Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1974, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1974, Blaðsíða 9
örn eru og húsmóðirin vinnur utan heimilisins? miðjan daginn uppgötvaði hann sér til skelfingar, að Anna var búin að gera í buxurnar og frekar heldur en að skipta á henni sjálf- ur keyrði hann hana i loftköstum heim til mömmu sinnar og lét hana gera það. — En ekki annarðu öllum hús- verkunum og þjónustubrögðum, þegar þú kemur heim eftir 8 stunda vinnudag? — Nei, krakkarnir hjálpa mér. Anna og Rúnar skipta uppvask- inu á milli sin, en Jóhanna sér um tiltektir. Blaðamaður snýr sér að börnun- um, sem sitja hjá foreldrum sin- um, og spyr þau, hvernig þeim finnist að hjálpa til Systrunum verður heldur svarafátt, en Rúnar segist hafa mjög gaman af heimil- isstörfum, að uppþvotti undan- skildum. — Eg hef verið í mat- reiðslu, og mér finnst voða gaman að baka og búa til mat. Ég baka stundum fyrir mömmu og hef ein- staka sinnum eldað. Svo að þér finnst það ekki bara vera fyrir konur? — Nei, alls ekki. Okkur strák- unum finnst yfirleitt öllum skemmtilegt í matreiðslu, og það er ekkert frekar fyrir stelpur. — Flnnst ykkur börnin ekki hafa gott af því að hjálpa dálítið til? — Jú, það er um að gera að láta þau kynnast lífinu sem fyrst, — segir Ólafur. — Með þessu móti verða þau bæði sjálfstæðari og duglegri að bjarga sér en ef þau létu bara stjana í kringum sig. Hins vegar má ekki leggja of mik- ið á þau, og þau þurfa að hafa tíma til að sinna skólanáminu. Við erum ákveðin í að láta þau mennt- ast ef tir því sem hæfileikar þeirra segja til um, og við viljum, að þau losni við það erfiði, sem við höf- um þurft að leggja á okkur. — En geta þau alveg bjargað sér sjálf, þegar þið eruð að heim- an? — Já, þau hafa vanizt því frá þvi að ég vann í frystihúsinu, — svarar Ambjörg, — og við höfum aldrei þurft að hafa áhyggjur af þeim. Þau fá sér bita, þegar þau eru svöng, þótt oft komi nú fyrir, að beðið sé eftir mömmu. Eitt sinn, þegar ég var að vinna eftir- vinnu og kom heim um áttaleytið, sat öll fjölskyldan og mændi sult- araugum á sjónvarpið, en engum, ekki einu sinni húsbóndanum, hafði komið í hug að fá sér eitt- hvert snarl. — Þetta var áður en ég fór í matreiðslu, — skýtur Rúnar inn i. — Annars er ég nú vanur að bjarga mér sjálfur, — segir Ólaf- ur. Eg kem óreglulega í mat, og þar sem könan er oft þreytt eftir erfiðan vinnudag, kærir maður sig ekki um að láta hana stjana við sig. — Ékki getur þú séð um hádeg- ismat, Arnbjörg? — Það getur nú varla heitið. Ég tek til eitthvert snarl eða hita upp afganga. — En þið minntuzt áðan á upp- eldi barnanna. Það gefur auga leið, að þið hafið lítinn tíma til að vera samvistum við þau, þegar vinnudagurinn er svona langur. — Já, það er nú aðalgallinn við að vinna úti allan daginn, — svar- ar Arnbjörg. — Aður fyrr reyndi ég að fylgjast náið með námi þeirra, en nú gefst lítill tími til þess, en maður reynir svo sem að nota þær stundir, sem gefast, til að tala við þau og þroska þau á ýmsan hátt. — Myndir þú ef til vill kjósa að vera heima allan daginn, ef að- stæður leyfðu? — Ætli mér leiddist það ekki? Ég er orðin svo vön því að vinna úti, að ég. myndi áreiðanlega sakna þess að hafa ekki samneyti við fólk á vinnustað. Hálfsdags vinna væri bezt. Þá gæfist betri tími til að sinna börnum og heim- ilinu, þvf að eðlilega fer ýmislegt úr skorðum, þegar maður er svona mikið að heiman. Hér áður fyrr saumaði ég flestallt til heim- ilisins, en nú er varla um það að ræða. — Hvað um félags- og tóm- stundastörf? — Það er nú litið um þau að segja, — svarar