Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1974, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1974, Blaðsíða 12
HEYRNAR- LAUS ' ÁÞINGI. Ur ° sjálfs- ævisögu • brezka þing- mannsins Q Jack, Ashleys O o Síðari hluti :« í þinginii varðaði miklu afstaða forseta neðri málstofunnar; erfið- leikarmínir hefðu aukizt að mikl- um mun hefði hann ekki sýnt mér skilning, en það gerði hann sann- arlega. Stuttu eftir endurkomu mína hitti ég hann í móttöku. Ég stóð í biðröð þeirra, sem biðu þess að heilsa honum. Þegar kom að mér lét hann öll formsatriði lönd og leið, en faðmaði mig að sér. Mat ég þennan vináttuvott mikils. Hann lofaði m.a. að láta mig vita yrði ég kallaður til að taka þátt í umræðum, en það sparaði mér þá áreynslu að sitja frá því um miðj- an dag langt fram á kvöld skim- andi i allar áttir þar til ég var að niðurlotum kominn af þreytu. Margt annað gerði hann mér til hægðarauka, sem honum bar annars engin skylda til. Að öðru leyti sat við sama. Einna verst leið mér í herbergj- um utan þingsalarins, þar sem málin voru rædd óformlega; þar var oft mikið um að vera, hver talaði upp í annan og ég missti jafnóðum af þvi, sem fram fór, enda gáfu sig fáir á tal við mig. Við þetta bættist, að ég átti bágt með að stilla rödd mina, þar sem ég heyrði ekki sjálfur hversu hátt ég talaði. Það er áreiðanlega satt, að hvergi getur maður fremur orðið einmana en i mannfjölda. Nú tók heimboðum að fækka ískyggilega. Gamlir viriir og kunn- ingjar endurskoðuðu gestalista sína. Ég reyndi að telja mér trú um, að betra væri að eiga fáa vini trygga en ótal viðhlæjendur. Þá, sem héldu við mig tryggð, grunar enda naumast hve mikils ég met hana. Fálætið stafaði ekki einungis af því, hve erfitt ég átti um vik að skilja fólk og gera mig skiljan- legan. Eg hafði um skeið verið fjærri straumrás stjórnmálanna. Afleiðingin var sú, að ég hafði færra að segja starfsbræðrum mfnum en áður. Til einskis var að spyrja mig álits á ræðu, sem ég hafði ekki heyrt — og trúlega hafa menn veigrað sér við að spyrja, hvort ég hefði Iesið hana varalestri! Áður höfðu menn spurt mig álits og skoðanir mínar verið virtar; nú var ég naumast viðræðuhæfur. Ég gat aðeins beðið þess þolinmóður, að ég tæki meiri framförum í varalestri. Einföldustu hlutir urðu ótrú- lega flóknir. Þyrfti ég að spyrja starfsmenn þingsins einhvers, kostaði það stundum báða þvílika fyrirhöfn, að ég veigraði mér við því. Þó var ekki um annað að gera, ætti ég ekki að gefast upp og taka pokann minn. Sumt reyndist auðveldara en ég hafði ætlað. Ég hafði óttazt, að það kynni að fara fram hjá mér, ef boðað væri til atkvæðagreiðslu, en til hennar er kaliað með bjöllu- hringingu. En sá ótti var ástæðu- laus. Bax5i hafði ég auga með því, hvort þingmenn færu margir sam- an í áttina þangað og svo létu menn mig vita. Þingmenn íhalds- flokksins höfðu t.d. oft af því gaman, þegar þeir hnipptu í mig, svo ég gæti komið og greitt at- kvæði gegn þeim. Það var mikið vandamál að bera upp spurningar. Missti ég af svari var hætt við því að næsta spurn- ing mín yrði út i hött. Ég reyndi að gera við þessu með ýmsu móti, biðja ráðherra um drög að svörum fyrir fram, en þá var sá vandi óleystur, að bæri ég upp aðra spurningu um sama efni varð ég að lesa hana varalestri. Hygðist ég blanda mér í spurningar