Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1974, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1974, Blaðsíða 3
(Greinin er skrifuð gagngert fyrir Morgunblaðið). Þegar Mikkjel Fönhus gaf út fyrstu skáldsögu sina, „Skoggangsmand" árið 1917, skrifaði hinn heimskunni danski rithöfundur, Johannes V. Jensen, lofsamlega grein um bókina í dag- blaðið „Politiken". Jensen skrifaði meðal annars: „Þarna er norskt andrúmsloft, norsk, ströng og miskunnarlaus náttúra. Nýr maður, sem skilur þessa hluti, er samgróinn þeim og hefur hæfileika til að lýsa þeim, hefur nú kvatt sér hljóðs.“ Fönhus fékk einnig bréf frá Jöhannes V. Jensen, og i bréfinu stóð: .Setjið yður nú háleitt markmið fyrir allan Noreg!" Hinn ungi rithöfundur lagði sér á minnið orð Jensens: háleitt markmið fyrir allan Noreg, — og það voru þessi orð, sem gáfu Fön- hus hugmyndina: að heyja sér efnivið f skáldverk sin frá öllum landshlutum Noregs. Þetta átti eftir að marka spor i norskar bók- menntir. Því að jafnframt þeirri hamingju að vera gæddur mikilli og sérstæðri snilligáfu, þá var þessi rithöfundur einnig mjög viljasterkur maður og starfshetja, og hann bjó yfir sjaldgæfum sjálfsaga. Þegar Mikkjel dó snögglega úti i skógi hinn 28. október 1973, hafði hann nýlega sent frá sér 41. skáldsögu sína. Hann átti stóran og tryggan lesendahöp, sem komst snemma út fyrir landa- mæri Noregs með skáldsögur sínar. Sem dæmi um það má nefna, að i Þýzkalandi var á sín- um tima prentuð vasabókarútgáfa af skáldsögunni „Trollelgen“ í 400.000 eintökum. I tilefni þess, þegar Fönhus gaf út 40. bók sina 1972, gaf útgefandinn hans út ágæta bók um skáldið, og í þeirri bók kom það fram, að í Noregi höfðu bækur hans þá verið seldar í meira en hálfri milljón eintaka. Mikkjel Fönhus var fæddur i Suður-Aurdal i Valdres 14. marz 1894. Allt frá æskuárum lifði hann í nánum tengslum við nátt- úruna á slóðum átthaga sinna, og hann átti heimili sitt alla ævi í þessari sveit. A unga aldri fór hann að heiman á skóla. Hann var i menntaskóla í Osló frá 1911 — 1913, en hann undi sér mjög illa i höfuðstaðnum. Eftir stúdentspróf var ætlunin, að hann legði stund á lögfræði og yrði málaflutnings- maður. En hann sótti aldrei nema! einn fyrirlestur! Þegar hann hafði hlustað á prófessorinn ausa af brunni þekkingar sinnar um rómverskan erfðarétt, þá strauk hann aftur heim til Valdres og fór á veiðar. (í einni bók sinni hefur hann ritað fágæta lýsingu á lögfræðistúdent, sem gafst upp á að lifa lífi borgar- búans og hélt heimleiðis á vit frjálsræðis villimerkurinnar). Mikkjel var ekki skapaður til að grafa sig ofan i rykdyngjur mála- færsluvfsindanna; honum tókst ekki að slæva brennandi þrá sína eftir frjálsri tilveru á slóðum fjalla og skóga, hann var skáldið mikla, sem varð að lifa lifi sinu undir berum himni og láta þar flæða um sig — frá ösnortinni og stórbrotinni náttúru — þann anda, sem honum var lífsnauðsyn- legur til að verða fær um að skapa þau stórvirki, sem nú liggja eftir hann í norskum bókmenntum. Önnur bók Fönhus var: Der vildmarken suser“. Hún kom út 1919. Þúsundir lesenda hafa orðið hugfangnir af þessari bók. Til dæmis er upphaf hennar likast formfrjálsu ljóði af beztu gerð. Þegar um var að ræða náttúru- og dýralýsingar, þá brugðust Mikkjel aldrei snilldartök meistarans. Og eftir að sigur- gangaþessara tveggja fyrstu bóka hans var orðin augljós staðreynd, hélt hann áfram jafnt og þétt að senda frá sér nýjar bækur, og hann ávann sér mikið frægðarorð. Mikkjel hafði alla tíð haft áhuga á blaðamennsku. Hann hóf ungur að senda blöðunum efni til birtingar, og eftir að skáldsagan: „Vildmarken suser“ kom út, fékk hann fasta stöðu við blaðið: „Norske Intelligensedler", sem gefið var út i Osló. Þar var hann