Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1973, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1973, Blaðsíða 12
Ragnhildur i góðvinahópi. Jósef í Fann- ardal Framh. af bls. 6 inn i bankann fór, var Jósef svo snjall að hann .gekk aftua" á bak inn i bankann og þess vegna gat enginn þekkt hann. Auðvitað drap Jósef banka- stjórann og fór með eins mik- ið fé út úr bankanum og han-n gat staðið oandir. £>essar fjár- fúlgiur fór hann með til Islands og átti fulla kistu af pening- um og margar bankabækur. Hins vegar heyrði ég sagt að þegar <hann kom á Eskifjörð eftir Ameríkuveruna, þá kaU- aði hann sig Úlfar,- en bónd- dnn á Þuríðarstöðum Haiidór Amason að nafní hafi þekkt hann frá fomu fari og sagt við 'hann: „í»ú heitir ekki Úlfar heldur J6sep.“ Jósef sagði mér, að hann hefði gerzt liðhlaupi úr ameríska hemum og því hafi hann ekki þorað eða talið rétt í fyrstru að koma fram und ir sínu nafni. Að sjálfsögðu jók þetta á orðróm, sem fylgdi honum æ síðan. Jósef sagði mér, að þegar hann hefði verið ungur maður, þá hefði haran veilið skapheit- ur og stundum ekki sézt fyrir og því hafi hann verið heldur óvinsœll af jaínöldrum sínum og það hefði að einhverju ley.ti átt þátt í því að hann hugði íreista gœfunnar á erlendri grund. Eins og áður er sagt þá bjuggu þau Ragnhildur og Jós- ef í Fannardal og þau voru oft ast tvö eftir að ég komst til þedrra ána að ég er farinn að muna atburði í samhengd. Þeg- ar annað hvort þeirra þurfti að skreppa d kaupsrtaðinn vorum við krakkamir oft lánuð inn að Fannardai og þær endur- minningar vekja gleði þegar þær skjóta upp kollinum. Ég vil þvi lofa þér desandi góður að vetra með mér þegar é,g rif ja eittihvað upp af þessum minn- ingum. Jósef var meðalmaður á hæð, þrakvaxinn og vel limað- ur. Hann var sterkbyggður bæði á sál og likama. Hann fór aldrei troðnar slóðir. Þess vegna fékk hann fóik flatn- eskjunnar upp á móti sér. Ég býst viö að fólk sem komið er yfir miðjan aldur á Norð- firði kannist við það að hann var notaður sem Grýla á böm. Jósef vissi þetta og sennilega hefur hann fátt tekið meira nærri sér en einmitt þetta, þvd að hann var barnavinur. Ég minnist þess eitt sinn, að Jós- ef kom utan frá Nesi, en ég var þá hjá Ragnhildi svo að henni leiddist ekki eins og hún orðaði það, að Jósef hafði orð á því, að það væri leitt til þess að vita hvað fullorðdð fólk gæti verið heimskt. Því að þegar hann ætlaði að tala við sum böm, þá færu þau að gráta af eintómri hræðslu. Eitt sinn þegar ég gisti í Fannardal var ég látinn sofa hjá Jósef og á þeim ár.um kem ur svefninn fljótt en einhvern tima nætur vakna ég við það, að skeggið ' á Jósef strýkst f raman i mig og hann hálf hrýt ur. Kjarkurdnn var nú ekki meiri en það að ég var alvar- lega smeykur, en þá sneri Jós ef sér fram að stokk og þar með hurfu allar ógnanir og ég sofnaði aftur og skeggið ónáð- aði mig ekki meira þá nótt. Jósef hafði yndi af sögu og landafræði og í kistunni góðu átti hann margar bækur, sem ég hafði aldrei augum litáð og gátum við setið tímunum sam- an við að skoða bækur og bókum var flett og mér voru sögð mörg ævintýri úr igrískri goðafræði