Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1973, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1973, Blaðsíða 13
LOGIN um skyldusparnad Ungmenna hafa reynzt hin þörfustu. Hvort tveggja er að unglingum er vafasamur greiði gerður með því, að hafa allt sitt kaup sem eyðslufé og því miður hýst ég við, að foreldrar séu alltof linir í því að láta ungmenni, sem vinna fyrir sér, greiða eitthvað til heimilisins. Þá heyrist gjarn- an viðkvæðið: „Æ, þeim veitir nú ekki af að nota þetta tál að geta fylgt félög- unum í tízkunni, og skemmt sér dálítið, stráunum.“ Aukin heldur til að kaupa plötur og menningarleg blöð og bœkur, sem þessum aldursflokki hœfa. Aftur á móti gera lögin ráð fyrir, að þegar ungur maður og kona stofna heim- ili og gifta sig, geti þau fengið skyldu- sparnaðarfé sitt greitt, enda þótt þau hafí ekki náð 26 ára aldri. Sömuleiðis eru ýmis önnur undantekningarákvœði í lög- unum fyrir ungt fólk, m. a. vegna náms og er það jákvætt, svo langt sem það nœr. En því vík ég að þessu hér, að ein gloppa er í þessum lögum: einstætt for- eldri — í flestum tilvikum móðir — get- ur ekki fengið skyldusparnaðarfé sitt út- borgað, við fæðingu óskilgetins barns síns og heimilisstofnun þá, sem þeim atburði fylgir. Þetta sýnist mér vera ákaflega hróplegt ranglœti, þar sem heimilisstofn- un er jafn mikið fyrirtæki í sjálfu sér, og stofnkostnaður ámóta hár, þótt annan aðilann vanti á heimilið, þar sem faðir- inn er. Það er vitað mál, aö þessi skyldu- fjársöfnun hefur auðveldað mörgum ung- um hjónum að fá sér þak yfir höfuðið, ef bæði hafa unnið úti um nokkurra ára bil og beinlinis fyrir tilverknað þessara laga hefur ungu fólki venið gert kleift að, greiða til dæmis útborgun í íbúð með þessu fé. Því fæ ég ómögulega skiliö, hvaða akkur þjóðfélaginu er í því að meina ógiftum mœðrum að fá þetta fé reitt fram, þegar þær hafa hug á að stofna heimili fyrir börn sín, áður en þœr éru orðnar 26 ára gamlar, þó svo að þœr œtli sér ekki í húsbyggingu. Og flestar ungar konur sem á annað borð verða fyrir því að eiga börn utan hjónabands eru einmitt yngri en þessi hámarksaldur, sem þarna er ákveðinn. Því neyðast þessar stúlkur oft til aö flytjast inn á foreldra sina með barnið og af því hljóta að skapast ýmis vandræði í fjöldamörgum tilvikum. Og eðlilegra vœri bœði móður og barni, að geta búið um sig frá upphafi og komið undir sig fótunum á eðlilegan hátt. Á allra síðustu árum hefur nokkrum sinnum reynt á þetta ákvæði og óskað eftir, að ógiftar stúlkur fengju skyldu- sparnað sinn greiddan eftir barnsfœð- ingu, hafi þœr sannanlega tök á að festa fé í íbúð eða leigja sér húsnœði fyrir sig og sitt afkvæmi. En þarna vantar sveigjanleika í lögin um hinn ágæta skyldusparnað, sem mér fyndist verðugt verkefni að breytt yr&i hið snarasta. Jóhanna Kristjónsdóttir. tromp á hendi. Sumt fólk trúði þvi að bankastjórinn á Eski- firði væri alltaf dauðhræddur þegar Jósef bar að garði því að ef Jósef sýndist svo gæti hann lokað bankanum hvenær sem væri. Ég heyrði iþað, að hann ætti bankabækur með alls kyns nöfnum og mundu flestar fugla tegundir íslenzkar eiga sína bankabók. Enginn átti að vita hver ætti iþessar foækur nema bankastjórinn og Jósef. Jósef átti til að vera svolít- ið strákslegur og eitt sinn sagði hann mér að hann hafi dustað til náunga einn utan af Nesi, vegna !