Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1974, Síða 15
Art Buchwald
FL UG VÉLARÁN
„Þetta er flugstjórinn,
sem talar. . . Ég þarf að
tilkynna ykkur, góðir far-
þegar, aS Arabar hafa rænt
flugvélinni. Einn flugvélar-
ræningjanna mun nú
ávarpa ykkur."
„Þetta er Feisal. Ég
beini skammbyssu minni
að höfði flugstjórans, og
allir verða að fara ná-
kvæmlega eftir því, sem ég
segi. í fyrsta lagi: Það er
ísraelskur farþegi um borð,
og nú krefst ég þess, að
einhver fleygi honum út
um dyrnar."
„Við getum ekki gert
þetta," sagði amerískur
farþegi. „Þetta er fjárkúg-
un."
„Hvað um það! Af
hverju getum við ekki gert
það?" spurði franskur far-
þegi. „Ef við gerum það
ekki, lendum við allir í Ijós-
um logum."
Aftur heyrðist rödd
Feisals í hátalaranum: „Ég
var að frétta, að hollenzkur
farþegi hefði verið að tala
við ísraelska farþegann.
Það á lika að kasta Hol-
lendingnum út úr flugvél-
inni."
,,IMú já," sagði brezkur
farþegi. „Mér finnst þetta
vera nokkuö hastarlegt. En
á hinn bóginn hlýtur hver
að vera sjálfum sér næst-
ur. Svo að við eigum víst
ekki um neitt að velja."
„Auðvitað getiö þér
valið," sagði Ameríkumað-
urinn. „Hollendingar eru
beztu vinir yöar. Yður
dettur þó ekki i hug að
kasta bezta vini yðar út úr
flugvélinni?"
„Við venjulegar aðstæð-
ur myndi ég ekki gera það
að sjálfsögðu. En þetta eru
þó ekki venjulegar aðstæð-
ur, er það? Það er bezt, að
við gerum það, sem Arab-
inn vill."
Vestur-þýzki farþeginn
hneigði höfuðið til sam-
þykkis: „Við verðum að
gera eins og hann skipar,
annars er úti um okkur öll.
Og hver ætli myndi sakna
eins ísraela eða Hollend-
ings?"
„En ef við köstum
ísraelanum og Hollend-
ingnum út, getur verið, að
Feisal heimti, að við köst-
um enn fleiri út," sagði
Ameríkumaðurinn. „Eina
von okkar er að standa
saman. Ef hann drepur
okkur öll, verður hann líka
að drepa sjálfan sig."
Dularfullur japanskur
farþegi hneigði sig. „Ef
það væri aðeins um mig
sjálfan að ræða, þá myndi
ég hlifa ísraelanum og Hol-
lendingnum, en ég verð að
hugsa um öll útvarpstæk-
in, sem ég hef meöferöis
um borð."
Feisal: „Ég dreg nú úr
eldsneytisgjöfinni."
ísraelinn og Hollend-
ingurinn neituðu að
hreyfa sig úr sætum
sínum.
„Ef þið heföuð nokkra
einustu umhyggju fyrir
meðbræðrum ykkar,"
hrópaði Frakkinn til þeirra,
„mynduð þið stökkva út úr
vélinni og bjarga hinum."
Brezki farþeginn sagði:
„Guð almáttugur, skiljið
þið ekki, í hvaða hættu þið
setjið okkur? Verið þið nú
séntilmenn og stökkvið
út."
Vestur-ÞjóÖverjinn var
nú orðinn móÖursjúkur:
„Flýtið ykkur, því
annars er þessi brjálaSi
Arabi vís til aS stöSva
hreyflana alveg."
Ameríkumaðurinn: ,, Það
væri kannski hægt aS fá að
tala við þennan Feisal."
„Eruð þér vitlaus?"
sagði Frakkinn. „Ef viS
tökum málstað ísraelans
eða Hollendingsins, heimt-
ar hann kannski að viS
stökkvum lika."
„Við getum ekki verið
hérna uppi til eilifðar, þvi
aS bráðum verður elds-
neytið búið," sagði
japanski farþeginn.
