Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1974, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1974, Blaðsíða 5
Rockefeller ruddi keppinautum sínum úr vegi af stakri hörku. Hann fór ekki í manngreinarálit: gamlir húsbændur hans, kunningjar og jafnvel bróðir fengu allir sömu meðferð. Tímamót urðu í flutningum, þegar lokið var járnbrautinni milli austur- og vesturstrandar Bandaríkjanna. Rockefeller var fljótur að notfæra sér hana og sveifst þá einskis. Gömul og riý vinnubrögð við olíuvinnslu. Teikningin sýnir hversu frumstæð vinnslan var i fyrstu og minnir á vinnubrögð við skyrgerð í íslenzku búri. En nú er öldin önnur og með gífurlega háþróaðri tækni er verið að bora eftir olíu í Noðursjó. Enn sem fyrr byggist vinnslan þó á handtökum hraustra manna. þurfti helzt að vera hvort tveggja, fjáður og hugmyndaríkur. Rocke- feller var alia ævi frábær bók- haldari, en ekki áhættusnillingur; hann reiknaði af stakri kostgæfni og nákvæmni útgjöld og gróða- möguleika og græddi jafnt og þétt. Hann valdi sér að félaga kornkaupmann einn, Henry M. Flagler, prestsson, sem tapað hafði og unnið til skiptis gffurleg- ar upphæðir. Flagler var uppfinn- ingamaður í tómstundum og liafði m.a. fundið upp sérstaka gerð af skeifum. Hann var ósvifinn mjög, en hugmyndaríkur. Enda hafði hann fljótlega uppi vænlegar ráðagerðir um það, hvernig bezt mætti ryðja óþægum keppinaut- um úr vegi. Rockefeller vó og mat stöðuna, en Flagler tók að sér skít verkin. Þannig bættu þeir hvor annan ig)p. Flagler fékkeinnig tengdaföður sinn til liðs við þá félaga. Gamli maðurinn hafði efnazt á borgara- slyrjöldinni eins og þeir raunar allir. Hann hafði keypt miklar viskíbirgðir á réttum tíma og selt þær aftur dýrum dómum, einnig á réttum tima. En bindindismaður- inn Rockefeller lét það ekki á sig fá í þetta sinn, þótt peningarnir væru frá hinum vonda komnir. Um 1870 var olíuhreinsunar- stöð Rockefellers orðin hin stærsta í Bandaríkjunum. Þá var henni breytt í hlutafélag. Gerði það auðveldara um vik að útvega fé — þar sem olíuverð var þá óhagstætt — til þess að kaupa fyrirtæki keppinauta. Þeim var svo greitt með hlutabréfum. Stofnað var félagið „Standard Oil Company“ (úr upphafsstöfum þess S og O varð seinna heitið ,,Esso“). Rockefeller þótti tími til kominn að ,,sameina allar oliu- hreinsunarstöðvar landsins undir einn hatt til þess að koma lagi og reglu á olíuiðnaðinn“. L'eiðin til einokunar lá eftir járnbrautarteinunum. Á þessum árum gátu járnbrautarfélögin ráðið örlögum fyrirtækja og jafn- vel heilla bæja; þau réðu fyrst og fremst flutningsgjaldinu og svo voru allar aðrar flutningsaðferðir langtum seinlegri. Flagler heillakarlinn hafði þá samið við járnbrautarfélögin um sérlegt flutningsgjald á oliu þeirra kumpána. Þetta var að visu ekki löglegt.en veitti fyrirtækinu örlagarikt forskot fram yfir keppinautana. Þó fannst Rocke- fel ler enn ekki nóg að gert. Annar janúar 1872 þingaði hann með forstjórum þriggja stærstu járnbrautarfélaganna í New York, og var þar lögð siðasta hönd á samning, sem teljast verð- ur kaldrifjaður, þótt viðskipta- hættir á þessum tima væru al- mennt líkastir þvi, að sjó- ræningjar ættust við. Kom þessum aðilum saman um að hækka flutningsgjöldin þre- falt, en jafnframt skyldi Rocke- feller og fáeinir aðrir fá 40 —50% afslátt. Að vísu kostaði það Stand ard Oil meira i flutningsgjöldum en áður — en þó hálfu minna en keppinautana. Ekki nóg með það, heldur fékk Rockefeller sinn skerf af þeim 40—50%, sem keppinautar hans ofborguðu og var hann þá lika farinn að græða á þeirri olíu, sem þeir sendu frá sér! Hugmynd járnbrautafrömuð- anna með samningi þessum var sú að eyða innbyrðis samkeppni sjálfra sin og hækka jafnframt fargjöldin. Meðan á samningum stóð í New York skrifaði Rocke- feller konu sinni daglegaog lýsti fyrir henni með fögrum orðum framtíðarmöguleikum oliufélags- ins. Með samningnum vonaðist hann til að vinna á keppinautum sinum innan fárra mánaða. En skömmu áður en samning- urinn gekk í gildi vildi til óhapp. Umboðsmaður Lake Shore járn- brautarfélagsins á oliusvæðinu skildi fyrirmælin urn hin nýju flutningsgjöld eftir á borði meðan hann skrapp frá, annar starfsmaður kom að og las þau og innan stundar var leyndarmálið flogið út um allan bæ. 1 krám og gistihúsum Titusville og annarra olíubæja var ekki um annað rætt. Skelfdir oliuleitar- menn og furðu lostnir hreinsunareigendur komu saman og talaði hver upp í annan. Menn fylktu liði í kröfugöngu að tónleikahúsinu í Titusville. Báru þeir borða, sem á stóð m.a. „Niður með samsærismennina'1 og „Drep- um skrimslið". Hinir æstu göngu- menn sömdu þrjátíu metra langt bænarskjal, þar sem þeir báðu dómstóla og stjórnmálamenn að vernda sig fyrir járnbrautar- félögunum og Rockefeller, þeim ,jVlólok“. Komið var á fót nokkurs Framhald á bls. 14.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.