þess að hann kail- aði hann Jobba og i fávizku minni spurði ég hann hvort það væri Ijótt nafn. Það held ég ekki, það er nóg að þeir geri það á foakið á mér þó ég láti ekki þessa skíthæla upp- nefna mig meðan ég á eitthvað eftir af kröftum í köggium. Jósef sagði, að þegar hann hafi verið ungur, hafi verið borin meiri virðing fyrir felt- um mönnum, en þeim sem hold skarpir voru. Þetta átti að vera vegna þess, að það sýndi, að þeir hefðu nóg fyrir sig og sina. Hann sagðist vera hættur að bera ístru, en móðir mín prjónaði á hann ullarnærpeys- ur, sem voru skósíðar og rúll- aði hann nærpeysunni upp á magann á sér og þá var kom in allsæmilegur magi. Hann sýndi mér oft ýmis dansspor, sem dönsuð vonu um siðustu aidamót og sagði hann að höfðingjum hefði þótt ákaf iega fint að geta vegið döm- unnar á ístrunni á sér. Svona var fyndni Jósefs. Einhverju sinni er ég var inn í Fannardal voru þau að deila Ragnhiidur og hann. Þeim lá ibáðum hátt rómur og hvarugt hafði iöngun til að láta í minni pokann og ég sat í hominu þar sem rottan henn ar Ragnhiidar hafði bústað og rak út trýnið þegar hún viidi fá mat. Mér var nóg boðið, enda aldrei talið mig kjark- menni og aldur ekki hár og tók þá ákvörðun að læðast 'bak við Jósef og komast út og hlaUpa heim. Þetta sá Jósef og sagði við Rænku, eins og foann kall aði hana heima fyrir. Hættu þessu kona, við gerum strák- inn hræddan og síðan sneri hann sér að mér og sagði: „Við Ræn'ka gerum þetta oft okkur til skemmtunar." Jósef hafði gaman af því að tefla og ég er oft hissa á þvi eftir á hvað hann gat oft eytt miklum tíma í það að tefla við strák, sem kunni vart mannganginn. Þau Ragnhildur og Jósef komu að jafnaði á jól um til jólafagnaðar út að Kiikj ubóli og ' kátari og skemmtiiegri gesti foef ég varla þekkt. Ragnhildur söng mikið fyrir okkur krakkana. Hún hafði líert að spila og syngja, þegar hún var í Reykjavik. Jósef og Ragnhildur áttu vel saman þvi bæði vildu lyfta hug um sínum hátt yfir hversdags leikann, svo hægt væri að bera hann með góðu móti. Ég man, að við krakkarnir þurft- um oft að horfa út þegar þeirra var vænzt á jölum og kom þá Jósef ríðandi, en Ragn hildur gangandi og svona mun líf þeirra hafa verið. Margir héldu, að Jósef væri trúlaus, en svo var ekki, þó að hann veifaði ekki tiifinningum sínum framan í fovem mann. Hins vegar hafði hann mjög gaman af að þjarka um trú- mál og eitt sinn sagðist hann hafa farið þrisvar til þess að hlusta á sama erindið hjá Har- aldi Níelssyni og sagðist hann aldrei hafa hlustað á annan eins gáfumann eða glæsilegri persónuleika og jafnvel iþó að allt hefði verið tóm vitleysa sem hann hafði haft fram að færa hefði það orðið að speki, þegar Haraldur foefði verið búinn að túlka það fyrir áheyr endum. Ég minnist ekki þess að Jósef hafi verið hrifnari af öðrum manni fremur en Har- aldi Nielssyni. Afi minn Sveinn Guðmunds- son gaf mér Biblíu frá árinu 1858 og er hún merkileg bók, líka fyrir það að síðustu æviár sín hafði Jósef þessa bók að láni og veit með vissu að foann las mikið í henni, en ég gæti samt bezt trúað, að hann hefði haldið mest upp á Tómas. Hann hefði óskað sér þess að þreifa á og trúa svo. Síðustu ævidaga sína dvaldi Jósef helsjúkur hjá þeim fojón um Kristjönu Magnúsdóttur og Bjarna Jónssyni Skorrastað og þangað var hann borinn af vin veittum sveitungum. Hann fann dauðann nálgast í októ- ber 1946. Þá bað hann um leyfi til þess að hafa hund sinn undir rúminu, meðan hann væri að deyja. Hann dó sem foöfðingi fojá góðu fólki. Sveinn Guðmundsson. Kaf li úr óprentaðri skáldsögu Framh. af bls. 7 ' ið? Hyar sem iguð er staddur, þá er það sem gerist í álheimi svo lengi að berast til hans, að hann getur ekki vitað um það fyrr en þá löngu seinna, og þá getur hann ekki vitað allt sem gerist." „Guð notast ekki við spen- dýrsheila eins og við, sonur minn,“ sagði yóginn Góvinda rölega. „En það er ekki til meiri hraði en Ijóshraði, Gúrú.