þó aðeins um skamma hrið, en engu að síður reyndist honum þetta einstaklega verðmætur timi, og sjálfur fullyrti hann, að þessi blaðamennskuferill hans hefði haft stórmikil og varanleg áhrif á sig sem rithöfund. Sem blaðamað- ur lærði hann nefnilega að viða að sér efni, og síðar notaði hann starfsaðferðir blaðamannsins af mikilli leikni við að safna efnivið í skáldsögur sínar. Mikkjel var ekki aðeins mikill skáldsagna- höfundur, hann var einnig blaða- maður af beztu gerð, og alla ævi skrifaði hann mikið í blöðin. Einkum var hann snillingur i að skrifa ferðasögur um langferðir sínar á skíðum og reiðhjóli. A þessum farartækjum ferðaðist hann um allan Noreg. Hann ferð- aðist einnig um önnur lönd. Á þessum ferðum safnaði hann efni bæði i blaðagreinar og fagrar bók- menntir. Eg get til dæmis nefnt, að upp úr 1930 fór hann til Færeyja til þess að sjá með eigin augum fuglaveiðar Færeyinga. Hann birti frásagnir af ferð sinni í blöð- unum, en þetta efni formaði hann þó aldrei í skáldverk svo vitað sé. (Ég hef enn ekki komizt yfir að athuga, hversu mikið af óprentuð- um handritum Fönhus hefur látið eftir sig eða hversu margar Fön- hus-bækur eiga eftir að koma út). Annars get ég nefnt sem dæmi um ferðalög hans í þvf skyni að viða að sér efni, að hann lagði leið sína til Afríku, Kanada og Sval- barða. Og hann ritaði bækur, sem gerast í öllum þessum löndum. Eitt af því, sem einkenndi Mikkjel Fönhus, var það, að hann vildi helzt afla sér líkamlegrar reynslu af öllu, sem hann skrifaði um Sérlega gott dæmi um þetta er það, sem hann gerði áður en hann skrifaði skáldsöguna: ,Skilöparen", sem hann gaf út 1936. Hann hafði ákveðið að skrifa skáldsögu um nútíma þol- gönguskiðakappa. Og þegar leið að hinu árlega Holmenkollen- móti, hélt hann til Oslóborgar og bað rétta aðila leyfis að mega taka þátt f 50 kilómetra skiðagöng- unni, án þess að vera skráður keppandi. Mótsstjórnin neitaði honum um þetta, hann kynni að flækjast fyrir keppendunum, sögðu þeir. Engu að siður lagði Mikkjel af stað jafnt sem aðrir. Og þarna fékk hann sannarlega reynslu af, hversu harðsótt slik skíðaganga er. Þetta tiltæki varð honum notadrjúgt, þegar hann hófst handa um að lýsa í skáld- söguformi þolraun skiðakapp- göngumannsins. Auk þess kom hann sér i kunningskap við þekkta skíðaþolhlaupara og fékk þá til að Iýsa reynslu sinni af kappgöngum, sem þeir höfðu tekið þátt i. Á þennan hátt safnaði hann miklu og góðu efni. Þegar fram liðu stundir varð Mikkjel auðugur af margvíslegu efni til að vinna úr, og bækurnar streymdu frá honum jafnt ogþétt. Svo métti heita, að ný bók kæmi út eftir hann árlega. En algengt var, að hann léti efni liggja árum saman i borðskúffunni áður en hann notaði það í bók. Dæmi um það er skáldsagan: „Det raser i Haukefjellet", sem hann gaf út 1965. Efnið i þessa skáldsögu er sótt i stórslys af völdum fjall- Inuns í Loen f Nordfjord árið 1936 — þar sem yfir 40 manns létu lífið. Strax og Mikkjel frétti um þetta slys, sté hann á bak reiðhjóli sinu og létti ekki ferð fyrr en hann var kominn um hinn langa veg til Loen. Þar safnaði hann öllum gögnum, sem fáanleg voru og vörðuðu þetta hrikalega efni. Fyrst ritaði hann blaða- greinar um hinar válegu náttúru- hamfarir. En skáldsagan, sem byggð var á þessum atburðum, kom — sem fyrr segir — ekki út fyrr en 1965. Mig langar einnig til að geta þess, sem hann gerði til undir- búnings fyrir skáldsöguna: „Gull- graverene pá Finnmarksvidda“: Veturinn 1938 — ’39 tók Mikkjel sér fyrir hendur ferð til Karasjok. Þar hitti hann Lappa nokkurn, sem reyndist vera fyrrverandi gullleitarmaður. Mikkjel hafði heyrt sagt frá mörgu varðandi gullæðið, sem geisaði á Finn- merkurauðnum kringum árið 1900. Þessi Lappi kunni alla þá sögu. Nú