Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1974, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1974, Blaðsíða 16
OFJARL ÞEIRRA SEM ÓFRELSINU STÝRA Uppá sfðkaslið hefur enKÍnn maður verið svo mjÖK I heimsfréflum sem rússneska Nóhelsskáldið Alexander Solzhenilsyn. Verður það að teljast þó nokkur nýlunda; skáld vekja að jafnaði ekki slfka athygli. Knnþá erekki hægt aðsegja. að við þ(‘kkjuin Solzhenitsyn vel af verkum hans, flest þeirra eru enn óþýdd á fslenzku. Saml er það svo, að þessi maður slendur öllum nærri, sem einhvers mela andlegt frelsi. Hann hefur haft skapstyrk og hugrekki til að fara sfnu frain og ögra þvf geriæðisvaldi, sem þarf állhagafjölra, tjáningarhönn, skoðanakúgun og fangahúðir til að bæla andstöðu og viðhalda sjálfu sér f valdaslólunum. Sá maður er varla einhamur, s»*m rís gegn slfkri ófreskju. En í stað þess að deyfa rödd Solzhenils\ns enn einu sinni bak við gaddavírsgirð- ingamar í Gulag, var nú talð heppilegra að varpa honum á dyr: Fangahúðaveldið þoli r ekki þá ógn, sem stendur af þessum manni. Ekki mun Solzhenitsyn skorta fé f útlegðinni, hvort sem hann velur Sviss, Noreg eða önnur lönd (il búsetu. En hann er einlægur föður- landsvinur og mundi kjósa að lifa og starfa í Rússlandi framar öðrum löndum, ef þar væri stjórnmálaástand, sem þyldi mál- og ritfrelsi. Heimþráin verður án efa hlutskipti hans; uin leið veitist honum það, sem margir telja dýrmætast: Að fá að ráða ferðum sfnum og búsetu og segja það sem i brjóstinu hýr. Þegar þetta er skrifað, er fjölsk.vlda skáldsins ennþá f Moskvu, kona hans og svnimir tveir, sem hér eru með honum á myndinni: Ignat, 16 mánaða.og Yermolai, st*m er þriggja ára. (í. Ljósmynd: TIME MAGASINE

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.