Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1974, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1974, Blaðsíða 10
Auk kennslunnar hefur . Ragnhildur ýmis aukastörf með höndum svo sem samningu kennslubóka. BUNDINAF UPPELDI verkum, að húsverkin mæða enn meira á mér. Þegar hjónin eru bæði að heiman eru börnin, Valdís Björk, sem varð tveggja ára í janúar, og 3jarni Páll, nýlega ársgamall, i gæzlu f sama húsi. Þau létta undir rreð foreldrum sínum með því að vera jafnan við hestaheilsu, lífs- glöð og kát og sýna engan mót- þróa, þegar fóstran tekur við þeim. — Þau kveðja okkur bros- andi, og fagna okkur að sama skapi, þegar við komum heim, — segir Ragnhildur. — Ekki verður maður var við, að þau fari nokk- urs ámis,þó að við séumttalsvertf burtu frá þeim, enda eru þau í sérlega góðum höndum. Ég held, að við höfum öll gott af einhverri tilbreytingu og njótum samvist- anna þeim mun betur. Ekki vildi ég samt taka að mér meiri vinnu en ég hef eða sökkva mér niður í félagsstarfsemi, því að þá væri hætta á, að heimilislífið yrði ekki eins eðlilegt. Við erum sammála um, að njóta bernskuára krakk- anna sem bezt, enda er þetta ómetanlegur tími. Ingi tekur í sama streng og bætir við. — Þessir einstaklingar krefjast mikillar umönnunar, en gjafirnar þeirra eru þeim mun stærri. Þeir karlmenn, sem hafa ekki aðstöðu til að rækja föður- hlutverk sitt, fara að minni hyggju ákaflega mikils á mis. Já, föðurhlutverk og móðurhlutverk, þetta eru nú heldur óafmörkuð hugtök, en ég tel það jákvæðast við þessa þjóðfélagsbreytingu, að algengt er, að feður geta takmark- að störf sín utan heimilis og haft aukin samskipti við börn sín. — En ertu ekki að öllu leyti sáttur við þessa breytingu? — Jú, hún er mér að skapi. Við gjöldum þess þó að lenda á kross- götum, og ef til vill þess vegna finnst mér ýmsir hlutir liggja á verksviði konunnar, og aðrir vera frekar karlmanna méðfæri. En sums staðar virðist breytingin hafa gengið lengra, til dæmis ef við lítum til rikis Maós, sem ég tel mjög athyglisvert. — En hvernig finnst ykkur samfélag okkar hafa mætt þessari þróun? Þau eru á einu máli um, að það þyrfti að gera betur og nefna einkum dagvistunarmál barna.— Þörfinni fyrir leikskóla og dag- heimili hefur alls ekki verið svar- að, — segirRagnhildur,— og fólk verður að grípa til misgóðra úr- ræða til að bjarga sér. Hingað til höfum við verið mjög heppin með barnfóstur, og okkur bauðst ný- lega þátttaka í félagsskap, sem miðar að þvi að koma á fót barna- heimili með nýtízkulegu rekstrar- formi. Hins vegar mega opinberir aSlar ekki láta slíkt frumkvæði draga úr eigin framkvæmdum, þvi að fjöldi fólks hefur ekki tök á að leysa vandamál sín á þennan hátt. — Hvort ykkar er heima, þegar börnin verða veik? — Þau hafa alltaf verið mjög hraust, og við erum svo heppin að hafa barnfóstruna í sama húsi, svo að við þurfum ekki að sleppa vinnu, þótt smávægilegur lasleiki geri vart við sig. Hvorugt okkar hefur misst úr einn einasta vinnu- dag í allan vetur. — Nú þurfið þið sjálfsagt að kosta talsverðu til barnagæzlu, og það gefur auga leið, að ýmsir þættir heimilishaldsins verða kostnaðarsamari, þegar báðir aðil- ar vinna utan heimilis heldur en með gamla laginu. Borgar þetta sig fjárhagslega? — Ef til vill er ávinningurinn ekki ýkja mikill, — svarar Ingi. Tekjur konunnar hafa i för með sér aukin opinber