Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1973, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1973, Blaðsíða 7
GUNNAR DAL KAFLI UR ÓPRENTAÐRI SKÁLDSÖGU (Yóginn Góvinda ræðir við ungmennið Xara Mathúr, sem snýr heim í þorp sitt að námi loknu til að framkvæma grænu byltingima). Ungmennið Tara Mathúr virti gamla yogann fyrir sér um stund, þar sem hann sat fyorir framan hann sviplaus og stjarfur. „Gúrú, þú sagðir seinast, að maðurinn yrði að þekkja guð til að 'þekkja sjálfan sig. Og þú sagðir áður, að maðurinn yrði að þekikja sjálfan sig til að þekkja guð. Er þetta etoki allt leikur að orðum?“ Yóginn Góvinda ileit etoki á hann en svaraði með lágri hljómiausri röddu. „Það er ekki aðeins leikur að orðum, sonur minn.“ Tara hristi höfuðið þrá- kelknislega. „Ég gæti skilið þig, ef þú segðir að guð væri í góðum verkum,“ sagði hann. „En hvemig er hægt að finna guð með því að sitja hér og hafast ekkert að?“ Góvinda var jafn mjúkmáll og áður. „Þetta er ekki erfitt að skilja, sonur minn. Það getur enginn skilið guð, nema guð- inn í okkur sjálfum. Maður- inn verður fyrst að ná sam- handi við hann og láta hann taka við stjórninni og dýsa sig upp, svo að fáfræði mannsins hverfi." Tara Mathúr leyfði sér að brosa og það vottaði fyrir kald'hæðni I brosi hans. „Ef hann er til Gúrú!“ „Hann er til, sonur minn,“ svaraði öldungurinn án frekari skýringa. Ungi maðurinn hleypti brún um. „Hver getur vitað það?“ spurði hann. „Sjáendur og helgir menn.“ „Þeir segja það. En hvemig get ég vitað það?“ „Hvorki áf bókum, sonuir minn, né vegna orða minna.“ Tara Mathúr bandaði frá sér. „Mig grunar að þetta sé allt saman ímyndun. 1 hreinskilni sagt, ósatt. Hrukkurnar í andliti öld- ungsins dýpkuðu. „Það halda allir græningjar, sonur minn,“ svaraði hann og svipur hans léði orðunum óvæntan styrk. „En líttu fram- an í Krist, Budda, Lao Tze, alla spámenn og hina helgu menn jarðarinnar. LeStu orð þeirra og skoðaðu verk þeirra. Þeir eru sammála um allt, sem mestu máli skiptir. Farðu nú heim til þín og spurðu sjálfan þig í einrúmi, hvort þér finn- ist líklegt, að þeir séu allir lyg arar og hræsnarar eða þá geð- bilaðir menn. Hvers vegna skyldu þeir ekki segja satt? Athugaðu því næst sálar- ástand og verk þeirra, sem of- sækja þessa menn, hæða þá og spotta þá, og níða þá lifandi og dauða." „Dauða, Gúrú?“ „Frj’áisa, sonur minn.“ „En æruverðugi Gúrú. Get ég séð með augum þeirra? Hvernig á ég að trúa þessu, ef það er ekkert í mér, sem bend ir til 'þess, að guð sé til?“ Nú leit gamli yóginn í fyrsta sinn framan í Tara. Hann þagði drykklanga stund eins og 'hann væri að velta spurn- ingunni fyrir sér. Svo sagði ■hann. „Þú spurðir um guð, sonur minn?“ ,.Já?“ „Hvers vegna spyrðu um guð?“ „Þetta er áleitin hugsun hjá öllu fólki býst ég við,“ sagði Tara. „Hefur þú þráð að þekkja eitt hvað hærra en sjá'lfan þig? Æðri forsjón? Guð?“ „Já, en hvað sannar það, Gúrú?“ „Væri ég þyrstur sonur minn, ef hvergi væri til vatn?“ „Nei, líklega ekki.“ „Og svangur, ef hvergi væri til matur?“ „Auðvitað ekki.“ „Héfur þú einhverja verald- lega löngun, sem beinist að ein hverju sem ekki er til?“ „Nei, nei, líklega ekki.“ Yóginn Góvinda brosti sínu lítilláta brosi og hélt áfram. „Nei, sonur minn. Menn hafa ekki heldur andlega löngun, sem beinist að engu. Af hverju stafar þessi þrá eftir guði? Hvers vegna hafa allir þessa tilfinningu, að þeir séu að biða eftir einhverju mikilvægu, ef þeir hafa einskis að bíða?“ „Ég hef ekki hugsað um það, Gúrú. En sá sem skrifaði, „Beðið eftir Gódó“, virðist hafa gert það.“ „Ekki þekki ég þann mann,“ sagði yóginn Góvinda, „en hitt veit ég, að þessi þrá, sonur minn stafar af þvi, að við erum brot af stærri heild. — Og einnig þú ert brot áf stærri heild en þú heldur.“ „Hvaða heild, Gúrú?“ „Mannkyni, sem er tengt öilu lí'fi, hnétti, sem er tengd- ur sólkerfi, sóikerfi, sem er tengt alheimi. — Við erum brot af alvitund, sonur minn.“ „Og þessi alvitund er guð?“ „Já, sonur minn.“ Tara Mathúr virtist ekki viss í sinni sök. „Kannski hefur maðurinn samt einskis að bíða, Gúrú?“ „Og kannski er það stórkost legra en hann grunar, sonur minn.“ Tara hristi aftur höfuðið og breiddi úr grönnum fingrum. Hvað vissi Góvinda um efnis- leg vísindi? „Guð getur ekki vitað allt sem gerist í alheimi,“ til- kynnti hann afdráttarlaust. „Hvers vegna ekki, sonur minn?“ „Veizt þú Gúrú, að það get- ur ekkert farið hraðar en Ijós- Fnamh. á bls. 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.