o.g þó held ég að einna minnisstæðastur sé mér Júpiter hinn rómverski. Landa fræðibókum var flett og mér sýndir staðir á korrtinu sem ég hafði addrei heyrt nefnda. Svo var það sagt að þessi kista væri full af gulli úr bankanum fræga. Vist var hún full af gulli ekki Mammons, helduir Min- ervu. Á Tandrastöðuan bjuggu þau heiðurshjónin Haraldur Árna- son og kona hams Mekkín Magnúsdóttir. Þau voru næstu nágrannar Jósefs og Ragnhild ar. Ég minnist þess ekki, að óg haíi heyrt þau hall- mæla þeim hjónum, enda máttu þau ekki vamm sitt vita. Þáð væri gott á öld mengun- ar að við ættum nógu marga landsmenn sem væru jafmþrifn ir og nýtnir og þau Tandra- staðaihjón voru. Jósef gekk altaf á „jacket“ heima fyrir, nema sérstök verk hömluðu. Hann átti tvenn kjól föt „Jacket“ og vöru önnur svört en hin úr pipar og salt- efni. Þegar Jósef vildi heiðra einhvem þá klæddist hann í „diplomat" frakka og svoleiðis man ég eftir Jósef klæddum tvívegis. Annað skiptið var þegar amma mín Sigríður Þór- arinsdóttir var kvödd hinztu kveðju og í hitt skiptið þegar Ragnhildur og Jósef fylgdu bróður minum til grafar, en hann lézt af slysförum 8 ára gamall. Við það tækifœri sendi Ragnhildur vel gert minningar ljóð. Þegar Jósef var búinn að klæða sig uppá, þá sópaði að honum. Jafnvel iþó að hann skryppi bæjarleið var hamn á „Jaeket" og batt hann þá kjól löfin upp með fæiribaindi. Eitt sinn er Jósef kom að Kirkjubóii, vonu þar ■nokkrir unglingar samankomnir í stof- unni heima og var giatt á hjalla rnéðan kaffið var drukk ið. Jósef lék á als oddi og þá spurði hann okkur hvort við værum fljót að læra vísur og sagðist haim skyldi fara einu sinni með vísu, sem hann hefði gert sjálfur og skyldum við nú læra visuna ef við gætum og svo kom vísan og ekkert okk- ar gat lært hana né munað hana í réttu samhengi, enda kvaðst Jósef hafa ætlazt til þess. Þegar Jósef var farinn, þá hafði móðir min lært vís- una þar sem hún var frammi í eldhúsi og hafði fylgzt með leiknum. Visan er svona: Bölvaður sé hann bægifótur bæði er hann illur og ljótur Læðist hann um sem lymskuþrjótur lygina gerir spinna. Af æriegheitum enginn hefur minna. Þetta er eina visan sem ég kann eftir Jósef en eins og áð- ur er sagt var Ragnhildur Jón asdóttir allgóður hagyrðingur og þó að þáttur Jósefs sé stór í minningum mínum er hennar þáttur þó miklu stærri, en það er Jósef sem ég er að skrifa um og þar sem þau voru ekki gift, þá hygg ég að það skaði engan, að um þau sé talað sitt i hvoru lagi, enda var það ■gert í Morgunblaðinu fyrir nokkrum árum, er ég gerði því efni dálítil Skil. Jósef gaf út bók og ef mig minnir rétt þá bar hún Oangan og mikinn titM og var efni hennar um ástar- og bónorðs- bréf og svo 'hafði hann þýtt spakmæli eftir erlenda spek- inga. Rákarður Jónsson gerði káputeikningu og var. það sennilega ein fyrsta bók hér- lendis sem slíkur sómi var sýndur. Myndin var af sofamdi stúlku með hrifu í hönd á klettasyllu og sennilega hefur hana dreymt um ástina. Þessi bók mun vera til í fárra hönd- um, enda prentuð á lélegan pappír. Ég man að Jósef sagði, að 'hugmyndin að þessari bók hefði fæðzt eftir lestur mjög