gjöld. Við get- um ekki sameinazt um einn bíl, vegna þess hve vinnutími okkar er ólíkur og þurfum því að kosta rekstur á tveimur. Ekki er ólík- legt, að ýmsar kostnaðarhliðar rýri tekjurnar umfram það, sem yrði, ef annað okkar væri heima að staðaldri, en við höfum ekki svo stíft reikningshald, að við get- um gert okkur fulla grein fyrir því. Á hinn bóginn starfar úti- vinna Ragnhildar ekki eingöngu af fjárhagslegum aðstæðum. Þær eru jafnvel aukaatriði Aðalatriðið er, að hún fái athafnaþrá sinni fullnægt ekki síður en ég og hafi möguleika á að nýta menntun sína og hæfileika. — Og það þarf varla að spyrja að því, að börnin verða alin upp i samræmi viðsjónarmið ykkar. — Við erum staðráðin í þvl að láta þau gegna ákveðnum skyld- um á heimilinu, og það verða ekki kynbundnar skyldur, — segir Ragnhildur ákveðið. Sumir tala um, að með upplausn hins hefð- bundna húsmóðurhlutverks sé heilbrigt heimilislíf úr sögunni. Ég held, að það sé þvert á móti. Það hlýtur að styrkja hin gagnkvæmu tengsl innan fjöl- skyldunnar, ef allir vinna í sam- einingu að heimilisstörf um og bera sameiginlega ábyrgð á þeim. Og í nútímaþjóðfélagi er heppi- legast, að uppeldi einstakling- anna miðist við að gera þá hæfa til að sinna þeim störfum úti í atvinnulífinu, sem áhugi þeirra og hæfileikár stefna að, en jafn- framt færa um að taka að sér venjuleg húsverk og þjónustu- brögð án tillits til kynferðis. Þannig ölum við upp nýta þjóð- félagsþegna og stuðlum að rétt- látu skipulagi. Ekki einskær vinnugleði Framhald af bls. 9 við íbúð með öðrum og höfðum sameiginlega stofu og eldhús.Svo festum við kaup á litlu einbýlis- húsi, síðan öðru, en þessi fjögurra herbergja íbúð er stærsta og bezta húsnæðið, sem við höfum fengið. — En borgar þetta sig? Væri ekki heppilegra að leigja, ef hægt væri með góðum kjörum, og fara sér aðeins hægara í lífsbarátt- unni? — Nei, þetta borgar sig, þótt erfitt sé, — segja þau bæði. — Fyrst og fremst er mjög mik- ið óöryggi í því að leigja, og pen- ingamir verða að engu, ef maður festir þá ekki í ibúð. — Nú, svo vill maður gjarnan vera sjálfs sin húsbóndi, — segir Ölafur. — Það er það minnsta, að maður sé það heima hjá sér.þegar maður vinnur hjá öðrum allan daginn. — Og að lokum ein samvizku- spurning. Voruð þið ekki hálft í hvoru fegin, þegar verkfallið skall á? — Ekki get ég neitað þvi, — svarar Ólafur. — Ég fór hálfpart- inn í fýlu, þegar þvi var frestað, og nýt þess núna að hvilast og vera með fjölskyldunni. En ég er hræddur um, að ég fari í ennþá meiri fylu ef það dregst á langinn, því að hver vinnudagur er dýr- mætur. BÆKUR OG HÖFUNDAR Eftir Charity Beth Coman ALEXANDER POPE 1688—1744 „Dálítil þekking er hættuleg." „Hvað sem er, er rétt." „Hið rétta rannsóknarefni mann- kynsins er maðurinn." Þessar tilvitnanir eru að sjálfsögðu frá Pope, sem að líkindum hefur auðgað enska tungu af fleiri þekkt- um tilvitnunum en nokkurt annað Ijóðskáld, að Shakespeare undan- skildum. Tuttugu og fimm ára að aldri var Pope talinn besta þálifandi Ijóðskáld á Englandi — og það þrátt fyrir þann kross, sem virðist nægi- iegur til að útiloka hvern mann frá því að afla sér frægðar. nema að endemum. Pope varð fullvaxinn aldrei hærri en 140 sentímetrar. Hann var krypp- lingur, berklaveikur og þjáðist af miklum höfuðverkjum (sem hann linaði með þvi að anda að sér gufu af sterku, heitu