Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1974, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1974, Blaðsíða 5
I KERFINU SMÁSAGA EFTIR JÓHÖNNTJ KRISTJÓNSDÓTTUR ugt með einkennilegri undirskrift — KHERUN NISSA. „Elsku mamma og pabbi,“ byrj- aði það. „Þið hafið líklega brotið heilann um, hvað orðið hafi af okkur.“ Ég man, að ég sagði ,,væg- ar verður ekki að orði komizt." Svo lásum við áfram: — Við Ab- dullah höfum tekið múhameðs- trú. Við vorum gefin saman í Kab- ul og erum nú á leið til Pakistan, þar sem við undirgöngumst full- komna hjónavígsluathöfn að sið múhameðstrúarmanna. — Við fleygðum vegabréfum okkar í ána, því að við munum ekki framar hafa þörf fyrir þau, þar eð við ætlum að helga líf okkar Mahomeð Inshalla.“ (Þessa setningu átti hún eftir að endur- taka látlaust í síðari bréfum). í síðari hluta bréfsins var í örfá- um atriðum sagt af ferð þessara tveggja ungmenna yfir Tyrkland, Iran og Afganistan. Hún var þá á lífi. Við áttum múhameðska dóttur, sem bar nafn, er við gátum varla borið fram. Við virtumst einnig eiga tengdason, sem ég hafði séð i svip á kaffihúsi í Genf — tengdason, sem kona min hafði aldrei augum litið og gekk undir nafni, sem vakti upp i huganum mynd af andlitsblæjum og bænahúsum, pilagrímsferðum til Mecca, svo ekki sé minnzt á möguleikann á fleiri eiginkonum, sem dóttir okk- ar yrði að deila sessi með. Þetta ár var venju fremur erfitt hjá mér að fá mig lausan úr starfi. I.O.S. átti í hverjum erfiðleikun- um eftir aðra. Þó kom að því, að ég flaug til Islamabad, höfuð- borgar Pakistans. Þorpið, þar sem Annabelle bjó, hét Madyan og þangað var fimm klukkustunda akstur inn í hið fullvalda kon- ungsríki Swat. Swat er staðurinn, sem James Hilton byggði á mynd sína af Shangri-la og söguna „Horfin sjónarmið“. Mér fannst þetta Iitla ríki hafa á sér óperettublæ, sem einhvern veginn minnti mig á Monaco. Ég hafði ekki gert dóttur minni að- vart um heimsóknina. Ég hafði komið henni í kring gegnum brezka sendiherrann í Islamabad, sem mælti svo fyrir, að áður en ég hitti Annabelle yrði ég að eiga viðtal við stjórnanda Swat, sem kallaður er Wali. Wali-inn reyndist vera maður um hálffimmtugt, fágaður og elskulegur og talaði ensku með Oxfordhreim. Hann hafði raunar gengið á skóla í Énglandi og i fasi hans mátti sjá Austurlandabú- ann, sem tekið hefur upp lifnað- arhætti heldri manna á Englandi. Höll hans var hin skrautlegasta. Ég hlýddi á hann sem bergnum- inn. Hann var auðsýnilega hreyk- inn af þvi, að evrópsk stúlka skyldi hafa kosið sér að búa í dvergríki hans. Hann sagði okkur, að hann hefði lagt til við hana, að hún byggi í höll hans og kenndi börnum hans ensku, en hún hefði hafnað þvi og kosið heldur að lifa við það, sem han® nefndi frum- stæð skilyrð^ í Madyan. Hún hefði hafnað boðum um skart- klæði og vildi heldur klæðast eins og almúgafólkið í sveitaþorpinu. Wali-inn hristi höfuðið og lýsti Framhald á bls. 12. Hún sat með góbelínið í stof- unni, þegar táningurinn kom og hlassaði sér niður á óstraujaðan þvottinn, svo að kötturinn stökk upp með hljóðum. — Kerfið er úldið, sagði táning- urinn og dró undir sig fæturna. — Hvað þýðir desaid? Hún