datt Mikkjel í hug, að þetta gæti orðið uppistaða i skáld- sögu, en til þess að svo mætti verða, yrði hann sjálfur að læra þá list að þvo gullsalla úr ármöl. Mikkjel tók þá ákvörðun að fara aftur til Finnmerkur á komandi hausti. Það gerði hann lika, og þá lærði hann að „þvo út“ gull. Hann fékk úr ármölinni gullmylsnu, sem vel huldi botn i smáflösku. En þó að fjárhagslegur afrakstur af gullleitinni yrði lítill, varð hinn bókmenntalegi afrakstur þeim mun meiri. Mikkjel kom heim með óvenjulega góðan efnivið og tókst að tileinka sér rækilega að- stæður og andrúm sögusviðsins. En það liðu mörg ár þar til sagan var hreinskrifuð og gefin út. Hún birtist ekki á prenti fyrr en 1962, Mikkjel sagði sjálfur, að mestur hluti þess, sem við bæri í skáld- sögum hans, væri raunverulega satt, en ekkert hugarfóstur. Þann- ig hefði þetta í rauninni gerzt, enda þótt hann staðfærði það og hagræddi því eftir eigin geðþótta. Það var ósvikin sjálfsreynsla bak við flest af því, sem hann skrifaði. í meira en hálfa öld fór hann i eitt ferðalag hvert sumar og aðra ferð fór hann að vetrinum — til þessa eða hins hluta lands- ins— og ritaði stöðugt niður efni sér til minnis. Eitt sinn, þegar mér hafði verið falið að hafa blaðaviðtal við Mikkjel, sýndi hann mér þykkan bunka af minnisblöðum, og hann sagði mér eitt og annað um það, hvernig hann ynni úr þessu. Ég fékk þá einnig að vita, að minnis- blaðariss hans var i veigamiklum atriðum uppistaðan i mörgum hinna einstæðu náttúrulýsinga hans. „Þær hef ég oft rispað hjá mér meðan ég hef setið við bálið á kvöldin," sagði hann. Mikkjel varð víðfrægur fyrir útilif sitt. Svo sem fyrr er frá sagt, fór hann oft í löng ferðalög, á sumrin á reiðhjóli, aðvetrinum áskiðum. Á nóttinni svaf hann úti undir berum himni. Hann hafði alltaf með sér poka úr hreindýra- skinnum og svaf i honum. Mér veittist einu sinni sú ánægja að vera með Mikkjel í einni slíkri ferð. Það var reyndar aðeins eins dags ferð, en við lögðum leið okk- ar að gljúfri nokkru i grennd við heimili hans — þvi hinu sama gljúfri, sem er fyrirmyndin að Kvervillgljúfrinu í skáldsögu hans: „Det skriker fra Kvervilljuvet". Ég gleymi aldrei þessum degi. Eftir glæfralegri leið klöngruðumst við niðrá botn þessa hrikagljúfurs — og það er eitt af þvi minnisstæðasta, sem ég hef reynt. Við dvöldum þarna allan daginn. Mikkjel tendraði bál og lagaði okkur kaffi, og við hvíldum okkur við frumstæðan aðbúnað skógarmannsins. Já, við sátum þarna við bálið og vorum frjálsir menn — langar leiðir frá tækni, streitu, þvargi og þys. Og Mikkjel sagði mér sögur, upp á sinn eigin meistaralega máta. Hann var sá dásamlegasti ferða- félagi, sem hægt er að hugsa sér. En á Mikkjel Fönhus voru einnig aðrar hliðar, sem ekki má gleyma, þegar hann er kynntur fyrir íslenzkum lesendum: Hann var ákafur áhugamaður um verndun frjálsrar og óspilltrar náttúru, og hann var heiðurs- félagi i Náttúruverndarfélagi austurfylkjanna og einnig í Náttúruverndarsamtökum Noregs. Hann var andstæðingur hins óhófslega einkabílaaksturs, og árum saman háði hann harð- vítugt strið til varnar alls konar dýrum, sem ofsótt eru af sport- veiðimönnum og er þess vegna ógnað með útrýmingu. Þetta átti til dæmis við um skógarbjörninn, sem hann lýsir á stórfenglegan hátt í skáldsögunni: „Der vild- marken suser". Mikkjel var bindindismaður og barðist heils hugar gegn áfengis- neyzlu. Fyrir framlag sitt til bindindismála var hann sæmdur „Klausturorðunni", sem er æðsta heiðursmerki, sem norska bindindishreyfingin ræðuryfir. Mikkjel Fönhus kappkostaði að lifa svo íburðarlausu lifi sem hugsazt gat, og til handa sjálfum sér gerði hann aðeins lágmarks- k röf ur. Framhald á bls. 16. © /

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.