Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1974, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1974, Blaðsíða 7
Eins og tíðkaðist að mynda hjón áður fyrr (meðan maðurinn hafði húsbónda- vald, segja sumir) Robin Lökken og Tove Kjarval. Hún er sonardóttir Jóhannesar heitins Kjarval. í norðanverðum Laugarásnum við Brúnaveg 8 stendur gamaltog merkilegt timburhús — reyndar eitt elzta hús i Reykjavik, byggt árið 1846. Upphaflega var þetta fyrsta pósthúsið í höfuðborginni og stóð við Pósthússtræti, enda götunafn- ið dregið af því. Siðan átti það nokkra dvöl í Skerjafirði, en varð að víkja þaðan vegna flugvallar- gerðar og hafnaði þá i Laugarásn- um, þar sem það sómir sér vel innan um steinsteypu og glerhýsi okkar tíma. Þetta er hús með „karakter", hlutföllin hið innra verka vel á sálina og unga fólkið, sem þar býr, ljær andrúmsloftinu þann hlýleika, sem allri grósku er nauðsynlegur. Það eru hjónin Tove Kjarval og Robin Lökken, bæði leirkerasmiðir að mennt. í litlu húsi ofar á lóðinni hafa þau komið sér upp góðu leirmuna- verkstæði með öllum nauðsynleg- um útbúnaði og má þar merkast- an telja brennsluofn, sem „hugs- ar", að sögn Robins. Tove stundaði nám i leirmuna- gerð við Kunsthandværkerskolen í Kaupmannahöfn. Það er þriggja ára nám qg greinist i ýmsa þætti, teiknun, mótun, hönnun, brennslu og efnafræði, svo nokkuð sé nefnt.EnRobin hlaut sína mennt- un á verkstæðum í Danmörku, var verkstjóri hjá Björn Winblad, sem er þekkt og virt fyrirtæki þar í landi, og hafði unnið að leir- munagerð og starfaðvið kennslu i „ENNÞA LITIÐ ÁÞETTA SEM KERLINGA DÚTL" Rætt við Tove Kjarval og Robin Lökken Merkilegt apparat, sem minnir á list frum- stæðra þjóðflokka. Þetta eru í rauninni þrír kertastjakar úr keramik, sem raða má saman. Höfundar eru Tove og Robin Lökken. I Til vinstri: Kertastjaki úr keramik, gerður til að hanga á vegg. 10 ár, þegar þau hjón kynntust. Hann hafði því fengið þá þekk- ingu og reynslu, sem nauðsynleg er, þegar taka á til við að reka verkstæði af þessari gerð. Robin er danskur að uppruna, en orðinn svo fslenzkur, að eiginkonan fær jafnvel aðstoð hans, þegar hana skortir orð til að tjá sig. Tove fæst einnig við kennslu í keramik við Myndlista- og Jiandíðaskólann og hefur þvi minni tíma til að sinna verkstæð- inu, en hjá þeim starfa einnig við framleiðsluna ung stúlka og pilt- ur. Fyrstu skipti Robins af íslenzku atvinnulífi voru þau, að hann fór í fiskvinnu, sfðan var hann tvö ár við gull- og silfursmíði hjá Jó- hannesi Jóhannessyni. Þá vann hann einnig við uppsetningu fjölda þeirra sýninga, sem haldn- ar hafa verið f Laugardalshöll- inni. Árið 1965 stofnuðu þau hjónin leirkeraverkstæði á Seltjarnar- nesi, voru siðan þrjú ár við verk- stæðisrekstur f Hveragerði, eða þar til þau fluttust í Laugarásinn 1971 og við hann hefur Robin eingöngu starfað síðan. Talið berst að íslenzkri leir- keragerð og við furðum okkur á því, að þessi listgrein — elzt allra listgreina með mönnum — skuli vera svo ung hér á landi. Engar sögur fara af þvi, að leir- keragerð hafi verið stunduð hér til forna og engar leifar sliks hafa fundizt í haugum eða við upp- gröft. „Ég hef ekki kynnt mér þetta nóg til að fullyrða nokkuð," segir Framhald á bls. 14. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.