Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1974, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1974, Blaðsíða 8
C . Hver vinnur störfin heima fyrir, þar sem b JAFNRÉTTI í REYND? Eftir Guðrúnu Egilson EKKI EMSKÆR VMNUGLEDI HELDUR NA UDSYN * Rœtt við Olaf Jóhannsson og Arnbjörgu Sveinsdóttur Ólafur ekur vörubíl hjá Bæjarútgerðinni. Sjaldan er hægt að slappa af heíma. Héreru Arnbjörg ogdrengirnir og ef maður fengi ekki svona skorpur, væri rétt hægt að hafa i sig og á. — Og hvernig er svo heimilislíf- ið, þegar svona mikið gengur á? — Það fer nú lítið fyrir heimil- islífi, — svarar Arnbjörg. — Að undanförnu höfum við varla sézt heilu sólarhringana. Stundum var hann að koma heim til að leggja sig, þegar ég var á leið í vinnuna og farinn, þegar ég kom heim. — Ég vissi aldrei hvenær hans var von eða hvar hann var. Það var svo mikið að gera, að hann mátti yfirleitt ekki vera að þvi að láta vita af sér. Hjónin hafa biiið sér qg börnum sinum þremur, Rúnari 15 ára, Jó- hönnu 11 ára, og Önnu, 9 ára, hlýlegt heimili í íbúð, sem þau hafa nýlega fest kaup á. Þau fara ekkert dult með, að annirnar stafa ekki af einskærri vinnu- gleði, heldur af brýnni nauðsyn til að framfleyta fjölskyldunni og borga af íbúðinni. Vinnudagur Ambjargar er frá kl. 8.15—17 5 daga vikunnar fyrir utan klukku- tíma matarhlé. Við eðlilegar að- stæður vinnur Ölafur frá 8—20 og auk þess flestar helgar. Það kem- ur því af sjáifu sér, að hann er lítt gjaldgengur til heimilisstarfa og viðurkennir auk þess, að áhuginn sé harla takmarkaður. — Ég ryk- suga stundum og helli upp á könnuna, — segir hann. Meira er það nú varla. — Ég held, að hann sé skárri núna en áður, — segir Arnbjörg, — þá snerti hann varla á verkum. Þegar krakkarnir voru minni, fór ég í eins dags ferðalag, og hann ætlaði að sjá um þau ámeðan. Um ÞAÐ þurfti hvorki meira né minna en allsherjarverkfall til að ná tali af þeim Arnbjörgu Sveins- dóttur og Ólafi Jóhannssyni. Að undanförnu hafa þau hjón varla sézt sökum anna í þágu Bæjarút- gerðar Hafnarfjarðar, en þar hafa þau bæði starfað um nokkurra ára skeið. Arnbjörg vann við frystihúsið þar til nú í haust, er hún hóf störf á skrifstofu fyrir- tækisins, en Ólafur er vörubif- reiðarstjóri og hefur undanfarnar vikur lagt nótt við dag vegna loðnuflutninga. — Vinnustund- irnar hafa orðið 30 á sólarhring, — segir hann. — Það er hægt, ef maður vinnur dag og nótt og sleppir matar- og kaffitima. Það er náttúrlega ekkert vit að vinna svona mikið, og takmörk eru fyrir þvi, hvað maður getur lagt á sig. En þetta er nú nauðsynlegt í þessu velferðarþjóðfélagi okkar, Og Arnbjörg vinnur líka hjá BæjarútgerSinni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.