kaffi). Hann var einnig rómversk-kaþólskur, en það meinaði honum aðgang að enskum háskól- um. Enda þótt hann væri eftirsóttur gestur á heimilum aðdáunarfullra samtiðarmanna sinna, var hann vissulega erfiður i umgengni. Hann tók aldrei með sér þjón i heimsóknir sinar, en gerði meira en almennar kröfur til þjóna gestgjafa sinna. Hann þurfti sifellda umönnun, hjúkrun og aðstoð jafnvel við að ganga. Pope var strax á barnsaldri vel lesinn I sigildum bókmenntum og byrjaði að yrkja Ijóð sem drengur. Enda þótt Óður hans um manninn — Essay on IVIan — og Moral Essays séu mikið lesin, eru þau í meiri metum vegna málsins og hnyttninnar en fyrir heimspekilegt inntak. Eloisa to Abelard er frábær viðauki við söguna af Pierre Abailiard og þýðingar Popes á ilions- kviðu og Ódysseifskviðu áttu mikl- um vinsældum að fagna. En bestu verk Popes eru þó háðkvæði hans. The Dunicad, sem er óður um fábjána en ekki hetjur, er samsafn heiftúðugra árása á persónulega óvini Popes, en bar er einn- ig að finna árásir af hærra og larig- vinnara gildi — árásir á fals og hræsni í þjóðfélagi og menntastétt. í hetjukvæði The Dunciad og The Rape oí the Lock fann Pope hinn fullkomna miðil gáfna sinna. Það er orðkynngi þessara kvæða sem situr í lesandanum og gerir jafnvel lélegasta minni kleift að vitna i þau. Skiljanleg beiskja þessa manns, sem kallaður var „geitungurinn grimmi frá Twickenham", fann útrás í fyndni — magnaðri, jafnvel grimmúðlegri, en markvissri og sígildri. Ein frægasta hending Popes er verðug eftirmæli um hina miklu gáfu hans: „True wit is nature to advantage dressed, What oft was thought, but ne' er so well expressed". Mjög lauslega þýtt: Sönn fyndnier eðiið sjálft í þeim búningi sem það nýtur sln best — það sem oft var hugsað en aldrei jafn vel orðað. RAPE OF THE LOCK The Rape of the Lock hefur verið kallað snilldarverk spéhetjubók- menntanna. í þv! beinir Pope lýta- lausum geiri sínum að breysku sam- félagi heldra fólks — fjallar um stuld hárlokks sem meiriháttar glæp, um hégómleg atriði kvenlegrar snyrting- ar með eplskum samlikingum, sem eru háð ! sjálfum sér. Tónninn ! The Rape of the Lock er í senn angurvær og riddaralegur. Svo virðist sem Ijóðið hafi átt sér sannsögulegt fordæmi. Vinur Popes bað hann um að miðla málum ! deilu, sem raunar reis út af þjófnaði á hárlokki. Formáli Popes að Ijóðinu, stilaður til ungfrú Arabellu Fermor (sem er Belinda í Ijóðinu) er hinn riddaralegasti, fullur af hrósyrðum um konuna og lítilsvirðingu á kvæðinu og höfundinum. Og kvæðið sjálft þótt spaugsamt sé, er aldrei meinhæðið. The Rape of the Lock er afbragð málfars og ritlistar og gott til kynningar á enskri Ijóðagerð, jafnt epískri og rómantískri. Enska skáld- konan Edith Sitwell lærði alla fimm flokkana utanbókar fjórtán ára gömui. Uppskriftin að verkinu virðist nógu einföld: Takið meðferð Miltons og Hómers á mikilvægustu heims- málum og beitið henni fyrir hégóma, bætið við geislandi andriki og mál- skyni Ijóðskáldsins og valdi þess yfir tungunni og þið hafið The Rape of the Lock. Eða hvað? Það er vissulega eitt það ánægjulegasta við listina, að um hana gilda engar uppskriftir. Það má að vlsu likja eftir, en einstakling- urinn er eins og orðið ber með sér einstakur, og verk hvers einstaks skapandi snillings er dásamleg og eilif ráðgáta.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.