Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1974, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1974, Blaðsíða 3
Finngálgn var tali'ð afkvæmi fresskattar og tófu. ÞaÓ var hin furÓulegasta skepna og svo skot- hörÓ, aÓ einungis var hægt aB bana dýrinu meÓ því aÓ skjóta á það silfur- hnappi eÓa silfur- kúlu. kom t.d. upp nýtt kattakyn suður í Hraunum. Voru þeir kettir blágráir að lit og yfirleitt kallaðir bláu kettirnir, og hafði slikt kattakyn aldrei sézt hér á landi áður. Þessir kettir þóttu mjög fallegir, og menn voru vissir um, að þeir væri komnir út af ref og kattartóru og drógu það bæði af þessum furðanlega lit kattanna og að þeir virtust hauslengri en nokkrir aðrir kettir. En þótt þeir væri illa ættaðir, voru þetta meinleysisgrey og mönnum þótti vænt um þá, og urðu þeir mjög eftir- sóttir. Fjölgaði þeim ört hér suður með sjó og auðvitað bárust þeir hingað til Reykjavikur. Fyrir 50—60 árum var sægur af þessu köttum i Reykjavík. En þá kom skyndilega auglýsing i blöðunum: „Drepið alla bláu kettina, IM.N. kaupir skinnin háu verði". Þá hófst herför gegn bláu köttunum hér f bænum og eins um öll Suðurnes og skipti engum togum, að þeim fækkaði stórkost- lega. Þá urðu sumir hræddir um að þessari kattartegund mundi verða útrýmt og hófust þá grimmar árásir á skinna- kaupmanninn og hann ásakaður harðlega fyrir auglýsingar sínar og nú væri hætta á að þessir merkilegu kettir yrði aldauða. Hann skeytti þessu engu fyrst um sinn, en sá að lokum sitt óvænna. Og nú auglýsti hann í blöðunum: „Hætti.ð að drepa bláu kettina, NN. kaupir ekki skinnin". Þetta var þó um seinan, því að nú sáust ekki bláir kettir í höfu ðborginni og siðan hefir litið á þeim borið. Sagan er þó ekki öll sögð með þessu. Þegar mest var um talað hvernig bjarga mætti bláu kött- unum frá tortímingu, fékk ungur maður i Reykjavík mjög snjalla hugmynd um að stofna hér nýtízku kvik- fjárræktarstöð. Hann ætlaði að byrja á því að kaupa alla bláa ketti, sem enn væri á lífi, ala þá og koma sér upp stórri hjörð af þeim, slátra þeim svo smám saman og selja skinnin fyrir of fjár. Þetta hlaut að verða stórgróða- fyrirtæki. Reksturskostn- aður átti enginn að verða. Hann ætlaði að reisa stóran tvíhólfa skála, i öðru hólfinu áttu kettirnir að vera, en í hinu rottur. Svo ætlaði hann að fóðra kettina á rottum, en rotturnar skyldu fóðraðar á hræjum kattanna, sem slátrað var. Viðkoma beggja þessara dýrateg- unda var svo mikil, að þetta hlaut að blessast. Þessi kvikfjárstöð reis þó aldrei og má vera að orsökin hafi verið sú, að hann hafi ekki getað fengið neina bláa ketti. Upp frá þessu hafa ekki komið á kreik neinar nýjar sögur um kynblöndun refa og katta, og nú minnist enginn á finngálkn né skoffin. Art Bnchwald HJONABÖND OG STORTJON í fyrsta skipti hefur tek- izt að leiða sönnur að því, að á hverri viku glatist 34 milljónir vinnudaga í Bandaríkjunum vegna rifr- ildis milli hjóna. Heinrich Applebaum, prófessor við „Þróunar- stofnun hjönabandsins", hefur nýlega lagt síðustu hönd á ítarlega skýrslu og álitsgerð um hjónabands- erjur og áhrif þeirra á þjöð- artekjurnar. „Skýrsla mín," sagði prófessor Applebaum í við- tali við mig, „leiðir í Ijós, að hjónabandserjur hafa meiri áhrif á þjóðarfram- leiðsluna heldur en of- neyzla áfengis." „Hvernig má slikt vera?" „Af einhverjum ástæð- um, sem okkur hefur ekki enn tekizt að skýra, kýs ameríska eiginkonan að byrja allar