Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1974, Qupperneq 8
Á ári hverju útskrifast dá-
laglagur hópur af auglýsinga-
teiknurum, teiknikennurum
og nemendum úr frjálsri
myndlist frá Myndlista- og
handíðaskólanum. Sumirfara
strax til framhaldsnáms er-
lendis; aðrir hefja störf við
kennslu eða auglýsingagerð.
Oft er um það talað, að þetta
unga og litt þekkta fólk fái
ekki þau tækifæri sem skyldi.
Þegar talað er um tækifæri i
þessu sambandi, ervenjulega
átt við skreytingar á opin-
berum byggingum, en einnig
og ekki síður hverskyns bóka-
skreytingar, bæði á vegum
ríkisins og einstakra útgef-
enda.
Þetta vandamál er raunar
ofur eðlilegt. Eldri listamenn
njóta þess að vera þekktir;
menn vita nokkuð nákvæm-
lega, hvers má af þeim vænta
Það er að vonum, að útgef-
andi leiti fremur til slikra
manna i von um góðan
árangur en þeirra, sem ný-
sloppnir eru úr skóla og hálf
blautir á bak við eyrun sakir
æsku. Þetta hafa allar kyn-
slóðir orðið að stríða við. En
unga fólkið á vorum dögum
virðist naumast hafa þolin-
mæði til þess; það krefst
þess, að verkefnin komi á
silfurfati, þótt eldskírn
reynslunnar sé eftir.
Sumir telja það eitt af verk-
efnum rikisins að koma á ein-
hverjum jöfnuði í þessum
efnum milli hinnar yngri og
hinnar eldri kynslóðar mynd-
listarmanna. En það hefur
ekki orðið ennþá, sem betur
fer liggur mér við að segja,
því öll afskipti ríkisins af list-
um eru með eindæmum. Svo
langt er gengið, að ekki er
Forsíður þjóðsagnaheftanna,
sem út komu hjá Helgafelli
og frá er sagt i greininni.
einu sinni hægt að endur-
greiða rithöfundum söluskatt
af bókum án þess að úr verði
hneyksli. En sú saga skal ekki
rakin hér.
Ef einhver hefur reynzt vel
ungum listamönnum fyrr og
síðar, þá er það Ragnar i
Smára. Sem útgefandi hefur
hann að ýmsu leyti gegnt því
hlutverki, sem eðlilegt hefði
verið að ríkisforlag eins og
Bókaútgáfa menningarsjóðs
hefði haft með höndum.
Mikil happaverk hafa
verið unnin á vegum Helga-
fells gegnum tíðina og er mér
þá efst i huga myndskreyttar
útgáfur Brennunjálssögu og
Laxdælu. Svo vel stóðu þeir
Gunnlaugur Scheving, Þor-
valdur Skúlason og Snorri
Arinbjarnar að þessu verk-
efni, að ég tel það hiklaust
beztu verk i islenzkri bóka-
skreytingu. Og mér er engin
launung á því heldur, að ég
tel teikningar Þorvalds Skúla-
sonar í Brennunjálssögu með
því merkara, sem gerzt hefur
i islenzkri myndlist.
En tilefni þessara hugleið-
inga er raunar það, að Helga-
fell hefur enn farið á kreik og
gefið út fimm myndskreytt
hefti úr þjóðsögum. Hér er á
ferðinni kjörið verkefni fyrir
myndlistarmenn, enda hafa
Ásgrímur Jónsson, Muggur,
Ásmundur Sveinsson og fleiri
gert eftirminnilegar myndir
úr þessum sagnasjóði. En i
samræmi við tíðarandann
hefur nú verið talið að ekki
væri fært að ganga fram hjá
þeim nýbökuðu. Þeir Hringur
Jóhannesson og Þorsteinn
frá Hamri hafa séð um útgáfu
þessara hefta, en fimm ungir
teiknarar völdu sjálfir sög-
„Djúpir eru íslands álar". Tröllkonumyndin eftir Guðrúnu
Svövu Svavarsdóttur.
Súrt
og
sœtt
um nýja
þjóö-
sagna-
útgáfu
„Beiskur ertu nú drottinn minn". Hin sígilda kerling
þjóðsagnanna. Teikning eftir Gylfa Gíslason.
«►