leit ekki upp, taldi út næstu spor og sagði: — Decide er það, sem sumir geraaldrei. Að ákveða. Táningurinn hristi höfuðið, svo að hárið flaksaðist til. — Alltaf svona svör. Eg þoli ekki kerfið. Eg vil frelsi. Og ég þoli ekki Nixon. Sjá til dæmis þetta nef á honum. — Hvað kemur nefið á Nixon kerfinu við? spurði hún og teygði sig eftir sígarettum og fékk sér smók. Svo aðgætti hún, hvaða lit- ur kæmi næst. — Kerfið, sem heiinsvaldasinn- arnir hafa búið sér tiL Þetta kerfi, sem kemur i veg fyrir, að fólk geti verið frjálst, altso. — Hingað til hef ég hitt fáar manneskjur, alveg frjálsar, sagði hún. — Sama hvort þær búa við nef Nixons, Ólíós eða þeirra í Sov- ét. Táningurinn veifaði enskubók- inni í kringum sig og skók sig fýlulega. — Eg held þú viljir kerfi. Þú vilt ófrelsi. Þú ert ekta heims- valdasinni. Svo held ég líka þig vanti húmor. — Aldrei hefði manni leyfzt að tala svona óguðlega við foreldra sina i minu ungdæmi, sagði hún, fiskaði upp rauðan spotta og þræddi nálina. — Datt mér ekki i hug, að farið yrði að vitna í fornöldina, sagði táningurinn og gluggaði annars hugar í bókina. — Þú athugar ekki að viðhorfin hafa breytzt frá þvi þú varst ung i gamla daga. Hvernig er þátíðin af beat? — Takk fyrir, sagði hún og hafði nú saumað þrjú spor með rauða litnum. Hún átti enn nokk- ur eftir ... — Einn, tveir, þrír taldi hún hálfhátt og heyrði hvæsið í tán- ingnum sem undirspil — Beat er eins i þátið. — Ég vildi óska ég ætti mömmu, sem hægt væri að tala við í alvöru, sagði táningurinn mæðulega. — Þú getur aldrei tek- ið mann hátiðlega. Og þú skilur ekki, að við verðum að breyta heiminum. — Þrir, sagði hún og breiddi úr teppinu og horfði á það með vel- þóknun. — Þetta verður ljómandi fallegt. Hins vegar vek ég athygli þina á þvi, að ég er ekki einu sinni orðin hálffertug og þvi ekki alveg aflöga. En það er eins og mig minni ég hafi heyrt það fyrr, að einhverjir hefðu viljað breyta heiminum. Gott ef maður ætlaði ekki að gera það i denn tíð. Áður en maður varð húmorlaus kapital- isti. En ef að þér skyldi nú takast þetta, þá er það i lagi mín vegna. Heldurðu, að þú komist hjá að hafa eitthvert kerfi í þeim heimi? — Það verður þá að minnsta kosti kerfi, sem ég ræð, sagði tán- ingurinn og hreiðraði um sig í þvottinum. — Eiginlega væri nú gott, ef þú vildir ryksuga, sagði hún. — Þér er svo hjartanlega sama um alþjóðamál, sagði táningurinn og það fór hrollur um hann yfir þessu ábyrgðarleysi. — Þú hugsar bara um góbelínið, að ryksuga og að hafa það gott. Þér er skítsama þótt menn hafi komið limlestir frá Víetnam og Nixon og Brezhn- ev séu að skipta heiminum á milli sin .. . — Það er mesti munur, að þú hugsar gáfulega, sagði hún og skipti um stellingar i sófanum. — Auk þess er farið að slá i Víet- nam. Nú eru það Palestinu Arab- ar, Watergate, eymdin i Eþiópiu. Þú verður að fylgjast almennilega með, ef þú ætlar að bjarga heim- inum. — Alltaf er snúið út úr fyrir manni, sagði táningurinn illsku- lega, reis á fætur og hengslaðist fram til að ná i ryksuguna. Drjúg- ur tími fór í að festa slönguna og setja í samband. — Fyrir utan að ég þoli ekki kennara, þá held ég að guð sé ekki til, sagði