samþing- manna minna bað ég þá stundum hripa niður fyrir mig ágrip af því, sem verið var að segja, en spurn- ingatímarnir krefjast skjótra við- bragða og oft stökkva niu, tíu þingmenn á fætur, er ráðherra sezt. Um það bil, sem ég hafði lokið lestri miðans, var venjulega búið að gefa öðrum orðið. Sem skiljanlegt er átti ég held- ur óhægt með að tala í síma. 1 þvf efni hefði ég verið bjargarlaus, ef ekki hefði komið til framúrskar- andi hjálpfýsi starfsmanna þings- ins og fæ ég seint fullþakkað þeim. Heima hafði ég notið hjálp- ar Pauline; við höfðum tvö simtæki og hlustuðum bæði, en síðan endursagði hún mér orð þess, er við mig ræddi og urðum við svo æfð í þessu, að sumir áttuðu sig alls ekki á því, að þeir voru að tala við vita heyrnar- iausan mann. Þrátt fyrir góðvild og hjálpfýsi allra þeirra, sem reyndust mér svo vel, dró lítið úr þvi áfalli, sem ég varð fyrir, er ég missti heyrn- ina. Það vaktist upp tvíef lt í hvert sinn, er ég gekk inn í þingið. Ég vandist ekki hinni sífelldu, algeru þögn á þessu fjölmennasta mál- þingi landsins. Enda fanhst mér ég standa utan þess. En áfram reyndi ég samt; reyndi að þreifa mig til skilnings á þessu undar- lega ástandi og sætta mig við það, ef nokkur kostur væri. Dag nokkurn bauðst mér upp úr þurru að leggja fram frum- varp. Þetta frumvarp var dálitið sérstakrar tegundar: þingmaður undirbýr það og síðan rita þeir undir, sem annað hvort hafa bar- izt fyrir því máli, sem um ræðir, eða sýnt því sérstakan áhuga. Loks heldur upphafsmaður frum- varpsins því fram í tíu mínútna ræðu, enda eru þetta kölluð „tíu- minútnafrumvörp". Slík frum- varp ná sjaldnast fram að ganga, en eru fremur ætluð til þess að vekja athygli þings og almenn- ings á einhverju máli. Þetta frum- varp snerist um skipan nefnda til að rannsaka vandamál fatlaðra. Þetta var fám vikum eftir að ég kom aftur til þings og hafði ég enn enga ræðu haldið. Þetta eru ákaflega formlegir at- burðir og færi spurning fram hjá mér eða mér skjátlaðist í forms- atriðunum yrði hægara ort en gert að leiðrétta mig. Og svo var rödd mín. Þar sem ég heyrði hana ekki hneigðist ég heldur til að hrópa og átti yfirleitt mjög óhægt að stjórna henni. Stundum talaði ég hins vegar svo lágt, að menn skildu mig ekki. Eg beitti rödd- inni eftir minni og eina leiðsögn mín var titringur hálsvöðvanna. En nóg um mín eigin vandamál í bili. Almenn vandamál fatlaðra höfðu lengi verið mér hugleikin. Yiku áður en ég átti að leggja fram frumvarpið söfnuðust hundruð fatlaðra saman á Trafalgartorgi að vekja á sér at- hygli. Þetta fólk var i hjólastólum og jafnvel útafliggjandi á börum, komið af öllum landshornum og má ímynda sér, að ferðin hefur ekki gengið öllum þrautalaust. Margir voru gersamlega ósjálf- bjarga. Eg varð mjög hrifin af þraut- seigju og hugprýði þessa fólks. Frammistaða þess jók mér ósjálf- rátt sjálfstraust og sannfærði mig um það, að mér mundi takast að tala máli þess sómasamlega á þinginu. Daginn, sem frumvarpið skyldi flutt kom ég að máli við annan þingmann, Eríc Ogden. í samein- ingu bjuggum við til hentugt merkjakerfi. Væri rödd mín hæfi- lega stillt skyldi Eric sitja beinn i sæti og hafa hendur í skauti. Hækkaði ég röddina óþarflega átti hann að styðja hönd undir kinn, en lækkaði'ég tóninn um of skyldi hann halla sér fram á við i Framhald