Aftur heyrSist rödd
Feisals i hátalaranum:
„Þið hafið vist ekki skiliö
mig. Ef þið ekki gerið neitt
við ísraelann og Hollend-
inginn á næstu sekúndum
skrúfa ég fyrir eldsneytiS
til allra hreyflanna."
Frakkinn, Bretinn,
Vestur-Þjóðverjinn og
Japaninn risu á fætur og
gengu i áttina til ísraelans
sem skyndilega tók fram
handsprengju. „Ef þið
snertiö við mér, sprengi ég
vélina í loft upp," sagði
hann.
„Aldeilis!" sagði italskur
farþegi, sem fram að þessu
hafði setið þögull. „Ég
vissi, að ég hefði heldur átt
að taka lestina."
Sveinn Asgeirsson þýddi.
Nistið
stökk fram úr rúminu, og með vissu barnsins um, að það
sé ævinlega velkomið, opnaði ég hægt og hljóðlega dyrnar
milli herbergjanna. Ungfrú Frost sat við borð og sneri
annarri hlið að mér, og ennþá heyrðist hávært hljóð, sem
ég þóttist vita, að kæmi frá henni. En það, sem heillaði
mig mest, var það, að enda þótt dimmt væri í herberginu,
var hið brosandi andlit hennar greinilega upplýst. Ég stóð
og starði — þá sá ég, að á borðinu lá mistið, sem hún ávallt
bar um hálsinn, og það var einmitt það, sem birtu bar af.
Eg hélt, að ungfrú Frost hefði ekki veitt mér eftirtekt, og
var i þann veginn að ganga að borðinu til þess að skoða
þennan dásamlega grip, þegar hún sneri höfðinu og leit á
mig. Við horfðumst í augu, og smám saman hvarf allt —
bros hennar, birtan og hljóðið. Þá barst frá ungfrú Frost
hljóð, sem ég get bezt lýst sem urri. Ég lagði á flótta og
skellti hurðinni á eftir mér. Égvarmiklu fremur ruglaður
oh hræddur. En hvað um það, ég fór aftur að sofa.
Um morguninn opnaði ég augun og sá ungfrú Frost
beygja sig niður að rúminu mínu.
„Jæja, hvernig líður þér núna? Ertu nokkuð hræddur
lehgur?"
„Hræddur?" endurtók ég og reyndi að muna, hvað hafði
gerzt um nóttina.
„Manstu ekki eftir því? Þú varst með martröð — og ég
heyrði til þín og kom og vakti þig. Sfðan sagði ég þér sögu
og þú sofnaðir á ný.“ Hún var mjög glaðleg og afar áköf.
Hún keypti henda mér sælgæti, þegar við fórum út að
gangá. Það lá við, að égtrúði henni. En augu mín beindust
si og æ að nistinu, sem hún bar um hálsinn. „Hvað er í
nistinu þínu“ spurði ég að lokum, er við nálguðumst
húsið. Ungfrú Frost varð glettin á svipinn. „Forvitnin
sálgaði kettinum," sagði hún, en leit svo um öxl, eins og
hún væri ofurlítið áhyggjufull. „Þú mundir naumast fara
að ræna aumingja, gamla konu einasta leyndarmálinu,
sem hún á?“ Og hún klappaði mér glaðlega á útrétta
höndina. En það var nú einmitt það, sem mig langaði til —
ég var afskaplega forvitinn og hugsaði um það eitt, hvað
væri inni í nistinu. Þegar við vorum komin aftur upp í
barnaherbergið, beið ég, þar til að ungfrú Frost var
sofnuð í stólnum sínum. Ég Iæddist að henni og lyfti
nistinu varlega. Aður en ég opnaði það, leit ég upp til þess
að vera viss um, að ég hefði ekki vakið ungfrú Frost.
Nistið féll úr hendi mér, og ég hrökklaðist aftur á bak.
