Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.1973, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.1973, Blaðsíða 5
Fróðlegt er aö athuga skrif Þjóðviljans. um landhelgismálið, varnarmálin og aðild- Ína að Atlantshafsbandalaginu vikuna 17. til 23. júní. Dylgjur, hálfsannleikur, vís- vitandi rangfærslur eða yfirþyrmandi vanþekking einkenna skrif blaðsins, um leið og skriffinnarnir reyna að ófrægja Geir Hallgrimsson og sýna fram á skoð- anakúgun innan Sjálfstœðisflokksins. Erfitt er að sjá, hvaða tilgangi þessi skrif þjóna, þau eru a.m.k. ekki $il þess fallin að efla einhug meðal þjóðarinnar. Ef ráðamenn $.lþýðubandalagsins og skriffinnar þeirra á Þjóðviljanum halda, að þeir efli þjóðar- eininguna með því að ala á þeim rógi, að Sjálfstœðisflokkurinn standi ekki einhuga að baki útfœrslu landhelginnar, ráða ann- arleg sjónarmið meiru hjá þeim en viljinn tiil að leysa landhelgisdeiluna. 17. júní skrifar Magnús Kjartansson grein um varnarmálin í Þjóðviljann. Þar ítrekar hann m.a. þá röksemd, að ísland skuli vera varnarlaust, vegna þess að „bandarísk stjórnvald hafa sjálf verið að leggja niður herstöðvar víðg um lönd á' undanförnum árum“. Traust ráðherrans á ráðamönnum í Pentagon er mikið, ef hann ætlar þeim sjálfdæmá um það, hvort ör- yggi íslands er tryggt eða ekki. Sjálfur hefur ráðherrann aldrei gert þjóðinni grein fyrir því, hvernig' hann vill að vörn- um landsins sé háttað. Um hlutverk varn- arliðsins í landhelgisdeilunni segir ráð- herrann: „Dátarnir á Miðnesheiði eru hvorki látnir hreyfa legg né lið þótt ís- léndingar séu beittir hernaðarofbeldi, full- veldi þjóðarinnar skert og traðkað á ís- lenzkum lögum. Þess í stað er flugstjórn- armiðstöðin á Keflavíkurflugvelli notuð til þess að leiðbeina brezku njósnaflugvél- unum, sem dag hvern snuðra yfir fiski- miðum okkar.“ í framhaldi af þessum fullyrðingum œtti ráðherrann að gera þjóðinni grein fyr- ir því, hvað ríkisstjórn íslands hefur gert til þess að fá varnarliðið á Keflavíkur- flugvelli til að skerast í leikinn í land- helgisdeilunrii. 1 bréfi ríkisstjórnarinnar til Atlantshafsbandalagsins var hvergi minnzt á varnarliðið, sem starfar hér í umboði bandalagsins. Ríkisstjórn íslands verður að hafa frumkvœði að aðgerðum varnarliðzins, bæði gagnvart Atlantshafs- bandalaginu og herstjórn Bandaríkjanna. Ef ríkisstjórnin œtlar yfirstjórn varnar- liðsins sjálfdœmi um það, hvenær afli liðsins er beitt, bregst hún þeirri megin- skyldu .sinni að fara með œðsta vald í málefnum þjóðarinnar og ríkisins. Full- yrðing ráðherrans, um að flugstjórnarmið- stöðin á Keflavíkurflugvelli sé „notuð til. þess að leiðbeina brezku njósnaflugvélun- um“, hittir aðeins ráðherrann sjálfan og samráðherra hans. Öll flugumferðarstjórn. á hafinu umhverfis ísland er í höndum starfsmanna íslenzka ríkisins. Vinni þeir störf, sem brjóta í bága við íslenzk lög, á ríkisstjórnin að sjálfsögðu að koma í veg fyrir það, en bera ábyrgðina ella. Eftir að ráðherrann hefur þannig höfð- að til Bandarikjanna og stefnu þeirra í varnarmálum og ráðizt á íslenzka flugum- ferðarstjóra og brigzlað þeim um landráð, snýr hann sér að andstœðingum sínum og ávarpar þá af hógvœrð og kurteisi ein$ og við var að búast, hann segir: „tilfinn- ingalíf þeirra hefur reynzt bundnara bandarískum valdsmönnum og NATO en eðlilegum íslenzkum viðhorfum.“ Stefnu Morgunblaðsins lýsir hann þannig: „og þær landráðakenningar birtast í Morgun- Framhald á bls. 15 suður. Þar voru Hróastaðir byggðir upp. Þeir voru reistir á' hrói, og heitir bærinn því Hróstaðir, en vegna þess að Hróastaðir falla betur að málvenju, er það haft svo." — „Þarna (í Þorsteinsstaða- tungu í Þistilfirði) byggði Þorsteinn Eiríksson sér bæ 1850, og var búið þar til 1884. Bærinn stóð austan til í tungunni og hét Þorsteinsstaðir.'' Rétt er að halda til haga hugmyndum heimildar- manna um staðsetningu eyðibýla, fyrnar bæjarrústir, tilfærslu Staðsetning byggðar o. s. frv. Dæmi: „Vestan við Dagmálarásar er hóll, nú eyðibýla orðinn að