum nið- ur á völlinn. Kirkjan og garð- urinn voru rétt fyrir sunnan gluggann. Varð manni því á að líta þangað í hljóðri kvöld- rónni. Hvað var þetta? Svona hátt og ákveðið högg. Ég fór upp í rúmið aftur og hélt áfram að lesa. Eftir 'hálftíma tkom annað högg og meira en fyrr. Ég stökk að gHugganum, en ekkert var að sjá frekar en í fyrra skiptið. AUt var hljótt og látlaust fyrir utan. Engin spor eða hreyfing á snjónum. Ég fór upp í affcur og breiddi sæng- ina upp fyrir haus. Rétt í því að ég er að sofna kom þriðja höggið. Ég var viss um þáð ef það hefði verið barið af mennskum manni hefði glugg- inn farið í þúsund mola. Svo fcist var það að heyra á hljóð- inu. Svo sofnaði ég og svaf dúra- laust til morguns. Á loftinu fyrir framan heitoergið mitt svaf gömul kona á níræð- is aldri. Um morguninn kl. 9 dó þessi gamla teona. Setti ég nú dauðsfall hennar í samband við þennan fyrirburð kvöldsins áður. Þetta er ekki sú eina vitr un, sem ég hef orðið fyrir og tel sanna mér annað líf. J.A.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.