Stórt, gult auga starði á mig. Ungfrú Frost fór að skelli-
hlæja. „Drengir eru grimmir. Þú hélzt, að þú gætir leikið
á gömlu kennslukonuna þína, eða hvað? I stað þess \ ar
það ég, sem lék á þig.“
Mér 'létti stórum. Ég fór meira að segja að hlæja. Þetta
var skemmtilegur leikur. Það finnst mér ennþá — en af
öðrum ástæðum, og ég undanskil orðið skemmtilegur.
Ég ákvað að halda mér vakandi um kvöldið og velti fyrir
mér, hvernig ég gæti falið mig og verið viðstaddur, þegar
ungfrú Frost færi að skemmta sér yfir nistinu sínu. Ég
hélt sjálfum mér því, að ég skyldi forðast að lita í augu
hennar, þegar hún færi að segja mér söguna um kvöldið.
En ég stóðst ekki augnaráð hennar, og áður en varði var
égsofnaður.
„Komdu nú, baðvatnið bíður þín,“ sagði ungfrú Frost.
hressilega næsta morgun.
Ég neri augun og reyndi að vakna. Ég var ósköp
syf jaður og langaði alls ekki til þess að fara á fætur.
„Þú getur sjálf fengið baðvatnið," sagði ég og fór svo að
hlæja. Mér fannst það afskaplega fyndið að hugsa sér
ungfrú Frost I baði. Hvernig mundi hún llta út í bað-
kerinu. Ég var alveg viss um, að hún var miklu hörunds-
dekkri en ég. Ogsvo var hún allt öðruvísi f laginu. „Þakka
þér fyrir, ég baða mig á kvöldin. Svona fram úr rúminu
með þig.“
Svo hún fór þá í bað. Allt i einu datt mér gott ráð í hug.
Nistið. Vissulega mundi hún ekki hafa það um hálsinn
meðan hún væri að baðasig.— hún mundi skilja það eftir
I svefnherberginu sínu á meðan. Og hvað gæti svo sem
aftrað mér frá þvi að grípa tækifærið og líta á það? Ég
stökk fram ur rúminu, glaðvaknaður á svipstundu. Mér
fannst dagurinn lengi að líða. Gönguferðin virtist óendan-
leg, og á eftir blundaði ungfrú Frost, eins og venjulega.
Ég ætlaði að fara að klípa í hana, þegar hún reis á fætur
og gekk til svefnherbergis sins.
Eg hafði veitt henni svo litla athygli að öðru leyti en þvi,
að hún sinnti mér og skemmti mér, að ég hafði enga
hugmynd um, hvenær hún færi í bað. En þegar ég heyrði
vatn renna í baðkerið, fannst mér það skrítið, að ég skyldi
aldrei áður hafa veitt því eftirtekt. Það leið ekki á löngu
þar til ég heyrði skvamp innan úr baðherberginu. Bezt var
að láta til skarar skríða. Ég gekk inn i svefnherbergið
hennar. Ég var ekki alveg laus við hræðslu, er ég sá nistið
liggja á borðinu. Ég hljóp að borðinu, en svo hikaði ég.
Eitthvert óljóst hugboð hafði ég um það, að ég ætti að láta
nistið afskiptalaust. En það var svo fallegt og meinleysis-
legt — og svo væri svo gaman að leika ofurlitið á ungfrú
Frost. Ég tók það upp, ýtti á fjöðrina og það opnaðist um
leið. Undir þykku glerinu var ekkert nema smámynd af
tveimur, hvítum fallegum hundum, sem sátu hlið við hlið,
en ég varð fjúkandi reiður. Ég veit ekki, við hverju ég
hafði búizt, en mér fannst ég hafa verið illilega prettaður.