“ „Óendanlega meiri hraði, sonur minn.“ „Hvaða foraði?" „Kyrrstaðan, sonur minn.“ „Hvernig, Gúrú?“ Gamli maðurinn hélt áfram með rólegum þunga. „Það er ekki hraði ljóssins, heldur kyrrstaðan sem er hinn mesti hugsanlegi hraði, — hinn algeri hraði.“ Tara horfði 'á hann agndofa. „Kyrrstaðan, hinn algeri hraði, Gúrú?“ spurði hann ringlaður. „Já sonur minn.“ „En ég skil þig ekki, Gúrú.“ „Á yfirborðinu er þetta auð- skilið, sonur minn. Horfðu á þennan spörfugl þarna.“ „Já, Gúrú.“ „Hugsaðu þér að hann gæti farið um aila jörðina á einu sekúndubroti.“ „En það getur hann ekki, Gúrú.“ „Nei, ekki hann, sonur minn. En hugsaðu þér að hann gæti það, Hvar væri hann iþá á þessu broti úr sekúndu?" „Hann væri alls staðar," svaraði Tara aftir nokkra ihug un. „Alls staðar á þessum sama tírna?" spurði Góvinda. „Já. Hann yrði þá alls stað- ar á jörðinni, svo að segja á sama tíma.“ „Það er rétt, sonur minn.“ „En Gúrú, væri þetta ekki mjög furðulegur fugl?“ Gamli yóginn virtist ekki heyra þessa spurningu en foélt áfram. „Hugsaðú þér nú, sonur minn, hinn mesta hraða." „Já, Gúrú.“ „Hugsaðu þér eitthvað, sem fer á mestum hugsanlegum hraða um allan alheiminn."1 „Þú átt við, að slíkur hlut- ur væri þá samtímis á öBum stöðum í aUheimi?" Góvinda kinkaði koili til samþykkis. „Það er rétt, sonur minn. Á öllum stöðum í alheimi yrði þessi hlutur. Og hvar sem hann væri, væri hann hér og nú.“ „Hér og nú?“ „Já, sonur minn, hér og nú.“ Ungmennið velti þessu fyrir sér og horfði á öldunginn dökkum spyrjandi augum. „En hlutir fara ekki með slíkum hraða, Gúrú. „Ég er ekki að tala um hluti sonur minn. Ég er að tala um vitund. — Vitund hins algera hraða." Nú var það Tara, sem horfði út i fjarskan eins og hann sæi nýja sýn. „Ég held að ég skilji, Gúrú." „Nei, sonur minn.“ „Nei“ „Við skiljum þetta ekki, son- ur minn. Ekki í naun og veru.“ „Ég skil þetta með hraðann, en foann er ekki kyrrstaða?" „Hvað er kyrrstaöa, sonur minn?“ „Að eitthvað stendur kyrrt!" „Ef eitthvað stendur kyrrt hjá okkur, fovar segjum við þá að það sé?“ „Nú, — hér.“ „Og hvenær segjum við að það sé?“ „Núna.“ „Þetta sonur minn, er það sem kyrrstaða merkir. Hún merkir hér og nú. Þegar eitt- hvað fer svo hratt, að það er alls staðar samtímis, þá hættir tíminn að vera til og einnig rúmið. — Þegar vitund nær hinum algera hraða, verður hún vitund guðs. Og i vitund guðs er allt hér og nú. Þessi brot sem við röðum saman og köUum tíma og rúm eru þar ekki lengur.“ „Og ekki heimur mannsins, Gúrú?“ spurði Tara. „Heimurinn breytist með breyttum foraða, sonur minn. Heimar ígulkers, fisks og fulgs eru þrír ólíkir heimar. Hver heimur er eins og eðli þess, sem skynjar hann.“ „Og guð hefur alvitund?" „Já, sonur minn.“ „Hann vissi það í raun og veru, ef þessi spörfugl félli til jarðar?“ „Já, sonur minn.“ „Ég get ekki ímyndað mér slíka vitund, Gúrú.“ „Það getur enginn, sonur minn, skilið slika vitund. AUt er innan hennar. Einnig allur máttur.“ „Þetta gerir mig hálf ruglað an, Gúrú.“ „Hugsaðu ekki of mikið um það, sonur minn.“ „En þetta er leiðin til að þekkja guð?“ Tara tU undrunar rak yóg inn Góvinda tupp hlátur. „Allar leiðir liggja til hans, sonur minn,“ sagði hann. —- „En það er betra að ganga með honum í kvöldsvalanum, en að þekkja hann sem stærðfræði- lega jöfnu."

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.