táningurinn og setti ryksuguna i samband. — Það hefur löngum verið álitamál, sagði hún og klippti end- ann og fékk sér bláan. — Viltu ryksuga vel út í hornunum. Táningurinn hélt tali sínu áfram meðan hann ryksugaði. — Ég heyri ekki, hvað þú segir, sagði hún og táningurinn slökkti áryksugunni og stappaði i gólfið. — Þér er sem sagt sama, hvort guð er til, hvort maður býr við ófrelsi, hvort kerfið er að drepa mann, hvort menn koma með einn fót og engar hendur frá Víetnam ... þú sérð það sjálf, að væri einhver guð til mundi hann ekki láta þetta viðgangast. Er þá alveg sama hvort guð er til og samt eru prestarnir að pipa um það og fá kaup fyrir að ljúga að manni. — Ekki veit ég um marga, sem alltaf segja satt. Og ég held ekki þú búir við meira ófrelsi en hver annar. Viltu halda áfram að ryk- suga. Þegar táningurinn var búinn að ryksuga, hlammaði hannséraftur í stólinn. Við augnaráð frá henni, hreytti hann út úr sér. — Ég set hana inn í skáp á eftir. Mætti maður slappa af. Ég hef verið að hugsa í allan dag. — Það er ekki betra hlutskipti en hvað annað, sagði hún og hélt áfram að telja. — Ég tala nú ekki um þegar þú kemst að svona mergjuðum niðurstöðum. A ég að hjálpa þér eitthvað með enskuna? Táningurinn halláði undir flatt og horfði angurvær út i loftiö: — Ég öfunda stundum krakka, sem bara drekka brennivin og reykja hass og gefa skít i allt hitt. Þeim er alveg sama, hvort við erum að verða þrælar kerfisins og hvað gerist úti i heimi. Þau eru ekki á neinum flótta, þau gera þetta bara af því það er talið fint. Einstaklingsfrelsið skiptir þá engu máli. Eg er alltaf að hugsa um frelsið ... Og af hverju til dæmis að læra enskar sagnir. Mér er spurn. Af þvi að kerfið skipar manni það. Og maður á ekki að láta skipa sér eitt né neitt. Þá er maður ekki frjáls. Og ekki ham- ingjusamur. Ég er að hugsa um að fara til Indlands ogfinna frið. — Þú.getur fundið frið i her- berginu þinu, ef þú lækkar í Johnny Cash, sagði hún. — Auk þess væri gott fyrir þig að kunna enskar sagnir, ef þú færir til Ind- lands. Þar tala margir það mál. Annars er skrítið hvað þetta breytist lítið. Nema hvað ég ætl- aði til Hong Kong. En svo komst ég að þeirri niðurstöðu, að þar væri of margt fólk. Það ku vera slangur af fölki á Indlandi lika. Ég veitekki nema það væri heilla- drýgra að bregða sér norður á Strandir — upp á friðinn að gera, meina ég. — Stundum talarðu eins og manneskja, svona inn á milli, sagði táningurinn alþýðlega. — En svo slær alltaf út í fyrir þér. Það er svo mikil kaldhæðni i öllu sem þú segir. Það er svo erfitt að vita, hvort þú tekur eitthvað i alvöru eða ekki. Það þykir mér alverst, sko. Stundum þegar þú segir eitthvað af viti, eyðilegg- urðu það svo í restina. — Ég er afskaplega glöð að heyra að svona forngripur skuli einstöku sinnurn andvarpa ein- hverju út úr sér, sem vit er í, sagði hún. — Nú held ég þú ættir að setja ryksuguna inn í skáp. — Einmitt svona. Þegar ég held nú að hægt sé að fara að tala í alvöru, þá segirðu mér að setja ryksuguna inn i skáp. Hvaða máli skiptir, þótt hún standi þarna í nokkrar mínútur? Framhald á bls. 15.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.