lé- lega orðaðs bónorðsbréfs og maðurinn hefði fengið neitun, eftir að meyjan hafði hugsað sig um. Hún gat ekki hugsað sér að vera kona sliks orða- amlóða. Ég hef ekkert tækifæri nú að leggja neitt mat á þessa bók en mig minnir að 'hún hafi ekki verið hátt verðlögð í reikningi bókmenntanna Þessi bók mun þó vera einstök í sinni röð. Jósef var málsnjall imaður og hefur Ameríkudvöl hans skerpt þá vitund hans að vart muni heyrast fegurra tungutak en Islendinga. Han<n gerði sér fulla grein fyrir því, að aðrar norreenar þjóðir höfðu farið verr með arfleifð sína að Færeyingum undan- skildum. Einu sinni sagði Jósef mér að hann hefði verið liðsforingi vestur í Ameríku og aðal venk efni sitt hafi verið að berjast við Indíáma, en þetta hafi ver- iJS leiðinlegt verk og þess vegna hafi öriög snúizit eins og áður er sagt og hann kom heim til íslands. Einu sinni sagðist hann hafa verið með flokk sinn og barizt við Indí- ána á fljótsbakka nokkrum O'g þeir hafi verið miklu liðsterk- ari og menn hans féllu ört og þegar Jósef sá að orrustan! var töpuð fækkaði hann klæðum henti vopnum og renndi sér hljóðlaust ofain í vatnið og synti I kafi eins lengi og hann hafði lífsloft til. Jósef hvatti alla unga menn til ilkamsræktar og á Kirkju- bóli var til heimagerð „sund- laug“ er þeir frændur Þórar- inn Sveinsson, er lézt af slys- förum 31. okt. kennari á Eið- um og Sveinn Stefánsson íþróttakennari óg lögreglu- þjónn nr. 7 í Reykjavík höfðu gert. Einn góðviðrisdag þegar heimafólk var að synda í laug inni og börn að busla bar Jós- ef þar að og var hann fljótur að afklæðast og taka sund- sprett í „iauginni". Hamn var syndur sem selur. Þetta var sama sumarið, sem hann byggði hús sitt í Fannardal og samkvæmt því sem Jónas seg- ir hefur það verið 1934 og þá hefur Jósef verið 72 ára og • hygg ég að það sé einsdæmi að 72 ára gamal maður taki sund sprett í kaldri tjöm. — í þetta skipti var Jósef að sækja við sem fara átti tái húsbyggingar innar, en frá Kirkjubóli varð hann að flytja allt byggingar- efni á 'hestum heim til sín að Fannardal. Jósef var enginn vinur Indí ána og eitt sinn sagði hann mér að hann hefði rekið vínbúð vestur þar og umgur Indíáni hefði ’komið og beðið um flösku af víni og þá 'hafi vilj- að svo til, að hann hafi ekki átt neina flösku, og þá hafi hann séð flösku undan stein- olíu og á hana tappaði Jósef vininu. Að nokkurri stund lið inni kom Indíáminn aftur og sagðist hafa fengið svikna vöru. Ég rak hann út, sagði Jósef og ég spurði: „Af hverju gerðir þú þetta Jósef?“ Indíán ar eru ekki menn svaraði Jós- ef. Jósef gaf móður minni mynd af sér í hermannabúningi með hnöppum og merkjum, en þar sem myndin var orðin dauf var hún send til Eskifjarðar tii „lækninga". Þessi mynd kom aldrei^til 'baka þrátt fyrir eft- irgrenmslan. Hann igaf móður minni líka hermannabuxumar ef 'hún skyldi geta saumað eitt hvað úæ þeim. Þetta voru blá- ar buxur þröngar um legg og læri, en slóu sér út um öklana. Ég hygig að Jósef hafi aldrei verið ríkur maður, en hann hélt ætíð þannig á spilum að halda mætti að hanin hefði öll

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.