Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1973, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1973, Blaðsíða 6
hefði neinn áhuga á barn- inu og hann varð argur, ef hún grét á nóttunni. Hún var ansi óvær í nokkra mánuði, vegna maga- kveisu, svo gekk það yfir, en þá var eins og hann væri búinn að fá einhvers konar andúð á henni. Ári eí'tir að við giftum okkur yátum við flutt i ibúðina og var hún þó ekki alveg búin, en ég vonaði hann myndi verðaduglegri að vinna í henni, þegar við værum komin inn, þótt annað kæmi á daginn. Skömmu seinna varð ég ófrísk aflur og hann varð alveg geggjaður og sagði, að það væri líklega með öðrum en sér. Auðvitað kom það ekkert til mála, því að ég var aldrei með öðrum, þótt hann væri vit- laus úr afbrýðisemi, ef ég svo mikið sem brá mér tií vinkvenna minna, ég tala nú ekki um. ef hann kom þangað sem ég vann og sá mig á tali við vinnuf.élaga mina, sem voru karlkyns. Samkomulagið fór hríð- versnandi, meðan ég var ófrísk í þetta skiptið og hann var meira og minna i burtu, ég varð að hætta að vinna, hann skammtaði mér naumt af sínu kaupi og gerði ekkert í íbúðinni, svo að við vorum með allt i kössum i eldhúsinu, ófull- gert baðherbergi og nátt- úrlega ekkert á gólfum og svo vantaði lengi vel hurð- irnar. Þegar ég átti barnið fór hann á fyllerí og sagðist ekkert koma og heimsækja mig, því hann ætti ekkert i þessum krakka. Það var alveg sama þótt foreldrar mínir reyndu að tala um fyrir honum, hann var snarvitlaus. En svo kom ég heim með barnið og það var auðvitað nauðalíkt honum — önnur telpa — og smám saman fékk hann ofurást á henni, en skipti sér aldrei af þeirri eldri. Mér er sagt að hann hafi verið sæmilega vel liðinn á vinnustað og einhvern veg- inn kom drykkja hans aldrei að sök þar, þvi að hann drakk yfirleitt bara um helgar. Ég var smám saman orðin afar þreytt á þessu, ég var búin að missa áhuga á honum sem karl- manni, íbúðin var hálf- köruð, krakkarnir alltaf meira og minna lasnir, ég gat ekki unnið úti lengur og ég átti varla fyrir nýjum flíkum og hefði gengið eins og drusla, e'f f oreldrar mín- ir hefðu ekki hvað eftir annað hlaupið undir bagga og a.m.k. tvisvar lögðu þau út fyrir afborgun á íbúðinni. Svo einu sinni þegar hann skreiddist heim á sunnudagskvöldi og ég haf ði ekki séð hann síðan á föstudegi, þá nefndi ég i fyrsta skiptið orðið skilnað. Hann varð alveg æfur og sagði það væri ábyggilega einhver annar í spilinu. Ég veit nú ekki hvernig ég hefði átt að hafa tök á því. En það skipti engu máli. Honum datt ekkert annað i hug. Nú við töluðum svo um þetta í sæmilegri vin- semd, þegar hann var búinn að jafna sig daginn eftir, og hann sagðist ekki vilja skilja við mig. Stelp- urnar voru orðnar 4 og 6 ára, þegar hér var komið sögu, og ég var mjög óráðin, hvað ætti að gera. Mig óaði að vísu við skilnaði og öllu, sem slíkt hefði í för með sér, en á hinn bóginn fannst mér erfitt að búa við þetta lengur. Eitt föstudagskvöld, þegar hann kom ekki heim, fylltist ég ofsabræði. Ég fékk stelpu til að gæta barnanna, og svo fór ég út með tveimur vinkonum mínum. Ég drakk mig dálítið fulla og hitti strák, sem ég kannaðist við frá fyrri tíð og álpaðist til að fara með honum heim og vera með honum. Ég sá mikið eftir því, en vonaði, að maðurinn minn kæmist ekki að því og 'hét með sjálfri mér, að það skyldi aldrei koma fyrir aftur. Hins vegar voru ekki liðn- ar nema fáeinar vikur, þegar einhver kjaftaði i hann, að hann hefði séð mig með öðrum. Þá skipti allt í einu engu máli með hann sjálfan og hvað hann hafði gert mér öll þessi ár. Hann varð alveg galinn og sagðist heimta skilnað á stundinni. Ég var niður- brotin, því að um svipað leyti fór mig að gruna að ég væri ófrisk og flest benti til að það væri eftir hinn. Svo þegar maðurinn minn komst að því, þá var ekkert verið að tvínóna við hlut- ina. Fenginn lögfræðingur og allt það, og svo heimtaði hann að f á yngri telpuna til sin, þótt hann væri enginn maður ti'l að hugsa um hana. Þetta lenti i herjans miklu stappi og þótt við seldum íbúðina, þá var hún ekki lengra komin en svo, og