deilur við mann sinn, þegar þau eru að fara að sofa. Þessar deilur taka yfirleitt að meðaltali tvo til þrjá klukkutíma og ræna manninn svefni. Daginn eftir er hann nær óstarf- hæfur, gerir hreinar vit- leysur, á sök á alvarlegum skekkjum í bókhaldi og er svo utan við sig eða úrillur, að hann tekur hinar furðu- legustu ákvarðanir." „Ekki hljómar það vel," viðurkenndi ég. „Okkur hefur lengi grunað þetta," sagði pró- fessor Applebaum. „En nú höfum við aflað okkur nauðsynlegra gagna og upplýsinga til að styðjast við. Hér er til dæmis skýrsla um athuganir, sem við gerðum hjá dæmigerð- um amerískum hjónum í Detroit frá því klukkan 6 að kvöldi til hádegis næsta dag: „Saxby kom heim kl. 6, fékk sér einn kokkteil. horfði á kvöldfréttirnar í sjónvarpinu og borðaði síð- an ágætan kvöldverð með konu sinni og þremur börnum. Eftir matinn fór hann í bað, las kvöldblaðið og horfði á skemmtiþátt í sjónvarpinu, Dean Martin Show. Kona hans þvoði upp, hringdi til mömmu sinnar og las kafla úr bók- inni „Guðfaðirinn". Nákvæmlega kl. 11.30 slökktu þau Ijósið. Saxby sagði: „Góða nótt, góða mín. Ég þarf að vera á fundi snemma í fyrramálið með nokkrum verkstjórum. Við þurfum að ræða mjög mikilvæg mál." Frú Saxby sagði: „Góða nótt, vinurinn." Fimm mínútum seinna spurði frú Saxby: „Af hverju talar þú aldrei við mig?" Saxby, sem var einmitt alveg að sofna, svaraði dimmraddaður með lang- dregnu a-i: „Ha?" „Þú talar aldrei við mig lengur. Þú þarft að tala þessi ósköp við vini þina, en hefur aldrei neitt við mig að tala." „Vist tala ég við þig," sagði Saxby um leið og hann greip föstu taki í koddann. „Við erum alltaf að tala saman." „En þú segir aldrei neitt. Þú talar aldrei við börnin þín heldur. Við erum næst- um því farin að líta á þig sem leigjanda í húsinu." Saxby velti sér á mag- ann. „Þetta er rétt hjá þér. Ég ætti að spjalla meira við ykkur. Góða nótt, ástin mín." „Þetta er þér líkt," sagði frú Saxby og fékk sér síga- rettu. „Þú heldur, að þú getir slitið samtalinu með því að segja, að ég hafi á réttu að standa. En það gengur ekki lengur. Þú vilt ekki einu sinni tala við mig núna." „Ég vildi svo gjarna ræða við þig," sagði Sax- by, „en það er komið mið- nætti, og ég þarf að vera á fundinum með þessum verkstjórum í fyrramálið." „Auðvitað. Vinnan er þér miklu heilagri en fjöl- skyidan. Af hverju flyturðu ekki bara alfarinn niður á skrifstofuna og hættir al- veg að skipta þér af okk- ur?" Saxby fór nú að berja í koddann. „Heyrðu nú. Hvernig væri, að ég kæmi snemma úr vinnunni á morgun og að við ræddum þetta þá?" „Ég vil tala um þetta núna. Á morgun skiptir það mig kannski ekki svo miklu máli." Skýrslan ber það með sér, að Saxbyhjónin hafi legið vakandi til kl. 3 að morgni. Og þau ræddu ekki einungis um það, af hverju Saxby talaði ekki við konuna sína, heldur einnig um gamla vinkonu Saxbys, frá því áður en hann kvæntist, um mis- heppnaðan brandara, sem Saxby hefði sagt i boði í fyrri viku, um pókerspil, sem Saxby hefði tekið þátt í fyrir ári, og um að Saxby hefði ekki sýnt sig í afmæl- isboði 1 7 ára dóttur sinn- ar, þegar hún varð þriggja ára. Morguninn eftir var Sax- by, eftir því sem segir i skýrslunni, svo syfjaður, að honum varð á alvarleg skyssa á fundinum með verkstjórunum, og þremur mánuðum síðar urðu Ford- verksmiðjurnar að aftur- kalla eina milljón bila. Sveinn Ásgeirss. þýddi. ®

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.