Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.1973, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.1973, Blaðsíða 4
! ■Landslag og náttúrufar Lega Lögun Gróður UPPRUNI OG MERKING ORNEFNA í Leiðbeiningum um örnefnaskráningu eftir Þórhall Vil- mundarson, prófessor, sem Örnefnastofnun Þjóðminja- safns gaf út fyrir skömmu, er m. a. farið fram á, að ör- nefnasafnarar skrái upplýsingar sem varpað geti Ijósi á merkingu örnefna. Eru tekin allmörg dæmi um þess hátt- ar upplýsingar, og eru þau flest sótt í örnefnaskrár stofn- unarinnar, en nokkur í árbækur Ferðafélags íslands. Kafli þessi er birtur hér á eftir, og væntir Lesbókin, að mörgum þyki hann fróðlegur Skrá skal hvers konar upplýsingar, sem varpað geta Ijósi á ör- nefni, uppruna þeirra og merkingu. Kemur þar margt til greina, og má í fyrsta lagi nefna upplýsingar um örnefni, sem dregin eru af landslagseinkennum og náttúrufari. Hafa ber í huga, að oft felast samlíkingar í slíkum örnefnum (líkingarnöfn). Stundum ræður lega eða afstaða nafni, og skal þá lýst stað- háttum. Dæmi: „Uppsalir (í Hálsasveit)... Bærinn, sem nú er verið að flytja niður að vegi, stendur það hátt, að nafnið verður auðskilið." - „Hurðarbak (á Ásum) er í hvarfi bak við Meðal- heimsbungu." Ornefni eru oft dregin af lögun landslags, og er þá oft um samlíkingu að ræða. Dæmi: „Ornefni í Hestfjalli, sem mörg benda til, að fjallið hafi verið eftir lögun sinni kallað Hestfjall, eru eftirfylgjandi: Snoppa og Snoppudalur, Hesteyru ..." - „Gölt- urinn, hvítur stór mosaklettur í miðri hlíð niður að vatninu. Sagt er, að bærinn Göltur beri nafn af kletti þessum, þaðan líkist hann liggjandi gelti." - „Eitt þeirra (Krókavatna) er Handleggsvatn kallað sakir lögunar sinnar, því að það er eins og ölnbogi í lag- inu." — „Austasti múli fjalls þessa (Heiðnafjalls) . . . verður að háum og sérkennilegum klettahaus, sem dregur nafn af lögun sinni og nefnist Kofri." - „Austan undir Einhyrningi er dalverpi lítið með mörgum smáhólum og skálum. Dalverpi þetta kallast Hrip. Óvíst er, af hverju það nafn er dregið, en sennilegt er, að það sé af því, að á vorin setjast tjarnir í skálar þess. En þær hverfa fljótlega, án þess að afrennsli sjáist; og er því sem dalverpi þetta „leki eins og hrip"." Litur getur og ráðið nafni. Dæmi: „Fyrir sunnan hæðina renn- ur gil niður í ána með háum bökkum, og eru rauðaskriður víða í þeim; heitir það Rauðsgil." — „Bláfen er í suðaustur frá Kringlu; þar er blástör í síkinu." Litarnöfn geta einnig verið líkingarnöfn. Dæmi: „Hún heitir Mjólkurá, og dregur hún nafn af því, að hún fellur svo bratt, að hún hvítfyssar öil og er því af sjó að sjá eins og mjallhvítt band yfir þvera ströndina." - „Yestan undir henni er Silfra, gjá, sem svo heitir, sennilega vegna hins silfur- tæra vatns, sem í henni er." Örnefni geta verið dregin af hávaða: árnið, fossadrunum, brim- gný, gosdynkjum, vindgnauði, bergmáli - eða á hinn bóginn af þögn. Lýst skal aðstæðum í slíkum tilvikum. Dæmi: „Hljóða- klettar . . . Er móbergið í þeim sorfið ýmislega af veðri og vatni . . . Víða eru gapandi hellar. Vegna þessarar lögunar bergmálar ákaflega í klettunum, og af því draga þeir nafn sitt." Ornefni eru stundum dregin af jarðmyndunum, bergtegund- um, jarðeldum, hverum eða öðrum jarðfræðilegum fyrirbærum, og er þá rétt að geta þess. Dæmi: „Upp af Brattagerði (í Fljóts- dal) í Brattagerðislæk hinum fremri er foss, sem heitir Hall- steinsfoss, dregur nafn af hallandi stuðlabergi." - „f Glerhalla- Litur Hljóð Jarðmyndanir Dýralíf Þdrhallur Vilmundarson að vinnu við Ijósborðið. vík (á Reykjaströnd) er mikið um glerhalla (þ. e. draugasteina, kalsedón) . . ." Þá geta verið mjög gagnlegar upplýsingar um örnefni dregin af gróðurfari. Dæmi: „Fyrir sunnan hann (Tveggjalambahólma) er hólmi, sem Loðvík heitir; mun hólminn draga nafn af vík, sem er sunnanvert á honum; vex þar mikið af stör, og er víkin vana- lega mjög loðin." - „Uppi undan henni eru Gullbringur, en svo heita snarbrattar brekkur í hlíðinni, og er þar mjög lyngi vaxið, og vaxa þar krækiber, bláber, aðalbláber, hrútaber og fleiri berjategundir og þroskast þar í góðum sumrum undrafljótt." Upplýsingar um gróðurfarsbreytingar eru og mikilsverðar. Dæmi: „Mikill lynggróður er sums staðar á Fellinu, og hríslendi er þar talsvert, sem bendir á skógargróður á fyrri öldum, enda er enn kallaður Kappastaðaskógur vestan í Fellinu; er mælt, að þar hafi áður-verið skógur, og má enn finna þar í móunum bjarkargróður, ef leitað er með gaumgæfni." Sama gildir um upplýsingar um örnefni dregin af dýralífi. Dæmi: „Lómshólmi heitir lítill hólmi heiman til í vatninu; þar verpti stundum lómur." Vert er að gefa sérstakan gaum að breytingum á dýralífi. Dæmi: „Þegar ég var ungur, verpti örnin í Arnarhólma á Strýtukletti. Örnin veiddi silung og lax í vatn- inu (Álftavatni) . . . Eitt sinn bjó bóndi á Torfastöðum, sem Guðmundur hét Loftsson. Hann rændi örnina í hólmanum tveimur eggjum, fór með þau á Eyrarbakka og seldi Nielsen verzl- unarstjóra þau á tvær krónur. . . . En eftir þetta verpti örnin aldrei í hólmanum, en flutti sig í ógenga hamra í Langabás í fjallinu." - „Skollaborg er fyrir vestan Nónhæðarflóann. . . . Austan- og sunnanundir borginni eru urðir, sem tófur grenjuðu (gutu yrðlingum) í; hafa þær nú fyrir mörgum árum flutt sig þaðan með öllu." Sum örnefni eru dregin af veðurfari. Dæmi: „Á fjallstungunni milli Hvítadals og Hvammsdals (í Saurbæ) er lllviti hæstur og ber nafn með rentu, að því er Saurbæingar segja." í öðru lagi eru upplýsingar, sem varða sérstaklega byggðar- Byggðarsaga sögu, svo sem úpplýsingar um nöfn eyðibýla. Dæmi: „Á rústum þessa sels (Yztasels í Axarfirði) var síðar byggt Staðarlón... en það fór í eyði vegna sandfoks 1858. Var svo flutt um 2Vi km Veðurfar ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.