Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1973, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1973, Blaðsíða 4
PEHR GYLLEN HAMMAR Vikuritlð Veckans Aííarer kaus hann Mann ársins í sænsk um iðnaði, Time birtí mynd af honum á forsíðu og taldi hann með hlnum „ungu ljónum“ með- al forustumanna í stórfyrirtækj um Evrópu. Og innan Svíþjóð- ar er hann almennt við- urkenndur sem gáfaðasti leið- togi viðskiptalífsins. Hver er maðurinn? Hann heitir Pehr Gustav GyUenhammar, og hann varð hverju mannsbami kunnur í heimalandi sinu, Sviþjóð, þeg- ar hann tók við yfirstjóm í stærsta iðnfyrirtæki Norður- landa, Volvo-bUaverksmiðjun um. l>að var á síðasta ári og GyUenhammar var aðeins 37 ára gamaU. En hvers vegna vakti GyU- enhammar slika athygU? Mannaskipti hjá stórfyrirtækj- um eru tíð og hjá Volvo kom- ast menn á eftirlaunaaldur um sextugt. Ástæðan er m.a. sú, að Sviar era stoltir af Volvo og að vita deUi á forstjóranum þar er jafn sjálfsagt og að þekkja nafn forsætisráðherrans. Auk þess hafði Gyllenhammar vak- ið athygU með bók um fjár- málastefnur og þjóðfélags- vandamál, sem lauslega þýtt bar heitið: „TU aldamótanna — einhvem veginn.“ Pehr Gustaf GyUenhammar telst gagnmenntaður maður; nám hans var þó engan veginn miðað við forustu í stóriðnaði. Hann lagði stund 4 lögfræði við háskólann i Lundi, stund aði framhaidsnám i alþjóðarétti og sjórétti við London Univers- ity, vann um tima hjá lög- fræðifirma í New York og þessu til viðbótar má telja árs dvöl og nám í Centre d’Études IndustrieUes í Genf. GyUenhammar talar reip- rennandi ensku og aUvei bæði þýzku og frönsku. Sá undir- búningur sem hann hafði, var mjög í aðra átt en hjá flest- ölium iðnaðarforetjóram Norð- urlanda. Athugun hefur sýnt, að yfirgnæfandi meirihluti þeirra hefur verkfræðimennt- un. Það kom lika á daginn að Gyllenhammar ætlaði ekki að stjórna eftir regium gærdags- ins. Hann er heimspeki- lega sinnaður, sér hlutina i víðu samhengi og var frá upp- hafi ákveðinn i að stokka upp spiUn. Ekki svo að sldlja að Pehr Gustaf kæmi beint frá prófborðinu í forstjórastóUnn. Að námi loknu réðst hann tU starfa hjá sænsku tryggingafé- Iagi og varð síðar forseti Skandia, sem er stærsta trygg- ingafyrirtæki á Norðurtöndum. Trúlega hafa þeir hjá Volvo talið meira en Utið í hann spunnið, fyrst hann var beðinn um að taka við stjórnartaum- unum, maður sem aldrei hafði nærri bílaiðnaði komið. Bíla- verksmiðja er einhver flókn- asti rekstur sem um getur; að- alverksmiðjurnar í Torslanda við Gautaborg em staðurinn, þar sem þræðirnir renna saman og bUamir verða ttl. En fram- leiðslan er hingað og þangað um landið og sumt er keypt erlendis frá. I bílaiðnaði verða að koma til skjal- anna ótal málamiðlanir, einkum til þess að framleiðslan verði samkeppnishæf á helmsmark- aðnum. í einu tUUti hafa Volvo- verksmiðjumar neitað mála- miðlunarlausnum: öryggis- sjónarmlðið er sett ofar ÖUum öðrum kröfum og auðvitað kostar það, að Volvo verð- ur mun dýrari fyrir vildð. Hjá Volvo er litið á það sem frá- leita framkomu gagnvart kaup endum að koma með nýtt módel á hverju ári og elta tízkustefn- ur í hönnun. Gerðirnar era miðaðar við 5 ár að minnsta kosti og í útlitinu er reynt að ná því sem Svíar kalla „tidlös elegans". Pehr Gustaf GyUenhammar hefur ekki i hyggju að breyta neinu af þvi sem hér er taUð. En ymsar hugmyndir hans að öðru leyti em byltingarkennd- ar. Á fyrstu 16 mánuðunum í forstjórastóU setti hann 3 milljarða isl. króna i endurbæt ur á verksmiðjunum — ekki sem framleiðslutæki — heldur sem umhverfi hins vinn- andi manns. Hann lét setja upp gufubaðstofur, borðtennissaii, kaffistofur, sundlaugar og bókasöfn. Að auki setti hann 5 milljarða ísl. króna í tvær viðbótar verksmiðjur, sem verða fuUbúnar 1974. Þær munu marka tímamót, ekki bara hjá Volvo, heldur í nú- tíma bilaiðnaði. I stað færi- bandavlnnunnar (Assembly Line) þar sem maður ger- ir sama handtakið alia vaktina, koma 20 manna vinnuhóp- ar. Slikur hópur tekur að sér og ber ábyrgð á ákveðnum hluta bUsins, t.d. hemlakerfi. Við það eykst fjölbreytni vinn unnar til mikilla muna, en auk þess eiga menn að ganga milli vinnuflokka og kynnast þar með mörgum hliðum á fram- Ieiðslunni. Frá stóru bilaverksmiðjunum í Detroit, þar sem peningasjón- armiðin ein ráða, hefur heyrzt, að þessi aðferð muni ekki henta þar. Hitt er þó taUð vist, að vinnuafUð, bílaiðnaðarmennirn ir, muni þvinga fram þessa breytingu sem þátt i mannsæmandi Ufskjörum. Gyllenhammar hefur i byggju að auka atvinnu- lýðræði og hefur hann nú tek- ið tvo menn úr röðum iðnað- armanna í 12 manna stjóm Volvo. Hann hefur gengið fram í að útrýma einkaskrifstofum, látið rífa niður skilveggi og skipulagt „opin“ vinnusvæði til að stuðla að mannlegum sam- skiptum á vinnustað. Sízt af öllu hefur GyUen- hammar þá-hugmynd, að það sé merkilegt takmark í sjálfu sér að framleiða einkabíla. Og þar eru ekki margir bílaforstjórar sammála honum. Gyllenhammar hefur sagt: „Ég held ekki að það væri slæm hugmynd að banna einka- bíla í I»orgum. Bilar eru að kæfa borgir og þorp. Bilafram- leiðendur ættu að vinna með yfirvöldum i þá veru að finna samgöngulausn, sem komið gæti í stað bilsins. Og bíiaframleið- ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.