„En þau svik,“ sagði ég háum rómi og eiginlega vonaði ég
að ungfrú Frost heyrði til mfn. En um leið og ég mælti
þessi orð, fór ýmislegt að gerast. Lítil ský mynduðust í
glerinu. Þau hreyfðust í hringi og fram og aftur, og brátt
gat ég ekki lengur greint hundana. Svo varð allt glerið
lýsandi. Eg varð ákaflega æstur. Ég veitti því eftirtekt, að
mér var orðið iskalt á hendinni, og nistið var kalt eins og
ísmoli. Ég lagði það á borðið og starði með ákefð á þetta
merkilega fyrirbæri. Smám saman hurfu skýin í glerinu,
og ég fór að sjá liti, og að lokum var komin mynd af
garðinum, eins og maður sá hann frá húsinu. Þetta var um
nótt, og fullt tungl lýsti upp grasflötinn. Ösköp er þetta
fallegt hugsaði ég; en það dýrðlega leikfang. En þá var
eins og hjartað í brjósti mér hætti að slá, þvi að í
bakgrunninum, við hliðina á rósagarðinum, sýndust mér
greinarnar á álmviðnum sveiflast léttilega til — og rétt á
eftir sá églítinn díl, sem hreyfðist — það hefði getað verið
ugla. Þetta gat ekki verið svona mikill töfragripur, það
var óhugsandi. Þá gerðist nokkuð annað.
Eg hafði hingað til verið að horfa á agnarsmáa mynd af
garðinum, en nistið virtist nú verða einhvers konar sjón-
gler, og í gegnum það sá ég eins vel og ég yæri sjálfur á
myndinni. I sama bili kom einhver, sem mér fannst ég
kannast við, út úr húsinu og gekk fram á grasflötina. Ég
hélt niðri í mér andanum, þegarmanneskjan nam staðar
og fór að glápa á tunglið. Þá varð mér það ljóst, að ég hafði
rétt fyrir mér, það var ungfrú Frost, og hún ætlaðist
eitthvað fyrir. Ég var hæstánægður með þetta. En hvað
gat hún verið að gera þarna úti um miðja nótt? Og svo var
heldur alls ekki nótt, heldur kvöld, og hún var i bað-
kerinu, eða það vonaði ég að minnsta kosti.
En áður en ég var orðinn algerlega ruglaður í ríminu,
rétti hún út handleggina eins og hún væri að benda
einhverjum að koma og sneri sér um leið hægt í hring.
Mér til mikillar undrunar dreif nú að hunda úr öllum
áttum. Að lokum hljóta þeir að hafa verið milli tuttugu og
þrjátiu. Þarna voru litlir hundar og stórir hundar, sem
hoppuðu i kringum ungfrú Frost, og að lokum mynduðu
þeir hring um hana, en hún stóð þar grafkyrr eins og
myndastytta. Ég veit ekki, hvað gerðist næst, en skyndi-
lega hafði ég þá óþægilegu tilfinningu, að einhver stæði
fyrir aftan mig. Ég mundi, að ég hafði skilið dyrnar eftir
opnar. Ég man, að ég leit af nistinu andartak, til þess að
ganga úr skugga um, að ungfrú Frost væri ekki komin. En
þegar ég leit aftur á nistið, voru allir hundarnir að hlaupa
út úr garðinum í einni þvögu, og ungfrú Frost var horfin.
Þegar myndin fór að minnka og leysast upp, varð ég þess
var, að ekki heyrðist lengur neitt skvamp innan úr bað-
herberginu. Þar ríkti alger þögn. Ég vildi ekki eiga það á
hættu, að upp um mig kæmist svo að ég missti af þessari
skemmtun í framtiðinni. Ég lokaði nistinu, sem nú var
ekki lengur ískalt, og flýtti mér aftur inn i barnaher-
bergið. Ég hefði varla geta verið kátari og mig var farið að
langa til að fá að vita meira um ungfrú Frost og þessa
undarlegu tilburði hennarí garðinum.
Ég var alltof æstur til þess að vera að brjóta heilann um
nistið, eða hvernig þetta gerðist. Ég var ánægður með að
leika njósnara og fannst þetta allt eðlilegt og sjálfsagt.
Eftir stutta stund kom ungfrú Frost inn í barnaherbergið.
Mér fannst hún horfa eitthvað einkennilega á mig, en ég
lét sem ekkert væri og hljóp til hennar. „Kæra ungfrú
Frost,“ sagði ég og faðmaði hana að mér, „var gott baðið
þitt? Ertu nú aiveg hrein ?“