Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1973, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1973, Qupperneq 2
mmÆM Kanselliið eða Rauða byggingin á Slotshólma var byggð árin 1716-1721. Húsið er í barokstíl, gert af rauðum múrsteini á granitsökkli. Samanlögð lengd hússins er 144 metrar i þremur álmum norður-austur-Suður. Listaverkið á framhlið þess er eftir J. Sturmberg, brjóstmynd úr marmara af Friðriki VI, fallbyssum hans, orrustufánum og skjaldarmerki. Húsið er hið ytra nær alveg í upprunalegri mynd. í þessu húsi var stjórn allra mála íslands í tvær aldir. Til hliðar sér á Kristjánsborgarhöll, aðsetúr þings og stjórnar Danmerkur . og þá afyður umbeðnu suspensation áhrœrandi...." Þœttir um Rentukammer og Kansellí Eftir Braga Kristjónsson i Absalon biskup reisti virki sitt á Slotshólma í Kaupmannahöfn, þar sem áður hét Strandhólmur. Á þessum sögufræga stað voru lengi síðan konungshallir Danaveldis. Á Slotshólma í Kaupmanna- höfn standa nú á litlu svæði margar helztu byggingar i veldi Dana. Þar er Kristjánsborgar- höll, aðsetur þings og stjórnar, firna mikil og þumbaraleg byg- ging, búin fáum nútimalegum kröfukostum. Þar eru Hallarkirkjan," Kon- ungsbókhlaða, Ríkisskjalasafn og Kauphöllin. Safn höggmynda Thorvaldsens. Handrita- og skjaiasafn Arna Magnússonar. Á Siotshólma eru mörg ráðuneytis- hús og hallir, sum þeirra alda- gömul. Safn Thorvaldsens og Kauphöllin eru fagrar byggin- gar, þö ólíkar. Skáhallt gegnt gafli Kaup- hallarinnar er rautt múrsteins- hús, sem i fáu sker sig Ur þessum misgömlu og þunglamalegu byggingum. Þetta er „Rauða byggingin", stofnun, sem fyrrum var á íslandi fremur ræmd sem Kansellíið og Rentukammerið. II Á þessum hluta hólmans var um miðja 17. öld byggt veitinga- og knattleikahús Henriks rentu- meistara Míillers. Fór slík starfsemi þar fram til ársins 1714, þegar kóngur keypti það ásamt fleiri eignum á Slotshólma til að reisa þar hús yfir sín ráðu- neyti. Síðan voru vertshús brotin niður og 1716 til 1721 var Kansel- líið byggt. Höfundur bygging- arinnar var húsameistarinn J. C. Ernst. Hún er í barokstíl, gerð af rauðum múrsteini á granítsökkli. Kostnaður varð um 70 þúsund rikisdalir. Byggingin er stór, þriggja lofta og ris og kjallari. Hún er í þremur álmum: norður, austur, suður. Hvelfdur kjallarinn undir byggingunni er talinn eldri, lik- lega frá tíma knattieikastarfsemi Miillers rentumeistara. Aðalálman, sem liggur með Slotshólmagötu er 60x18 metrar. Norðurálman er 33x18 m og suðurvængurinn 51x11 metrar. í byggingunni voru upphaflega mörg vönduð listaverk á loftum og veggjum, máluð og ofin. Flest hafa þau orðið mannlegri skammsýni að bráð, annaðhvort málað yfir þau eða rifin niður. Nú eru í byggingunum ráðuneyti innanríkis- fjár- og viðskiptamála. III Or þessari gömrii byggingu var öllum málum íslands stjórnað á átjándu og nítjándu öld. Húsið er rautt og mikið og æði þunglama- legt. Yfir framhlið þess er lista- verk J. Sturmbergs; mikil brjóstmynd úr marmara af Friðriki konungi sjetta, fall- byssum hans, orrustufánum og skjaldarmerki konungs. Gengið um innri dyr frá Kristjáns- borgarhöli eru á vegg tvö mikil nægtarhorn og flæða úr þeim gullpeningarnir. Fyrir innan liorn þessi situr nú vörður hús- ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.