túni, og heitir Dagmálaholt. Þar eru mestar líkur til, að verið hafi bærinn Saridholt (á Mýrum), sem getur um í Mann- tali 1703, enda sýnast bæjarrústir framan í holtinu." Hér til heyra einnig örnefni dregin af atburðum, t. d. slys- Atburðir förum. Dæmi: „Venjulega helzt opin vök suður við landið beint á móti bænum (í Berufirði). Það eru átur þar í leirunum. Presta- vök er hún kölluð. Þar drukknaði séra Árni Skaftason 16. febrúar 1809. Hann var prestur á Hálsi og ætlaði að heimsækja Guð- mund, bróður sinn, sem þá var þrestur í Berufirði." I þriðja lagi eru upplýsingar, sem varða atvinnu- og þjóðhætti. Atvinnu- og Dæmi: „Heim frá Leitishvolfi kallast Veturlönd; þótti þar gott þjóðhættir beitiland á vetrum." — „Rétt niður af (Mógröfum) eru þrjár tjarnir nefndar Smértjarnir, (og er) gott beitiland í kringum þær." — „Könnunarsteinn, mun það nafn upprunnið frá smölum í Botni, sem könnuðu þar fé sitt." - „Heiman við Kríuvötn er holt nefnt Hálffari, þar sem talin var hálfnuð leið úr Tungu í Kollsvík." Sérstaka áherzlu er rétt að leggja á að skrá glöggar upplýsingar um örnefni, sem geyma vitnisburð um atvinnuhætti og aðra þjóðhætti, sem nú eru horfnir úr sögu eða eru að hverfa. Dæmi: „Sel... þar var sel frá Kvennabrekku; seinast hafði þar í seli Sveinn, er síðast bjó á Kolsstöðum, um 1892. Haft var í seli frá Fellsenda til 1904 (líklega), og er það seinast í Suður- Dölum." - „Fyrir sunnan Kvíaholtsmýrina er holt, sem Kvía- holt heitir; mun holtið hafa fengið nafnið af kvíum, sem eru á holtinu og ær voru nytkaðar í á sumrum. Á hverjum bæ voru til kvíar, því að alstaðar (undantekningarlaust) var fært frá (lömbin tekin frá ánum) fram til 1900. Eftir þann tíma fóru ýmsir að hætta að færa frá ..." — „Suður af Staðará fram af bænum í Einholti er Ullarhólmi. Hann dregur nafn af því, að þar var þvegin ull í tjörnum." - „Fyrir norðan mýrina, rétt við vesturhorn Bæjarborgarinnar, er hóll, sem Kiðhóll heitir. Á hól þessum hafði lengi staðið kofi, sem kiðfé var hýst í. Síðan kofi þessi lagðist í auðn, munu vera um 60 ár og jafnlangur tími, síðan kiðfé hefur verið ræktað í Arnarbæli (á Fellsströnd)." - „Norðan við bæinn (í Arnardrangi) er Kornbali; þar var íslenzka kornið barið úr stöngunum." — „Mylluskurður heitir skurður- inn, er rennur útnorður úr Laxárholtsvatni og í sjó fram. Þar var kornmylla." — „Tvídýnuholt; þar hefur verið torfrista góð og tvídýnurnar þurrkaðar á holtinu." - „Út af Moldöxl við Una- læk eru Neðrikolabotnar og Efrikolabotnar . . . þarna eru víða kolagrafir." - „Gildruhóll er miðja vegu uppi í hlíð. Sést þar móta fyrir hleðslum eftir gildruna." - „Vestan í Kvíanesi, ör- stutt frá vatninu, er lítill hóll, heitir Kallhóll. Er hann beint á móti bænum á Úlfljótsvatni, og hefur trúlega verið staðið þar, þegar kallað var á ferju yfir vatnið." Ekki má gleyma örnefnum, sem dregin eru af þjóðháttum og tækni 20. aldar, og upplýsing- um um þau. Dæmi: „Ranhólagötur byrja sunnan í svonefndu Símaholti . . . Yfir það liggja símalínur." — „Stangarhóll dregur nafn af, að þar var fyrst reist útvarpsstöng í Hvammssveit." - ✓ „Ur því (Hestagili) kemur Rafmagnslcekur; heitir svo nú, því að hann var mældur til virkjunar." Gott er að gera sér að reglu að spyrja sérstaklega um horfna atvinnuhætti og aðra þjóðhætti, þegar örnefnum er safnað, spyrja t. d. um sel, kvíar, stekki, stöðla, beitarhús, ullarþvott, kornmyll- ur, veiðiaðferðir, ferjustaði, vöð, varir o. s. frv., eftir því sem við á, því að við slíka eftirgrennslan geta rifjazt upp gömul ör- nefni og ýmis merkilegur fróðleikur, sem þeim kann að vera tengdur. Áherzla skal lögð á að greina aldur og tilefni örnefnis eins Aldur og tilefc nákvæmlega og unnt er. Dæmi: „Á suðurhlið eyjarinnar (Bæj- greint areyjar í Akureyjum á Gilsfirði) er bátadokkin, og nefnist hún nákvæmlega Steingerður og nafnið klappað í stóran stein í hleðslunni. Séra Friðrik Eggerz lét gera Steingerði á árunum 1854-1861." Fnanih. á bls. 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.