á bls. 14. Sælir eru miskunnsamir görnlu konunnar væru komnir á venjulegt stig, og taldi bezt að prestur færi sjálfur. „Helzt vildi ég vera laus við það,“ sagði guðsmaður- inn, „og ef þér væri sama vildi ég gjarna að þú leiðréttir sjálf þín mistök." „Þú ættir nú að geta sótt kjöt í frystikistu þó að þú getir ekki jarðsungið fólk skammlaust," sagði frúin hvasst. „Ekki hélt ég.að þú yrðir til að kasta fyrsta steinin- um,“ sagði prestur dapurlega," en ef þér er þetta hjartans mál, þá skulum við athuga það seinna í kvöld, því að þá er amma örugglega sofnuð.“ „Það er ekki vist, hún er að kvarta um kulda,“ sagði prestsfrúin, „fólk sofnar seinna ef því er kalt.“ „Gömlu fólki er alltaf kalt“ sagði klerkur mildilegá, „og stórir og smáir verða að lokum að beygja sig fyrir gangi almættisins.“ „Við sjáum nú til, hvað verður“ sagði frúin, og hellti aftur í kaffibolla guðsmannsins. En það var komið miðnætti þegar þau töldu að vist væri að amnja væri sofnuð. Það hafði ekkert heyrst til hennar lengi, og prestur taldi að nú væri allt í lagi. Þau höfðu ákveðið að frúin læddist i frystikistuna, en prestur biði á meðan í eldhúsdyrunum, tilbúinn að grípa inn í rás viðburðanna ef með þyrfti. Frúin tók nú kjötið og læddíst af stað að frystikist- unni, en prestur tók sér stöðu í dyrunum og spennti greipar í'jálglega. Frúin var nú komin alveg að kistunni, og lyfti varlega upp lokinu. Hún var seilast ofan í kistuna þegar þögnin var skyndilega rofin af titrandi rödd gamalmennisins: „Hvað er nú eiginlega um að vera?? Eru það nú tilburðir að pukrast til að sækja kjöt um lágnættið.“ Ég hélt að þú værir sofnuð fyrir löngu," sagði prestur alvarlega, „það er guði þóknanlegt að gamalt fólk fari snemma að sofa.“ „Ég sef þegar mér sýnist,“ svaraði sú gamla, „gam- alt fólk þarf ekki mikinn svefn.“ Frúin hafði nú náð því rétta úr kistunni, og hörfaði með það til manns síns. „Taktu þetta ekki illa upp, amma gamla," sagði hún svo, „það er engum til góðs að vera að munnhöggvast út af þessu.“ Það má vera,“ anzaði sú gamla, „ég er líka komin með munnherkjur af þessum béuðum kulda. Ég held að hann sé alltaf að ágerast. Ég held ég verði gigtveik ef ekki rætist úr.“ Nú fannst presti hann vera búinn að standa þarna nógu lengi og bjóst til að ganga brott. „Láttu ekki frystikistuna standa of lengi opna,“ sagði hann við frúna. Kona hans brá við, og án þess að gefa ömmu svo mikið sem hornauga þaut hún að frystikistunni og skellti henni aftur og hljóp svo á eftir manni sínum og skellti eldhúshurðinni á eftir þeim. Skömmu seinna gengu p’resthónin til náða, og haustmyrkrið réð eitt ríkjum i gamla húsinu. Þegar frúin vaknaði morguninn eftir fór hún að hafa orð á því að eitthvað þyrfti að gera til að ná kuldanum úr gömlu konunni. Prestur sa'msinnti þvi, „en ég veit ekki hvað gera skal,“ bætti hann við. „Við skulum færa hana i heitasta herbergið i hús- inu,“ stakk frúin upp á, „þar hlýtur henni að hlýna.“ „Já, gerum það,“ sagði klerkur, „ef við gerum vel við stnælingjana mun okkur launað verða.“ Og þegar þau hjónin höfðu klætt sig og drukkið morgunkaffið, gengu þau að frystikistunni, opnuðu hana og tóku gömlu konuna upp úr henni og báru hana á milli sín inn í stofu, og settu hana varlega niður við ofninn. . .

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.