Ólafur. — Konan er að vísu í kvenfélagi og ég í trúnaðarmannaráði, annað ekki. En við förum nokkuð oft út að dansa, við höfum bæði gaman af því. — Hafið þið nokkurn ^ima til að giugga i bækur? —- Maður las heil ósköp áður, en nú getur varla heitið, að ég líti í bók, — svarar Ólafur. — 1 þau fáu skipti, sem ég reyni það, er ég steinsofnaður um leið, — og Arn- björg hefur sömu sögu að segja. Þau eru sammála um að hægja á ferðinni, þegar þau verða komin vel á veg með að greiða íbúðina niður. — Þetta verður líklega okkar frambúðarhúsnæði, segir Ambjörg. Fyrst leigðum við, en til að eignast eitthvað keyptum Framhald á bls. 10 Hér hjálpast allir að, en husbóndinn sér þó að mestu einsamall um húsbygginguna: Ragnhildur Bjarnadóttir frá Selfossi og Ingi B. Ársælsson, skrifstofumaður, og börn þeirra. BUNDIN AF UPPELDIÞRÁ TT FYRIR ALLT Rœtt við Ragnhildi Bjarnadóttur og Inga B. Arsœlsson ÆTLA má, að ógsrningur sé fyrir hjón með tvö kornung börn að vinna bæði utan heimilis. Það er þó ekki að skilja á þeim Inga B. Arsælssyni fulltrúa í Ríkisendur- skoðun og Ragnhildi Bjarnadótt- ur kennsluleiðbeinanda, sem við tókum hús á kvöld eitt á þorran- um. A hinn böginn viðurkenna þau, að starfsdagurinn sé oft býsna langur og þátttaka i félags- lifi og þess háttar komi vart til greina við þeirra aðstæður. En að mati þeirra er það grundvallar- atriði, að bæði fái notið sín á þeim starfsvettvangi, sem þau hafa skapað sér, og það krefst ýmissa fórna, auk þess sem það leggur báðum aðilum á herðar svipaðar skyldur á heimi linu. Að vfsu er það Ragnhildur, sem ber kaffi og með því, og blaða- maður getur ekki stillt sig um að gera ertnislega athygasemd, þeg- ar Ingi minnir hana á, að eitthvað hafi gleymzt. Það er hins vegar hann, sem sprettur fram til að sinna þeim yngsta i fjölskyldunni, þegar hann lætur i sér heyra i miðju samtali. — Við höfum smám saman tek- ið upp ákveðna verkaskiptingu hér á heimilinu, — segir Ragn- hildur, — og þótt við teljum okk- ur mjög nútímaleg og framsýn, fer ekki lijá þvi að við séum tals vert bundin af uppeldinu. Þar eð ég hafði meira stússað í matseld og öðrum eldhússtörfum, kom það eiginlega af sjálfu sér, að þau féllu í minn hlut. Ingi getur að vísu gripið inn i, ef svo ber undir, en það er ekkert sérlega vinsælt, og hann hefur tileinkað sér ýmsa aðra þætti heimilisverkanna, m.a. flest tæknileg atriði, sem mér finnst einhvern veginn eðlilegt, að hann sjái um, sennilega vegna rótgróinna fordóma um hlut- verkaskiptingu kynjanna. En aðalstarf hans er umönnum barn- anna, og hann sér yfirleitt um að mata þau, baða og koma þeim í háttinn. Og Ingi þvertekur fyrir að hafa andúð á heimilisstörfum. Það er reyndar konunnar að dæma um frammistöðuna, — segir hann, en ég tel mig nú alls ekki svo afleit- an. Til dæmis ryksuga ég yfirleitt og sé um þvotta, og enda þótt börnin séu næm á mildi móður- handarinnar og leiti sennilega oftar til Ragnhildar ef eitthvað bjátar á, þá reyni ég að sinna þeim til jafns við hana, eftir því sem tími gefst til. — Daglegur vinnutimi Inga er frá kl. 9—17, en starfsdagur Ragnhildar er ósamfelldari og nemur að jafnaði 2/3 af því, sem almennt gerist. Auk þessa standa hjónin i húsbyggingu og fylgja því ýmsir snúningar og störf, sem falla í hlut Inga, og hér gefst blaðamanni tækifæri til að stríða Ragnhildi örlitið á því, að henni finnist sjálfsagt að vera laus und- an slikri erfiðisvinnu. — Ætli Ingi sé ekki betur til hennar fallinn en ég, — segir hpn, — en þessar byggingafram- kvæmdir gera það auðvitað að Framhald á næstu sfðu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.