auk þess svo mikið sem hvíldi á henni, að ég varð að flytja aftur heim til for- eldra minna. Þau voru lfka reið út í mig einhverra hluta vegna. Ég ætlaði svo að leita á náðir hins og vita hvort hann vildi hjálpa mér. Hann sneri þá bara upp á sig og sagði, að hver sem væri gæti átt þennan krakka. Maðurinn minn féllst á að bíða þar til barnið væri fætt, en hins vegar flutti hann að heiman og það var með herkjum, að hann borgaði með mér og börnunum það sem um hafði verið samið, þegar gengið var frá skilnaði að borði og sæng. Hann hélt áfram að gera kröfu til að fá yngri telp- una og það fór fyrir barna verndarnefnd, með öllu þvi sem því fylgir. Úrskurður hennar varð mér í vil og svo eftir að yngsta barnið fæddist, byrjaði ballið. Þá voru teknar blóðprufur í allar áttir, og í ljós kom, að strákurinn, sem ég hafði verið með, gat ekki átt barnið og maðurinn minn varð að éta allt ofan í sig með það. En skömmu síðar var svo gengið frá lög- skilnaði. Ut úr íbúðasöl- unni fékk ég innan við hundrað þúsund og hef ekkert mér til framfærslu nema meðlögin með telpunum þremur. Ég hef ekki getað byrjað að vinna, þvi að sú yngsta er svo Htil og ég hef ekki getað f engið pláss á barnaheimili og mamma fór einhvern veg- inn í baklás og vildi ekki hjálpa mér með barna- gæzlu og fór að vinna sjálf. Mér finnst ég standa uppi, ein og yfirgefin, og mér finnst hart, að felstir sameiginlegir vinir okkar standa með honum, þó að allir viti, hvernig hann hef- ur hagað sér og komið fram við mig. Ég er þó að sumu leyti fegin, að. við erum skilin; þó get ég ekki neitað því að mig dreymir um að einhvern tíma hitti ég ein- hvern sem getur verið og vill vera góður við mig og telpurnar mínar. Ptbbi þeirra hefur samgang við þá í miðið, hinar tvær vill hann ekki sjá þótt hann gefi þeim stundum eitt- hvað, og sú elzta líður auð- vitað undir því. Hann er nú búinn að ná sér í nýja píu og mér er sagt, að hann hafi ekki verið seinn á sér að barna hana, Það er skrítið með hann, sem virðist svo lítið gefinn fyrir börn, hvað hann er snögg- ur í slíkum aðgerðum. Minna má nú gagn gera. Eg er beisk út af því að hafa eytt í hann þessum árum og lagt hart að mér til að fá þetta hjónaband til að blessast, án þess hann sýndi nokkurn tíma, að það væri honum einhvers virði. Helzt víldi ég losna alger- lega við að sjá hann. En það er svo skrítið — ef ég á að vera hreinskilin — að stundum þegar hann kemur að sækja telpuna, langar mig alveg ofsalega að vera með honum. Ég hef slegið mér talsvert upp, síðan við skildum, og verið mikið með karlmönnum, en einhvern veginn finnst mér alltaf það vera hann, sem við langar að vera með — og hafði ég þó verið alveg sljó fyrir honum í langan tíma, áður en við skildum. . . Hann segir: Við kynntumst á balli, annað hvort á Röðli eða í Klúbbnum og enda þótt ég væri þar með annarri stelpu, sem ég hafði boðið meðjnér, lét hún mig ekki i friði og hún var þá talsvert „sexy" svo að ég lét hina sigla og var með henni. Það þurfti nú ekki mikið fyrir því að hafa. Ég ætlaði mér ekkert meira með hana, en svo hittumst við, annað hvort á götu eða i bíó og hún bauð mér heim og beint upp í rúm og allt það og fáeinum vikum seinna sagðist hún vera orðin ólétt. Mér fannst nú i fyrstu, að það gætu verið fleiri en ég, sem kæmu þar við sögu, svo létt var hún á bárunni í þeim sökum gagnvart mér, og því þá ekki við fleiri. Nú en ég var hálft í hvoru skotinn í henni og foreldrar hennar ýttu á að við trúlofuðum okkur, og það varð endirinn. Þau ýttu líka á að við f ærum að byggja, þótt við ættum ekki bót fyrir rassinn á okkur, því að ég var enn að læra, og hún átti ekkert nema sparimerki fyrir nokkur þúsund, svo að ég var mótfallinn þessu. En þegar bæði hún og f oreldr- arnir voru svona ákveðin, lét ég undan. Foreldrar hennar hjálpuðu okkur með fyrstu útborgun og auk þess leyfðu þau okkur að hirast I kjallaraboru í húsinu hjá þeim, svo maður átti nú aldeilis að vera þakklátur fyrir þessa „rausn", og ég fékk svo sannarlega að heyra þetta á næstu árum og það gerði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.